Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 35

Morgunblaðið - 15.05.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 35 astarf m vinstri flokkanna segja að vísu, að nægir peningar séu til, en þeim sé ekki réttilega úthlutað og nefna í því sambandi „sóun“ í afmælis- hald borgarinnar, kaup á jarðnæði sem ekki verður notað næstu árin og kaup á dýrum hljómflutnings- tækjum. Sjálfstæðismenn segja á móti, að þarna sé ekki um upp- hæðir að ræða, sem ráði úrslitum. Og þeir benda á, að áþekkur mál- flutningur hafí heyrst fyrir kosn- ingamar 1978. Vinstri flokkamir hafí fengið tækifæri til að standa við orð sín á kjörtímabilinu 1978- , 1982, en ekki gert það. A vinnustaðafundi í Landa- kotsspítala svömðu Alþýðubanda- lagsmenn ábendingu af þessu tagi Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Guðrún Zoöga, spjalla við starfsfólk Eimskips í Pósthússtræti. Morgunblaðið/Emilía Fógetanum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Börkur Amarson Elín Olafsdóttir og Kristín Astgeirsdóttir frá Kvennalistanum á fundi með starfsmönnum Skýrsluvéla ríkisins. Morgunblaðið/Júlíus á frambodsfundi. „ Morgunblaðið/RAX Guðrún Agústsdóttir, frambjóðandi Alþýðubandalagsins, í kaffistofu starfsfólks Landakotsspítala. með þeim orðum, að á vinstri stjómarárunum hefðu embættis- menn Reykjavíkurborgar unnið skipulega gegn meirihlutaflokkun- um. Naumast væri hægt að tala um, að vinstri flokkamir hefðu haft raunvemleg völd á þessu tímabili. Aftur á móti hafa fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins og annarra vinstri flokka ekki gert grein fyrir því hvemig vinna á gegn þessum meintu áhrifum embættismannanna, ef flokkamir komast til valda á ný. Alþýðuflokkurinn hefur talsvert flaggað tillögum sínum um kaup- leiguíbúðir í kosningabaráttunni, enda þótt þær séu mál sem á heima á Alþingi og borgarstjóm ræður engu um. Segjast Alþýðuflokks- menn ekki vilja starfa með öðmm en þeim, sem samþykkja kaup- leigutillögumar í húsnæðismálum. Raunar vilja flestir minnihluta- flokkanna láta kjósa um landsmál- in öðmm þræði, en frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins telja að kosn- ingamar eigi eingöngu að snúast um stjóm borgarinnar. Alþýðu- bandalagið hefur gefið út dreifírit, þar sem sett er fram vígorðið: „Bolungarvík fyrst, Reykjavík næst“ (og er þar að sjálfsögðu skírskotað til samninganna fyrir vestan um 30 þúsund króna lág- markslaun), en það er athyglisvert að þetta stefnuatriði hefur ekki verið sett í öndvegi og er jafnvel ekki nefnt á sumum vinnustaða- fundum flokksins. Kannski er skýringin sú, að Alþýðubandalags- mönnum í valdastöðum í bæjarfé- lögum úti á landi geðjist ekki að því. Hvers vegna hafa t.d. ekki verið gerðir „Bolungarvíkursamn- ingar" á Neskaupstað, höfuðvígi Alþýðubandalagsins? spyija and- staeðingar flokksins og þá virðist fátt um svör. Nýgerðir samningar við starfsmenn Kópavogskaup- staðar sýna að Alþýðubandalags- menn láta ekki verkin tala í þessu efni. Eykst lýðræði með fleiri borg-arfulltrúum? Frambjóðendur minnihluta- flokkanna gagnrýna þá ákvörðun sjálfstæðismanna að fækka borg- arfulltrúum á ný í 15, en þeir voru 21 á núverandi kjörtímabili. Telja þeir, að þetta dragi úr lýðræði í borginni. Davíð Oddsson svaraði þessari gagnrýni á fundi með starfsmönnum Eimskips á dögun- um og benti m.a. á, að borgarfull- trúar í Moskvu væru 1.000 og þó færu engar sögur af lýðræði þar. Hann tók líka dæmi af Stokkhólmi, þar sem borgarfulltrúar eru 101, en taldi að það hefði ekki aukið lýðræði í borginni. Davíð kvaðst frekar vilja fækka nefndum og sameina þær og gera starfíð mark- vissara. Taldi hann það raunveru- legu lýðræði fremur til framdráttar en sífelld fundahöld, þar sem engar ákvarðanir væru teknar. Sem fyrr segir eru nú rúmar tvær vikur til sveitarstjómarkosn- inga. Kosningabaráttan herðist væntanlega næstu daga og full- yrða má, að kosningamar líði ekki svo hjá að kjósendur verði þeirra ekki áþreifanlega varir! Framund- an eru framboðsfundir í útvarpi og sjónvarpi, „Bláa bókin" frá sjálfstæðismönnum verður borin í hús í Reykjavík innan skamms og kosningahátíðir stjómmálaflokk- anna síðustu dagana fyrir kjördag ættu ekki að fara leynt. Og úrslitin em auðvitað enn óráðin. Flestir spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í höfuð- borginni og skoðanakannanir benda jafnvel til þess að sá meiri- hluti styrkist. Hinar raunvemlegu kosningar fara hins vegar fram í kjörklefanum á kjördag og þar getur allt gerst. Þetta vita fram- bjóðendur og erindrekar flokkanna og þess vegna munu þeir væntan- lega leggja allt kapp á markvisst kosningastarf á síðasta sprettin- um. - GM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.