Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 35 astarf m vinstri flokkanna segja að vísu, að nægir peningar séu til, en þeim sé ekki réttilega úthlutað og nefna í því sambandi „sóun“ í afmælis- hald borgarinnar, kaup á jarðnæði sem ekki verður notað næstu árin og kaup á dýrum hljómflutnings- tækjum. Sjálfstæðismenn segja á móti, að þarna sé ekki um upp- hæðir að ræða, sem ráði úrslitum. Og þeir benda á, að áþekkur mál- flutningur hafí heyrst fyrir kosn- ingamar 1978. Vinstri flokkamir hafí fengið tækifæri til að standa við orð sín á kjörtímabilinu 1978- , 1982, en ekki gert það. A vinnustaðafundi í Landa- kotsspítala svömðu Alþýðubanda- lagsmenn ábendingu af þessu tagi Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Guðrún Zoöga, spjalla við starfsfólk Eimskips í Pósthússtræti. Morgunblaðið/Emilía Fógetanum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Morgunblaðið/Börkur Amarson Elín Olafsdóttir og Kristín Astgeirsdóttir frá Kvennalistanum á fundi með starfsmönnum Skýrsluvéla ríkisins. Morgunblaðið/Júlíus á frambodsfundi. „ Morgunblaðið/RAX Guðrún Agústsdóttir, frambjóðandi Alþýðubandalagsins, í kaffistofu starfsfólks Landakotsspítala. með þeim orðum, að á vinstri stjómarárunum hefðu embættis- menn Reykjavíkurborgar unnið skipulega gegn meirihlutaflokkun- um. Naumast væri hægt að tala um, að vinstri flokkamir hefðu haft raunvemleg völd á þessu tímabili. Aftur á móti hafa fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins og annarra vinstri flokka ekki gert grein fyrir því hvemig vinna á gegn þessum meintu áhrifum embættismannanna, ef flokkamir komast til valda á ný. Alþýðuflokkurinn hefur talsvert flaggað tillögum sínum um kaup- leiguíbúðir í kosningabaráttunni, enda þótt þær séu mál sem á heima á Alþingi og borgarstjóm ræður engu um. Segjast Alþýðuflokks- menn ekki vilja starfa með öðmm en þeim, sem samþykkja kaup- leigutillögumar í húsnæðismálum. Raunar vilja flestir minnihluta- flokkanna láta kjósa um landsmál- in öðmm þræði, en frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins telja að kosn- ingamar eigi eingöngu að snúast um stjóm borgarinnar. Alþýðu- bandalagið hefur gefið út dreifírit, þar sem sett er fram vígorðið: „Bolungarvík fyrst, Reykjavík næst“ (og er þar að sjálfsögðu skírskotað til samninganna fyrir vestan um 30 þúsund króna lág- markslaun), en það er athyglisvert að þetta stefnuatriði hefur ekki verið sett í öndvegi og er jafnvel ekki nefnt á sumum vinnustaða- fundum flokksins. Kannski er skýringin sú, að Alþýðubandalags- mönnum í valdastöðum í bæjarfé- lögum úti á landi geðjist ekki að því. Hvers vegna hafa t.d. ekki verið gerðir „Bolungarvíkursamn- ingar" á Neskaupstað, höfuðvígi Alþýðubandalagsins? spyija and- staeðingar flokksins og þá virðist fátt um svör. Nýgerðir samningar við starfsmenn Kópavogskaup- staðar sýna að Alþýðubandalags- menn láta ekki verkin tala í þessu efni. Eykst lýðræði með fleiri borg-arfulltrúum? Frambjóðendur minnihluta- flokkanna gagnrýna þá ákvörðun sjálfstæðismanna að fækka borg- arfulltrúum á ný í 15, en þeir voru 21 á núverandi kjörtímabili. Telja þeir, að þetta dragi úr lýðræði í borginni. Davíð Oddsson svaraði þessari gagnrýni á fundi með starfsmönnum Eimskips á dögun- um og benti m.a. á, að borgarfull- trúar í Moskvu væru 1.000 og þó færu engar sögur af lýðræði þar. Hann tók líka dæmi af Stokkhólmi, þar sem borgarfulltrúar eru 101, en taldi að það hefði ekki aukið lýðræði í borginni. Davíð kvaðst frekar vilja fækka nefndum og sameina þær og gera starfíð mark- vissara. Taldi hann það raunveru- legu lýðræði fremur til framdráttar en sífelld fundahöld, þar sem engar ákvarðanir væru teknar. Sem fyrr segir eru nú rúmar tvær vikur til sveitarstjómarkosn- inga. Kosningabaráttan herðist væntanlega næstu daga og full- yrða má, að kosningamar líði ekki svo hjá að kjósendur verði þeirra ekki áþreifanlega varir! Framund- an eru framboðsfundir í útvarpi og sjónvarpi, „Bláa bókin" frá sjálfstæðismönnum verður borin í hús í Reykjavík innan skamms og kosningahátíðir stjómmálaflokk- anna síðustu dagana fyrir kjördag ættu ekki að fara leynt. Og úrslitin em auðvitað enn óráðin. Flestir spá því, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í höfuð- borginni og skoðanakannanir benda jafnvel til þess að sá meiri- hluti styrkist. Hinar raunvemlegu kosningar fara hins vegar fram í kjörklefanum á kjördag og þar getur allt gerst. Þetta vita fram- bjóðendur og erindrekar flokkanna og þess vegna munu þeir væntan- lega leggja allt kapp á markvisst kosningastarf á síðasta sprettin- um. - GM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.