Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 44

Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Framsýni eða nagla- háttur og fordómar LjÓ8m./Snorri Sveinsson Myndin er frá Elliðavatni, en á jörðinni Elliðavatni fæddist skáldið Einar Benediktsson. eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Stórar ákvarðanir sæta oft að- finnslum þeirra, sem hafa músar- holusjónarmið og eru haldnir öfund og vanmetakennd. Svo er um ákvörðun meirihluta borgarstjómar Reykjavíkur um kaup á jörðinni Ölfusvatni. Sú ákvörðun sýnir, að þeir sem þar voru að verki, eru vanda sínum vaxnir og hafa þá framsýni til að bera, sem hverri stjóm í meiriháttar málum er nauðsyn. Kaupin á Elliðavatni i sambandi við umrædd jarðar- kaup dettur mér í hug sú mikla framsýni, er samsvarandi meirihluti sýndi fyrir tæpum 60 árum, er Reykjavíkurborg keypti hluta El- liðavatns af föður mínum og tveim- ur meðeigendum hans, með kaup- samningi 30. júní 1927. Af bæjarins hálfu vom þessi kaup gerð fyrst og fremst vegna virkjun- arframkvæmda, þ.e. til byggingar flóðgarðs við ós Elliðavatns vegna vatnsmiðlunar fyrir Elliðaárstöð. ' En með í kaupum fylgdi jörðin Elliðavatn, verulegur hluti Heið- merkur og rétt við jarðarmörkin var aðalvatnsból bæjarins, Gvendar- brunnar. Að geta stækkað vemdar- svæði þeirra var nauðsyn. Alls var hér um nærri 900 hekt- ara lands að ræða, svo og veiðirétt. Þá má ekki gleyma því að með í kaupunum var meginhluti þess undraverks náttúrunnar, sem Rauð- hólamir vom í allri sinni ósnertu fegurð. Þótt þetta náttúmundur á bæjartandinu þyrfti síðar að sæta hrikalegri meðferð Breta í heims- styijöldinni síðari og yrði í fram- haldi af því fyrir barðinu á gróða- hyggju skammsýnna manna, þá hefur það, sem eftir er af Rauð- hólum, enn í dag sína töfra og er undir náttúmvemd. Kaupverðið fyrir þessa ríflega 900 hektara jörð var kr. 135.000 og að mestu leyti greitt með skuldabréfum og yfír- „Eftirminnilegasta dæmið um afglöp minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Reykjavík- ur fyrr og síðar var þegar bærinn keypti jarðhitasvæðið að Reykjum í Mosfellssveit nokkru eftir 1930. Þau kaup eru eitt merkasta afrek bæjarstjórnar Reykjavíkur.“ töku á skuldum seljenda við fyrri eigendur. Þetta var einhver mesta happa- ráðstöfun þáverandi bæjarstjómar, eins og öllum heilvita mönnum má vera ljóst. Samt sættu þessi kaup Reykjavíkur gagnrýni og aðfínnsl- um bæjarfulltrúa í minnihluta bæj- arstjómarinnar og m.a. þótti verðið vera of hátt. Til viðmiðunar á verðinu skal þess getið, að um svipað leyti mun Valtýr Stefánsson ritsjóri hafa verið að ljúka við byggingu húss síns nr. 69 við Laufásveg (viðbygging með stúdíói hafði þá ekki verið byggð) og mun byggingarkostnaður hafa numið um kr. 28.000. Kaupverð Elliðavatns samsvaraði því verði 5 einbýlishúsa í bænum. Slíkt þætti engum mikið í dag fyrir óskerta Rauðhóla, 900 hektara lands innan bæjarmarkanna, vatns- réttindi og veiðirétt. Seljendur mættu vissum skilningi hjá kaupendum, þ.e. Reykjavíkur- bæ, enda var föður mínum eftirsjá að jörðinni og þurfti ekki að selja, en hann skildi nauðsyn þessara kaupa. Þannig fékk hver hinna þriggja eigenda að halda eftir 1 hektara lands undir sumarbústað, einn eða fleiri, ogskyldu böm þeirra og njóta þess réttar endurgjalds- laust, meðan þeirra nyti við. Einn seljenda hélt ábúðarrétti á jörðinni til æviloka og hafði jafn- framt rétt til netaveiði í vatninu til æviloka. Hinir meðeigendumir héldu að sjálfsögðu rétti sínum til stangaveiði, eins og allir sem áttu land að vatni Elliðavatns. Hefðbundin neikvæðni minnihlutaflokkanna í bæjarstjórn Reykjavíkur Því má skjóta hér inn í til fróð- leiks, að jarðakaup Reykjavíkur hafa síðustu sjö áratugi jafnan mætt skilningsleysi og andstöðu minnihluta bæajrstjómarinnar og síðar borgastjómar. Stundum hefur ekki orðið úr kaupum af þessum sökum og hefur það leitt til vandræða, svo er t.d. um Skildinganesið. Eftirminnilegasta dæmið um afglöp minnihlutaflokkannna í bæj- arstjóm Reykjavíkur fyrr og síðar var þegar bærinn keypti jarðhita- svæðið að Reykjum í Mosfellssveit nokkm eftir 1930. Þau kaup em eitt merkasta afrek bæjarstjómar Reykjavíkur. Jarðhitasvæðið að Reylq'um hefur verið meginundir- staða reksturs Hitaveitu Reykjavík- ur og blessun borgarbúa. Það er sorglegt til afspumar fyrir minni- hlutaflokkana og þó einkum Al- þýðuflokkinn, sem þá var helsti minnihlutaflokkurinn í bæjarstjóm Reykjavíkur, hvemig þá var lagst gegn þeim kaupum. Afstaða flokks- forystu Alþýðuflokksins gegn kaup- um á Elliðavatni endurtók sig. Kaupverðið var þó svipað og áður, nánast jafnvirði 4-5 einbýlishúsa t.d. við Laufásveg. (Kaupverð kr. 160.000.- en verð á einbýlishúsum var þá 35-40 þús.) Kaupin á Olfus- vatni sambærileg Greinilegt er, að kaupin á Ölfus- vatni em gerð undir sömu formerkj- um og í svipuðum tilgangi og fyrr- greind jarðarkaup og þótt hektara- Qöldinn sé tvöfalt meiri og verð- mætin, sem fylgja í jarðhita og öðm, verðmeiri þá er kaupverðið sambærilegt eða ca verð 5 einbýlis- húsa. Langþýðingarmest í sambandi við þessi kaup er, að öflun á jarð- hita eða heitu vatni fyrir borgarbúa og þar með rekstur Hitaveitu Reykjavíkur er tryggður um ókomna framtíð. Þama em líka miklir möguleikar til framleiðslu raforku með gufuafli. Þá verður þama í framtíðinni eftir- sótt útivistarsvæði fyrir borgarbúa og sumarbústaðalönd. Þess er og að geta, að hver hugsandi maður hlýtur að átta sig á því, að einmitt þetta svæði á eftir að hækka í verði, sennilega meira en nokkur annar staður á landinu. Þurfa menn ekki annað en líta á aðstæður. Möguleikamir, sem þessi kaup veita, em miklu meiri en fólk áttar sig á við fyrstu sýn. Hér hefur líka endurtekið sig sagan frá því að Elliðavatn var kejrpt, jarðhitinn að Reykjum og virkjunarmöguleikar Sogsins, svo fáein dæmi um afglapahátt minni- hlutaflokkanna séu nefnd. Auðvitað var sjálfsagt að kaupa þetta jarð- hitasvæði úr því það var til sölu, óvíst hvenær þess yrði kostur næst og þá hugsanlegt að aðrir íjársterk- ir aðilar myndu vilja kaupa. Að sjálfsögðu var seljendum sýndur viss skilningur sem fyrr, er t.d. Elliðavatn var selt og er sam- bærilegt. Felst það m.a. í því að seljendur fá að eiga áfram í nokkur ár sumarbústaði og halda veiðirétti sínum. Það síðartalda er algjört smáræði, en hitt er sjálfsagt og 25 ár er ekki langur tími. Það hefur greinilega farið fyrir bijóstið á a.m.k. einum borgarfull- trúa minnihlutans og ritstjómm þeirra blaða að tiltekin fjölskylda skyldi hafa átt þessa jörð og því fá greiðslur fyrir hana. Að við- bættum afglapahættinum var ekki við öðm að búast úr þeim her- búðum, þar sem persónuníðið er síðasta haldreipið. Það er spá mín varðandi þessi jarðarkaup, að innan örfárra ára muni hvert mannsbam átta sig á að þessi ráðstöfun hafl ekki aðeins verið réttmæt heldur frábær og að þá myndu ýmsir, sem nú fara villir vegar, vilja geta státað af því að hafa átt frumkvæðið að þessum þýðingarmiklu kaupum á jörðinni Olfusvatni. Það er full ástæða til að óska borgarbúum til hamingju með að eiga framsýna borgarfulltrúa sem hvorki láta naglahátt ráða gerðum sínum né em haldnir þeim fordóm- um að vilja aðeins eiga kaup við suma en ekki aðra, eingöngu út frá því sjónarmiði hverra manna viðsemjendur kunni að vera. Höfundur greinarínnar var um áratugabi! einn af frammámönn- um Alþýðuflokksins. Hann ernú starfandi hæstaréttarlögmaður héríborg. „Ekki minnkar vandinn þó mjólkin fari í samlagið“ — segja bræðurnir Hörður o g Guðmundur Einarsson í Reykjadal sem eru að ljúka við mjólkurkvótann Morgunblaðið/HBj. Bræðurnir Hörður (t.v.) og Guðmundur Einarssynir í Reykjadal i Hrunamannahreppi, í fjósinu þar sem auðu básunum fjölgar mjög þessar vikurnar. „VIÐ getum ekki séð að of- framleiðsluvandinn minnki neitt þó við leggjum hana inn í mjólkurbúið. Ef við fáum nán- ast ekkert fyrir mjólkina förum við ekki að láta mjólkurbílinn koma,“ sögðu bræðurnir Hörð- ur og Guðmundur Einarssynir, bændur í Reykjadal í Hruna- mannahreppi, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sem þar var á ferð á dögunum er þeir voru spurðir hvað þeir hygðust gera við mjólkina þegar mjólkurkvótinn væri bú- inn. Reykjadalsbræður sögðust hafa verið að treina innleggið í mjólkurbúið með því að hella megninu af henni í kálfa, en þrátt fyrir það yrðu þeir búnir með mjólkurkvótann fyrir mánaðamót- in. í Reykjadal voru 33 mjólkur- kýr þegar mjólkurkvótinn var gefinn út, en núna eru margir auðir básar í fjósinu því þeir hafa slátrað 9 kúm. Byijuðu þeir á lé- legustu gripunum, en eina ný- boma kú sendu þeir í siáturhúsið daginn áður en blaðamaður heim- sótti þá. Tóku þeir á móti kálfin- um en sendu kúna beint í slátur- húsið. „Hellum í kálfana“ Hörður og Guðmundur fengu leyfl til að framleiða 71 þúsund lítra. „Þegar við fengum að vita þetta gátum við lítið gert, flestar kýmar bomar og framleiðslan í hámarki þar sem við höfum verið að fara að tilmælum mjólkur- búsins um að láta kýmar bera sem mest á haustin og vera með fram- leiðslutoppinn að vetrinum. Við erum með mikil og góð hey frá síðasta sumri og kýmar mjólkuðu svo vel að við vorum komnir vel á veg með framleiðsluréttinn þegar kvótinn loksins kom.“ Þeir sögðust setja alla kálfa á og hella mjólkinni í þá eins og hægt væri, 10 potta í mál hjá hveijum. Lítið annað væri hægt að gera nema hella niður þegar kvótinn klárað- ist. Seint færu þeir að gera skyr og osta heima, en vel kæmi til greina að fá skiivindu til að búa til smjör, fyrir heimilið að minnsta kosti. Þeir sögðu að ekki væri álitlegur kostur að leggja um- frammjólkina inn í mjólkurbúið en það gæti þó komið til greina ef bændur fengju greiddar þær skaðabætur sem þeir hefðu farið fram á vegna þess hvað kvótinn var seint á ferðinni. Daginn eftir að viðtal þetta var tekið fréttist að Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefði ákveðið að greiða bændum 10% af verði umframmjólkurinnar til viðbótar við þau 15% sem samlögin greiða. „Mélgjöfin veldur vandanum“ Reykjadalsbræður hafa sínar skýringar á offramleiðsluvandan- um: „Það sem veldur offram- leiðslu á mjólk er mélgjöfín. Bændur hafa ekki haft fyrir því að sinna heyskapnum — enda er sama hvað heyin eru léleg, alltaf er hægt að láta kýmar mjólka með méli. I stéttina eru komnir margir ungir menn, sprenglærðir í hámarksafurðafræðunum. Þeir halda kúafjöldanum uppi með mélgjöf á jörðum sem bera ekki svo mikinn bústofn ef menn þurfa að reiða sig á hefðbundna fóður- öflun. Ef mélgjöfln væri takmörk- uð þyrftu þeir að fækka kúnum. Framleiðsluráð hefur verið að biðja bændur um að gefa ekki mél en það þýðir ekkert, það verður að haga hlutunum þannig að það borgi sig ekki að gefa það. Við það hyrfí offramleiðslan eins og dögg fyrir sólu og það kæmi best út fyrir bændastéttina. Við erum reyndar efíns í að það borgi sig að gefa mél og höfiim staðið þannig að okkar búskap í öll þessi ár að við hefðum nóg af heyi og þyrftum lítið mél að gefa.“ „Skotnir úr launsátri“ Ekki eru þeir heldur ánægðir með hvemig staðið hefur verið að framleiðslustjómuninni: „Það er fáránlegt hvemig að þessu hefur verið staðið. Þeir hafa verið að gefa út nýjan kvóta. Hvaðan kemur hann? Það er ekki hægt að leyfa mönnum að hefja fram- leiðslu nema taka hána af þeim sem fyrir em. Það er hastarlegt að taka framleiðslu af okkur og fáera á einhvem annan. Þetta er eins og verið sé að velja bændur út úr hópnum og skjóta úr laun- sátri. Svo er alið á úlfúð á milli héraða og á milli bænda innan héraðanna og engin samstaða í stéttinni. Það er heldur ekki nema von. S’umir þurfa að hella niður en aðrir ekki.“ - HBj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.