Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1986
• Bob Geldof sýnir stuðning sinn við Afrfkuhlaupið á íslandi með því að láta mynda sig með hvatningu til okkar: ísland hleypur Ifkal
Geldof ætlar að hlaupa
— Hljómlistarmenn og íþróttamenn taka höndum saman
um fjáröflun til hjálparstarfsins í Afríku
BOB Geldof, söngvari og óþreyt-
andi baráttumaður fyrir úrbótum
í mátefnum bágstaddra ( Afríku,
er kominn af stað á nýjan leik.
Hann var helsti forystumaður
„Live-aidu-hljómleikanna, sem
milljónir manna um allan heim
fylgdust með ( beinni útsendingu
( sjónvarpi. Nú hefur hann (
samvinnu við Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna ákveðið að gangast
fyrir svokölluðu „Sport-aid“-
hlaupi 25. ma( nœstkomandi. Hér
á landi verður hlaupið undir kjör-
orðinu AFRÍKUHLAUPIÐ - hlaup
( kapp við tímann. Geldof var
'boðið hingað til lands til þess að
auglýsa Afríkuhlaupið, en því
miður gat hann ekki þegið gott
boð vegna anna. Hann ákvað
því að senda Ijósmynd af sér sem
áþreifanlega sönnun fyrir stuðn-
ingi sínum við Afrikuhlaupið á
íslandi.
Tengsl íþróttamanna og tónlist-
armanna í sambandi við Afríku-
hlaupið hafa verið sterk. Hér á
landi hefur verið leitað til forvígis-
manna í útgáfu hljómplötunnar
„Hjálpum þeim“ um að skipuleggja
fjölskylduskemmtun á Lækjartorgi
25. maí. íþróttamennirnir munu
ætla sér að sjá um rekstur munað-
arleysingjaheimilisins sem tónlist-
armennirnir munu byggja í Eþíóp-
íu. í hugum margra eru íþróttir og
tónlist gleggstu sameiningartákn
mannkyns, íþróttirnar lúta lög-
málum sem eru svipuð um allan
heim og á sama hátt er hægt að
njóta tónlistar án tillits til kyns.
Sala barmmerkja
hefst f dag
SALA barmmerkja Afríku-
hlaupsins hefst (dag (Reykjavfk
og þar eru það fþróttafélögin
sem sjá um söluna. Merkið
kostar aðelns eitt hundrað
krónur og veitir fólki rétt til að
taka þátt (hlaupinu sem verður
sunnudaglnn 25. maf.
Rétt er að leggja áherslu á að
þeir sem kaupa barmmerkín eru
alls ekki skikkaðir til að taka þátt
í hlaupinu heldur er þetta fyrst
og fremst stuðningur við þetta
átak hér á landi. Það geta sem
sagt allir stutt málefnið með því
að fá sér eitt barmmerki án þess
að eiga það á hættu að verða
píndir til að taka þátt í hlaupinu
þann 25. maí.
Barmmerki þessi verður síðan
hægt að fá hjá íþróttafélögunum
um allt land og ef til vill einhvers
staðar annars staðar. Þau verða
fljótlega send út á land þannig
að allir ættu að geta fengið sér
merki fyrir sunnudaginn þegar
hlaupið verður, en reiknað er
með mjög miklum fjölda þátttak-
enda í þessu hfaupi.
litarháttar, trúarbragða eða bú-
setu.
Erlendis hafa fjölmargir heims-
kunnir tónlistarmenn lýst yfir
stuðningi við Afríkuhlaupið. f þeim
hópi eru m.a. David Bowie, Tina
Turner, George Michael og Stevie
Wonder, sem ætlar að leika ásamt
hljómsveit fyrir Afríkuhlaupið í
New York. Þá má nefna, að eftir
fáeina daga kemur á markað end-
urútgáfa hljómsveitarinnar Tears
For Fears á hinu vinsæla lagi
„Everybody Wants to Rule The
World", sem nú heitir „Everybody
Wants to Run The World". Eins
og sjá má á bol Geldofs á Ijós-
myndinni er slagorðið „Run The
World". Það er óhætt að segja að
tónlistarmennirnir ætli ekki að
liggja á liði sínu. Reyndar sagði
Geldof í viðtali við dagblaðið SUN
fyrir skömmu: „Ástæðan fyrir því
að ég fór að skipta mér af Afríku-
hlaupinu er sú, að hugmyndin er
bráðsnjöll. Ég ætla að skokka meö
þrátt fyrir að ég hreinlega hati
hlaup."
Hvað er
é
AFRIKU\
HLAUPIÐ
r
MILUÓNIR manna um allan
heim hafa ákveðið að taka
þátt ( Afríkuhlaupi „Sport-
aid“ sunnudaglnn 25. ma(
klukkan 15. Fjáröflun er með
ýmsu móti (viðkomandi lönd-
um, en einkum er byggt á
þátttökugjaldi hlauparanna
og sölu stuttermabola o.þ.h.
minjagripa. Víðast verða
hlaupnir 10 kdómetrar og er
þá einkum höfðað til þeirra
sem kalla má vana skemmti-
skokkara.
Öllum ágóða verður varið
til hjálparstarfs í Afríku á veg-
um „Band-aid“-sjóðsins og
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. Þess má geta að um 100
milljónir dollara eða rúmar
4.000 milljónir íslenskra króna
hafa safnast í sjóðinn.
Hér á landi verða seld barm-
merki á 100 krónur, sem veita
þátttökurétt í Afríkuhlaupi.
Hins vegar er lögð á það
áhersla af framkvæmdaaðilum
hlaupsins að kaup á barm-
merkjum fela enga skuldbind-
ingu í sór. Hér er fyrst og
fremst um að ræða virkan
stuðning við gott málefni. Þá
verða seldir stuttermaboiir
með merki hlaupsins. Öllum
ágóða verður variö til rekstrar
á heimili fyrir 25—300 munað-
arlaus börn, sem reist verður
í Eþíópíu á vegum Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar fyrir
ágóða af sölu hljómplötunnar
„Hiálpum þeim“.
I Reykjavík verður hlaupið
frá Lækjargötu um vesturbæ.
Boðið verður upp á þrjár vega-
lengdir, 10 km, 7 km og 4 km.
Væntanlega verða skipulögð
hlaup um allt land á sama tíma
og ráða heimamenn fram-
kvæmd og vegalengdum.
Erlendis eru það vanir
trimmarar sem skokka, en hér
á landi er þess vænst að allur
almenningur, vanir menn eða
óvanir, ungir eða gamlir, verði
með. Engin tímataka verður,
enginn er fyrstur og enginn
síðastur. Þátttakendum er í
sjálfsvald sett hvort þeir
hlaupa eða ganga. Allir eru í
raun sigurvegarar í Afríku-
hlaupi.
Skora á alla að taka
á með okkur og lyfta
þessu Grettistaki
— segir Einar Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður
„ÞETTA er stórkostlegt og hlýtur
að vekja alla, sem hafa sterka
réttlætistilfinningu gagnvart ná-
unganum," sagði Einar Vilhjálms-
son, spjótkastari, um Afríku-
hlaupið.
„Það er auðvelt að virkja fólk á
þennan hátt og í rauninni engin
skuldbinding önnur en sú aö kaupa
barmmerki og sýna þannig í verki
stuðning sinn við þá sem minna
mega sín. íþróttamenn hafa ein-
mitt sterka réttlætistilfinningu og
það er því gleðilegt að þeir skuli
hafa forystu í að safna fjármunum
til bágstaddra á þennan hátt."
Einar dvelst nú Bandaríkjunum
við æfingar og keppni. Hann
kemur hingað til lands um miðjan
maímánuð. „Ég er tilbúinn að
leggja mitt lóð á vogarskálarnar í
þessu verkefni og hvet aðra til
þess að gera slíkt hið sama. Mér
skilst að munaðarlausu börnin í
Eþíópíu, sem á að rétta hjálpar-
hönd, hafi verið um tíma undir
verndarvæng Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Það er sérstakt, að tón-
listarmenn á (slandi skuli búa þeim
heimili, sem íþróttamenn ætla síð-
an að sjá um rekstur á. Til þess
að það megi takst þarf stuðning
fleiri en íþróttamanna. Á þann hóp
skora ég sérstaklega að taka á
með okkur og lyfta þessu Grettis-
taki.“