Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Glamurkenndur áróður Síðustu dagana fyrir kjördag eigum við eftir að kynnast glamurkenndum áróðri í ýmsum myndum. Mestu skiptir að greina á milli þess, sem er rétt og rangt. Hafi menn það, sem sannara reynist að leiðarljósi, þegar þeir merkja á kjörseðilinn, eru meiri líkur á, að þeir kjósi rétt, en ef þeir taka einungis mið af þeim, sem glamrar hæst. Það eru þó ekki einvörðungu frambjóðendur, sem gorta af eigin ágæti vegna kosninganna. Staðfesting á því fékkst í for- ystugrein Dagblaðsins-Vísis (DV) á laugardaginn. Þar sest ritstjórinn á hæstu þúfu, sem hann getur fundið og biður menn um að horfa á sig og blaðið með þeim formerkjum, að DV sé eina blaðið, sem gefi frambjóðendum allra flokka og alls staðar af landinu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Af þessu tilefni segir ritstjórinn meðal annars: „Þess- ar hlutlausu upplýsingar um kosningamál hinna fjölmorgu sveitarfélaga eru einsdæmi í sinni röð, enda hefur framtakinu verið hrósað af fjölmiðlum, sem annars eru ekki sérstaklega vinsamlegir í garð DV. í þessu blaði einu hafa menn kynnst öllum sjónarmiðum." Þessi orð ritstjóra DV voru ekki rétt, þegar þau voru fest á blað. Honum ætti að vera ljóst eins og öðrum lesendum Morg- unblaðsins, að á síðum þess fá allir rými fyrir skoðanir sínar. Hitt má segja, að ritstjórinn hafi verið heppinn að koma þessu sjálfshóli á framfæri laugardag- inn 24. maí, því að sunnudaginn 25. maí birtist í Morgunblaðinu ítarlegasta yfirlit, sem nokkur íslenskur fyölmiðill hefur gefíð á einum stað yfír bæjar- og sveit- arstjómakosningar 31. maí næstkomandi. Birtar eru upplýs- ingar um framboð í 23 kaupstöð- um og 36 kauptúnahreppum, þar sem kosið er á laugardaginn. Þá eru birt viðtöl við 114 efstu menn á jafnmörgum listum allra flokka í kaupstöðunum. í þessari furðulegu forystu- grein DV um sjálft sig og kosn- ingamar er fundið að því, að Morgunblaðið skuli veita lesend- um sínum þá þjónustu að taka á móti spumingum frá þeim til Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og birta svör hans á síðum blaðs- ins. Eins og lesendur Morgun- biaðsins sjá er þessi þjónusta mikils metin og hún byggist síð- ur en svo á því, að þar sé komið á framfæri “áróðri“ eins og gefíð er til kynna af DV. Telur ritstjóri blaðsins, að þeir sem leggja spumingar fyrir borgarstjórann í Morgunblaðinu séu einhverjir útsendarar Sjálfstæðisflokksins eða fólk, sem Morgunblaðið kallar til? Dylgjur DV um þá, er nýta sér lesendaþjónustu Morgunblaðsins og þörf DV til að upphefja sjálft sig á kostnað frambjóðenda og annarra fjöl- miðla er til marks um það, hvem- ig menn geta tapað áttum, þegar hart er barist. I sjálfu sér er það ekkert ný- næmi, að DV reyni að halda þannig á málum að láta kosning- ar til þings eða sveitarstjóma snúast að lokum meira um DV sjálft en menn og málefni. Þetta er einkennileg árátta, sem verð- ur æ glamurkenndari eftir því sem hún verður kunnuglegri. A þessum áróðri eins og öðrum, sem stundaður er rétt fyrir kosn- ingar, er nauðsynlegt að gæta sín, vilji menn hafa það, sem sannara reynist. Utankj örstaða- kosning Frá því þremur vikum fyrir kjördag geta menn greitt atkvæði utan kjörstaðar, ef þeir dveljast ekki í heimabyggð á kjördag. Hér í Reykjavík er unnt að neyta þessa réttar síns í Ár- múlaskólanum. Þeir, sem þang- að þurfa að leita, kynnast fom- aldarlegu vinnulagi. Með þessum orðum er ekki verið að kasta rýrð á þá starfsmenn borgarfógeta- embættisins, sem stjóma kosn- ingunni, heldur fínna að þeim lögum, sem þeir eru skyldugir til að starfa eftir. Til marks um það, hve úrelt þessi lög eru, má nefna, að nöfn allra þeirra, sem kjósa, er skylt að færa inn í eina gjörðabók. Á tölvuöld eru allir þeir Reykvík- ingar, sem ekki dveljast í borg- inni á kjördag og þeir íbúar annarra byggðarlaga, sem vilja kjósa í borginni, skyldaðir til að láta handskrifa nafn sitt í einu og sömu bókina. Ekki er ólíklegt, að 200 til 400 menn kjósi utan kjörstaðar í Reykjavík á dag í þessari viku. Það er því skyn- samlegt að hafa tímann fyrir sér, þegar haldið er af stað í Ármúla- skólann til að neyta þessa lýð- ræðislega réttar. Ákvæðið um framkvæmd utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í kosningalögunum er orðið úrelt. Þingmenn eiga að sjá sóma sinn í því að taka það til endurskoðun- ar og auðvelda mönnum frekar að greiða atkvæði með þessum hætti en leggja stein í götu þeirra. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Guðmund Magnússon Umskipti í lóðamál- um höfuðborgarinnar SKIPULAGSMÁL Reykjavíkur virðast ekki vera í brennidepli í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar að þessu sinni. Að vísu hefur þau borið á góma, en ekki er hægt að jafna ágreiningi frambjóðenda nú við þær miklu deilur um skipulag borgarinnar, sem settu svip á kosningabaráttuna 1982. Þá greindi menn einkum á um, hvort ný byggð í höfuðborginni skyldi verða meðfram ströndinni í átt til Korpúlfsstaða og Úlfarsfells, þ.á m. í Grafar- vogi, eins og sjálfstæðismenn vildu, eða við Rauðavatn og á Reynisvatnshæðum, eins og þáverandi vinstri meiri- hluti stefndi að. Einnig var deilt um nýbyggingar í gömlum hverfum og á svonefndum „grænum svæðum.“ Loks var fyrirkomulag á úthlutun lóða í borginni talsvert hitamál. Sjónarmið sjálfstæðismanna urðu ofan á og í framhaldi af því hafa orðið mjög miklar breytingar á skipulagsmálum höfuðborgarinn- ar. Fallið hefur verið frá hinu óvin- sæla „punktakerfí" við úthlutun lóða og eftirspum eftir lóðum full- nægt. Nýtt íbúðarhverfi hefur risið í Grafarvogi, Kringlubær, og er smám saman að taka á sig endan- lega mynd og senn er að vænta mikilla breytinga á Skúlagötu- svæðinu, í Kvosinni í miðbænum og Laugardalnum, svo nokkuð sé nefnt. Mikið starf hefur verið unnið við gerð nýs aðalskipulags Reykja- víkur og er stefnt að því að greinar- gerð skipulagsins og öll frumkort liggi fyrir á hausti komanda. Um sama leyti hyggst borgarstjóm leggja skipulag einstakra borgar- hverfa fram til kynningar á al- mennum íbúafundum, en slíkt er nýmæli. Punktur, punktur ... Fyrir borgarstjómarkosningam- ar 1978 deildu frambjóðendur vinstri flokkanna harkalega á lóða- úthlutanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna. Fullyrtu þeir, að pólitísk sjónarmið réðu oft ferðinni við úthlutun. (Á kjörtímabilinu 1974-1978 var þó aldrei ágreining- ur í borgarstjóm um úthlutanir lóða til einstaklinga). Vinstri menn hétu því, að breyta úthlutunarkerfinu og hafa hlutlægt mat að leiðarljósi. Við þetta var staðið og svonefndu „punktakerfí" komið á, en þar var m.a. tekið mið af því hversu lengi umsækjendur hefðu búið í borginni og hvort þeir væru íbúðareigendur eða leigjendur. í fyrstu mæltist þetta skipulag líklega vel fyrir, en fljótlega kom í ljós að það hafði ýmsa alvarlega annmarka, eins og raunar öll skömmtunarkerfi. Kerfíð lék t.d. ungt fólk grátt og einnig þá, sem áttu húseignir fyrir, því leigjendur voru forgangshópur. Raunar virtist það innbyggt í punktakerfíð, að þeir gengju fyrir um lóðir sem síst þyrftu á þeim að halda. Ymsar leiðir munu hafa verið famar til að leika á kerfið vegna þess hversu ranglátt það þótti. Samhliða þessu var skortur á lóðum í borginni fyrir íbúðir sem atvinnu- húsnæði, þar sem vinstri menn náðu ekki samstöðu um byggingarsvæði. Vorið 1982 lágu t.d. fyrir umsóknir 1600 fjölskyldna um 200 lóðir. Aðeins ein lóð fyrir atvinnustarf- semi var auglýst sérstaklega á kjörtímabili vinstri meirihlutans, en ekki tókst að úthluta henni, því upplýst var að hvorki vatns- né skólpæðar væru í grenndinni. Tveimur öðrum atvinnulóðum var úthlutað, aðra fékk KRON en hina SÍS. Ein helsta lausn vinstri meirihlut- ans í borgarstjóm á lóðaskortinum í Reykjavík fólst í „þéttingu byggð- ar“, sem svo var nefnd. Uppi vom áform um miklar nýbyggingar á „grænum svæðum“ og í grónum íbúðarhverfum, s.s. við Gnoðarvog. Óhætt er að segja, að hvort tveggja hafí mælst afar illa fyrir hjá borgar- búum, sem m.a. söfnuðu undir- skriftum gegn þessum fyrirætlun- um. Frá þessum áætlunum var horfið eftir kosningarnar í samræmi við loforð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn hétu því fyrir kosningarnar 1982 að afnema punktakerfið og fullnægja eftir- spum eftir lóðum. Við hvort tveggja hafa þeir staðið. Það er athyglis- vert, að vinstri flokkamir hafa ekki deilt á skipulag almennra lóðaút- hlutana og í stefnuskrám þeirra að þessu sinni er ekki að finna neinar hugmyndir um endurreisn punkta- kerfisins. Þó mátti ráða það ,af orðum Kristínar Ólafsdóttur, fram- bjóðanda Alþýðubandalagsins, í út- varpinu sl. fímmtudagskvöld, að hún teldi ekki útilokað, að punkta- kerfíð yrði tekið upp á ný, fengi Alþýðubandalagið til þess aðstöðu í borgarstjóm. Grafarvognr eða sprungrisvæði? Fyrir kosningarnar 1982 deildu sjálfstæðismenn mjög harkalega á áform vinstri meirihlutans um framtíðarbyggingarland við Rauða- vatn og á Reynisvatnshæðum. Þeir bentu á, að Rauðavatnssvæðið væri ókannað spmngusvæði og að ýtar- legar rannsóknir yrðu að fara fram áður en byggð yrði sett þar niður. Á móti lögðu þeir til, að ný byggð yrði reist í Grafarvogi og meðfram strandlengjunni, þar sem landkostir væru mun betri og kostnaðarminna að tengja þau svæði umferðar- og veitukerfi borgarinnar. Að þessu höfðu sjálfstæðismenn raunar stefnt í því aðalskipulagi Reykjavík- ur, sem þeir sömdu á sínum tíma. Þjóðviljinn hamaðist gegn þessum sjónarmiðum, en átti í vök að veij- ast, þar sem sterkum jarðfræðileg- um rökum var teflt fram varðandi sprungumar við Rauðavatn. Efa- semdir framsóknarmanna um ágæti Rauðavatnsbyggðar, sem komu fram opinberlega nokkrum dögum fyrir kosningar, áttu vafalaust sinn þátt í að veikja vinstri meirihlutann Morgunblaðið/Þorkell Endurbæturnar á neðri hluti Laugavegar hafa hlotið góðar undirtekt- ir. Stefnt mun að því, að efri hlutar götunnar fái sams konar með- ferð siðar. Morgunblaðið/Þorkell Kringlubær er smám saman að taka á sig fullnaðarmynd. Hagkaupshúsið (Kringlan) á að vera tilbúið næsta sumar og þess er ekki Iangt að bíða að Borgarleikhúsið verði tekið í notkun. Nýtthverfií Grafarvogi og Kringlubærað taka ásig fullnaðarmynd. Lóðaskortur vinstri áranna heyrir sögunni tíl. * Aform um nýja íbúðabyggð ígamla miðbænum. Ný útivistarsvæði í Laugardal og Sogamýri. og draga úr trú á samheldni hans meðal þeirra, sem enn bundu vonir við vinstra samstarf. Uppbyggingin í Grafarvogi hefur verið hröð á undanfomum mánuð- um og þar er risinn fjöldi íbúðar- húsa og 1. áfangi skóla hefur þegar verið tekinn í notkun. í hverfinu, sem nefnt er Grafarvogur I, er lokið úthlutun 900 byggingarlóða, og í Grafarvogi II er lokið úthlutun um þriðjungs þeirra 450 lóða, sem þar eiga að vera. í Grafarvogi III er verið að skipuleggja hverfí, þar sem verða 400 íbúðir. Ný brú, Gullin- brú, hefur verið byggð og tengir hún Grafarvogssvæðið við önnur hverfi borgarinnar. Kringlubær verður til Heita má, að fullkomin stöðnun hafi ríkt í byggingarmálum Kringlubæjar (sem áður var nefnd- ur „Nýi miðbærinn") á árunum 1978-1982. í því efni hafa einnig orðið mikil umskipti á síðustu fíór- um árum. Horfíð hefur verið frá þeirri stefnu, að mynda „nýjan miðbæ“ og rúm fyrir íbúðir í Kringlubæ verið aukið verulega. Þar em nú risin fíölmörg raðhús og fjölbýlishús, og þar er m.a. að fínna nýtt Borgarleikhús, hús Verslunarskólans, _ Hagkaupshúsið (Kringluna) og Útvarpshúsið, að ógleymdum fyrsta hluta Morgun- blaðshúss. Er þama smám saman að skapast ný miðstöð verslunar, þjónustu, menningar og mannlífs í höfuðborginni, sem þó á alls ekki að leysa „gamla miðbæinn" af hólmi. Ráðgert er, að Kringlubær verði fullbyggður og frágenginn innan fimm ára og meðal þeirra bygginga, sem þar eiga eftir að líta dagsins í Grafarvogi hefur risið upp nýtt hverfi, þar sem m.a. er kominn skóli. Gullinbrú tengir hverfið við aðra hluta borgarinnar. Morgunblaðið/Bjami ljós, má nefna brauðbúð og veit- ingastað á vegum Nýja kökuhúss- ins, bókaverslun á vegum ísafoldar, kvikmyndahús og Borgarbókasafn. 2.000 bílastæði verða á svæðinu, mörg þeirra neðanjarðar. í því skyni að auðvelda samgöng- ur við Kringlubæ hefur verið hafist handa um að gera göng' undir Miklubraut og inn í hverfíð, fyrir umferð sem fer vestur eftir braut- inni. Strætisvögnum verður síðan fundin leið um Kringlubæ og er verið að vinna að skipulagi þeirra mála um þessar mundir. 500 nýjar íbúðir í Skuggfahverfinu Núverandi meirihluti í borgar- stjóm hefur einnig unnið að „þétt- ingu byggðar" í höfuðborginni. Sjálfstæðismenn segjast hins vegar leggja áherslu á, að hún sé hvorki á kostnað útivistarsvæða né valdi miklum usla í grónum íbúðarhverf- um. Stefnan sé sú, að auka íbúðar- byggð í tengslum við þjónustu- kjama miðborgarinnar. Dæmi um þetta em áformin um íbúðarbygg- ingar í Skuggahverfi, milli Hverfís- götu og Skúlagötu. Samkvæmt gamla borgarskipulaginu átti að nýta þetta svæði fyrir iðnað og aðra atvinnustarfsemi. Nú er gert ráð fyrir því, að þama rísi um 500 íbúðir og byggðar verði bílageymsl- ur til hagsbóta fyrir þjónustuhverfi í næsta nágrenni. Skúlagata verður þá framvegis íbúðargata, en Sætún tekur við hlutverki Skúlagötunnar. Áform borgarstjómar í Skugga- hverfí hafa verið umdeild og vinstri flokkamir lagst gegn þeim. Þeir telja fyrirhugaðar byggingar t.d. of háar og óttast að „eðlileg tengsl milli eldri og nýrri byggðar rofni, þegar háhýsi rísa í hverfi, sem einkennist af smágerðri byggð timburhúsa," eins og það hefur verið orðað. Skipulagstillögur Skuggahverfísins hafa hins vegar hlotið staðfestingu félagsmálaráð- herra og haldi Sjálfstæðisflokkur- inn meirihluta sínum, verða vænt- anlega miklar breytingar á Skúla- götusvæðinu innan skamms. „Endurnýjun og endurlífgun Kvosarinnar“ eins og sjálfstæðis- menn orða það, er liður í þeirri stefnu að glæða mannlíf í mið- borginni. Nýjar skipulagstillögur af Kvosinni liggja fyrir og hafa verið kynntar í fjölmiðlum. Þar er gert ráð fyrir bættu umhverfi og betri aðstöðu fyrir gangandi vegfarend- ur, m.a. með fjölgun göngugatna, aukinni gróðursetningu og skjól- myndun. Þá eru fyrirhugaðar mikl- ar úrbætur vegna bflastæða, m.a. með byggingu bílageymsluhúsa. Ennfremur er stefnt að vemlegri fjölgun íbúða á svæðinu eða um 80—100. Loks er sköpuð aðstaða fyrir ýmis konar menningarstarf- semi, sem fram færi eftir að versl- unum og skrifstofum hefur verið lokað. Vinstri menn hafa einnig deilt á þessi áform og telja að fyrir- huguð niðurrif ýmissa gamalla húsa í Kvosinni breyti æskilegum svip þessa borgarhluta. Á verkefnaskrá núverandi borg- arstjórnarmeirihluti em ýmis fleiri atriði og nýmæli í skipulagsmálum, sem sum hver hafa verið kynnt rækilega í fjölmiðlum. Þar má nefna útivistarsvæðin í Laugardal og Sogamýri og endumýjun og fegmn gatna, en dæmi um slíkar fram- kvæmdir sjást á neðsta hluta Laugavegar og á Þórsgötu, sem breytt hefur verið í vistgötu. Þá má nefna framkvæmdir á Granda- svæðinu og nýtt skipulag Reykja- víkurflugvallar, en allt em þetta mál, sem em of viðamikil til að unnt sé að gera þeim viðhlítandi skil hér. Loks er ástæða til að minna á þá nýjung sjálfstæðismanna, að úthluta nokkmm lóðum í eftirsóttu einbýlishúsahverfí (Stigahlíð) hæst- bjóðendum. Áf ramhaldandi upp- byg-g-ing- eða stöðnun? Sem fyrr segir em skipulagsmál höfuðborgarinnar ekki efst á baugi í kosningabaráttunni. Framsóknar- menn leggja þó mikla áherslu á þá stefnu sína, að verslunar- og þjón- ustumiðstöð fyrir Árbæjar- og Breiðholtshverfi rísi í Suður-Mjódd- inni. Er það í samræmi við þá áherslu, sem þeir virðast leggja á, að ná til kjósenda í Breiðholts- hverfi. Þessi tillaga er vissulega málefnalegt framlag í kosningabar- áttunni, þótt í henni séu augljósar brotalamir, en að því má helst fínna að hún kemur seint fram og ekki hefur nægilega vel verið staðið að kynningu hennar. Hinir vinstri flokkamir virðast fátt uppbyggilegt hafa fram að færa á sviði skipulags- mála, en em, sem fyrr segir, á móti vel flestu, sem meirihluti Sjálfstæð- isflokksins aðhefst. Það er ljóst, að tapi sjálfstæðismenn meirihluta sín- um í Reykjavík tekur við tímabil mikillar óvissu og væntanlega stöðnunar i uppbyggingu nýrra hverfa og endurnýjun hinna gömlu. Skoðanir vinstri manna um mark- mið og leiðir í skipulagsmálum em mjög skiptar og þeim tókst ekki að ná neinni samstöðu á valdaámm sínum 1978—1982. Ólíklegt er, að það gengi betur nú, enda segir Siguijón Pétursson, oddviti Ál- þýðubandalagsins í borgarstjóm, að sundmng vinstri flokkanna í borgarmálum hafí aldrei verið jafn mikil og á því kjörtímabili, sem nú er á enda. kÁ&SL:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.