Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986 í for með sér verulegan bata á heildarstöðu innlánsstofnana gagn- vart Seðlabankanum, enda þótt lausafjárstaða þeirra banaði lítið. Vandamálin innan bankakerfis- ins að undanfomu hafa ekki sízt verið fólgin í mjög mismunandi sterkri lausafjárstöðu einstakra stofnana, sem er merki um þann skipulagsvanda, sem lengi hefur verið við að glíma. Það jók mjög á þessi vandamál, þegar í Ijós kom seint á síðastliðnú ári, að Utvegs- bankinn mundi tapa verulegum fjárhæðum vegna gjaldþrots eins helzta viðskiptafyrirtækis bankans. Við þetta hefur eiginfjárstaða bank- ans farið langt niður fyrir þau mörk, sem sett eru í hinum nýju viðskipta- bankalögum og lausaskuldir hans við Seðlabankann aukizt stórlega. Hefur bankinn síðan í reynd verið rekinn á ábyrgð Seðlabankans fyrir hönd ríkisins, og er ljóst, að við slíkt bráðabirgðaástand er ekki unnt að búa nema um skamman tíma. Eftir þennan atburð er enn brýnna en áður, að hafizt verði handa um endurskipulagningu á viðskiptabankakerfinu, er feli í sé: fækkun banka með samruna í ekki fleiri en þrjá alhliða viðskiptabanka. Jafnframt væri æskilegt að efla þann hluta bankakerfisins, sem rekinn er í hlutafélagsformi án áb'Tgðar ríkisins og að gefa erlend- um bönkum tækifæri til að kep|). um viðskipti hér á landi. Hvort tveggja mundi stuðla að virkari samkeppni og fjölbreyttari þjónustu bankakerfisins við viðskiptamenn sína. Þótt mikilvæg skipulagsvanda- mál bíði þannig enn úríausnar innan bankakerfisins, hafa á undanförn- um tveimur árum oröið meiri breyt- ingar á peningamarkaðnum hér á landi og starfsemi fjármálastofnana en nokkru sinni áður á jafnlöngu tímabili. Hafa þessar breytingar stefnt til aukins fijálsræðis á pen- ingamarkaðnum, þar sem vextir og lánsskilmálar hafa í vaxandi mæli ákvarðast af framboði og eftirspurn og dregið hefur úr beinum afskipt- um stjómvalda af ráðstöfun láns- fjár. Ný löggjöf hefur verið sett um viðskiptabanka og sparisjóði, sem tók gildi um síðastliðin áramót, og nú fyrir nokkrum dögum vom af- greidd ný lög um Seðlabanka ís- lands og um verðbréfamiðlun, sem taka gildi síðar á árinu. Er með þessari löggjöf allri stefnt að auknu ftjálsræði í starfsemi peningamark- aðsins, jafnframt því sem settar em traustari reglur en áður um skipu- lag, starfshætti og eftirlit með þeim stofnunum, sem á peningamark- aðnum starfa. En víkjum nánar að helztu breytingum, sem orðið hafa í þessum efnum að undanförnu og þróunarstefnu þeirra. Hér er eink- um um þrennt að ræða. Aukið vaxtafrelsi Er þá fyrst að nefna aukið vaxta- frelsi innlánsstofnana, en fyrsta skrefið í þá átt var tekið fyrir rúm- um tveimur ámm, þegar ákvörðun um vexti af bundnu sparifé var gefín frjáls. En þessu var síðan fljótlega fylgt eftir með mun víð- tækara frelsi til ákvörðunar inn- og útlánsvaxta sumarið 1984, en þó með samþykki Seðlabankans. Jafnframt hefur Seðlabankinn hald- ið áfram að ákveða tiltekna lykil- vexti, fyrst almenna sparisjóðs- vexti, en nú síðustu mánuði vexti af skuldabréfum, í því skyni að hafa áhrif á vaxtaþróunina. Þótt hér hafi þar af leiðandi ekki enn skapazt algert fijálsræði í ákvörðun vaxta, þá hafa þessar breytingar þegar haft í för með sér mikil umskipti á starfsháttum bankakerf- isins. Hefur samkeppni milli inn- lánsstofnana aukizt mjög til vem- legra hagsbóta fyrir sparifjáreig- endur, jafnframt því sem hún hefur veitt aukið aðhald að rekstri þeirra. í stað þess að reyna að draga að viðskipti með aukinni þjónustu, t.d. með stofnun sífellt fleiri útibúa, hefur samkeppnin beinzt að því að veita sparifjáreigendum hagstæðari kjör. Er athyglisvert, að engin fjölg- un útibúa \ síðastliðnu ári, og er lítið útlit fyrir fjölgun á næstunni, þótt leyfisveitingar hafi nú verið afnumdar, en fyrir tveimur ámm lágu fyrir tugir umsókna um ný útibú. Jafnframt hefur aukin sam- keppni þegar dregið úr mismun inn- og útlánsvaxta og útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Aukið vaxtafrelsi hefur einnig leitt til jafnræðis um lánskjör milli atvinnu- vega, og em vextir af afurðalánum nú í fyrsta skipti orðnir hinir sömu og af öðmm sambærilegum útlán- um bankanna. Með því er úr sög- unni musmunun milli atvinnuvega, sem hefur verið við lýði hér á landi í fjóra áratugi. Annað svið, þar sem ný viðhorf hafa skapazt að undanförnu, varða viðskipti Seðlabankans við innláns- stofnanir og viðskipti þeirra inn- byrðis. Fyrir réttu ári var það mikilvæga skref tekið, að Seðla- bankinn hætti reglubundnum af- urðalánum, sem flutt vom til við- skiptabanka og sparisjóða, en um leið var binding innlánsfjár í Seðla- bankanum lækkuð. Jafnframt því sem Seðlabankinn hættir afskiptum af dreifíngu lánsfjár með endur- kaupum, getur hann einbeitt stjórn- tækjum sínum að því að hafa áhrif á heildarframboð peninga og láns- Qár í landinu. Samhliða þessum breytingum hefur verið að þróazt millibanka- markaður, þar sem innlánsstofnanir geta í vaxandi mæli leyst lausafjár- vandamál sín með lántökum hver hjá annarri í stað skuldasöfnunar við Seðlabankann. Rætur þessa markaðs lágu í reglum, sem Seðla- bankinn setti fyrir rúmum tveimur árum um framsöl á víxilkvótum innlánsstofnana hjá Seðlabankan- um. Voru engar hömlur settar á vexti af slíkum framsölum, og hafa þau farið mjög vaxandi að undan- förnu. í kjölfar þeirra hafa svo siglt bein skammtímalán milli innláns- stofnana, þar sem þær stofnanir, sem hafa sterka lausafjárstöðu í Seðlabankanum, veita öðrum, sem eiga við lausafjárerfiðleika að etja, lán, sem eru með lægri vöxtum en greiddir eru af yfirdrætti í Seðla- bankanum, en hærri en af almenn- um útlánum bankanna. Viðskiptin eru því báðum aðilum í hag. Hér er tvímælalaust um að ræða mjög mikilvæga þróun fyrir stjórn pen- ingamála í landinu og hefur banka- stjórn Seðlabankans hug á því að breyta viðskiptafyrirkomulagi milli Seðlabankans og innlánsstofnana í þá átt, að millibankamarkaður komi með öllu í stað yfírdráttarmöguleika í Seðlabankanum og fyrirgreiðsla Seðlabankans verði þá aðeins veitt með beinum samningum hvetju sinni eða með kaupum tiltekinna verðbréfa eða víxla. Eru í hinum nýju seðlabankalögum heimildir til þess að setja ákveðnar kröfur um lausafjárstöðu innlánsstofnana, Pening-amarkaðurinn GENGIS- SKRANING Nr. 83. - 6. maí 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,570 40,690 40,620 SLpund 62,214 62,398 62,839 Kan.dollari 29,462 29,549 29,387 Dönsk kr. 4,9612 4,9758 5,0799 Norskkr. 5,7936 5,8108 5,8976 Sænskkr. 5,7225 5,7395 5,8066 Fi.mark 8,1278 8,1519 8,2721 Fr.franki 5,7628 5,7798 5,8959 BeÞ. franki 0,8987 0,9013 0,9203 Sv.franki 22,0011 22,0662 22,4172 Holl. gyllini 16,2719 16,3201 16,6544 ý-þ. mark 18,3471 18,4014 18,7969 IUíra 0,02676 0,02684 0,02738 Austurr. sch. 2,6094 2,6171 2,6732 PorL escudo 0,2732 0,2740 0,2831 Sp.peseti 0,2888 0,2896 0,2947 Jap. yen 0,24279 0,24351 0,24327 Irskt pund 55,895 56,061 57,112 SDR(SérsL 47,3463 47,4866 47,9727 ^INNLÁNSVEXTIR: Sparisjóðsbækur Landsbankinn...... .......... 9,00% Útvegsbankinn............... 8,00% Búnaðarbankinn............... 8,50% Iðnaðarbankinn............... 8,00% Verzlunarbankinn............. 8,50% Samvinnubankinn.............. 8,00% Alþýðubankinn................ 8,50% Sparisjóðir.................. 8,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 10,00% Búnaðarbankinn............... 9,00% Iðnaðarbankinn............... 8,50% Landsbankinn................ 10,00% Samvinnubankinn.............. 8,50% Sparisjóöir.................. 9,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............ 10,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 12,50% Búnaðarbankinn............... 9,50% Iðnaðarbankinn.............. 11,00% Samvinnubankinn............. 10,00% Sparisjóðir................. 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Verzlunarbankinn............ 12,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýöubankinn............... 14,00% Landsbankinn................ 11,00% Útvegsbankinn............... 12,60% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 1,00% Búnaðarbankinn............... 1,00% v Iðnaðarbankinn.................... 1,00% Landsbankinn................. 1,00% .-r Samvinnubankinn.......... ....... 1,00% I Sparisjóðir................. 1,00% Útvegsbankinn ............. 1,00% - ' Verzlunarbankinn............... 1,00% með 6 mánaða uppsögn ’ _ Álþýðúbankinrr................... 3,00% Búriaðarbankinn.............. 2,50% Iðnaðarbankinn............... 2,50% i Landsbankinn................. 3,50% | Samvinnubankinn.............. 2,50% Sparisjóðir.................. 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn..... ....... 3,00% með 18 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn.............. 7,50% með 24 mánaða uppsögn: Samvinnubankinn.............. 8,00% Að loknum binditíma 18 mánaða og 24 mánaða verðtryggðra reikninga Samvinnubankans er innstæða laus tvísvar á ári eins og á 6 mánaða reikn- ingum. Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýðubankinn - ávísanareikningar........... 6,00% - hlaupareikningar............ 3,00% Búnaðarbankinn....... ..... 2,50% Iðnaðarbankinn............... 3,00% Landsbankinn................. 4,00% Samvinnubankinn............... 4,00% Sparisjóðir................... 3,00% Útvegsbankinn................ 3,00% Verzlunarbankinn1 )........... 3,00% Eigendur ávísanareikninga í Verzlun- arbankanum geta samið um ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum og af henni eru reiknaðir almennir spari- sjóðsvextir auk uppbótar. Stjörnureikningar: Alþýðubankinn ’)........... 8-9,00% Alþýðubankinn býður þrjár tegundir Stjörnureikninga og eru allir verð- tryggöir. í fyrsta lagi eru reikningar fyrir ungmenni yngri en 16 ára, með 8% vöxtum. Reikningurinn er bundinn þar til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. í öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða — lífeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp- sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og verðbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Þá eru þriggja Stjörnureikningar með 9% vöxtum. Hver innborgun er bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur eru lausar til útborgunar í eitt ár. Afmælisreikningur Landsbankinn............... 7,25% Afmælisreikningur Landsbankans er bundinn í 15 mánuði og ber 7,25% vexti og er verðtryggður. Innstæða er laus í tvo mánuði eftir að binditíma lýk- ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn til31.desember1986. Safnlán - heimilislán - IB-lán - plúslán með 3ja til 5 mánaða bindingu Alþýðubankinn............... 10-13% Iðnaðarbankinn...... ........ 8,50% Landsbankinn................. 10,00% Sparisjóðir.................. 9,00% Samvinnubankinn.............. 8,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Alþýðubankinn............... 13,00% Iðnaðarbankinn............... 9,00% Landsbankinn................ 11,00% Sparisjóðir................. 10,00% Útvegsbankinn............... 10,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................ 7,50% Búnaðarbankinn...... ........ 6,00% Iðnaðarbankinn............... 6,00% Landsbankinn....... ...6,00% Samvinnubankinn ............. 6,50% Sparisjóðir.............;.. 6,25% Útvegsbankinn............:... 6,25% Verzlunarbankinn..... ....... 7.00% Sterlingspund Alþýðubankinn............... 11,50% Búnaðarbankinn............... 9,50% Iðnaðarbankinn...... ........ 9,00% Landsbankinn..................9,50% Samvinnubankinn............. 10,00% Sparisjóðir................... 9,50% Útvegsbankinn............... 10,00% Verzlunarbankinn............. 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn................. 4,00% Búnaðarbankinn............... 3,50% Iðnaöarbankinn............... 3,50% Landsbankinn................. 3,50% Samvinnubankinn............... 3,50% Sparisjóðir.................. 3,50% Útvegsbankinn................ 3,50% Verzlunarbankinn...... ....... 3,50% Danskarkrónur Alþýðubankinn................. 8,00% Búnaðarbankinn............... 7,00% Iðnaðarbankinn............... 7,00% Landsbankinn................. 7,00% Samvinnubankinn............... 7,50% Sparisjóðir................... 7,00% Útvegsbankinn................ 7,00% Verzlunarbankinn.............. 7,00% ÚTLÁN S VEXTIR: Almennirvíxlar(forvextir).. 15,25% Skuldabréf, almenn................ 15,50% Afurða- og rekstrarlán i íslenskum krónum.......... 15,00% i bandarikjadollurum......... 8,25% í sterlingspundum........... 111,5% í vestur-þýskum mörkum..... 6,00% ÍSDR......................... 8,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í allt að 2’/2 ár............... 4% Ienguren2’/2ár................... 5% Vanskilavextir.................. 27% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. ’84 . 15,50% Skýring’ar við sérboð innlánsstof nana Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru 13,0% — ávöxtun hækkar eftir því sem inn- stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við ávöxtun á sex mánaða verðtryggðum reikning- um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri. Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól. Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út- borgaðri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó ekki af vöxtum liðins árs. Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning- ur. Borin er saman ávöxtun á óverðtryggðum reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn- stæða hefur verið hreyfö, reiknast almennir sparisjóðsvextir áreikninginn. Vextir eru færð- ir einu sinni á ári á höfuðstól, en veröbætur bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán- aðareikningaervalin. Búnaðarbankinn: Gullbók ber 13,0% vexti á ári — ávöxtun fer hækkandi eftir því sem innstæða er lengur óhreyfð. Gerður er saman- burður við ávöxtun þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og ef hún er betri er hún valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð- stók Ef tekið er út af reikningnum er reiknað 0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn- um vöxtum. Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning- ur til 18 mánaöa. Hverju innleggi er hægt að segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir eru lausir til útborgunar í 6 mánuði. Nafn- vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxtun 6 mánaöa verðtryggðra reikninga og Met- bókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari en ávöxtun 6 mánaða reikninga. Verzlunarbankinn: Kaskóreikningur. Þá ársfjórðunga (jan.—mars o.s.frv.) sem inn- stæða er óhreyfð eða einungis ein úttekt (eftir að lausir vextir hafa verið teknir út) fylgja vextir þeim sparifjárreikningum bankans sem hæsta ávöxtun gefa. Af úttekinni fjárhæð reiknast almennir sparisjóðsvextir. Innstæða á Kaskóreikningi, sem stofnaður er i siðasta lagi á öðrum degi ársfjórðungs og stendur óhreyfð út ársfjórðunginn nýtur Kaskókjara með sama hætti og innstæða á Kaskóreikningi sem til hefur verið heilan ársfjórðung og fær hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í innleggsmánuði. Stofninnlegg síðar á ársfjórð- ungi fær hæstu ávöxtun í lok þess næsta á eftir sé reikningurinn í samræmi við reglur um Kaskókjör. Ef fleiri en ein úttekt er á ársfjórð- ungi, eftir að lausir vextir hafa veriö teknir út, fær reikningurinn almenna sparisjóðsvexti. Vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs hafi reikningurinn notið Kaskókjara. Vextir eru ávallt lausir og úttekt vaxta skerðir aldrei Kaskókjör. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir því sem innstæða er lengur óhreyfð reiknast hærri vextir. Eftir tvo mánuði 12% vextir, eftir þrjá mánuði 13% o.s.frv. uns innstæða hefur verið óhreyfð í 6 mánuði þá reiknast 18% vextir. Áunnar vaxtahækkanir reiknast alltaf frá þvi að lagt var inn. Vaxtafærsla á höfuð- stól ereinusinniáári. Alþýðubankinn: Sérbók ber allt að 16% vexti en vextir hækka eftir því sem innstæða er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér- staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum sinnum á ári. Þá er einnig gerður samanburður á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða verð- tryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Sparisjóðir: Trompreikningar eru verð- tryggðir og bera auk þess grunnvexti 6 mán- aða verðtryggðra reikninga. Vextir eru færðir á höfuðstól fjórum sinnum á ári. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innstæða hefur verið óhreyfð i þrjá mánuði eða lengur, en annars almenna sparisjóðsbókarvexti. Sparisjóöur vélstjóra er einnig með Sparibók, sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir 15,5%. Ávöxtun er borin saman við ávöxtun á sex mánaða verðtryggðum reikningum og sú hagstæðari valin. Þá bjóða Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, og Sparisjóðir Kópavogs, Hafnarfjaröar, Sparisjóður Mýrar- sýslu og Sparisjóðurinn i Keflavík svokallaða toppbók. Þetta er bundinn reikningur í 18 mánuði og er þá laus í einn mánuð, þá binst innistæðan á ný og er laus til útborgunar í einn mánuð á sex mánaða fresti. Vextir eru 14.50% og eru færöir á höfuðstól tvisvar á ári. Ávöxtun Toppbókar er borin saman við ávöxtun sex mánaða verðtryggðra reikninga og sú hagstæðari valin. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverð- tryggöur reikningur og ber 3% vexti. Óverð tryggð Bónuskjör eru 10,5% á ári. Mánaðar- lega eru borin saman verðtryggð og óverð- tryggð bónuskjör og ávöxtun miðuð við þau kjör sem eru hærri á hverjum tíma. Hreyfðar innstæður bera sérstaka vexti. Vextir eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Heimilt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. Lífeyrissjóðslán: Líf eyrissjóður starf smanna ríkisins: Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er lániö visitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstimi er allt að 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er litilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í tvö ár og tvo mánuði, miðaö við fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuðir frá þvi umsókn berst sjóðnum. Lífeyrissjóður verzíunarmanna: Lánsupphæð er nú, eftir a.m.k. 3ja ára aöild að lífeyrissjóðnum og fimm árum eftir siðustu lántöku, 150.000 krónur. Höfuðstóll lánsins er tryggður með lánskjaravísitölu, en lánsupp- hæðin ber nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 3 til 5 ár að vali lántakanda. Lánskjaravísrtala fyrir mai 1986 er 1432 stig en var 1428 stig fyrir apríl 1986. Hækkun milli mánaðanna er 0,28%. Miðað er við vísi- töluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir april til júní 1986 er 265 stig og er þá miðaö við 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteignaviðskipt- um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. óverðtr. verótr. Verðtrygg. Höfuðstóls fœrsl. Óbundiðfé kjör kjör tímabll vaxta á ári Landsbanki, Kjörbók: 1) ?—13,0 3.5 3mán. 2 Útvegsbanki, Ábót: 8-13,0 1,0 1 mán. 1 Búnaðarb., Gullbók 1) ?—13,0 1,0 3mán. 2 Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,0 3,0 3mán. 4 Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1 Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4 Sparisjóðir.Trompreikn: Bundiðfé: 12,5 3,0 1 mán. 2 Búnaðarb., Metbók: 3,5 6mán. 2 Iðnaðarbanki, Bónus: 10,5 3,0 1 mán. 2 Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1 1) Vaxtaleiðrétting (úttektargjald) er 0,75% hjá Búnaðaörbanka og 0,7% i Landsbanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.