Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986
9
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
Prufu-hitamælar
WIKA
Þrýstimælar
9llar stæröir og geröir
SÖD^rCsDiLsgpiur
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 146S0- 21480
SöyiíMuiDtuiir
tDð)in)©©ó)iRi
Vesturgötu 16, sími 13281}
KVÖLDNÁMSKEIÐ
EINKATOLVUR
Einkatölvur veröa sífellt algengari, og þurfa því æ •
fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun
þeirra og meðferð. Reynslan hefur sýnt, að notendur
einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér
þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt.
Markmið: Að kynna þátttakendum undirstöðuatriði
vinnu við verkefni sem einkatölvum er ætlað að
vinna úr.
Efni: Hvernig starfar tölvan? - Kynning á vélbúnaði
- Undirstöðuaðgerðir stýrikerfis - Ritvinnsla -
Gagnasafnskerfi -Töflureiknar.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum
fyrirtækja sem nota eða ætla að nota einkatölvur.
Timi og staður
20.-22. mai kl. 8.30-12.30
Ánanaustum 15
Leiðbeinandi:
Björn Guðmundsson
kerfisfræðingur
Stiórnunarfélaa Islands
Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
„Hatursher-
ferð“
Stjómendum Sovét-
ríkjanna er fátt kærara
en að vera skipað á sama
bekk og Bandaríkjunum.
Þeir vilja, að litið sé til
ríkis konunúnismans sem
risaveldis, er standist
öflugasta rOd veraldar
snúning og jafnvel meira
en það. Fátt finnst þeim
betra en þegar gripið er
til samanburðarfræð-
anna svonefndu, sem
byggja á þeirri grunn-
kenningu, að í raun sé
enginn munur á Sovét-
rikjunum og Bandarikj-
unum, nema þá helst sá,
að Bandaríkin séu ívið
drottnunargjamara risa-
veldi en Sovétríkin, ekki
sist nú þegar Ronald
Reagan er þar við stjóra-
völinn. í vinsældakapp-
hlaupinu leitast Sovét-
menn við að tala aldrei
um neitt sem miður fer
hjá þeim sjálfum en
hampa öllu illu i fari
keppinautarins. Þessi
viðleitni smitar út frá sér
eins og ótal dæmi sanna
og kenningar saman-
burðarfræðinganna stað-
festa.
Arbatov valdi þá leið í
símaþætti BBC að gera
sem minnst úr kjara-
orkuslysinu í Cheraobyl.
Hættan hefði verið mál-
uð í alhof sterkum litum
af óvinum Sovétmanna á
Vesturlöndum - engir
hefðu flutt fólk heim frá
Kiev nema Bretar. Meiri
ástæða væri að hefja
fjöldaflutning á ferða-
mönnum frá Las Vegas
vegna kjaraorkutilrauna
Bandarikjamanna í
Nevada-eyðimörkinni.
Allt væri með kyrrum
kjörum í Kiev, en út-
varpsstöðvaraar Radio
Free Europe og Radio
Liberty, sem CIA, banda-
riska leyniþjónustan,
héldi úti hefðu reynt að
hræða fólk, enda stjóra-
uðust þær af hatri á
Sovétríkjunum. Arfoatov
var spurður, hvort Sovét-
menn væru tilbúnir til að
greiða Pólveijum bætur
vegna þess tjóns, sem
þeir hefðu orðið fyrir
vegna geislavirkni. í
svarinu gaf hann til
kynna, að Sovétmenn
hefðu þegar aðstoðað
Pólveija svo mikið, að
þeim ætti að vera sovésk
góðmennska kunn.
Þegar á herti brá
Arbatov sér í gervi lítil-
magnans og sagði, að
auðveldara yrði fyrir
Sovétmenn að takast á
Sovétmaður í símatíma
Grigory Arbatov, helsti sérfræðingur Kremlverja í málefnum
Bandaríkjanna, sat fyrir svörum í símatíma heimsþjónustu BBC
(BBC World Service) á sunnudaginn. í 45 mínútur gátu hlustend-
ur hvaðanæva úr veröldinni hringt til London og lagt spurningar
fyrir Arbatov, en hann sat og svaraði í Moskvu. Framkvæmdin
ein minnti á, hve nútímatækni auðveldar mönnum samskipti
vilji þeir á annað borð nota hana. Eftirminnilegast úr þættinum
var, þegar borgari í Leníngrad spurði Arbatov, hvort nauðsynlegt
væri að kunna ensku og ná sambandi við BBC til að geta rætt
við háttsettan sovéskan embættismann í síma. Var fátt um
svör hjá Arbatov, sem átti raunar í vök að verjast í þættinum
og fór oft undan í flæmingi.
við afleiðingar kjara-
orkuslyssins, ef þeir nytu
„samúðar" og „velvilja"
í stað þessa stöðuga hat-
urs. Þeir væra vist reiðu-
búnir til að upplýsa heim-
inn um það, sem hefði
gerst. Þegar stjórnandi
þáttarins spurði, hvenær
kjarnorkuslysið hefði
orðið, sagðist Arbatov
ekki vita það nákvæm-
lega, líklega síðdegis
laugardaginn 26. apríl,
kannski aðfaranótt
sunnudagsins, hann hefði
ekki gert sér grein fyrir
þvi, að stjórnandinn hefði
áhuga á nákvæmum
tíma, minútu og sekúndu,
og þvi ekki aflað sér
upplýsinga um það. Ekki
vissi hann heldur, hve
mikil geislavirkni hefði
mælst.
Afstaðan til
Líbýu
Einn þeirra, sem
hringdi, spurði Arbatov,
hvernig stæði á þvi, að
Sovétmenn styddu Líbýu,
þegar vitað væri, að út-
sendarar stjórnarinnar
þar stæðu að hryðjuverk-
um og legðu sig fram um
að skapa óstöðugieika á
Vesturiöndum.
Þessu svaraði Arbatov
á þann veg, að Banda-
rikjastjóra hefði leitast
við að demonize Libýu
eða líkja henni við djöful-
inn sjálfan. Þetta væri
furðulegt athæfi vegna
þess að enginn gæti sann-
að, að Líbýustjóm stæði
að baki hryðjuverkum.
Þá var hann minntur á,
að bresk lögreglukona
hefði verið skotinn til
bana af manni, sem var
staddur í sendiskrifstofu
Libýu í London. Arbatov
sagði, að það sannaði
ekki neitt. Hitt væri Ijóst,
að enginn hefði trúað
djöflakenningum Banda-
ríkjamanna nema Thatc-
her. Og hann endurtók
oftar en einu sinni, að
engar sannanir væru
fyrir þvi, að Líbýumenn
væru tengdir hryðju-
verkum. Bandarikja-
stjórn stæði á hinn bóg-
inn á bak við hryðjuverk
i Mið-Ameríku, þar sem
hún styddi contra-skæru-
liða, i Afganistan og í
Angóla, svo að dæmi
væru tekin. Sovétmenn
væru á móti hryðjuverk-
um Reagans og teldu, að
Líbýumenn væru hafðir
fyrir rangri sök.
Nú hafa leiðtogar 7
iómikja ályktað um
hryðjuverk á fundi i
Tókýó og komist að
þeirri niðurstöðu, að rétt-
mætt sé að nefna Líbýu
sérstaklega i ályktuninni.
Sú niðurstaða hefur
engin áhrif á Arbatov
eða skoðanabræður
hans. Þeir eiga áreiðan-
lega eftir að halda þvi
fram, að Bandaríkja-
stjóm hafi ógnað eða
hrætt leiðtoganna til
fylgis við sig.
Arbatov og félagar
hans i sovésku áróðurs-
stofnunum tala eins og
þeir séu fullvissir um, að
skoðanir þeirra og lygi
hljóti hljómgrunn hjá
einhveijum á Vesturl-
öndum, sem siðan komi
þeim áfram. Dæmi um
það sást i Þjóðviljanum í
gær, þar segir greinar-
höfundur: „Hvað skyldu
Contra skæruliðarnir
sem Bandarikjamenn
gera út vera búnir að
drepa marga landa sina
í Nicaragua? Það er nú
ekki aldeilis verið að tala
um hryðjuverk þegar
þessir aðilar eiga i hlut.
Nei, þetta eru vinir
Bandaríkjamanna, og þá
eru þetta frelsishetjur."
Lausir miðar enn til sölu í Aðalumboðinu vestu rveri
___HAFPDRÆTTI_______
DvalarheimUis aldraðra sjómanna