Morgunblaðið - 27.05.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986
55
Að aflífa sendiboðana í stað
þess að leysa vandann
eftirHaukMá
Haraldsson
Guðmundur Hallvarðsson, for-
maður Sjómannafélags Reykjavík-
ur, ritar grein í Morgunblaðið 13.
maí sl. Grein þessi er svar við grein
Siguijóns Valdimarssonar, ritstjóra
sjómannablaðsins Víkings, frá 29.
apríl, sem aftur var athugasemd
við grein sem Guðmundur hafði
skrifað í Morgunblaðið 22. apríl.
Hér er því í raun um ritdeilu þeirra
tveggja að ræða. Ég hins vegar sé
ástæðu til að blanda mér í deiluna,
ekki síst vegna þess að deilt er um
greinaflokk sem ég skrifaði í Sjó-
mannablaðið Víking, 3. tbl. þessa
árs.
Greinaflokkur þessi samanstend-
ur af inngangi mínum, sem nefna
mætti hugleiðingu; viðtali við Amar
Jensson hjá Fíkniefnalögreglunni
um þátt sjómanna í smygli og
neyslu fíkniefna og loks viðtölum
við tvo sjómenn sem um árabil hafa
fengist við bæði smygl og neyslu á
þessum efnum.
Margvísleg viðbrögð
Báðir þessir sjómenn gefa hrika-
lega lýsingu á ástandi mála, annars
vegar á farskipaflotanum og hins
vegar á fískiskipaflotanum. Það er
því eðlilegt að viðbrögð manna verði
margvísleg, ekki síst þeirra sem
lqömir hafa verið til forystu í
samtökum sjómanna. Enda hafa
sumir þeirra reiðst þessum grein-
um, eins og Guðmundur Hallvarðs-
son, en aðrir hafa litið svo á að
þama hafí verið opnuð umræða um
ákveðið vandamál sem leysa þurfí.
Sú var einmitt skoðun okkar Sigur-
jóns ritstjóra, þegar við ákváðum
að taka mál þetta til umQöllunar.
Ég tel hins vegar ekki að lausn
vandans felist í því að hengja sig
í aukaatriði en láta lönd og leið þær
alvarlegu upplýsingar sem fram
koma í þessum viðtölum. Nafnleysi
viðmælenda minna er til dæmis, að
mínu mati, algert aukaatriði en
ákaflega nauðsynlegt til að vemda
þá menn sem við var rætt og ekki
síður til að fá þá til að tjá sig.
Athugasemdir starfsmanna Fíkni-
efnalögreglunnar um markleysi
slíkra upplýsinga eru í raun fárán-
legar, ekki síst þegar tillit er tekið
til þess að þessi deild lögreglunnar
byggir stóran hluta starfsemi
sinnar á nafnlausum upplýsingum
í sjálfvirkan símsvara.
Spurningum svarað
En snúum okkur að athugasemd-
um og spumingum Guðmundar
Hallvarðssonar.
1. Spurt er um forsendur eftirfar-
andi setningar í inngangi mín-
um: „Fíkniefnaneysla virðist
ótrúlega útbreidd um borð í ís-
lenskum skipum, jafnt farskip-
um sem fískiskipum."
Svar: Þessar upplýsingar hef ég
úr viðræðum við starfandi sjómenn,
fískimenn sem farmenn, um langt
árabil. Hér er því ekki á ferðinni
nýr sannleikur hvað mig snertir og
mér þykir með ólíkindum ef Guð-
mundur Hallvarðsson hefur ekki
heyrt um þetta rætt. Tölulegar
uppiysingar eru að sjálfsögðu ekki
fýrir hendi, enda málið aldrei verið
rannsakað svo ég viti. Enda aukaat-
riði. Aðalatriðið er að vandinn er
fyrir hendi og verður ekki leystur
nema hann sé viðurkenndur.
2. Spurt er um nöfn skipa, þar sem
mannskapurinn sé keyrður svo
hart áfram að hann verði að fá
sér spítt til að halda sér vakandi.
Svar: Mér kemur ekki til hugar
Haukur Már Haraldsson
„Viðbrögð í mín eyru
hafa sýnt mér að það
haf i verið rétt að opna
þessa umræðu; hún geti
orðið sjómannastéttinni
til góðs þegar til fram-
tíðar er litið.“
að birta slík nöfn. Mér hafa verið
gefín þau upp, en í fyrsta lagi
gætu þau beint athygli að viðmæl-
endum mínum, í öðru lagi legði slíkt
mér á herðar sönnunarbyrði sem ég
gæti ekki staðið við vegna nafnleys-
is heimildarmanna minna og f þriðja
lagi lít ég ekki á skipsnöfn sem
neitt aðalatriði. Við erum enn og
aftur um tala um ákveðið ástand.
Vandamál sem þarfnast viðurkenn-
ingar svo hægt sé að leysa það.
Ég get bætt því við að mér hafa
einnig verið sögð nöfn fjölmargra
fyrirtælq'a hér á landi sem haldið
er gangandi á fíkniefnasmygli og
-sölu eigendanna. Raunar einnig
annars konar smygli, svo sem á
myndböndum. En mér dettur heldur
ekki í hug að birta þau nöfn, af
sömu ástæðu og fyrr er getið.
Loks er rétt að leiðrétta þann
misskilning, sem mér fínnst að
Guðmundur Hallvarðsson sé hald-
inn; það er að allir sjómenn á togur-
um séu sagðir fá sér örvandi lyf til
að halda sér vakandi ef lengi er
staðið. Lýsing viðmælanda míns er
að sjálfsögðu á atferli fíkniefna-
neytenda, ekki annarra.
3. Annar viðmælandi minn sagði í
viðtalinu að enginn efí væri á því
að jafnaðarmerki mætti setja milli
vinnuslysa á sjó, jafnvel dauðaslysa,
og fíkniefnaneyslu. Guðmundur
Hallvarðsson segir í grein sinni að
„hvorki rök sé staðreyndir hafí
komið fram hjá Víkingsmönn-
um ... varðandi þá fullyrðingu ..
að slys á sjómönnum séu vegna
eiturlyfjanotkunar ...“ (leturbr.
mín; HMH).
Svar: Sú alhæfíng sem felst í
feitletruðu orðunum er fráleit, enda
hvergi gefíð í skyn eða sagt að öll
slys á sjómönnum séu eiturlyfja-
neyslu að kenna (orðið „eiturlyf"
er raunar frá Guðmundi komið en
ekki mér). Hins vegar kom fram
hjá viðmælanda mínum að hann
vissi með vissu um slys af völdum
fíkniefnaneyslu. Ástæðuna sagði
hann vera þá, að menn undir áhrif-
um ly§a eða í „lyflaþynnku" væru
vanhæfari til að gæta sín en aðrir
á þeim hættulega vinnustað sem
togarar óneitanlega geta verið, ef
menn gæta sín ekki. Hér er því
verið að ræða um slys á þeim hluta
sjómanna sem fíkniefna neyta.
Eins og Guðmundur bendir rétti-
lega á í grein sinni er há slysatíðni
meðan fslenskra sjómanna mikið
áhyggjuefni. Mér hefði því þótt
eðlilegt að upplýsingar viðmælenda
míns í Víkingi yrðu til að fá fram
aðgerðir sem bætt gætu ástandið.
Guðmundur kýs hins vegar að láta y
sem hér sé um lygi að ræða, án
þess þó, að því er virðist, að kanna
það frekar eða renna stoðum undir
þá skoðun sína. Slík afstaða er
ekki til þess fallin að leysa vanda-
mál. Vangaveltur um fjölgun' eða
fækkun slysa á sjó í þessu sambandi
eru út í hött, því enginn veit hve
mörg slys við erum að tala um. En
hvert eitt þeirra er einu of mikið.
Lokaorð
Ég hef í grein þessari látið liggja
á milli hluta köpuryrði formanns
Sjómannafélags Reykjavíkur og
ritstjóra Sjómannablaðsins Víkings
hvors í annars garð. Þau eru ekki
mitt mál.
Ég hafði hins vegar haldið að
allar þær upplýsingar sem fram
koma í viðtölunum í Víkingi ættu
að vera fengur þeim sem láta sig
málefni sjómanna varða. Ekki
vegna eðlis þeirra, því þær eru
vægast sagt dapurlegar, heldur
vegna þess að þær gefa tilefni til
aðgerða í málum sem margir hafa
vitað um en enginn hefur þorað að
færa upp á yfírborðið. Viðbrögð í
mín eyru hafa sýnt mér að það
hafi verið rétt að opna þessa um-
ræðu; hún geti orðið sjómannastétt-
inni til góðs þegar til framtíðar er
litið.
En til þess að svo megi verða,
hljóta þeir sem að málefnum sjó-
manna starfa að verða að viður-
kenna að vandamálið sé fyrir hendi.
Þá fyrst er hægt að takast á við
það. Það leysir engan vanda að
gera eins og kóngamir í gamla
daga, þegar þeir tóku af lífi þá
sendiboða sem færðu þeim váleg
tíðindi. Vandinn helst þá óbreyttur
eftir sem áður. ''
Höfundur er kennari við Iðnskól-
ann ÍReykjavík og lausamaður I
blaðamennsku.
Grétar D. Pálsson, fráfarandi forseti, og Marta Sigurðardóttir, núver-
andi forsed JC á íslandi.
„Hlakka til að tak-
ast á við þetta“
- segir Marta Sigurðardóttir, fyrsti
kvenforseti JC á Islandi
25. LANDSÞING JC var haldið
á Hótel Sögu 15. til 18. maí sl. Á
þinginu voru haldin fimm nám-
skeið og var sérstök dagskrá
fyrir börn alla dagana. I lok
þingsins tók Marta Sigurðardótt-
ir við forsetaembætti JC-hreyf-
ingarinnar, en hún er fyrsta
konan sem gegnir þvf embætti
hér á landi.
„Þetta leggst mjög vel í mig og
ég hlakka til að takast á við þetta
sagði Marta Sigurðardótir í samtali
við Morgunblaðið. „Forsetinn er
kosinn í þetta embætti með árs
fyrirvara, og við vorum tvö í fram-
boði í fyrra."
Marta gekk í JC-hreyfínguna
fyrir 8 árum og er önnur konan sem
gengur til liðs við JC hér á landi.
Hún er fóstra og vinnur allan dag-
inn á bamaheimili Kleppsspítalans.
„Þetta er algjört sjálfboðastarf sem
unnið er á kvöldin, um helgar og í
sumarleyfum. Forseti JC mótar
stefnu hreyfíngarinnar, og kemur
fram sem fulltrúi út á við, innan
lands sem utan. Það má segja að
JC-hreyfingin sé nokkurs konar
félagsmálaskóli, og fólk þjálfast þar
í alls konar félagsstörfum." Marta
sagði að forsetaembættinu fylgdu
ferðalög víða um heim, eftir u.þ.b.
viku er ferðinni heitið til Finnlands
og í ár em janframt fyrirhuguð
ferðalög til Danmerkur, Svíþjóðar
ogJapan.
EQPP
—r/l946lf 1986^
☆ ☆ it
\ it ☆ ☆
HVAÐ GERIST
NÆSTU HELGI?
Nú fer hver að verða síðastur að sjá Ómar
sprella fyrir matargesti.
Opið öll fimmtudagskvöld.
Nú gerast helgarævintýrin ekki bara um
helgar! Nýja diskótekið okkar verður
framvegis opið frá kl. 22.00-01.00 öll
fimmtudagskvöld með ólýsanlegu tóna-
og Ijósaflóði. Óvæntar uppákomur!
'fr iV it
Á föstudags- og
laugardagskvöldum
opnum við kl. 20.00 fyrir matargesti. Við
bjóðum upp á frábæra þríréttaða máltíð á
góðu verði. Ómar Ragnarsson skemmtir
matargestum en Karl Möller sér um Ijúfu
tónana. Pálmi Gunnarsson kemur fram á
Miðnætursviðinu. Pónik og Einar leika
fyrir dansi. Diskótekið verður opið. Við
skemmtum okkur til kl. 03.00!
Matargestir athugi að panta borð tíman-
lega hjá veitingastjóranum okkar í símum
23333 og 23335 alla daga vikunnar.
Snyrtilegur klæðnaður
- aldurstakmark 20 ára.
☆ it
it it