Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Dagar í Túnis:
í leit að
Lótófögum
á Djerba
Svo segir í Odysseifskviðu:
„ ... þaðan hraktist ég í fárviðri níu daga yfir hið fiskisæla
haf, en á tíunda degi stigum vér á land Lótófaga, er lifa á
blómfæðu. Þar gengum vér á land upp og jusum vatn; síðan
tóku skipverjar dagverð hjá hinum örskreiðu skipum. En er
þeir höfðu neytt matar og drykkjar þá valdi ég tvo menn af
förunautum mínum og lét þeim fylgja kallara hinn þriðja mann
og sendi þá á land upp til að njósna, hvað þar byggi mennskra
manna. Þeir fóru þegar og komu á fund Lótófaga. Ekki bjuggu
Lótófagar banaráð mönnum vorum, heldur gáfu þeir þeim að
eta af lótusviði. En hverr þeirra sem át lótusviðarins hunangs-
sæta ávöxt vildi ekki aftur snúa eftir það, til að segja frá tíðind-
um og ekki heim fara; heldur vildu þeir verða þar eftir hjá
Lótófögum og tína lótusviðarver en ekki hugsa til heimfarar.
Hafði ég þá með mér til skipa, var þeim það svo nauðugt, að
þeir grétu; síðan dró ég þá upp í hin rúmgóðu skip og batt þá
undir þóftumar. En hinum öðrum tryggvum förunautum mínum
bauð ég að stíga í skyndi á hin öskureiðu skip, svo engi þeirra
skyldi eta af lótusviðnum og verða svo afhuga ferðinni..."
Hómer lýsir hér
komu Odysseifs að
eynni Djerbu, sem
liggur undan
ströndum Túnis.
Þar búa nú um
eitt hundrað þúsund manns í mörg-
um litlum þorpumn, litfögrum og
hlýlegum. Hið stærsta þeirra er
Houmt Souk og þar er flugvöllur
eyjarinnar.
Mér hafði verið búin gisting á
Palm Beach-hótelinu og á leiðinni
frá Houmt Souk, skimaði ég í kring-
um mig forvitnislega: lótusætur
sáust hvergi, að minnsta kosti ekki
í þeirri mynd sem Odysseifur sá þá.
Lótusætumar og gestir þeirra hafa
aukin heldur étið upp allan lótus-
viðinn, þar er að vísu gróskulegt
um að litast af pálmatijám og ólífu-
tijám.
Margir hafa orðið til að lýsa
töfrum Djerbu, fyrr og síðar „Eyjan
hinna gullnu sanda," sagði Gustave
Flaubert og verður ekkert ofsagt
um strandlengjuna í kringum eyna
alla. Ég fór einatt í göngutúra á
morgnana eftir fjörunni áður en
sólin kom upp á morgnana og
mætti þá Djerbum sem voru að
undirbúa sig undir dagsverkið; að
bjóða ferðamönnum að þeysa á
arabískum gæðingum eða reyna
hæfni sína við að sitja úlfalda eftir
sandborðinu. Allir buðu alltaf góðan
dag og vildu helzt taka upp sam-
ræður, sem gengu svona upp og
ofan. Mætti maður hins vegar stöku
ferðamanni á göngu í fjöruborðinu
var undantekning ef tekið var undir
kveéju manns.
Saga Djerbu er nánast jafn
gömul mannkyninu, að þvf er talið
er. Án efa hafa fyrstu íbúamir verið
berbar. Á 6. öld fyrir Krist flúði svo
þangað hópur gyðinga og í þorpinu
Hara essghira búa um þúsund
gyðingar og þar er fræg og fom
sýnagóga. Til hennar koma gyðing-
ar hvaðanæva úr heiminum á
páskahátíð gyðinga. Goðsögnin
segir okkar að heilagur steinn hafi
dottið af himni ofan og staðurinn
hafi verið valinn af guði til að þama
yrði reist bænahús gyðinga. „Dular-
full útlend stúlka, ghriba, birtist og
hjálpaði byggingaverkamönnunum
með kraftaverkum að reisa sýna-
góguna og gaf staðnum nafn.“
Gyðingabærinn á Djerba Hara
essghira er í fáu frábrugðinn öðmm
þorpum á eynni. Ég kom þangað
einn sólskinsdag og fékk að skoða
bænahúsið. Þar voru fyrir nokkrir
gyðingar að fara með bænir og
reisn og fegurð hússins hreif mig,
það var einhver blíður andi inni í þvf.
Saga Djerbu er saga drottnunar
og kúgunar gegnum aldir og sagt
var að Djerbar hefðu farið að iðka
khaijisma til að geta leitað sér
hugsvölunar í trúnni. Djerbar munu
alltaf hafa litið á sig sem hluta
Túnis, en langar og strangar tíðir
urðu þeir að þreyja unz að þvf
kæmi að eyjan yrði sjálfstæð. Aröb-
um mun hafa verið fagnað af Djer-
bum sem frelsurum á sjöundu öld,
en fjórum öldum síðar eða um 1135
kemur þangað Roger Sikileyingur
og lagði eyna undir sig, karlmenn
voru murkaðir niður og konur og
böm gerð að þrælum. Síðan fylgdi
hver innrásin annarri og árið 1560
sigraði 30 þúsund manna lið Filipp-
usar Spánarkonungs eyna. Sfðar
tóku eyjarekeggjar höndum saman
Pálmatrén úti um allt en h var var lótusviðurínn ?
Við höfnina iHoumt Souk.
Ben Mahmoud í leirkerasmiðju
sinni í Guella.
við Tyrki og voru því hluti Ottóman-
veldisins til 1881 að eyjan varð
ásamt meginlandi Túnis franskt
vemdarsvæði. Það em svo ekki
nema þijátíu ár síðan Túnis og
Djerba hlutu hið langþráða sjálf-
stæði.
Margir hafa spurt hvað það væri
sem ferðamönnum þætti heillandi
við Djerbu; landslagið er sem sé
ekki stórbrotið, eyjan er algerlega
flöt og þótt pálmatré og ólífutré séu
til prýði og gagns verður Djerba
varla lofuð fyrir landslagsfegurð.
En öll þessi litlu litríku þorp, þessi
hreina flara umhverfis eyna, þetta
kyrrláta en fallega mannlíf, þessi
þytur í loftinu.
Þennan dag sem ég sótti heim
Hara essghira fór ég líka til Guella,
þar er miðstöð leirkeraiðnaðar á
eynni og ég fór í smiðju Bomdhane
Ben Mahmoud og fékk að fylgjast
með því hvemig leirinn er mótaður
og undursamlegustu listaverk urðu
Frá sýnagógunni Elgrítm.
Gyðingakrakkar í Hara essghira.
Markaðurínn íHoumt Souk.