Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 27.05.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1986 63 Sveinn Hallgrímsson skólastjóri afhendir Arnheiði Þórðardóttur prófskírteinið, en Frá skólaslitahófinu Arnheiður varð efst á búfræðiprófinu. Nemendum afhentar viðurkenningar fyrir ástundun ... ... og góða umgengni Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Skólaslit á Hvanneyri Hvannatúni i Andakíl. BÆNDASKÓLANUM á Hvann- eyri var slitið 14. maí og luku 43nemendur búfræðiprófi. í skólaslitaræðu sinni minntist Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, tveggja nýlátinna kennara, sr. Leós Júlíussonar og Þorleifs Grönfeldt. Á sl. vetri bættust 3 nýir kennarar í kennaralið skól- ans, þeir Jóhann Guðmundsson, hagfræðingur í hálfu starfi, Þorsteinn Guðmundsson, jarð- vegsfræðingur, og Ingimar Sveinsson, sem kennir hrossa- rækt auk annarra greina. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Amheiður Þórðardóttir frá Hveragerði, 1. einkunn, 8,9. Hún hlaut verðlaun Búnaðarfélags ís- lands, sem veitt eru fyrir bestan árangur á búfræðiprófí. Þrír nemendur áttu eftir að þreyta eitt próf vegna veikinda og verða búfræðingar þá væntanlega alls 46 á þessu vori. 10 stúdentar eru í verknámi og ætla að hefja nám í 2. bekk næsta vetur auk þeirra 43 er stunduðu nám í 1. bekk í vetur. Skólastjóri gat um námskeiða- hald fyrir nemendur í tölvufræðum, meðferð eiturefna og skyndihjálp og önnur námskeið m.a. fyrir stjómendur fóðurstöðva fyrir loðdýr og eitt fyrir Grænlendinga í vor. í byggingu er nú annað af þrem húsum sem Samband eggjafram- leiðenda er að reisa undir starfsemi sína, og einn verkamannabústaður. Auglýst hefur verið eftir umsóknum í 2 til viðbótar og ætti þá að leysast nokkuð úr húsnæðiseklu á staðnum. Eiríkur Jónsson, formaður nemendaráðs flytur ávarp við skólaslitin. í vor vom fyrstu minkamir fluttir í nýtt hús, sem reist var í vetur. Er nú fyrir hendi ákjósanleg kennsluaðstaða í loðdýrarækt á Hvanneyri. a Einnig gat skólastjóri þess að íþróttaaðstaða innanhúss væri ekki lengur fyrir hendi, siðan bannað var að nota gamla íþróttahúsið. Það háir nú nokkuð nauðsynlegu félags- lífí í skólanum. Að loknum ávörpum Sigurðar Amasonar, formanns hestamanna- félagsins Grana, sem afhenti skól- anum sparisjóðsbók með 18.000 kr. upp í gerð reiðvallar, landbúnaðar- ráðherra, Jóns Helgasonar, og for- manns nemendaraðs, Eiríks Jóns- sonar, þáðu allir kaffíveitingar í boði skólans. m KafBpokinn ndúri oa stEtki P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.