Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Reikningar bæjarsjóðs Kópavogs 1985:
Fjármálasljórn vinstri meirihlut-
ans - gegndarlaus skuldasöfnun
Eftir Richard
Björgvinsson
í lok ársins 1984 og fram á árið
1985 komst bæjarsjóður Kópavogs
undir stjórn vinstri meirihluta í
mikil greiðsluvandræði. Lausafjár-
staðan hafði farið hríðversnandi
allt frá árinu 1983. Vinstri meiri-
hlutinn gerði sér lengi vel ekki grein
fyrir þessu, en reyndi síðan í lengstu
lög að þræta fyrir ástandið og leyna
því. Loks er kom fram á sl. ár eftir
stöðugar ábendingar sjálfstæðis-
manna í bæjarstjóm sáu vinstri
menn sitt óvænna og viðurkenndu
staðreyndir.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
árið 1985 var því ákveðið að veija
54,2 milljónum króna til að greiða
vanskil og lausaskuldir, sem hlaðist
höfðu upp. Til þess að svo mætti
verða þurfti greiðslujöfnuður eða
afgangur af rekstri að vera veruleg-
ur og áætlað að hann yrði 86,6
milljónir króna. í reynd varð þessi
afgangur 20,8 milljónir samkvæmt
reikningum ársins 1985, sem nú
liggja loks fyrir. Mismunurinn var
um 66 milljónir. Vinstri meirihlut-
inn hefur dregið í lengstu lög að
leggja fram reikninga bæjarins.
Reikningamir em dagsettir 5. maí
sl. og vom tilbúnir fjölfaldaðir ör-
fáum dögum seinna, en loks lagðir
fram í bæjarráði 20. maí. Leyna
átti minnihlutann útkomunni eins
lengi og fært var.
í stað þess að nota 54,2 milljónir
króna til að greiða vanskil og lausa-
skuldir hafa verið tekin ný lán að
upphæð 55,6 milljónir króna.
Lausaskuldir hafa aukist um 14,4
milljónir, námu um áramót 125,9
milljónum og skuldabréfalán hafa
á árinu aukist um 41,2 milljónir
króna, námu um áramót 140 millj-
ónum ef afborganir þessa árs em
ekki dregnar frá og skuldimar því
Richard Björgvinsson
samtals nærri 266 milljónum króna,
eða rúmar 18 þúsund krónur á
hvem einasta íbúa bæjarins.
„Lausafjárstaða bæjar-
ins hefur batnað tölu-
vert, en allt var það
gert með nýjum lántök-
um. Það hækkar í budd-
unni hjá mönnum þegar
þeir taka ný lán o g þeir
eiga meira skotsilfur í
svipinn, en þeir eru
ekki betur staddir fjár-
hagslega heldur verr,
því greiða þarf vexti af
lánum.“
Lausafjárstaða bæjarins hefur
batnað töluvert, en allt var það
gert með nýjum lántökum. Það
hækkar í buddunni hjá mönnuin
þegar þeir taka ný lán og þeir
eiga meira skotsilfur í svipinn,
en þeir eru ekki betur staddir
fjárhagslega heldur verr, því
greiða þarf vexti af lánum. Fjár-
málastjórn vinstri meirihlutans
og bæjarstjóra hans felst í því
að velta öllum vanda á framtíð-
ina, enda þreyttir menn að hætta.
Allur rekstur bæjarins fór úr
böndum, í heild fór hann nær 17%
fram úr áætlun. Það vekur sérstaka
athygli hvað stjórn bæjarins hækk-
ar mikið, fór í heild um 24% fram
úr áætlun og hækkaði hlutfallslega
miðað við árið 1984 um rétt tæp
50%. í vexti og fjármagnskostnað
voru greiddar 24,6 milljónir króna,
um 5 milljónum meira en ráð var
fýrir gert enda eðlilegt þegar menn
lifa á lánum.
Þetta er árangurinn af fjár-
málasjórn vinstri meirihlutans í
bæjarstjórn Kópavogs eftir átta
ára setu.
Nú er kominn tími til að gefa
þessum sundurlynda þríeykis
vinstri meirihluta frí frá sljórn
Kópavogskaupstaðar og fela
hana einum styrkum samhentum
flokki, Sjálfstæðisflokknum.
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og skipar fyrsta
sæti framboðslista flokksins.
Vortónleikar Mótettukórsins í kvöld:
Þijú íslensk
tónverk frumflutt
ÞRJÁR mótettur íslenskra tón-
skálda verða frumfluttar á ár-
legum vortónleikum Mótettu-
kórs Hallgrímskirkju í kvöld,
þriðjudagskvöld, í Kristskirkju.
Verkin voru samin að beiðni
NOMUS, Nordisk Musiksamar-
bejde, en tónskáldin eru Hjálm-
ar H. Ragnarsson, Gunnar
Reynir Sveinsson og Jónas
Tómasson. Stjórnandi tónleik-
anna er Hörður Áskelsson
organisti.
Önnur verk efnisskrárinnar eru
þijú sálmalög eftir Þorkel Sigur-
bjömsson og verk eftir Benjamin
Britten, Jubilate Deo. Er það flutt
við orgelundirleik Þrastar Eiríks-
sonar. Eftir hlé verða eingöngu
flutt verk þýskra tónskálda. Eru
þau Unser Leben ist ein Schatten
eftir Johannes Bach sem var einn
af frændum J.S. Bachs. Þrír kór-
félagar syngja þar stutta ein-
söngskafla, þau Guðrún Finn-
bjamardóttir, Sverrir Guðmunds-
son og Magnús Baldvinsson. Þá
er verk eftir Heinrich Schiitz, Die
mit Tránen Sáen Richte mich
Gott eftir Mendelssohn og Wamm
ist das Light gegeben eftir Jo-
hannes Brahms. Er það vinsælt
verk í mörgum þýskumælandi
löndum og vel þekkt.
Sem fyrr segir em þrjú íslensk
verk á tónleikunum fmmflutt en
verkin vom samin að beiðni
NOMUS á síðasta ári. Jón Ás-
geirsson samdi einnig verk að
beiðni NOMUS en Dómkórinn
fmmfiutti það fyrir nokkm. Verk-
dýrkun í lúthersku kirkjunni. Um
svipað leyti og hann samdi verkið
vann hann einnig við tónlist í leik-
riti, Agnes, bam Guðs, þar sem
hann hefði bæði samið sjálfur tón-
list og notað tónlist úr guðsþjón-
ustunni. Því hefði María verið sér
ofarlega í huga en upphafsstef
verksins notaði hann einnig í leik-
sýningunni.
in hafa verið kynnt nokkuð á
Norðurlöndum en ekki fiutt fyrr.
Gunnar Reynir Sveinsson tón-
skáld sagði í samtali við Morgun-
blaðið að beðið hefði verið um
kirkjuleg tónverk sem flytja mætti
á Norðurlöndum án þýðingar.
Því hefði hann valið að semja við
latneskan texta, Gloríu. Gunnar
Reynir kvaðst hafa samið allnokk-
uð af kirkjulegum verkum, m.a.
tvær messur. Um þessar mundir
vinnur hann að tónsmíðum fyrir
leikrit og kvikmynd.
Hjálmar H. Ragnarsson tón-
skáld sagðist hafa valið textann
Ave Maria, þessa kaþólsku, meðal
annars vegna þess að honum
fyndist fara of lítið fyrir Maríu-
Mótettukór Hallgrímskirkju heldur árlega vortónleika sina í Kristskirkju í kvöld.
Þijú íslensk tónverk verða frumflutt á tónleikum Mótettukórsins en þau eru eftir Gunnar Reyni
Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson.
Jónas Tómasson tónskáld sem
valdi 23. Davíðssálm sagðist hafa
samið verkið við Latneska textann
en síðan við þann íslenska þegar
ákveðið var að taka það til flutn-
ings hér á landi. Sagðist hann
hafa breytt verkinu lítillega. um
leið. Jónas hefur samið kirkjutón-
list, sem Sunnukórinn á ísafirði
hefur flutt, og nýverið var verk
hans, Lofsöngur Maríu, flutt á
Ísafírði og Bolungarvík en það er
samið fyrir sópran, hom og orgel.
Félagar Mótettukórs Hall-
grímskirkju eru um 40 á aldrinum
18 til 40 ára en kórinn stofnaði
Hörður Áskelsson haustið 1982.
Sumarið 1984 fór kórinn í söng-
ferð til Þýskalands, um miðjan
júní er ráðgert að sækja Norð-
menn heim og halda nokkra tón-
leika í Osló og nágrenni. Tónleik-
amir í kvöld hefjast klukkan
20.30 og em seldir aðgöngumiðar
við innganginn. Félagar Listvina-
félags Hallgrímskirkju fá ókeypis
aðgang gegn framvísun félags-
skírteina.
Tæplega 400
símtöl
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins vegna borgarstjómarkosning-
anna í Reykjavík sátu fyrir svör-
um í Valhöll, húsi flokksins, á
laugardag. Var auglýst, að borg-
arbúar gætu hringt og lagt fyrir
frambjóðenduma spumingar um
borgarmálefni og stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Alls var tæplega
400 manns svarað. Á myndinni
sjást þeir Hilmar Guðlaugsson
(t.v.) óg Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, borgarfulltrúar, að störfum.