Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
Thatcher vill kosningar á herteknu svæðunum:
Israelar hafna hug-
myndum Thatchers
Jerúsalem. AP.
Norðmenn fúsir til
viðræðna í OPEC
isfylkingar Palestínumanna (PLO)
kosningu.
Á fundi með ritstjórum blaða á
sunnudag varpaði Thatcher einnig
fram þeirri hugmynd að fulltrúi
Sameinuðu þjóðanna yrði falið að
hafa eftirlit með valdatöku Palest-
ínumanna á herteknu svæðunum,
en hún mun ekki hafa rætt þann
möguleika í viðræðum við ísra-
elska leiðtoga.
Thatcher mun eiga viðræður
við Hussein Jórdaníukonung í
London í júní og gerir hún honum
þá m.a. grein fyrir viðræðum sín-
um við ísraelska ráðamenn. Hún
mun hafa lofað Shimon Peres,
forsætisráðherra ísraels, að reyna
að fá Hussein til að fallast á að
komið verði af stað embættis-
mannaviðræðum milli ísraels og
Jórdaníu.
I gær var fyrirhugaður fundur
Thatcher með átta leiðtogum
Palestínumanna á herteknu svæð-
unum.
AP/Símamynd
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Shimon Peres,
forsætisráðherra ísraels, gera blaðamönnum grein fyrir viðræðum
sinum í Jerúsalem á sunnudag.
YITZHAK Rabin, varnar-
málaráðherra, gagnrýndi í
gær Evrópuríki fyrir að veita
enga aðstoð til uppbyggingar
á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu. Jafnframt hafnaði
Israelsstjórn tillögu Margaret
Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, að kosningar yrðu
Etna
lætur á
sér kræla
f1 A P
ELDFJALLIÐ Etna á Sikiley
gaus ösku og reyk í gær og
segja sérfræðingar að verið
geti að þetta sé forleikurinn
að eldgosi i þessu virkasta
eldfjalli í Evrópu.
Hið 3.200 m háa eldfjall
ræskti sig á 15 til 20 sekúndna
fresti og fylgdust sérfræðingar
gjörla með. Etna gaus síðast í
desember og fórst þá einn maður
í jarðskjálfta og tólf slösuðust.
haldnar á herteknu svæðun-
um.
Thatcher, sem nú er í heimsókn
í ísrael, hvatti til þess í ræðu á
sunnudagskvöld að 1,4 milljón
Palestínumönnum, sem búa við
herstjóm á Vesturbakkanum og
Gaza, yrði gefið tækifæri til að
hafa áhrif á eigin mál. Hún sagði
það ekki við hæfí að æðri og
óæðri flokkar fólks byggðu ísrael
í framtíðinni. Sambúð tveggja
hópa, sem nytu mismunandi réttar
og lifðu við ólík kjör gengi ekki
til frambúðar. Ríki heims ætluðust
til þess af Israelum að þeir
tryggðu réttindi araba á herteknu
svæðunum. Hvatti hún til þess að
bæjar- og sveitarstjómarkosning-
ar yrðu haldnar á svæðunum
tveimur.
Rabin ræddi við Thatcher á
King David hótelinu, en þar var
aðsetur yfirstjómar brezku her-
sveitanna í Palestínu þegar hún
laut brezkum yfirráðum. Eftir
fundinn sagði hann að Israels-
stjóm væri andvíg kosningum á
herteknu svæðunum. I borgar-
stjómarkosningum á svæðunum
1976 hlutu stuðningsmenn Frels-
Minnkandi verð-
bólga innan EB
Þriggja daga fundi samtakanna lauk um helgina
Lúxemborg. AP.
VERÐBÓLGA í aðildarlöndum
Evrópubandalagsins (EB) í heild
minnkaði úr 4,1% á ári í marz í
3,7% í apríl miðað við sama tíma-
bil. Kom þetta fram í skýrslu,
sem gefin var út af hálfu banda-
lagsins í gær.
Þar kom fram, að í síðasta mán-
uði hefði framfærsluvísitalan hækk-
að um aðeins 0,8% í aðildarlöndum
EB í heild. Mest hefði hún verið
hlutfallslega í Danmörku, Bret:
landi, Grikklandi og Portúgal. I
Vestur-Þýzkalandi lækkaði fram-
færsluvísitalan um 0,1%, sem gæti
haft það í för með sér, að verð-
hjöðnun ætti eftir að verða þar um
0,2% á þessu ári, en slíkt hefur
ekki átti sér stað í aldarfjórðung.
Árleg verðbólga í öðrum aðildar-
löndum EB en Vestur-Þýzkalandi
verður samkvæmt þessum tölum
þannig, en samsvarandi tölur miðað
við það 12 mánaða tímabil, sem
lauk í marzlok, eru innan sviga:
Frakkland 2,7% (3%), Ítalía 6,8%
(7,2%), Holland 0,7% (0,7%), Belgía
GENGI
GJALDMIÐLA
London. AP.
BANDARÍKJADALUR lækkaði
lítillega gagnvart evrópskum
gjaldmiðlum en hækkaði gagn-
vart japanska jeninu og Kan-
adadal. Gjaldeyrismarkaðir voru
lokaðir í Bretlandi og Bandaríkj-
unum vegna almennra frídaga.
í Tókýó var gengi dalsins skráð
169,75 í lok viðskipta í gær, miðað
við 169,20 á föstudag. í Evrópu var
gengið gagnvart jeninu 169,70 jen
í gær.
Brezka pundið hækkaði úr
1,48775 dölum í 1,4950 en annars
var gengi dalsins þann veg að fyrir
hann fengust:
2,2810 vestur-þýzk mörk
(2,2835), 1,8908 svissneskir frank-
ar (1,8952), 7,2685 franskir frank-
ar (7,2775), 2,5660 hollenzk gyllini
(2,5720), 1.563,50 ítalskár lírur
(1.564,25), 1,3716 kanadískir dalir
(1,3670).
Gullúnsan kostaði 341,50 dali í
Ziirich í gær, miðað við 341,00 dal
á föstudag. Gull- og silfurmarkaður
var lokaður í London.
1,4% (1,5%), Bretland 3% (4,2%),
Danmörk 3,9% (1,7%), Lúxemborg
C,5% (1,5%), Grikkland 24,7%
(24,8%), Spánn 7,8% (8 7%), Port-
úgal 12,3% (12,2%) og Irland 4,6%
(4,9%).
Taif, Saudi-Arabíu.
ÞRIGGJA daga fundi olíumála-
ráðherra fimm aðildarríkja
OPEC, samtaka oliuútflutnings-
ríkjanna, lauk á sunnudag í
Saudi-Arabíu. Fram koma á
fundinum, að hin nýja stjórn
Verkamannaflokksins í Noregi
hefði lýst sig fúsa til viðræðna
við samtökin.
Ahmed Zaki Yamani, olíumála-
ráðherra Saudi-Arabíu, kvaðst
ánægður með fundinn og sagði að
„algert samkomulag" hefði náðst
þar um skiptingu olíumarkaðarins
Flýði úr fangelsi
með aðstoð þyrlu
Paris. AP.
FRÖNSK kona flaug þyrlu
niður á þak La Sante-fangels-
ins í gær og hjálpaði alræmd-
um glæpamanni að flýja. Með
konunni var karlmaður vopn-
aður hríðskotabyssu, en ekki
kom til skotbardaga.
Að sögn sjónarvotta „hékk“
þyrlan yfír fangelsinu í fjórar til
fímm mínútur áður en hún sveif
niður undir þakið. Þar náði fang-
inn Michel Vaujour, 34 ára stór-
glæpamaður, sem afplánaði 18
ára dóm, taki á lendingarbúnaði
þyrlunnar. Hékk hann þar er
þyrlan flaug á brott. Félagi hans,
sem komst einnig upp á þakið,
snerist hugur á síðustu stundu og
hætti við að flýja.
Fangelsisverðir fylgdust með
flóttanum en tókst ekki að afstýra
honum. Gripu þeir ekki til skot-
vopna, þar sem Vajour faldist bak
við reykháf meðan þyrlan at-
hafnaði sig yfír fangelsinu. Þyrlan
flaug á brott og lenti á knatt-
spymuvelli í hverfinu Porte
D’Orleans í suðurhluta Parísar,
þar sem hún var yfírgefín. Þetta
er fjórða skiptið sem Vaujour
tekst að flýja úr fangelsi.
Atvikið átti sér stað klukkan
10:45 í gærmorgun. Flugskólinn,
sem á þyrluna, er í útborginni St.
Cyr L’Ecole, og eigandi hans sagði
konu um þrítugt hafa leigt þyrl-
una. Hún hefði leigt þyrluna títt
í heiminum. Ákvarðanir og niður-
stöður fundarins verða Iagðar fyrir
næsta ráðherrafund OPEC, sem
áformað er að halda í Brioni í Júgó-
slavíu 25. júnínk.
Ekkert var sagt að öðru leyti um
hvað gerðist á fundinum nú, en
hann fór algerlega fram fyrir lukt-
um dyrum. Fundur þessi var hald-
inn í samræmi við ákvörðun OPEC-
ríkjanna í Genf í apríl sl. um að
hefja samvinnu við olíuríki utan
OPEC í því skyni að tryggja sam-
vinnu þeirra til þess að koma í veg
fyrir offramleiðslu á olíu í heiminum
og koma á þann hátt fram verð-
hækkun á olíu.
OPEC-ríkin hafa einkum kennt
Bretum og Norðmönnum um of-
framboðið á olíu í heiminum, en
báðar þessar þjóðir standa utan við
OPEC-samtökin.
Michel Vaujour, sem flýði með
þyrlu úr fangelsi. Hann afplánaði
18 ára dóm, sem hann hlaut í
fyrra. Myndin er tekin 1979.
AP/Slmamynd
Þyrlan sem notuð var til að
hjálpa frönskum stórglæpa-
manni að flýja úr fangelsi i
París í gær. Þyrlan er af gerðinni
Alouette. Hún lenti á leiksvæði í
suðurhluta Parísar og var yfir-
gefinn þar.
og reglulega undanfama 5-6 mán-
uði. Hún hefði sagst heita Lena
Rigon og sagst búa í París. Að
sögn lögreglu vora skilríki, sem
hún sýndi í flugskólanum, fölsuð.
Jafnframt voru rangir einkennis-
stafír málaðir á þyrluna rétt fyrir
flóttann óvenjulega.
Lögregla reyndi árangurslaust
að ná talstöðvarsambandi við
þyrluna er hennar varð vart í lít-
illi hæð yfír París, en flug undir
6.000 feta hæð yfír borginni er
bannað.
Veður
víða um heim
Lægst Hæst
Akureyri 6 skýjað
Amsterdam vantar
Aþena 18 28 heiðskírt
Barcelona 20 rigning
Berlín 13 25 heiðskírt
Brussel 10 25 heiðakírt
Chicago 10 23 rigning
Dublin 12 16 skýjað
Feneyjar 26 heiðskirt
Frankfurt 10 22 heiðskfrt
Genf 7 22 heiðskfrt
Helsinki 10 13 skýjað
Hong Kong 26 30 heiðskfrt
Jerúsalem 11 25 heiðskírt
Kaupmannah. 12 15 heiðskfrt
Las Palmas 28 mistur
Ussabon 14 24 heiðskfrt
London 10 19 skýjað
Los Angeles 15 31 heiðskfrt
Lúxemborg 22 léttskýjað
Malaga 24 heiðskfrt
Mallorca 29 hálfskýjað
Miami 25 28 skýjað
Montreal 10 25 skýjað
Moskva 12 26 skýjað
NewYork 16 26 heiðskfrt
Osló 7 14 skýjað
Paris 11 25 hefðskfrt
Peking 15 30 heiðskfrt
Reykjavfk 9 alskýjað
Rióde Janeiro 19 32 skýjað
Rómaborg 15 31 heíðskfrt
Stokkhólmur 9 17 heiðskfrt
Sydney 10 21 heiðskfrt
Tókýó 15 21 skýjað
Vfnarborg 9 20 heiðskfrt
Þórshöfn 10 léttskýjað