Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 fclk í fréttum Bifhjólaþing á Bernhöftstorfu Fljúgandi teppi sem er ekta Flugfreyja með 14 ára starfs- feril að baki hefur auðvitað skartað þó nokkrum settum af einkennisfatnaði. Það segir sig sjálft, að varla hefur hún allan tímann verið í sömu fötum og hún fékk þegar hún byrjaði. Fróðir menn um allt er lýtur að flug- freyjum, segja að „uniformin" á þessu tímabili séu a.m.k. 14 tals- ins. Hún Gunnilla Örn er sænsk flugfreyja hjá SAS flugfélaginu og hefur þeyst um allan heiminn sl. 14 ár eða svo. En hún fyllti ekki fataskápana sína af gömlum einkennisfatnaði og því síður kastaði hún honum í ruslið. Hún er nefnilega svo stálheppin að eiga snjalla og útsjónasama móður sem sá sér leik á borði og bjó til falleg- ar gólfmottur úr gömlu „uniform Það er von að SAS flugfreyj- an Gunnilla Örn sé broshýr á myndinni enda ekki allir sem eiga ekta fljúgandi teppi eins og hún. unum“. Sem sagt, áður skartaði Gunnilla einkennisfötunum sínum svo geislaði af henni, en núna þegar hún er heima hjá sér í litlu íbúðinni í Stokkhólmi, gengur hún áþeim. ' ■'T.- Frá bifhjólaþinginu á Bernhoftstorfu. u M TUTTUGU félagar í Bifhjólasamtökum lýð- veldisins, sem eru samtök bifhjólaeigenda hér á landi, söfnuðust saman á útitaflinu á Bernhöftstorfu hinn 1. maí sl. Tilgangurinn var ekki að mótmæla einu né neinu, heldur einfaldlega að sóla sig í góða veðrinu. Öðrum þræði vildu Bifhjólasamtökin þó vekja athygli á aðal baráttumáli sínu, að fá fram lækkun tolla á bifhjólum. Morgunblaðið/Ólafur K. Mag. Um 170 manns eru í Bifhjólasamtökum lýðveldis- ins. Tilgangurinn með félagsskapnum er fyrst og fremst að félagar hjóli saman, en auk þess hefur það barist fyrir lækkun tryggingaiðgjalda og lækkun tolla af bifhjólum. Tollar af bifhjólum munu vera um fimmtíu prósent, og þeir lækkuðu ekki þegar tollar lækkuðu af bílum fyrir skömmu. „Skipt um gfír með fótunum á þremur pedulum — Rættvið Magnús Jónsson safnvörð Byggðasafns Hafnarfjarðar M agnús Jónsson heitir hann, maðurinn á myndinni og hann átti til skamms tíma hið glæsilega far- artæki gamal Ford, T-módelið fræga. Jósef .Hannesson bifvélavirki sá hins vegar um viðhaldið á vélinni og því sem henni tilheyrði. Magnús er safnvörður við Byggðasafn Hafnaríjarðar. Blaðamaður Morg- unblaðsins spjallaði við Magnús á dögunum um bílinn og byggðasafn- ið, sem er í húsi Bjarna Sívertsen riddara, að Vesturgötu 6 í Hafnar- fírði. „Já, þetta er hið fræga T-módel af Ford“, sagði Magnús. „Þessi er frá árinu 1927, sem var síðasta árið sem gamli Ford var framleiddur en hann var framleidd- ur frá 1908 til 1927, eitthvað um 15 milljónir bílar alls. Eg átti hann í um það bil 20 ár. Hvemig eignaðist þú bílinn? Eg keypti hann úti í Danmörku þegar ég var þar á ferð. Hann var alveg í sæmilegu ástandi, lakkið að vísu farið að gefa sig þannig að ég lét sprauta hann upp á nýtt. Varhann dýr? Nei, en rétt eftir að ég keypti hann þutu þeir upp í verði, þessir gömlu bílar. Það var ekki eins mikill áhupj fyrir þeim þá eins og síðar verð og þess vegna fékk ég hann fyrir tiltölulega lítið. Var þægiiegt að keyra þennan bfl? „Já, það var gott að keyra hann en gírarnir gátu verið dálítið vanda- samir fyrir óvana menn. Það var skipt um gír með fótunum á þremur gírum og svo var sérstakur bakkgír, - auk þess var einn gír í viðbót sem nota mátti á sérstakan hátt. Hversu hratt ferþessi bíll? Það var nú enginn hraðamælir í þessum bílum. en þess í stað var ampermælir og af honum mátti nokkuð ráða hraðann á bílnum. Ég held að bíllinn hafi náð svona 60 kilómetra hraða á klukkustund við bestu skilyrði. Magnús hefur verið safnvörður við Byggðasafn Hafnarfjarðar síð- an 1980. Ég spyr hann hvenær byggðasafnið þar hafi verið stofnað. „Það var fyrst kosin byggða- safnsnefnd hér í Hafnarfirði 1953 en það dróst nokkuð að l/yggðasafn- ið fengi fast húsnæði. Akveðið var að rýma hús Bjarna riddara Sívert- sen og gera það upp í upprunalegri mynd. Þetta var mikió verk og gert á löngum tíma. Árið 1974 hafði verið lokið við að gera upp húsið og þá var hluti safnsins fluttur hingað. Það er ekki nema tiltölulega lítill hluti af munum byggðasafns Hafnarfjarðar hérna enda plássið ekki mikið. Hér eru í einu herbergi húsgögn úr búslóð Bjarna riddara og hefur verið reynt að hagræða öllu eins og búið væri í húsinu," sagði Magnús. Morgunblaðið/Matthías G. Pétursaon. Magnús Jónsson safn- vörður og Jósef Hannes- son bifvólavirki við hliðina á glæsivagninum, Ford T-módel, árgerð 1927.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.