Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 29 Ekkert lát á ógnaröldinni: Tugir manna drepnir í óeirðum í S-Afríku Jóhanncsarborg og Wales. AP. FJÓRIR menn týndu lífi i miklum óeirðum i hverfum blökkumanna í Jóhannesarborg á sunnudagskvöld. Alls beið þvi 21 maður bana þar um helgina, en þar að auki létu tveir blökkumenn lífið á sunnu- dag, er jarðsprengja sprakk á búgarði einum um 160 km fyrir austan borgina. í Crossroads-fátækrahverfínu í grennd við Höfðaborg fann lögregl- an tvö kolbrunnin lík í gær. Fundust þau í rústum húsa, sem brennd voru til ösku í átökunum þar í síð- ustu viku. Tvö lík fundust í Chester- ville í grennd við Durban og enn- fremur lík tveggja manna í bæ einum í Austur-Transvaal. Desmond Tutu biskup gagnrýndi Fjöldamorð áSriLanka Siripura, AP. HRYÐUVERKAMENN Tamila myrtu 20 manns úr röðum Sinhalesa, þeirra á meðal 10 börn, um helgina og brenndu tugi húsa þeirra til ösku. Var flest af þessu fólki drepið á þann hátt, að það var neytt til þess að krjúpa niður á skurðbakka einum og síðan skotið af örstuttu færi. Fyrr i siðustu viku drápu Tamílar 12 manns úr hópi Sinhalesa. Junius Jayewardene, forseti Sri Lanka, fordæmdi í gær þessi morð og sagði, að „bölvun hryðjuverka færi nú sem plága um landið.“ „Markmið okkar hlýtur að vera að uppræta öll hryðjuverk og alla hryðjuverkamenn," sagði forsetinn. Lagði hann á það áherzlu, að enginn nema dómsvaldið gæti fylgt réttvís- inni eftir, en að þegnamir ættu allir að leggjast á eitt og ljá aðstoð sína til þess að því markmiði yrði náð. bæði Bandaríkjamenn og Breta harðlega á laugardag fyrir að koma í veg fyrir, að Sameinuðu þjóðimar samþykktu strangar efnahagsrefsi- aðgerðir gagnvart Suður-Afríku. „Eg er ekki lengur snortinn af orðskrúði Breta og Bandaríkja- manna, er þeir lýsa andúð sinni á aðskilnaðarstefnunni," sagði Tutu á Ijölmennum fundi í Wales. „Við erum aðeins hársbreidd frá hengi- fluginu. Enn er þó unnt að snúa þaðan burt, ef þjóðir heims em reiðubúnar til þess að grípa í sam- einingu til einarðra ráðstafana." Bandaríkin og Bretland beittu neitunarvaldi á föstudagskvöld gegn ályktun Öryggisráðsins, þar sem lagt var til, að gripið yrði til afdráttarlausra refísaðgerða gagn- vart Suður-Afríku fyrir ársimar á þtjú nágrannaríki hennar. Fulltrúar tólf þeirra ríkja, sem nú eiga sæti ' Öryggisráðinu, greiddu atkvæði með tillögunni, en fulltrúi Frakk- lands sat hjá. Fulltrúar Bandaríkjanna og Bret- lands lýstu sig samþykka því að fordæma Suður-Afríku fyrir árás- imar, en greiddu atkvæði gegn því að taka upp refsiaðgerðir, sem væm bindandi fyrir stjómir þeirra, enda þótt bæði löndin hafí áður sett sínar eigin viðskiptahömlur á Suður-Afríku. STUTT- FRÉTTIR Þotuárekstur Mildenhall, Englandi. AP. TVÆR aldnar þotur brezka flughersins (RAF) rákust sam- an í lofti og fórust á flugsýn- ingu í bandarísku herstöðinni í Mildenhall á sunnudag. Þoturn- ar flugu samhliða lágt yfir sýn- ingarsvæðinu og ráku þær vængina saman með þeim af- leiðingum að þær steyptust til jarðar. Talið er að hvassviðri á sýning- arstaðnum eigi sinn þátt í slysinu. Aðstæður til flugs vom erfiðar. Þoturnar vom elztu flugvélar sinnar tegundar í flughæfu ástandi hjá RAF. Þær vom af gerðinni Meteor og Vampire. Meteor-þotan er fyrsta þota RAF og tók þátt í bardögum í seinni heimsstyijöldinni. Áhöfn þotunn- ar, tveir menn, biðu bana, en áhöfn Vampire-þotunnar komst út ífallhlíf. Grænland: Uppreisn á línuveiðara Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgcn Bru- un, fréttaritara Morgimblaðsins. GRÆNLENZKUM yfirvöldum tókst ekki að halda í norska línuveiðarann „Anki“, sem þeir leigðu til þorskveiða við vestur- ströndina, og siglir báturinn nú til Noregs eftir uppreisn um borð. Að sögn grænlenzka útvarpsins blossaði mikill ágreiningur upp um borð, sem endaði með því að stýrimaðurinn var settur í land í Frederikshaab. Við svo búið voru landfestar leystar og siglt úr höfn og stefnan tekin á Noreg. Ekki var hirt um að sækja skipstjórann, sem lagður var inn á sjúkrahús í Godthaab á dögunum. Lands- stjómin hefur nú að beiðni út- gerðar línuveiðarans hafíð leit að bátnum. Italir reka Líbýumenn Rómaborg. AP. ÍTALIR ráku fimm Libýumenn úr landi á laugardag til við- bótar þeim 8 sendifulltrúum og sendiráðsstarfsmönnum, sem visað var úr landi á föstudag. Jafnframt skýrðu fjölmiðlar frá því um helgina að yfírvöld undir- búi útgáfu alþjóðlegra handtöku- tilskipana á hendur 20 Sýrlend- ingum, sem taldir eru hafa verið viðriðnir hryðjuverkin á flugvellin- um í Rómaborg 27. desember sl. Alls biðu 17 menn bana í ódæðinu. ítalir hafa alls vísað 19 sendi- fulltrúum úr landi á einum mánuði vegna tilrauna stjómvalda til að sporna við hryðjuverkastarfsemi, sem rætur á að rekja til Líbýu. Kóiumbía: Barco sigraði Bogota. AP. FRAMBJÓÐANDI Fijálslynda flokksins, Virgilio Barco, sigr- aði með yfirburðum í forseta- kosningfunum í Kolumbíu. Barco, sem er 65 ára að aldri, hlaut hagfræðimenntun í Bandaríkjunum. Hann er hlynntur því, að Kúba fái aðild að Samtökum Amerikuríkj- anna. Barco tekur við embætti 7. ágúst nk. Hann tekur við af Belis- ario Betancur, sem er úr íhalds- flokknum. Er 95% af atkvæðum höfðu verið talin, hafði Barco hlotið nær 58% atkvæða en aðal- andstæðingur hans, Alvaro Gomez, hafði fengið 36%. Meinuð f ör til V-Berlínar Berlín. AP. AUSTUR-ÞÝZKIR landamæra- verðir meinuðu þremur vest- rænum sendifulltrúum að fara yfir til Vestur-Berlínar þegar þremenningarnir neituðu að sýna vegabréf. A-Þjóðveijar settu nýjar reglur um útlendingaeftirlit í síðustu viku og samkvæmt þeim nægir sendifulltrúum ekki lengur að sýna persónuskilríki, sem austur- þýzk yfirvöld gefa út þeim til handa. Mennimir þrír voru frá sendiráðum Danmerkur, Ítalíu og Vestur-Þýzkalands. Undanskildir ákvæðum nýju reglnanna, sem munu svar við auknu landamæra- eftirliti af hálfu Vestur-Þjóðveija, eru sendifulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands. Ferjuslys í Bangladesh Dhaka, Bangladesh. AP. BJÖRGUNARMENN hafa nú náð líkum 126 manna upp úr ánni Meghna í Bangladesh eftir að fljótabát hvolfdi þar á sunnudag. Óttast er að mörg hundruð manns til viðbótar hafi farist með bátnum. Um þúsund manns voru um borð í fljótabátnum Shamia á leið- inni frá strandsvæðinu Bhola til höfuðborgarinnar Dhaka. Gerði mikinn storm og hvolfdi bátnum. Margir farþegar fuku af þilfari skipsins. Þetta er annað feijuslys- ið, sem verður á þessari leið á einum mánuði. 20 apríl sökk fljótabátur með 1.500 manns um borð. 200 lík fundust, en talið er að þá hafi 500 manns látið lífið. Weizsácker í Tyrklandi Ankara. AP. RICHARD von Weizs&cker, forseti Vestur-Þýskalands, er nú staddur í opinberri heim- sókn í Tyrklandi. Hann er fyrsti leiðtogi Evrópuríkis, sem heim- sækir Tyrkland frá því að herinn rændi þar völdum árið 1980. Weizsácker sagði í ræðu í gær að Vestur-Þjóðveijar styddu til- raunir Tyrkja til að bæta sambúð- ina við Evrópubandalagið og virtu einnig að Tyrkjar hefðu ákveðið að efla lýðræði í landinu eftir þriggja ára herstjórn. System 34 tölva Til sölu S/34 tölva með 64 mb diski og 64 kb minni. Vélin hefur verið á viðhalds- samningi hjá IBM. Uppl. ísíma 19200. Búnaðarfélag íslands. Sumar- ámskeið 2« I t . jum Suðurver — Hraunberg 2ja vikna 3x íviku. 60 og 80 mín. tímar. Eldfjörugt jazz námskeið fyrir stráka og stelpur. Framhald—byrjendur. Strákar ath.: Sérstakir strákatímar á laugardögum hjá Hrafni. INNRITUN I SIMA 83730 SUÐURVERI, 79988 HRAUNBERGI. Stamford rafalar STAMFORD rafalar frá 5kva til 1875kva, fyrir sjó- og landvélar, til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Áratuga góð reynsla — Hagstætt verð — Leitið upplýsinga. S. Stefánsson & Co hf. Grandagarði 1 b, sími 27544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.