Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986
„Er þetbc*- „X&lkcini má ntélum,'
„nauteítókr meb hvitkáli''elí>(x „lo.sangal'?"
áster___
¥
... aðsameinast.
HÖGNI HREKKVtSI
FB
V SVOhlA, Hættl) þessu."
Þessir hringdu .
Á sjómannaþjóðin
ekkert farþegaskip?
Kona hringdi:
„Getur það verið að við íslend-
ingar, þessi mikla sjómannaþjóð,
eigum ekkert farþegaskip sem
sigli milli landa? Er ekki eitthvert
togarafélag eða skipafélag sem
gæti tekið þó ekki væri nema einn
farþega? Eg spyr vegna manns
sem ekki þolir að fljúga en þarf
að komast til Danmerkur í júní.
Mér þætti vænt um ef einhver
gæti sagt mér hvert á að leita í
vanda sem þessum."
Viðmiðunarverð á
girðingarstaurum
Haraldur Samsonarson
hringdi:
„I Morgunblaðinu 21. maí rakst
ég á auglýsingu frá Stéttarsam-
bandi bænda, sem mér kom dálítið
skringilega fyrir sjónir. Þar var
auglýst viðmiðunarverð á girðing-
arstaurum. Mér þætti gaman að
vita hvort það er heimilt sam-
kvæmt lögum að setja slíkt við-
miðunarverð. Ef menn mega ekki
taka sig saman og selja hlut fyrir
ákveðið verð, þá finnst mér skrýt-
ið ef kaupendur geta bundist
samtökum um að kaupa hlut á
ákveðnu verði. Mér þætti gott ef
einhver gæti frætt mig um rétt-
mæti svona viðskiptahátta."
Það þarf að vökva
gjafatrén
Lesandi hringdi:
„Nú er verið að hvetja fólk til
þess að gefa tré tii fegrunar borg-
arinnar á 200 ára afmælinu. Tré
hafa áður verið gróðursett hér á
vegum borgarinnar, t.d. í Laugar-
nesinu þar sem ég bý. En síðan
voru hríslumar bara settar á guð
og gaddinn og greinilega ætlast
til þess að drottinn vökvaði þær.
Það er ekki nóg að hoia hríslunum
niður, það verður líka að hlú að
þeim og vökva þær í þurrkum, svo
þær drepist ekki. Ég sé í Hafnar-
firði að þar er komið með dælu-
bíla og tré á opinberum svæðum
vökvuð. Þar gætum við Reykvík-
ingar lært af Hafnfirðingum.“
Svar við fyr-
irspurn um
krufningu
Vegna bréfs í dálki yðar um
„Hver ákveður kmfningu"? skal
eftirfarandi tekið fram. Kmfningar
em gerðar af tvennskonar ástæð-
um.
1. Ef óvíst er um orsök dauða eða
ef gmnur er um vofeiflegt and-
lát. Samkvæmt lögum má læknir
ekki gefa út dánarvottorð ef
dánarorsök er óviss. An dánar-
vottorðs verður hinn látni ekki
jarðsunginn. í því tilfelli getur
aðstandandi hins látna ekki neit-
að kmfningu. Þetta er ákvörðun
Alþingis og verður ekki breytt
nema lögum verði breytt.
2. I vísindaskyni. Hér ber að leita
álits nánasta aðstandanda. Ef
aðstandandi sjmjar um leyfí ber
lækni að virða þá ákvörðun.
Landlæknir.
Spil óskast
Kæri Velvakandi.
Ég heiti Hrönn Magnúsdóttir, er
10 ára og á heima á Fumgmnd
81,200 Kópavogi.
Við amma emm að safna spilum.
Em ekki einhveijir sem eiga spil í
fómm sínum sem þeir em hættir
að nota eða vantar kannski í. Svo
em sjálfsagt margir sem eiga spila-
safn sem þeir em hættir að hafa
áhuga á. Ef svo er þá þigg ég allt
slíkt með þökkum.
Við söfnum líka jókemm.
Hrönn M.
Víkverji skrifar
Víkverji fékk ekki alls fyrir
löngu tækifæri til að skoða þá
viðamiklu hótelbyggingu sem risið
hefur af gmnni í Hveragerði og
kynna sér þá starfsemi sem stefnt
er að, að þar verði. Það var athygl-
isvert að hitta að máli verktakann
sem að þessu stendur, Helga Þór
Jónsson, fertugan Reykvíking sem
fékk hugmyndina þegar hann vann
við uppsetningu Tívolís þar eystra.
Hann sá í hendi sér hvað staðurinn
er vinsæll af fólki á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu og sem gisti- og hvíldar-
staður hefur Hveragerði ýmislegt
umfram önnur sveitarfélög. Stað-
setningin ræður ekki minnstu um
hvað höfuðborgarbúum og öðmm á
Suðvesturhominu er auðvelt að
skreppa austur fyrir Fjall til hvfldar
og hressingar, ekki endilega að
sumri til, heldur miklu frekar í
skammdeginu. Jarðhitinn ræður að
sjálfsögðu úrslitum um það að
Hveragerði er kostameiri gististað-
ur en flestir staðir aðrir og enginn
vafí er á þvi að margir útlendingar
eiga eftir að dveljast þar eystra,
bæði til hvíldar og ekki síður til
endurhæfíngar, því Helgi hefur í
hyggju að veita læknisþjónustu á
staðnum og þar verður vatnsgufu-
bað, auk sánu og leirbaða, en
umfram allt hefur verið lokið við
skemmtilega sundlaug og verið er
að leggja síðustu hönd á hana með
því að reisa við hana vatnsrenni-
braut sem komin er til landsins og
verður 60 metra löng og 6 metra
há. Margvísleg önnur tæki verða
þama gestum til skemmtunar og
uppbyggingar, s.s. æfingasvæði
fyrir golf, tennisvöllur, þrekæfinga-
stöð og sitthvað fleira sem aðdrátt-
arafl hefur.
Hótelbyggingin og umhverfið
fyrír austan er athyglisverður vott-
ur um einstaklingsframtak sem á
að geta komið mörgum að góðu
gagni. Helgi hefur sjálfur fylgzt
með allri vinnu og stjómað verkinu.
Hann hefur mikia þekkingu á slík-
um störfum vegna atvinnu sinnar
og hefur tekizt að þrýsta öllum
kostnaði rækilega niður með til-
boðum, bæði hér heima og erlendis.
Telur hann sig hafa sparað milljónir
króna með aðhaldi og útboðum og
muni byggingin rísa fyrir lægsta
verð sem í boði sé nú um stundir.
Hann er ánægður með snögg við-
brögð sveitarstjómarmanna í
Hveragerði og hefur tryggt sér
góða lóð til viðbótar þeirri sem nú
verður nýtt. Þegar Hótel Örk, en
svo mun það heita, verður opnað
um miðjan næsta mánuð verða þar
59 tveggja manna herbergi í sér-
stakri gistiálmu sem er alveg út af
fyrir sig og eru þau öll svo rúmgóð
að auðvelt er að breyta_ þeim í
þriggja manna herbergi. Á næstu
grösum eru svo borðsalir, en heilsu-
rækt í kjallara. Ef allt gengur að
óskum hyggst Helgi bæta við gisti-
herbergjum í viðbótarbyggingu
vestan aðalhótelsins og er gert ráð
fyrir henni í upphaflegri áætlun.
Þar er ráðgert að risið geti mótel
í tengslum við aðalhótelið og alla
starfsemina á svæðinu. Þar verður
sérstakur listigarður, sundlaug og
leiktæki undir suðurvegg, svo enn
sé eitthvað nefnt. Þegar opnað
verður eru einungis 6 mánuðir frá
því framkvæmdir hófust.
Hótelbyggingin verður 5.000
fermetrar. Auk þess sem áður er
talið má nefna ráðstefnusali, heita
potta og hlaupabrautir. Herbergin
verða búin vestur-þýzkum hús-
gögnum, en hönnun byggingarinn-
ar, sem Kjartan Sveinsson, teiknaði,
er þannig úr garði gerð, að einingar
hinna ýmsu þátta í starfseminni eru
mjög afmarkaðar þannig að skipu-
lag hússins er hentugt þrátt fyrir
fjölbreytta starfsemi. Hótel Ork
getur tekið á móti liðlega 1.000
gestum í mat í einu. .Aðalsamkomu-
salur, sem jafnframt er danssalur,
rúmar nokkur hundruð gesti í sæti,
en sá salur er við hliðina á aðalmat-
sal hótelsins sem rúmar á annað
hundrað gesti í sæti. Þá er skyndi-
bitastaður á jarðhæð við hliðina á
búningsklefum fyrir sundlaug og
einnig er kjötvinnsla á jarðhæð, en
eldhúsið er við hliðina á aðalmatsal.
Á efstu hæð veitingaálmunnar er
aldingarður undir gleri þar sem
gestir geta setið í sól og notið útsýn-
is. Þessi garður er arkarlaga og
þaðan er nafnið komið.
Þegar hafízt var handa um bygg-
inguna í vetur voru settir niður
5.000 túlípanar og eru þeir nú
farnir að springa út. Þannig er
einnig gróðursett merkileg starf-
semi í þessu heillandi bæjarfélagi,
mikilvæg viðbót við aðra starfsemi
þar sem hefur dregið að sér athygli
og fjölda fólks, ekki sízt þegar
Eden fyllist um hveija helgi. Vík-
veiji fékk sér að vísu ekki kaffi þar
að þessu sinni, heldur bauð hann
Helga (sem fer senn að verða aura-
lítill!)í kaffí í gamla veitingahúsinu
þar á staðnum, ásamt Áma
Johnsen, þingmanni og áhuga-
manni um uppbyggingu í kjördæm-
inu, en veitingahúsið rekur frétta-
ritari Morgunblaðsins í Hveragerði
og að sjálfsögðu af miklum myndar-
skap eins og við fengum að reyna.
Öll starfsemi í Hveragerði á eftir
að njóta góðs af þjónustu Hótels
Arkar sem dregur væntanlega
fjölda manna austur, bæði innlenda
ferðamenn og ekki síður erlenda.
Við eigum að leggja áherzlu á
ferðaþjónustu, hún er mikilvæg
kynning á landi okkar, auk þess sem
hún er þörf viðbótarbúgrein. Við
eigum að lyfta undir hana og þá
sem hætta fjármagni sinu í mikil-
væga landkynningu og auka fjöl-
breytnina í atvinnurekstri okkar.
Nú er verið að fjargviðrast út af
Reykjavíkurflugvelli, jafnvel halda
einhvetjir pólitíkusar að unnt sé að
slá sér upp með því að lýsa yfír að
þeir hyggist leggja Reykjavíkur-
flugvöll niður og byggja annan nýj-
an fyrir milljarði króna. Allt út i
bláinn. Það væri þá nær að leggja
þessa pen- inga i fullkomna spor-
braut milli Reykjavíkur og Keflavík-
urflugvall- ar, að flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Það gæti verið vit í
því að nýta Leifs- flugvöll með þeim
hætti, jafnvel fyrir innanlandsflug.
Víkveiji hefur heyrt Gísla í Ási
hreyfa þessari athyglisverðu hug-
mynd.