Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986
7
Böðvar Bjarnason
Ólafsvík:
Útf ör Böðvars
Bjarnason-
ar bygginga-
meistara
ólafsvík.
Síðastliðinn laugardag var
gerð frá Ólafsvíkurkirkju útför
Böðvars Bjarnasonar bygginga-
meistara í Ólafsvik að viðstöddu
fjölmenni. Hljómaði þá frá
klukkum kirkjunnar hinsta
kveðja til þess manns sem smíð-
aði hana, því Böðvar var yfir-
smiður við smiði þessa fagra
guðshúss. Séra Guðmundur Karl
Agústssonjarðsöng.
Böðvar var fæddur í Böðvarshoiti
í Staðarsveit þann 30. mars 1911
og var því 75 ára er hann lést 15.
maí síðastliðinn. Að loknu smíða-
námi rak hann trésmíðaverkstæði
hér í Ólafsvík í áratugi. Hann naut
hér að verðleikum trausts og virð-
ingar og gegndi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir byggðarlagið. Hér var
hann lengst af byggingarfulltrúi og
sat um árabil í sóknamefnd. Þá átti
hann sæti í hreppsnefnd af hálfu
sjálfstæðismanna. _Hann átti sæti í
stjóm Sparisjóðs Ólafsvíkur og var
þar stjómarformaður um langt
skeið.
Hamarshögg smiðsins era
hljóðnuð, en eftir standa minnis-
varðar um dugandi mann, því
Böðvar reisti hér fjölda húsa auk
Ólafsvíkurkirkju. Hann var kvænt-
ur Elínborgu Ágústsdóttur frá
Mávahlíð og eignuðust þau þijú
böm sem öll era á lífi. Jarðsett var
í Búðakirkjugarði.
— Helgi
ísafjörður:
Húsrannsókn
vegna f íkni-
efnaneyslu
ísafirði.
AÐ undangenginni athugun
gerði lögreglan á ísafirði hús-
rannsókn á heimili ungs manns
hér í bænum síðdegis á laugar-
dag. Grunaði lögregluna að fólk
sem statt var i íbúðinni hefði
fíkniefni undir höndum.
Enginn slík efni fundust í húsinu,
en venjuleg áhöld til neyslu efnanna
vora tekin. Sextán manns var í
íbúðinni og vora allir fluttir til
skýrslutöku á lögreglustöðina. Auk
þeirra vora þrír aðrir, sem tengdust
málinu, handteknir síðar um nóttina
og færðir til yfirheyrslu.
Það kom í ljós að flestir gestanna
vora þama í venjulegri leit að gleð-
skap, en nokkrir játuðu þó að hafa
haft fíkniefni um hönd.
Að lokinni yfirheyrslu var öllu
fólkinu sleppt. Óskar Sigurðsson
rannsóknarlögreglumaður á ísafírði
sagði að þama hefði verið um minni
háttar mál að ræða, en vel væri
fylgst með öllum tilburðum til fíkni-
efnanotkunar í bænum.
Rannsókn málsins er að mestu
lokið og mun lögreglan senda bæj-
arfógeta kærar á hendur þeim sem
viðurkenndu notkun fíkniefnanna.
- Úlfar.
'CITROÉN BX - ENN EINN SPENNANDI ÁVÖXTUR
FRANSKRAR FORMFEGURÐAR OG SNILLI
443.000,-Kr
er ótrúlega gott verd fyrir Citroén
BX Leader, sem er ódýrasti
BX-inn. Aðeins dýrari er BX14 E;
470.000,- kr. BX 16 TRS kostar
kr. 568.000,- og glæsivagninn
BX 16 RS Break (station) kostar
nú aðeins 615.000,- krónur.
Þú getur líka eignast Citroén BX
með frábærum greiðslukjörum:
30% út og afganginn á allt að
tveimur árum.
Innifalið í þessu verði erryðvörn,
skráning, skattur, stútfullur
bensíntankur og hlífðarpanna
undir vél.
Citroén BX er meðalstór,
afburðavel hannaður fjölskyldu-
og sportbíll. Hann er 5 dyra, mjög
rúmgóður, framhjóladrifinn,
sparneytinn og með frábæra
aksturseiginieika.
Citroén iúxusinn er allur á
sínum stað; vökvafjöðrunin,
hæðarstillingin, sjarmerandi
innréttingin og listilega hannað
mælaborðið.
Vélin í BX bílunum er frá 72 uppí
94 hestöfl og viðbragðið þrýstir
þér aftur í þægileg sætin sem
þola samanburð við Ijúfustu
hægindastóla.
Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu
áþráðinn, við eigum eftir að segja
þér margt fleira.
G/obusn
LAGMULA 5
SÍMI 681555
LA CITROEN BX- ENCORE
UN FRUIT FORTINTÉRESSANT
DE L’ESTHÉTIQUE ET DU GENiE
FRANCAIS'
Þótt Citroén BX endlst
e.t.v. ekki jafn lengi og
Sigurboginn ætti franska
þrautselgjan að fleyta
honum áfallalaust útþessa
öld.
Krafturlnn í BX-inum er
ástríkt afkvæmi gallvaskra
forfeðra sinna.
Frönsk tæknífullkomnun
teygir sig oft til hæstu
hæða. Hjá Citroén er hún
beisluð á jörðu niðri.
Snllll og hugvlt er
Frökkum í blóð borið:
Pasteur fann upp
gerilsneyðinguna, Citroén
fann upp BX-inn.
Fegurðarskyn Frakka er
margrómað. Formfegurð
og mjúkar línur BX-ins
auka enn á orðstírinn.
GOTT FÓLK / SÍA