Morgunblaðið - 27.05.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986
47
. Morgunblaðið/Sigurgeir Tekið á, trúlega er vænn fiskur á önglinum.
Glaðst yfir goðri veiði, þátttakendur í sjóstangaveiði-
móti í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina.
V estmannaeyjar:
Vel aflaðist
í góðu veðri
Hvítasuimumót í stangveiði
V estmannaeyj um.
VEL AFLAÐIST og gæftir voru góðar á Hvítasunnumóti
Sjóstang-veiðifélags Vestmannaeyja um síðustu helgi. Kepp-
endur voru 81 og róið var á 16 bátum. Haldið var til veiða
klukkan sex að morgni Iaugardag og sunnudag og komið
að landi klukkan tvö eftir hádegið. Veðurguðirnir léku við
veiðifólkið báða dagana og afli var vel í meðallagi. Ef eitt-
hvað var dró veðurblíðan úr veiðinni.
Aflakóngur mótsins, Jói á
Andvara.
Heildaraflinn á mótinu var
13.686 kg og fór ekkert af aflan-
um í gáma heldur fór hann til
vinnslu í Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja. „Við hugsum um hag
Ánægður veiðimaður með vænan steinbít.
byggðarlagsins og hins vinnandi
fólks," sagði Þorsteinn Þorsteins-
son, einn af forvígismönnum
mótsins í samtali við fréttaritara
Morgunblaðsins. Andvari var
fengsælastur báta, veiðifólkið þar
um borð innbyrti 1.894 kg eða
270.5 kg á hverja stöng að meðal-
tali. í sveitakeppninni röðuðu
heimamenn sér í öll efstu sæti,
en keppendur voru víða að af
landinu. Sveit Boga Sigurðssonar,
Vestmannaeyjum, aflaði mest,
906,3 kg, sveit Guðjóns A. Guð-
jónssonar, Vestmannaeyjum, var
í öðru sæti með 877,4 kg og sveit
Hjálmars Eiðssonar, Vestmanna-
eyjum, hreppti þriðja sætið með
818.6 kg. Röð íjögurra efstu ein-
staklinga varð þessi:
1. Gunnar Snorrason, Vestm.,
349.7 kg. 2. Ester Óskarsdóttir,
Vestm. 298,2 kg. 3. Karl Jörunds-
son, Akureyri, 282,9 kg. 4. Bogi
Sigurðsson, Vestm. 279,6 kg.
Flesta fiska fékk Andri Páll
Sveinsson, Akureyri, eða 257
stykki og ekki alla mjög væna.
Stærsta fiskinn dró Friðleifur
Stefánsson, Reykjavík, lúðu sem
vóg 21,1 kg. Hefur þurft dijúg
átök við að innbyrða það heilag-
fiski. Verðlaun voru og veitt fyrir
fjölbreytni í físktegundum sem
rötuðu á öngla keppenda og þar
urðu jöfn Helga Tómasdóttir,
Vestmannaeyjum og Friðleifur
Stefánsson, Reykjavík, með 8
tegundir hvort.
Þetta mót SJÓVE þótt takast
sérlega vel í alla stað og ánægja
keppenda auðsæ að loknu móti.
Mikill Qöldi bæjarbúa mætti á
bryggjuna þegar bátamir komu
að landi og upphófst þar líflegt
bryggjuspjall. Mótinu lauk síðan
með veglegu lokahófi í Samkomu-
húsinu.
— hkj.
,SnigIamir“ á ferð, en þeir verða heiðursgestir á sýningunni,
Mótorhj ólasýn-
ing í Hollywood
MÓTORHJÓLASÝNING verður
haldin dagana 27. og 28. maí nk.
á vegum Hollywood og Valþórs
Ólasonar. Sýningin verður í
Hollywood og verða þar hjól frá
Kawasaki GPZ 1000, RX, Suzuki
og Yamaha.
Einnig verða þar Jet-ski og fjór-
hjóla torfærutröll frá Kawasaki.
Heiðursgestir verða meðlimir bif-
hjólaklúbbsins Sniglamir, sem
koma á hjólum sínum, rúmlega 100
talsins. Hollywood models sýna
leðurfatnað og annan mótorhjóla-
fatnað frá Henco hf. og Karli H.
Cooper. Á efri hæð skemmtistaðar-
ins mun síðan hljómsveitin Greif-
amir leika bæði kvöldin.
(F réttatilkynning;)
HOMEBLEST
... ínújumumbúóum