Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
Garður:
Landsbankinn selur
eignir ísstöðvarinnar
BALDVIN Njálsson fiskverkandi
í Garði hefur keypt fasteignir
ísstöðvarinnar ^ hf. í Garði af
Landsbanka íslands. Baldvin
rekur lítið frystihús og kaupir
fasteignirnar til að nota fyrir
fiskverkun.
Landsbankinn keypti fasteignim-
ar á nauðungaruppboði í mars síð-
astliðnum. Eignimar voru slegnar
bankanum á 12,3 milljónir kr.
Reynold Kristjánsson lögfræðingur
í Landsbankanum sagði að afhend-
ing eignanna til Baldvins hefði farið
fram, en hann sagðist ekki geta
gefið söluverðið upp.
Stuðmenn undir
nafninu STRAX
á leið til Kína
LIÐSMENN hljómsveitarinnar
Stuðmanna og aðstoðarmenn
héldu i morgun í hljómleikaferð
til Kína. Þar mun hljómsveitin
halda tiu tónleika i sjö borgum
á næstu vikum. Stuðmenn fara i
boði kinversku stjórnarinnar og
eru þeir önnur vestræna popp-
sveitin, sem þangað fer, en áður
höfðu Bretamir i Wham! sótt
Kínveija heim.
Menningarvika
Kópavogs í Hjá-
leigunni í kvöld
Menningarviku Kópavogs, sem
hófst um helgina, verður fram
haldið í kvöld klukkan 20.30 i
Hjáleigunni i Kópavogi. Kvöldið
verður tileinkað Matthíasi Jo-
hannessen.
Fyrra hluta dagskrárinnar verða
flutt eftir hann verk í bundnu og
óbundnu máli og mun hann meðal
annars lesa eigin ljóð, þ.á. m. nokk-
ur óbirt. Eftir hlé verður írumflutt-
ur leikþáttur eftir Matthías, sem
leikarar úr Leikfélagi Kópavogs
lesa saman og flytja.
Kínafaramir eru 14 talsins, en
auk hljómlistarmannanna sjö í
Stuðmönnum eru í hópnum tækni-
menn og breskir kvikmyndatöku-
menn, sem munu festa Kínaförina
á filmu. Kvikmyndin verður vænt-
anlega sýnd almenningi síðar á ár-
inu, að sögn Valgeirs Guðjónssonar,
rythmagítarleikara sveitarinnar.
„Farangur okkar vegur um 2 tonn,
enda viljum við að Kínveijar geti
notið hljómlistar Stuðmanna til
fulls," sagði Valgeir. „Sjálfir vegum
við ekki nema um 500 kíló samtals
að aðstoðarmönnum okkar frátöld-
um.“
Hann sagði að hljómsveitin hefði
æft sérstaka efnisskrá fyrir Kína-
ferðina, og að hljómsveitin myndi
væntanlega efna til tónleika með
þeirri dagskrá í Reykjavík fljótlega
eftir heimkomuna í byijun júní.
í Kína munu Stuðmenn koma
fram undir nafninu STRAX, þar
sem talið er að hið íslenska heiti
hljómsveitarinnar geti reynst inn-
fæddum torráðið.
Fyrstu tónleikar Stuðmanna
verða í borginni Kanton á sunnu-
dag. Stuðmenn munu síðan heim-
sækja 6 aðrar borgir í Kína, þeirra
á meðal Shanghai og Peking.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Aburðarflutningar í fullum gangi
SENN líður að því að bændur fari að bera á tún. Þessa dagana afgreiðir Áburðarverksmiðjan í
Gufunesi mikið magn af áburði til bænda og er nóg að gera þar eins og myndin, sem tekin var
síðdegis í gær, ber með sér.
Sérkjarasamningar BHMR fyrir Kjaradómi:
Ríkið hafnar kröfum um
63% hækkun dagvinnulauna
RÍKISVALDIÐ hefur alfarið
hafnað kröfum aðildarfélaga
Launamálaráðs ríkisstarfs-
manna i Bandalagi háskóla-
manna (BHMR) um a.m.k. 63%
hækkun dagvinnulauna frá 1.
mars sl. Sú krafa hefur verið
sett fram í munnlegum málflutn-
ingi fyrir Kjaradómi, sem hófst
Sjónvarpið í kvöld:
Stofnun foreldrasam-
taka gegn vímuefnum
Fjölmargir skemmtikraftar leggja sitt af mörkum
í KVÖLD, miðvikudaginn 7. maí, verður í sjónvarpinu skenunti-
og umræðuþáttur í beinni útsendingu á vegum SÁA, Lionshreyf-
ingarinnar og undirbúningsnefndar að stofnun Landssamtaka
foreldra fyrir vimulausa æsku. Þátturinn er helgaður baráttunni
fyrir vímulausri æsku og hlut foreldra í henni. Markmiðið með
útsendingunni er að kynna samtökin og hvetja foreldra tíl þátt-
töku í þeim. Útsending hefst kl. 22.20.
„Aðdragandann að þessu má
rekja til síðastliðins hausts," sagði
Einar Kr. Jónsson framkvæmda-
stjóri SÁÁ. „Þá ákvað stjórn SÁÁ
að beita sér fyrir því að virkja
foreldra til forvamarstarfs eða
fyrirbyggjandi aðgerða í vímu-
efnamálum. Við höfum fylgst með
foreldrahreyfingum af þessu tagi
í Bandaríkjunum og í nóvember
síðastliðnum sendum við svo fjóra
foreldra á ráðstefnu þessara
bandarísku samtaka í Washington
gagngert til þess að kynnast
starfsaðferðum þeirra og hug-
myndunum sem liggja að baki
starfseminni og hvemig við gæt-
um nýtt okkur þær hér heima.
Síðan höfum við unnið sleitu-
laust að því að undirbúa átak
foreldra í forvömum gegn vímu-
efnaflóðinu.
Til þess að kynna hugmyndim-
ar og stofnun landssamtaka for-
eldra héldum við kynmngarfund
fyrir foreldra 8. mars sl. í húsa-
kynnum SÁA og hann var mjög
fjölsóttur. Á fundinum var síðan
samþykkt ályktun um að stefna
að formlegri stofnun foreldrasam-
taka nú í vor og það má segja
að með sjónvarpsþættinum í kvöld
sé stofnunin hafín. Við verðum
með skráningu stofnfélaga í
tengslum við þáttinn — einskonar
símamiðstöð með 20 línum — og
áhorfendur verða hvattir til að
hringja í númer 688050 og skrá
sig í samtökin. Það verður byijað
að skrá félaga í þessu númeri kl.
13 í dag til miðnættis og á morgun
verður skráð frá kl. 10—16. Þar
að auki verður tekið á móti nöfn-
um í síma 82399 á skrifstofu SÁÁ
alla virka daga kl. 9—17.
Ætlunin er síðan að eftia til
framhaldsstofnfundar í haust og
kjósa þá stjóm og setja samtökun-
um lög.
En aðalatriðið er sem sé að
vekja foreldra til umhugsunar um
það, að forvamir heflast heima
og þeir eru best fallnir til þeirra
hluta," sagði Einar Kr. Jónsson.
í sjónvarpsþættinum verður
ýmislegt til skemmtunar, að sögn
Jóns Gústafssonar sem annast
stjóm þáttarins áamt Helga H.
Jónssyni. Má þar nefna Megas,
nemendur úr Öldutúnsskóla
syngja, Magnús Þór Sigmundsson
syngur, Kjartan Ragnarsson leik-
ari flytur lag úr revíu sem hann
er að skrifa, Icy-flokkurinn treður
upp og Sigurður Siguijónsson og
Óm Amason leikarar flytja gam-
anmál. Allir skemmtikraftamir
gefavinnusína.
Þá munu stjómendur þáttarins
ræða við ýmsa, svo sem fulltrúa
frá Samfok, samtökum foreldra
og kennara, Amar Jensen frá
fikniefnalögreglunni fjallar um
fíkniefni og útbreiðslu þeirra hér-
lendis og rætt verður við Þórarin
Tyrfingsson lækni um einkenni
vímunnar. Þá verður rætt við sál-
fræðing og félagsráðgjafa um þá
meðferð sem böm og unglingar
eiga kost á, talað við unglinga sem
em fíkniefnaneytendur og for-
eldra unglinga sem hafa ánetjast
vímuefnum.
Útsendingin mun taka að
minnsta kosti eina og hálfa
klukkustund, að sögn Jóns Gúst-
afssonar.
á mánudaginn og lýkur væntan-
lega í dag. Samkomulag tókst
ekki um sérkjarasamninga aðild-
arfélaganna 22 og var málinu
því vísað til Kjaradóms. Úrskurð-
ur dómsins á að liggja fyrir eftir
2-3 vikur.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir að
þegar allt sé talið geri BHMR kröfu
um 70-80% hækkun dagvinnu-
launa. Það sé að sínu mati „fullkom-
ið ábyrgðarleysi" enda sé enginn
óeðlilegur munur á heildarkjörum
ríkisstarfsmanna í BHM og há-
skólamenntaðra manna á almenn-
um vinnumarkaði. Fyrir Kjaradómi
hefur samninganefnd ríkisins gert
kröfu til að allir sérkjarasamningar
aðildarfélaga BHMR verði fram-
lengdir óbreyttir út samningstíma-
bilið, sem er til febrúarloka á næsta
ári.
Þorsteinn A. Jónsson, formaður
Launamálaráðsins, sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins í gær það
vera mat ráðsins að útreikningar
og ítarlegur samanburður á launum
háskólamanna í þjónustu ríkisins
annars vegar og háskólamanna hjá
einkafyrirtækjum hins vegar sýni
að í maí 1984 hafi munað rúmlega
48% á launum þessara hópa en á
þeim tíma var úrtakið valið af
Hagstofu Islands. „Við teljum að
bilið hafi breikkað síðan þannig að
nú sé um 63% munur á launum
okkar hjá ríkinu og fólks með sömu
menntun í einkageiranum," sagði
hann.
Krafa BHMR byggir á túlkun
ráðsins á niðurstöðum svokallaðrar
nefndar um kjarasamanburð, sem
nýlega lauk störfum. Álitsgerð
nefndarinnar má túlka á margan
hátt, eins og sést á því að samninga-
nefnd ríkisins vísar til hennar um
að enginn óeðlilegur munur sé á
heildarkjörum BHMR-manna og
háskólamanna í einkageiranum
þegar allt sé talið með, s.s. lífeyris-
réttindi, atvinnuöryggi, veikinda-
réttur, endurmenntunarmöguleikar
og fleira.
„Við teljum raunar óhjákvæmi-
legt að sérlqarasamningamir verði
óbreyttir út samningstímabilið
miðað við það, sem gerst hefur á
vinnumarkaðinum. Það er þjóðar-
hagur að sú tilraun, sem hajfin var
með febrúarsamningunum, verði
gerð til enda,“ sagði Indriði H.
Þorláksson.
Vegagerðin:
Há tilboð í
vegaklæðningar
VEGAGERÐ ríkisins fékk þijú
tilboð í klæðningar vega á Suð-
urlandi í sumar. Óll tilboðin voru
langt yfir kostnaðaráætlun. Það
lægsta var frá Gunnari og Guð-
mundi sf., 3.585 þúsund krónur,
sem er 176,8% miðað við kostnað-
aráætlun Vegagerðarínnar, sem
var 2.028 þúsund krónur. Hin
tilboðin voru frá Borgarverki hf.
og Hagvirki hf.
Vegagerðin fékk hagstæðari til-
boð í gerð Austurlandsvegar á m
Skrúðskambs og Krossár á Ber
fjarðarströnd. Vegurinn er tæplej
11 km að Iengd og á verktakii
að skila verkinu fyrir 1. júlí næs
komandi. Lægsta tilboðið var f
Jarðverki sf. á Höfn í Homafin
10.257 þúsund kr., sem er 64,£
af kostnaðaráætlun, en hún v
15,9 milljónir kr. 13 verktakar bus
í veginn og voru 8 tilboð unc
kostnaðaráætlun.