Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1986 5 V estmannaeyjar; Morgunblaðið/Öl.K.M. Isinn hefur lengi veríð fylgifiskur hækkandi sólar og vissu- lega er hann svalandi, þegar blesuð sólin hækkar á lofti og kveikir lífið í miðbænum eftir veturinn. Alvarlegt astand í sjúkrahúsinu Vestmannaeyjum. „HÉR ríkir algert neyðarástand og segja má að sjúkrahúsið sé lamað. Við getum ekkert gert og erum með aðra deildina alveg lokaða. Við getum enga sjúklinga tekið inn og verðum að senda sjúklinga frá okkur,“ sagði Einar Valur Bjarnason yfirlæknir á lyflæknisdeild sjúkrahúss Vest- mannaeyja í samtali við fréttarít- ara Morgunblaðsins. Mjög alvarlegt ástand hefur skapast í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja eftir að allir nema einn af starfandi sjúkraliðum við sjúkra- húsið hættu störfum 1. maí síðast- linn vegna launadeilna. Er ekki laust við að farið sé að gæta uggs meðal bæjarbúa vegna þessa ástands. Einar Valur sagði enn- fremur að þegar væri farið að senda sjúklinga upp á land, sem að öðrum kosti hefðu verið lagðir inn í sjúkra- húsið. „Við höfum verið tiltölulega heppin að engin alvarleg tilfelli hafa enn komið upp, en það er aldrei að vita hvenær það gerist og þá verður við mikla erfiðleika að etja. Ástandið getur ekki verið verra og segja má að sjúkrahúsið sé lokað og nú aðeins rekið sem hjúkrunar- heimili. Ég er alls ekki bjartsýnn og sé ekki að lausn á þessu sé í sjónmáli. Það virðist allt vera fast í þessari deilu. Ég vona þó að þetta leysist farsællega sem fyrst og við munum gera okkar besta. Það hjálpar og til núna að veður er gott og því hægt að koma sjúkling- um til lands ef þurfa þykir, en ástandið getur orðið mjög alvarlegt ef veður versnar og eitthvað alvar- legt tilfelli kemur upp á,“ sagði Einar Valur Bjamason yfirlæknir. „Bæjaryfírvöld í Éyjum hafa fylgst náið með þessari deilu undan- fama mánuði, en samninganefnd bæjarins og stjóm sjúkrahússins hafa annast viðræður við fulltrúa sjúkraliða og starfsmannafélagsins. Því er ekki að neita að menn vonuðu að kjarasamningar í lok febrúar og starfsmat í mars myndu leysa mál- ið, en sú varð ekki raunin," sagði Arnar Sigurmundsson formaður bæjarráðs þegar hann var inntur eftir því hvað bæjaryfirvöld hyggð- ust gera vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sjúkra- húsinu vegna uppsagna sjúkraliða. „Á mánudaginn átti bæjarráð fund með um 20 sjúkraliðum þar sem málin vom rædd. Kom fram sterkur vilji hjá báðum aðilum að finna lausn á þessu máli, en að sjálf- sögðu hefur það slæm áhrif á rekst- ur sjúkrahússins að nær allir sjúkraliðar skuli láta af störfum á sama tíma," sagði Amar. Bæjarráð ætlaði að eiga fund með fulltrúum stjómar sjúkrahúss- ins í gærkvöldi. Eftir þann fund var fyrirhugað að ræða við fulltrúa starfsmannafélagsins og sjúkraliða. -hkj. Atvinnumiðlun námsmanna: 140 hafa þegar látið skrá sig ATVINNUMIÐLUN námsmanna hefur tekið til starfa og um 140 námsmenn hafa látið skrá sig á fyrstu þremur dögunum. Vinnu- miðlunin er starfrækt í maí- og júnímánuði, í fyrra voru 544 á skrá og fengu 264 vinnu í gegn- um miðlunina. Vinnumiðlunin er á vegum Stúd- entaráðs Háskólans haldsskólanemendur 16 ára og eldri geta látið skrá sig. Nemendur em fljótari til að láta skrá sig en' í fyrra. Atvinnurekendur hafa hins vegar jafnan haft samband mun síðar að sögn talsmanna vinnumiðl- unarinnar og því of snemmt að sjá hvernig atvinnuhorfur námsmanna verða í sumar. VIÐIR r Sumar Hamborgarar m/brauði - " AÐEINS 29 .00, pr.stk. mm GERA HVERJA MÁLTÍD AD HÁTÍDARMAT gp w 6500?!* Kindahakk Nautahakk pr. kg- 198 298 .00 pr. kg. 2DANNEVIRK kg. Hveiti 3850 S PAR Salatolía .00 Kakao- í Gefráíkö-. SwMir SRAR Tekex m kókómalt 11Q.00 J_800 gr. a24-50 S PA R S PAR eplasafi 44.90 11. appelsínusafi 54.9° 1 1. Vwindetn majones 4C.00 350g. 78 50 # 650g. GOÐ KAUP! SRAR WCpappír | 4 rúllur .50 58 IkkertveseD! 36stk.Bleiur meö plasti og teygju .00 ' GOÐ KAUP! « 'rrtVI • •, 395 Opið til kl.l830íMjóddinni»tu kl. 18 í Austurstræti VIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.