Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 60

Morgunblaðið - 27.05.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ1986 Ný fóðurblöndunarstöð Fóðurblöndunnar hf „Sambærileg við fullkomnustu ’ blöndunarstöðvar erlendis“ — seg'ir Hjörleifur Jónsson forstjóri „HÉR ER að rætast langþráður draumur okkar um nýja og fullkomna fóðurblöndunarstöð sem er sambærileg við best tæknivæddar erlendar blönd- unarstöðvar. Það ætti því ekki lengur að vera þörf á innflutn- ingi fullunninna erlendra fóð- urblanda, af þeirri ástæðu að innlendar blöndunarstöðvar séu ekki I stakk búnar til að framleiða vandasamar fóður- blöndur. Sú ástæða er nú ekki lengur fyrir hendi, við getum nú framleitt slíkar blöndur og íslenskir fóðurfræðingar eru vel menntaðir og þeim ekki síð- ur treystandi en erlendum starfsbræðrum þeirra og hafa auk þess betri yfirsýn yfir is- lenskar aðstæður,“ sagði Hjör- leifur Jónsson forsljóri Fóður- blöndunnar hf. við opnun nýrr- ar fóðurblöndunarstöðvar fyr- irtækisins. Vinsælu plastskórnir í úrvali st. 36-41, litir: hvítt, blátt. Kr. 490.- st. 36—40 litur: rauðir. Kr. 490.- st. 26—41 litir: svart. Kr. 490.- VELTUSUNDI 2 21212 Hin nýja fóðurblöndunarstöð Fóðurblöndunnar hf. við Sundahöfn. Mögnleikarnir nær ótæmandi Hin nýja fóðurblöndunarstöð hefur verið í byggingu í rúmt ár og kostaði um 100 milljónir kr. Hún er á 6 hæðum, byggð við endann á skemmu sem Fóður- blandan byggði að Komgarði 12 við Sundahöfn. Verksmiðjubygg- ingamar em 12 þúsund rúmmetr- ar að stærð og hæð blöndunar- stöðvarinnar er 29 metrar. Fóður- verksmiðjan er mjög tæknivædd, allri framleiðslu er stjómað frá tölvuborði sem eykur öryggi fram- leiðslunnar. Framleiðslugeta Fóð- urblöndunnar hf. er nú 12 tonn á klukkustund, sem er fjórum sinn- um meira en í gömlu blöndunar- stöðinni við Grandaveg. Að sögn forsvarsmanna Fóður- blöndunnar gefur þessi nýja fóð- Arai Gunnarsson framkvæmdastjóri (t.v.) og Hjörleifur Jónsson forstjóri á efstu hæð blöndunarstöðvarinnar. SIEMENS microuielle plu/ Hannerfjöl- hæfur þessi! Hann er venjulegur ofn, grillofn og örbylgjuofn, allt í senn. Kjörínn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo vitaskuld á venjuleg heimili. íslenskur leiðarvísir. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. ' ‘ ‘ ‘ < i I I | J \ \! Stjórnborð stöðvarinnar. Morgunbladið/Júlíus. urblöndunarstöð nær ótæmandi möguleika í framleiðslu fyrir allar tegundur búfjár, fugla og fiska. Allar uppskriftir em geymdar í minni tölvunnar, sem stjómar blönduninni. Rafeindavogir tryggja að nýting og skömmtun hráefna sé í lagi. Mesta breytingin er þó sú að nú getur Fóðurblandan framleitt fóðurblöndur eftir þörf- um hvers og eins bónda, jafnvel eftir gæðum heyja þeirra hveiju sinni. Fyrirtækið hefur fóðurfræð- ing í þjónustu sinni, Erlend Jó- hannsson fyrrverandi nautgripa- ræktarráðunaut Búnaðarfélags Islands, og aðstoðar hann bændur við að semja uppskriftir að fóður- blöndum og gera fóðuráætlanir. 25 ára fyrirtæki Fóðurblandan hf. var stofnuð árið 1960 og er því 25 ára. Stofn- endur vom nokkur fyrirtæki og félagasamtök sem stóðu utan Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Ifyrir rúmu ári urðu þær breytingar að Holtabúið hf. á Asmundarstöðum kom inn í fyrir- tækið og í framhaldi af því var hafist handa við byggingu nýju fóðurstöðvarinnar. Gunnar Jó- hannsson á Ásmundarstöðum er stjómarformaður Fóðurblöndunn- ar hf. og með honum í stjóm em: Kolbeinn Kristinsson á Selfossi, Ámi Möller á Þómstöðum, Karl Sigurgeirsson á Hvammstanga og Eggert Haukdal á Bergþórshvoli. Forstjóri er Hjörleifur Jónsson og framkvæmdastjóri Ámi Gunnars- son. Ársframleiðsla Fóðurblöndunn- ar er nú 11-13 þúsund tonn. Undanfarin ár hefur 20-25% hrá- efna í fóðurblöndur verið innlent háefni, svo sem fiskimjöl, gras- mjöl, graskögglar, þangmjöl og kalk. Með tilkomu nýju stöðvar- innar mun aukast til muna notkun innlendra hráefna, efna sem lítið hafa verið notuð hérlendis til íbl- öndunar áður, svo sem hert lýsi, tólg og melta. Hjörleifur Jónsson telur að í nýju stöðinni ætti að vera hægt að auka hlut innlendra hráefna upp í allt að 50%, ekki síst ef framhald verður á ræktun byggs hér á landi. íslenskur iðnaður Stjómendur Fóðurblöndunnar segja að íslenski fóðuriðnaðurinn eigi í harðri samkeppni við inn- fluttar niðurgreiddar fóðurblönd- ur, sem jafnframt njóti vemdar íslenskra yfirvalda, þar sem kjarn- fóðurskattur leggist ekki af sama þunga á innflutt tilbúið fóður og á innlendu framleiðsluna. „Það hefur stundum heyrst að íslensku fóðurblöndunarstöðvam- ar séu að framleiða erlent fóður og okkar framleiðsla jafnvel flokk- uð sem slík. Þetta er mikill mis- skilningur, sem þarf að leiðrétta. Þótt við notum maís og bygg sem uppistöðu í blöndun okkar, þá er ekki nema um 17-20% af útsölu- verði ■ þeirra erlendur kostnaður en 80-83% em innlend hráefni, flutningsgjöld og annar innlendur kostnaður, að ógleymdum fóður- skatti sem er um og yfir 30% af verðinu. íslenskur fóðurblöndu- iðnaður er því ekki síður íslenskur en annar iðnaður í landinu, sem kallaður er íslenskur. Allir þurfa að nota erlend aðföng til fram- leiðslunnar, jafnvel þarf innlend heyöflun að gera það líka,“ sagði Hjörleifur. - HBj. 3Km^pntiþliiþUl Askriftcirsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.