Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Áhorfendur hylltu Kristján hvað eftir annað með því að rísa úr sætum og klappa honum lof í lófa.
Morgunblaðið/Skapti
Hrifning á tónleikum Kristjáns
Jóhannssonar á Akureyri
Tönlist
Sverrir Pálsson
Löngum hefir verið sagt, að
enginn sé spámaður í foðurlandi
sínu, að minnsta kosti sé erfitt að
verða það. Ekki sannast það á
Kristjáni Jóhannssyni. Þegar hann
kemur heim til Akureyrar til að
syngja, er honum fagnað þar af
hjartanleik og hlýju. Akureyringar
nefna hann gjama Kristján „okkar“
Jóhannsson, svipað því sem Þjóð-
veijar kölluðu Pétur Jónsson „unser
Peter" á sínum tíma. Sá er munur-
inn, að í Þýskalandi var Pétur
aökomumaður, sem Þjóðveijar tóku
ástfóstri við, en á Akureyri er
Kristján fæddur og fóstraður. Það-
an er hann sprottinn, og þaðan var
hann nestaður að eðli og erfðum
til sigurgöngunnar út í hinn stóra
og harða heim, þar sem hann hefir
brotist til mikils frama og þar sem
listahróður hans mun vaxa lengi
enn, ef að líkum lætur. Vitaskuld
hefði hann komist skammt á hæfi-
leikanestinu einu saman, en sjálfur
hefir hann lagt til kapp, dugnað og
óbilandi trú á, að það skuli takast,
sem fyrir honum vakir. Góð gáfa
er aldrei annað en smíðaefni, sem
manni er fengið í hendur til að
gera úr fagran grip. Þetta hefír
Kristjáni tekist. Hann er fyrir löngu
viðurkenndur listamaður og stór-
söngvari, hafínn yfir lágkúrulegt
nagg og níð öfundarmanna, sem
enginn tekur mark á, því það Iætur
Kristján Jóhannsson
kunnir fyrir sitthvað fremur síðustu
árin en að flykkjast á tónleika og
úthella þar tilfinningum sínum.
Nei, það var ekki síður vegna
þess, að hér var á ferð stórbrotinn
hæfileikamaður og söngvari á
heimsvísu, og hann náði sannarlega
tökum á tilheyrendum sínum og lét
Júlía Egilsdóttir færði Kristjáni blóm að loknum tónleikunum.
hlægilega í eyrum. Hann vekur
hrifningu áheyrenda sinna með
glæstum listflutningi, sem nær til
hjartans, og það er löngum besti
mælikvarðinn á góða list, hve auð-
velda leið hún á að hjörtum manna.
Það var ekki eingöngu vegna
þess að Kristján „okkar" Jóhanns-
son var að syngja í íþróttaskemm-
unni á Akureyri á laugardagskvöld-
ið, að þangað komu mörg hundruð
tónleikagestir, sem létu aðdáun sína
óspart í ljós með langvinnu lófataki
og hrifningarhrópum og risu allir úr
sætum hvað eftir annað til að hylla
söngvarann. Eru Akureyringar þó
þá ekki ósnortna. Til voru þeir, sem
sátu í lokin voteygir með kökk i
hálsi, ekki af hryggð, heldur af gleði
yfir þeirri fegurð, sem þeir höfðu
fengið að njóta.
Efnisskrá Kristjáns var þrískipt.
í fyrsta kafla voru nokkur íslensk
lög, sem faðir Kristjáns, Jóhann
heitinn Konráðsson, söng oft og
voru honum mjög kær. Má vera,
að það hafi nokkru ráðið um val
þeirra, að nú söng Kristján á heima-
slóð og á sjálfan afmælisdaginn
sinn, og því hafi hann með þessu
viljað höfða til upphafs síns og
uppruna. Fyrstu fjögur lögin söng
Kristján vel og smekklega, en þegar
kom að tveimur lögum eftir hið
snjalla og vandvirka tónskáld Jó-
hann Ó. Haraldsson óx söngvaran-
um ásmegin og skilaði þeim afburða
vel. Hið sama má segja um lögin
þijú í miðkaflanum, sem öll voru
eftir Sigvalda Kaldalóns.
Þótt ljóðasöngur liggi mæta vel
fyrir Kristjáni, er hann þó fyrst
kominn í veldi sitt, þegar í óperuvið-
fangsefnin er komið. Þar syngur
hann eins og sá, sem valdið hefir,
enda er ekkert um það að efast.
Fjórar glæsiaríur á síðasta hluta
efnisskrárinnar og ein til viðbótar
færðu mönhum sanninn um það.
Sá söngur þoldi fyllilega samanburð
við flutning frægustu veraldar-
söngvara, bæði tæknilega og tón-
listarlega. Er þá mikið sagt, en þó
ekki ofsagt. Saman fóru raddfegurð
og raddstyrkur, kunnátta og
smekkvísleg túlkun.
Þó er ef til vill enn ótalin perla
þessara tónleika, flutningur „Tón-
anna“ eftir Sjöberg, aukalags, sem
að verður lengi minnisstætt í flutn-
ingi Kristjáns sem hrein opinberun
sakir tærleika, fínleika og væmnis-
lausrar viðkvæmni, líkust svalandi
dögg eftir heitan dag.
Undirleikarar Kristjáns veittu
honum í senn styrkan stuðning og
þjála fylgd eins og vera ber, þeir
Kristinn Óm Kristinsson í íslensku
lögunum og Maurizio Barbacini í
óperuaríunum.
íþróttaskemman á Akureyri, sem
var í öndverðu reist yfír veghefla,
skurðgröfur og jarðýtur Akureyrar-
bæjar, en var síðar tekin til annarra
þarfa, hefir reynst hinn þokkaleg-
asti tónleikasalur, þegar litið er til
hljómburðar, þótt flest annað vanti,
sem annars staðar þykir lágmark
hins boðlega. Sennilega verður
langt að bíða þess, að Akureyringar
eignist gott tónlistarhús, jafnvel
þótt kosið yrði til bæjarstjómar á
tveggja ára fresti með viðeigandi
heitstrengingum og loforðalistum
frambjóðenda. En meðan við bíðum,
ætti það ekki að vera áhorfsmál
bæjarstjómar Akureyrar að kaupa
góðan konsertflygil til notkunar í
Skemmunni, þegar á þarf að halda,
og smfða utan um hann tryggan
skáp til að geyma hann í þess á
milli, svo að ekki þurfi að hlaupa
um allan bæ í leit að hljóðfæri til
flutnings aftur og fram með vem-
legri sköddunarhættu, ef von er á
gesti.
Sv.P.
Kaupmannasamtök íslands:
„Ætlum að beita okkur fyrir sama
vöruverði á sömu vöru um land allt“
— segir Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtök íslands
hyggjast beita sér fyrir því á
næstunni að sama vöruverð verði
greitt fyrir sömu vöru hvar sem
er á landinu. Fundur var haldinn
á vegum samtakanna í vikunni
með kaupmönnum víðsvegar af
landinu og fulltrúum heildsala
þar sem rætt var um mögulegar
Ieiðir til þess að Iækka vöruverð.
„Kaupmenn úti á landi sérstak-
lega óska eftir því að vöruverð verði
hið sama alls staðar á landinu að
heildsöluaðilinn taki að sér að
greiða kostnaðinn, sem í raun þýðir
að íbúar höfuðborgarsvæðisins
myndu greiða flutninginn út á land.
Kaupmannasamtök íslands eru
landssamtök og þetta er krafa
okkar manna úti á landi og þar af
leiðandi krafa Kaupmannasamtaka
íslands," sagði Magnús E. Finnsson
framkvæmdastjóri Kaupmanna-
samtakanna.
Hann sagði að sterk rök væru
færð að því af hálfu þeirra kaup-
manna sem versla úti á landi að
þeir ættu mjög erfitt með að selja
fólki sömu vöru og seld er í Reykja-
vík miklu dýrara á meðan að þetta
fólk tekur þátt í því að afla þess
gjaldeyris sem til þarf til að kaupa
vöruna inn í landið. Fyrir íbúa
höfuðborgarsvæðisins þýddi þetta
Frá fundi kaupmanna og heildsala sem haldinn var á vegum Kaup-
mannasamtaka íslands i vikunni.
afar litla vöruhækkun e.t.v. 1% eða
svo til að hægt verði að greiða niður
vöruverð úti á landi.
„Það er dálítil undiralda meða!
kaupmanna um að heildsöludreif-
ingin á landinu hafí ekki tekið eins
mikinn þátt í að lækka vöruverð
og kaupmenn hafa gert síðustu
mánuði. Kaupfélögin hafa jafnvel
ekki getað sýnt fram á lægra vöru-
verð úti á landi þrátt fyrir loforð
um það á síðasta ári,“ sagði Magn-
ús.
Á fundinum voru rædd ýmis
önnur atriði f samskiptum heildsala
og kaupmanna. „T.d. eru greiðslu-
kjör einstakra kaupmanna mjög
misjöfn og höfum við í hyggju að
safna upplýsingum um greiðslukjör
hjá kaupmönnum sjálfum. Sumir
kaupmenn fá lengri greiðslufrest
en aðrir, aðrir borga enga vexti af
vöruúttekt o.s.frv. Það virðist ekki
sama hver á í hlut og getur mismun-
ur á vöruverði af þessum sökum
verið allt að 15%. Einnig er Ijóst
að stórmarkaðir hafa verulega betri
kjör en smærri kaupmenn," sagði
Magnús.