Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 7 Böðvar Bjarnason Ólafsvík: Útf ör Böðvars Bjarnason- ar bygginga- meistara ólafsvík. Síðastliðinn laugardag var gerð frá Ólafsvíkurkirkju útför Böðvars Bjarnasonar bygginga- meistara í Ólafsvik að viðstöddu fjölmenni. Hljómaði þá frá klukkum kirkjunnar hinsta kveðja til þess manns sem smíð- aði hana, því Böðvar var yfir- smiður við smiði þessa fagra guðshúss. Séra Guðmundur Karl Agústssonjarðsöng. Böðvar var fæddur í Böðvarshoiti í Staðarsveit þann 30. mars 1911 og var því 75 ára er hann lést 15. maí síðastliðinn. Að loknu smíða- námi rak hann trésmíðaverkstæði hér í Ólafsvík í áratugi. Hann naut hér að verðleikum trausts og virð- ingar og gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir byggðarlagið. Hér var hann lengst af byggingarfulltrúi og sat um árabil í sóknamefnd. Þá átti hann sæti í hreppsnefnd af hálfu sjálfstæðismanna. _Hann átti sæti í stjóm Sparisjóðs Ólafsvíkur og var þar stjómarformaður um langt skeið. Hamarshögg smiðsins era hljóðnuð, en eftir standa minnis- varðar um dugandi mann, því Böðvar reisti hér fjölda húsa auk Ólafsvíkurkirkju. Hann var kvænt- ur Elínborgu Ágústsdóttur frá Mávahlíð og eignuðust þau þijú böm sem öll era á lífi. Jarðsett var í Búðakirkjugarði. — Helgi ísafjörður: Húsrannsókn vegna f íkni- efnaneyslu ísafirði. AÐ undangenginni athugun gerði lögreglan á ísafirði hús- rannsókn á heimili ungs manns hér í bænum síðdegis á laugar- dag. Grunaði lögregluna að fólk sem statt var i íbúðinni hefði fíkniefni undir höndum. Enginn slík efni fundust í húsinu, en venjuleg áhöld til neyslu efnanna vora tekin. Sextán manns var í íbúðinni og vora allir fluttir til skýrslutöku á lögreglustöðina. Auk þeirra vora þrír aðrir, sem tengdust málinu, handteknir síðar um nóttina og færðir til yfirheyrslu. Það kom í ljós að flestir gestanna vora þama í venjulegri leit að gleð- skap, en nokkrir játuðu þó að hafa haft fíkniefni um hönd. Að lokinni yfirheyrslu var öllu fólkinu sleppt. Óskar Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður á ísafírði sagði að þama hefði verið um minni háttar mál að ræða, en vel væri fylgst með öllum tilburðum til fíkni- efnanotkunar í bænum. Rannsókn málsins er að mestu lokið og mun lögreglan senda bæj- arfógeta kærar á hendur þeim sem viðurkenndu notkun fíkniefnanna. - Úlfar. 'CITROÉN BX - ENN EINN SPENNANDI ÁVÖXTUR FRANSKRAR FORMFEGURÐAR OG SNILLI 443.000,-Kr er ótrúlega gott verd fyrir Citroén BX Leader, sem er ódýrasti BX-inn. Aðeins dýrari er BX14 E; 470.000,- kr. BX 16 TRS kostar kr. 568.000,- og glæsivagninn BX 16 RS Break (station) kostar nú aðeins 615.000,- krónur. Þú getur líka eignast Citroén BX með frábærum greiðslukjörum: 30% út og afganginn á allt að tveimur árum. Innifalið í þessu verði erryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. Citroén BX er meðalstór, afburðavel hannaður fjölskyldu- og sportbíll. Hann er 5 dyra, mjög rúmgóður, framhjóladrifinn, sparneytinn og með frábæra aksturseiginieika. Citroén iúxusinn er allur á sínum stað; vökvafjöðrunin, hæðarstillingin, sjarmerandi innréttingin og listilega hannað mælaborðið. Vélin í BX bílunum er frá 72 uppí 94 hestöfl og viðbragðið þrýstir þér aftur í þægileg sætin sem þola samanburð við Ijúfustu hægindastóla. Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu áþráðinn, við eigum eftir að segja þér margt fleira. G/obusn LAGMULA 5 SÍMI 681555 LA CITROEN BX- ENCORE UN FRUIT FORTINTÉRESSANT DE L’ESTHÉTIQUE ET DU GENiE FRANCAIS' Þótt Citroén BX endlst e.t.v. ekki jafn lengi og Sigurboginn ætti franska þrautselgjan að fleyta honum áfallalaust útþessa öld. Krafturlnn í BX-inum er ástríkt afkvæmi gallvaskra forfeðra sinna. Frönsk tæknífullkomnun teygir sig oft til hæstu hæða. Hjá Citroén er hún beisluð á jörðu niðri. Snllll og hugvlt er Frökkum í blóð borið: Pasteur fann upp gerilsneyðinguna, Citroén fann upp BX-inn. Fegurðarskyn Frakka er margrómað. Formfegurð og mjúkar línur BX-ins auka enn á orðstírinn. GOTT FÓLK / SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.