Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 51

Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 51 Amnesty International: Fangar maímánaðar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í maí. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þess- um föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mann- réttindabrot séu framin. íslands- deild Amnesty hefur nú einnig hafið útgáfu póstkorta til stuðnings föng- um mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Marokkó: Ahmed E1 Fessas er 37 ára gamall verkfræðingur. hann er einn af liðlega 200 meðlimum sósíalískra samtaka (s.k. Frontist- es) sem voru handteknir á árunum 1974—76 og ákærðir í janúar 1977 fyrir aðild að ólöglegum samtökum. Einnig voru þeir ákærðir fyrir ráða- brugg gegn öryggi ríkisins, þ.e. áróður fyrir alþýðulýðveldi í Mar- okkó var látinn jafngilda áformum um að kollvarpa konungdæminu með valdi. Sakborningar voru ekki sakaðir um að beita eða hvetja til ofbeldis, svo vitað sé og einu sönn- unargögnin voru vinstri sinnaðar bókmenntir og tæki til fjölritunar. Að sögn félaga í AI sem fylgdist með málinu voru alvarlegir gallar á réttarhöldunum, t.d. var veijend- um ekki lejrft að tala við sakbom- inga á meðan á þeim stóð, og ekki mátti greina frá slæmri meðferð í varðhaldsvistinni en að sögn voru nokkrir fanganna pyntaðir. 44 sakbominganna vom dæmdir í lífs- tíðarfangelsi en 129 í 5—30 ára fangelsi, þ. á m. Ahmed el Fessas sem hlaut 20 ára dóm. Indónesía: Mawardi Noor er 68 ára gamall Múmhameðstrúarprest- ur. Hann var handtekinn þann 14. sept. 1984 og leiddur fyrir rétt ári síðar ákærður fyrir niðurrifsstarf- semi. Ákæran var byggð á stólræð- um hans um 17 mánaða skeið allt til handtökunnar, en í þeim gagn- rýndi hann frumvarp sem krafðist þess að öll félagsleg og pólitísk samtök byggðu lög sín á Pancasila (ríkjandi hugmyndafræði í Indónes- íu) og sakaði þingmenn um mútu- þægni. Tveim dögum fyrir hand- tökuna höfðu 30 manns látist við Tanjung Priok í Jakarta, í öflugum átökum milli öryggisvarða og Mú- hameðstrúarmanna sem vildu fá fjóra bænahússtarfsmenn lausa úr fangelsi. Noor neitaði öllum tengsl- um milli stólræðanna og átakanna í Tanjung Priok og ekkert kom fram í réttarhöldunum sem bendir til að hann hafi beitt eða hvatt til of- beldis. Þrátt fyrir það var hann dæmdur í 14 ára fangelsisvist þann 15. jan. 1986. Átökin við Tanjung Priok varð raunar stjómvöldum til- efni til þungra fangelsisdóma yfir mörgum öðrum sem gagnrýnt höfðu vinnubrögð stjómarinnar eftir að fmmvarpið kom fram. Kúba: Ariel Hidalgo Guillén er 41 árs gamall sagnfræðingur og fyrmm prófessor við Manoliot Águiar verkalýðsháskólann. Hann var handtekinn 19. ágúst 1981 og kærður fyrir brot á lagagrein 108-1 í kúbönsku hegningarlögunum, þ.e. að „grafa undan þjóðfélagsjafn- vægi, alþjóðlegri samstöðu verka- lýðs eða sósíalískri ríkisskipan með munnlegum, skriflegum eða hvers konar öðmm áróðri". Hann var dæmdur í 8 ára fangelsi. Lítið er vitað um réttarhöldin. Meginvitnis- burðurinn gegn honum er sagður hafa verið frá meðlimum CDR (Comité de la Defensa de la Re- volución) á svæðinu, sem m.a. á að hafa borið að Guillén „talaði of mikið". AI telur að hann hafí e.t.v. verið dæmdur vegna óútgefíns handrits með nafninu Kúba, marx- istaríkið og „hin nýja stétt": Dia- lektísk, materíalísk rýni, sem lög- reglan fann að sögn við húsleit á heimili hans fyrir réttarhöldin. Bók- in gagnrýnir harðlega hina nýju yfírstétt í Kúbu og öðmm kommún- istaríkjum. Meðal fyrri rita Ariel Hidalgo má nefna naut Uppmni verkalýðshreyfingarinnar og sós- íalískrar hugsunar á Kúbu (1976), sem var notuð sem kennslubók í háskólumtil 1981. Þeir sem vilja leggja málum þessar fanga lið og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16.00—18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Boðið er upp á þrjár stærðir af sjúkratöskum og tvær stærðir af sjúkraskápum. Landssamband hjálparsveitar skáta: Selur nú sjúkratöskur o g skápa á vinnustaði Landssamband hjálparsveita skáta er að selja þessa dagana sjúkratöskur og sjúkraskápa á vinnustaði, en víða er pottur brotinn í ástandi sjúkragagna á vinnustöðum og er takmark landssambandsins að koma þessu í viðunandi horf í öllum greinum atvinnulífsins. Tölur sýna að hér á landi urðu 1985 að meðaltali átta bótaskyld vinnuslys á dag fyrir utan önnur minniháttar óhöpp. Boðið er upp á þýska sjúkraskápa og sjúkratöskur í mörgum stærðum og til þess að halda þeim ávallt í fullkomnu ástandi, munu félagar frá hjálpar- sveitum skáta, yfirfara töskuna eða skápinn reglulega ef óskað er. Minnsta sjúkrataskan, sem boðið er upp á kostar 4.900 krónur, næsta stærð kostar 6.900 krónur og þriðja og stærsta stærð af töskunum kostar 11.800 krónur. Þá er boðið upp á tvær stærðir sjúkraskápa, sem kosta 11.100 krónurog 14.200 Þarna í leðjunni leynist bifreið ... Fyrsta torfærukeppnin: Heiðar o g Guðbjörn sigruðu Akureyri. Heiðar Jóhannesson, Akur- eyri, og Guðbjörn Gunnarsson, Reykjavík, sigruðu í Hábergs- torfærukeppninni sem fram fór við Akureyri um helgina, en þetta var fyrsta keppnin af fjórum til Islandsmeistara. Heiðar, sem ók á Willys, vann í „standard“ flokki en Guðbjörn í flokki sérútbúinna bíla. Hann ók á Bronco. Þrír veglegir bikarar voru veitt- ir, einn fyrir sinn hvom flokk, og sá þriðji fyrir skemmtilegustu til- þrifin á mótinu. Sá bikar kom í hlut Davíðs Sigurðssonar, Akur- eyri, sem ók á Jeepster. Mótið fór fram í blíðskapar- veðri. Áhorfendur voru rúmlega 1.000. Einn keppenda, Hjalti Óskars- son Reykjavík, varð fyrir því óhappi að velta bíl sínum og var með ólíkindum að hann skuli hafa sloppið ómeiddur. Bíllinn fór fram fyrir sig í einni brekkunni. „Ég gat fært mig til í bílnum á leiðinni niður þannig að ég meiddist ekk- ert. Varð ekki fyrir neinu höggi. Ég valt héma. í fyrra líka þannig ég er vanur að velta á Akureyri," sagði Hjalti eftir óhappið, og vildi bæta við þökkum til Kolbeins Péturssonar fyrir veittan stuðn- ing, en Kolbeinn á Háberg, sem gaf verðlaun til mótsins. Morgunblaðið/Guðmundur. Bíll Hjalta Óskarssonar valt í keppninni. Hér ijúka menn til og velta honum á rétta hlið. Einn keppenda á fullri ferð i keppninni. Blömastofa FnÖfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 : ' Opið öilkvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir ai legsteinum. Veitum fúsiega upplýsingar og ráðgjöf ________um gerð og val legsteina._ IB S.HELGASON HF I STEINSmlÐJA ■ SKBJMUVEGl 48 SiMt 76877* _______________22340_______ Blómaskreytingar við öll tækifæri. Kransar og kistuskreytingar með stuttum fyrirvara. Búðarkot, Hringbraut 119 22340

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.