Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 15

Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 15 Allsherj araðfer ð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jón Viðar Jónsson: Leikrit á bók. Um iestur og greiningn leik- bókmennta. Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands 1985. Jón Viðar Jónsson, leiklistarstjóri hljóðvarps og fyrrverandi leiklistar- gagnfynandi, hefur sett saman bók að beiðni Bókmenntafræðistofnun- ar Háskóla íslands. Bókinni, sem nefnist Leikrit á bók, er „einkum ætlað að veita háskólastúdentum og öðrum námsmönnum stuðning við lestur og greiningu leikrita". Ekki vill Jón Viðar kalla Leikrit á bók kennslubók í hefðbundnum skilningi. Hann skýrir þetta nánar í formála: „Ástæðan er sú að höf- undur kann enga allsherjaraðferð til að ljúka upp leyndardómum dramatískra bókmennta og van- treystir þeim sem telja sig geta kennt slíkar aðferðir. Markmið bók- arinnar er ekki annað en kynna þau hugtök sem mest erU notuð í grein- ingu leikrita og gagnrýni; gefa lesendum hugmynd um það sem í þeim kann að felast. Engar óve- Steinar Siguijónsson Hafið er til TENINGUR Vettvangur fyrir listir og bók- menntir 2. hefti apríl 1986 Ritstjórn: Eggert Pétursson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Harðarson, Hallgrímur Helgason, Páll Valsson og Stein- grímur Eyfjörð Kristmundsson. í öðru hefti Tenings, hins nýja tímarits um listir og bókmenntir, er haldið áfram að birta prósaþætti Steinars Siguijónssonar, en í fyrsta hefti voru nokkur sýnishorn þeirra. Þrír þættir Steinars nefnast Eftir en<iilöngu steingólfinu, Salt og Hár í heilt líf. Lesendur eiga stundum í erfiðleikum með að átta sig á Steinari, en að þessu sinni er hann með skiljanlegra móti. Og það sem er meira um vert, þetta eru prýði- lega skrifaðir þættir, vel upp dregn- ar myndir úr lífinu, samtölin lifandi og hrynjandi prósans áleitin, stund- um í ætt við ljóðið. í þessum þáttum er spurt spurninga eins og hver saltaði hafið, en þó er meira um fögnuð andartaksins sem birtist m.a. í staðreynd eins og þeirri að hafið er til. Þessir þættir eru ávinningur fyrir Steinar Sigutjóns- son og forvitnilegt að vita hvort hann á ekki fleiri slíka í fórum sín- um, kannski efni í heila bók? Ánnað sagnaefni sem mikla at- hygli vekur í Teningi að þessu sinni eru tvær smásögur eftir frönsku skáldkonuna Marguerite Yourcen- ar: Maríukirkja svalanna og Hvern- ig Wang-Fo varð hólpinn. Þetta eru snilldarlega skrifaðar sögur, taka mið af fortíðinni til að lýsa betur samtímanum eins og Guðrún Eyj- ólfsdóttir bendir á í grein um skáld- konuna. Fyrri sagan gerist á Grikk- landi, hin síðari í Kína. Minni þess- ara sagna eru gamalkunn, en end- urvakin af skáldlegum þrótti og með aðferðum sem aðeins hinir bestu sagnamenn hafa á valdi sínu. Tilraun til að miðla miklum er- lendum skáldskap eru líka þýðingar Sigfúsar Bjartmarssonar á fjórum ljóðum eftir argentínska skáldið Jorge Luis Borges. Þetta er virðing- arverð tilraun og hlýtur að vekja áhuga lesenda á að kynna sér Borges, en orðaval þýðandans ein- um of þunglamalegt, fágun skortir til að ljóðrænir yfirburðir Borgesar njóti sín. Besta þýðingin er Þú, en það ljóð er prósaískara en hin Ijóðin: „Það hefur aðeins einn maður fæðst, aðeins einn dáið á þessari jörð./Að halda öðru fram er ekki annað en talnaspeki, ýkjur sem ekki fá staðist." Teningur sinnir vel ungum mynd- listarmönnum: Tuma Magnússyni, Guðrúnu Tryggvadóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur. Auk þess er í ritinu yfirlit um myndlistarsýningar í Reykjavík 1985 eftir Eggert Pét- ursson og Kristin G. Harðarson. ítarlegust er kynningin á Tuma Magnússyni, en hún verður fremur óformlegt spjall en úttekt. Þátttak- endur í spjallinu eru fjórir auk lista- mannsins. Dæmi um útkomuna: Ingólfur: Oft finnst mér þetta nálgast það sem mætti kalla bara einfalda upplifun á hlutunum, eins og það sé verið að leika sér, án þess að það sé kannski saga eða brandari. Tumi: Mér finnst það ekki endi- lega þurfa að vera saga, eða ég hugsa það ekki þannig. Ég byija yfírleitt bara á einhveijum einum hlut og yfirleitt verður hann eitt- hvað öðruvísi en svoleiðis hlutir eru yfirleitt, af einhveijum ástæðum. Mér finnst erfitt að láta svona hlut standa einan, en ég byija yfirleitt einhvern veginn svoleiðis, teikna þarna einn hlut en svo spinn ég eitthvað í kringum það. Gunnar: Vinnan umskapar hlut- inn? Tumi: Ha? Myndirnar af listaverkum Tuma Magnússonar segja í raun meira en spjallið, en af þeim má ráða að Tumi hafi notfært sér ýmislegt úr súrrealisma og næfisma þegar hann fór að spinna kringum hlutina. Þetta eru myndir sem segja sögur, litir í stað orða eins og Gunnar Harðarson drepur á í lok spjallsins. Ljóðin í Teningi eftir Vigdísi Grímsdóttur, Ólaf Sveinsson, Óskar Árna Óskarsson og Stefán Snævarr eru öll til marks um að það er engin kyrrstaða í ljóðlistinni. Hallgrímur Helgason er meira í stælingum og ádeilu og niðurstaðan ekki óskemmtileg. Teningur vill vitna um það sem er nýjast og ferskast í list og bók- menntum og er það vel. Eitt skal bent á að lokum. Þýðingar þeirra Hallfríðar Jakobsdóttur og Guð- rúnar Eyjólfsdóttur á sögum Marguerite Yourcenar skyldi ekki lasta, það er margt gott um þær að segja, en meiri fágun hefði ekki sakað. Ástkæra málið er kröfuhait. ekki til fengjanlegar skilgreiningar eru til á þessum hugtökum og fullvíst að skilningur á þeim fæst ekki nema í ljósi þess sem bókmenntimar hafa gefið okkur sjálfum." Maður andar léttar eftir þessa yfírlýsingu Jóns Viðars, einkum hvað allsheijaraðferðina varðar, en óneitanlega væri forvitnilegt að hitta fyrir mann sem getur lokið upp leyndardómum dramatískra bókmennta. Jón Viðar gerir sitt besta til að skýra og skilgreina leikrit. Kafla- heitin eru til marks um það: Hvers vegna skyldum við lesa leikrit, Hvað er drama, Sagan á sviðinu, Persón- urnar, Umhverfi og samfélag, Mál- ið, Myndin, Klassísk leikritun og nútímaleg, Dramað í nýjum miðlum. Jón Viðar víkur að því sem kallað hefur verið „dauði harmleiksins í nútímanum og hvers vegna þetta háleita listform dafni ekki nú eða eigi sér jafn víðtæka skírskotun og löngum áður“. Hann telur hugsan- lega skýringu guðsafneitun nútíma- mannsins sé eitthvað hæft í því að „harmleikurinn verði til í átökum trúarvissu og efasemda". Hann minnist á leikrit Strindbergs, Til Damaskus, sem spratt úr sálar- kreppu skáldsins og segir að leikrit- ið miðli „mjög sterkt þeirri kennd að vera tjáning huglægrar reynslu, en ekki eftirlíking ytri atburða". Og í framhaldi af þessu lesum við eftirfarandi ályktun: „Þar með bylti Strindberg grundvelli dramans á róttækari hátt en nokkur annar höfundur fyrr og síðar." I umQöllun um draumleiki Jón Viðar Jónsson Strindbergs segir Jón Viðar það kannski mikilsverðast „að með for- dæmi sínu minnti Strindberg á rétt listamannsins til að kjósa sér sína eigin leið, hafna ölum hefðum og venjubundnum aðferðum sem þjóna ekki skáldþörf hans“. Að þessu leyti telur Jón Viðar að „tvö snjöllustu leikskáld aldarinnar, Bertolt Brecht og Samuel Beckett" minni mjög á Strindberg. Með þetta í huga er vissulega skiljanlegt að Jón Viðar hafi ekki á takteinum allsheijaraðferðina sem hann skrifar um í formálanum. Mikil skáld búa sér til sína aðferð, bylta og breyta hvað sem öllum kenningum líður. En að hvaða gagni kemur þá að kenna leikritun eins og sums staðar er gert, einkum í Bandaríkjunum, og hvaða gitdi hefur þá rit eins og Leikrit á bók? Svarið getur verið að nauðsyn- legt sé að spyija spurninga um eðli leikritunar, rifja upp aðferðir höfunda og velta fyrir sér tengslum gamallar og nýrrar leikritunar. Þetta virðist mér Jóni Viðari takast ágætlega, ekki síst þegar hann bendir á ýmis einkenni drama- tískra verka eins og Antígónu Só- fóklesar, harmleikja Shakespeares og Fjalla Eyvindar Jóhanns Sigur- jónssonar. Af íslenskum verkum sem hann íjallar um svo að ávinn- ingur verður að teljast eru leikrit . eftir Jóhann Siguijónsson, Guð- mund Kamban, Halldór Laxness, Jökul Jakobsson og Odd Bjömsson. Þrátt fyrir miklar tilraunir í leik- ritagerð hefúr dramanu ekki verið nitt úr vegi að dómi Jóns Viðars. í lokakafla bókarinnar er stuttlega rætt um útvarps- og sjónvarpsleik- rit og því haldið fram að hafi þessi gerð leikritunar „bætt nýjum vídd- um við dramað felist þær einmitt í áherslunni á personulega skynjun og tjáningu einstaklingsins, hin óræða og orðlausa í reynslu hans“. Bent er á eintal sálarinnar sem eitt helsta einkenni útvarpsleikrita. Eins og við vitum hefur gerð útvarpsleikrita náð þroska víða um lönd, ekki síst í Þýskalandi þar sem góð skáld hafa lagt sitt af mörkum,- það væri ofsögum sagt að segja að frambærileg útvarpsleikrit eftir ís- lenska höfunda hafi ekki heyrst í hljóðvarpinu okkar. En þrátt fyrir merkar undantekningar hefur þessi grein leikritagerðar verið heldur daufleg hér á landi. Úr því hlýtur að rætast. Leikrit á bók er læsilegt rit og býður upp á margt til fróðleiks og umþenkingar. Utborgun 11.740, 5.000, á mánudi. Dubli Dublin sófasettið er bólstrað í krómsútað, gegnumlitað nautsleður á beykigrind sem er sterk og fjaðurmögnuð. húsgagna*höllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK 91-681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.