Morgunblaðið - 28.05.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
Þrír hestar drápust
af völdum slógmeltu
ÞRÍR hestar drápust nýlega eftir að hafa fengið matareitrun af
völdum slógmeltu sem þeim var gefin í litlum mæli. Tveir aðrir
hestar veiktust. Annar þeirra hefur náð sér að fuUu. Hinn er enn
með einkenni en er þó á batavegi.
Morgunblaðið/Þorkell
Þrír af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Guðrún Zoöga, Sólveig Pétursdóttir og
Ámi Sigfússon, dreifa kosningabæklingi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi í blíðviðrinu í gær.
Útifundur Sjálfstæðisflokks-
ins á Lækjartorgi á morgun
Að sögn Helga Sigurðssonar
dýralæknis, sem hefur rannsakað
orsakir þess að hestamir drápust
ásamt Eggerti Gunnarssyni dýra-
lækni á Keldum, voru allir hestamir
sem veiktust í sama húsi í Mos-
fellssveit. Þeim var gefín slógmelta
í litlum mæli, en hún er gefín til
þess að auka eggjahvítu í fóðri.
Slógmelta er unnin úr fískúrgangi
og í hana er sett sýra til að auka
geymsluþol hennar. Helgi sagði að
meltan virtist vera vandmeðfarin
og yrðu menn því að koma í veg
fyrir að í hana bærist hey eða
óhreinindi.
Rekstur
Granda lof-
ar nú góðu
— segir Davíð Oddsson
borgarstjóri
REKSTUR Granda hf. í Reykjavík
í aprfl- og maímánuði á þessu ári
lofar góðu, að sögn Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra, en aðalfund-
ur fyrirtœkisins var haldinn 16.
maí sl.
Borgarstjóri sagði, að reikningar
Granda fyrir síðasta ár, sem Iagðir
voru fram á aðalfundinum, tælqu
aðeins til eins mánaðar, enda hefði
fyrirtækið ekki verið stofnað fyrr
en í lok nóvember. í byijun þessa
árs hefði verið gripið til skipulags-
breytinga og hagraeðingar og væri
þess nú farið að sjá merki í rekstri
fyrirtækisins. í aprílmánuði hefði
reksturinn þannig skilað 26 milljón
króna framlegð.
Davíð Oddsson sagði, að upplýs-
ingar um rekstur Granda fyrstu fjóra
mánuði þessa árs lægju ekki fyrir,
en reikningar yrðu tilbúnir um miðj-
an næsta mánuð.
Útgerðarfyrirtækið Grandi hf.,
sem stofnað var með samruna Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur og ísbjam-
arins, er að 77,8% í eigu Reykjavík-
urborgar, en að 22,2% í eigu ís-
bjamarins og OLÍS.
„Við höfum gefíð músum meltu
úr sömu tunnu og hestunum var
gefíð úr og þær hafa allar drepist.
Það er því ljóst að meltan úr þessari
tunnu heftir valdið dauða hest-
anna,“ sagði Helgi. „Þetta ergreini-
lega matareitmn, sú tegund hennar
sem kölluð hefur verið botulismi.
Henni veldur baktería sem nefnist
Clostridum Botulinum en hún fram-
leiðir eiturefni. Til em margar
tegundir af bakteríunni en við höf-
um ekki getað staðfest um hvaða
tegund hér er að ræða. Þessi bakt-
ería er í öllum jarðvegi og einnig í
físki. Við vitum að hey og óhreinindi
bámst í meltutunnuna og þess
vegna getum við enn ekki fullyrt
hvort matareitmnin stafi af því að
hráefnið sjálft var lélegt eða af
því að hey, mold eða önnur óhrein-
indi bárust í meltuna. Meltan virðist
vera viðkvænr og menn verða að
gæta ýtrasta hreinlætis við með-
höndlun á henni," sagði Helgi.
Eitmnm lýsir sér þannig að dýrin
lamast. Lömunin byijar fyrst í koki,
en breiðist síðan smám saman út
um líkamann. Helgi sagði að ekki
hefði verið hægt að beita neinni
sérstakri læknismeðferð við þessari
eitmn.
stjóri Þjóðviljans, sem skipar
4. sætíð á lista Alþýðubanda-
lagsins í borgarstj ómarkosn-
ingunum i Reykjavík, sagði
á kosningafundi DV í Há-
skólabíói í fyrrakvöld, að
Alþýðubandalagið ætlaði að
fæla alla æðstu embættís-
menn Reykjavíkurborgar úr
ÚTIFUNDUR sjálfstæðis-
manna i Reykjavík vegna borg-
arstjórnarkosninganna 31. maí
verður á Lækjartorgi klukkan
17:15 á morgun, fimmtudag.
Ávörp flytja Davfð Oddsson,
borgarstjóri, og frambjóðend-
umir Katrín Fjeldsted og Árni
Sigfússon. Fundarstjóri verður
Birgir ísleifur Gunnarsson,
alþingismaður.
starfi, ef flokkurinn kæmist
í meirihlutastjóm í höfuð-
borginni.
„Mér er alveg sama hvert
við sendum þá, í öskuna eða
látum þá sópa götur eða bara
rekum þá. Þeir unnu skemmd-
arverk á síðasta kjörtímabili
vinstri meirihlutans og burt
Áður en útifundurinn hefst leik-
ur hljómsveit Stefáns Stefánsson-
ar í um það bil hálfa klukkustund
á Lækjartorgi og frambjóðend-
umir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Júlíus Hafstein og Haraldur
Blöndal tefla skák á útitaflinu við
Lækjargötu.
Á dagskrá útifundarins er auk
ávarpa borgarstjóra og frambjóð-
skulu þeir,“ sagði frambjóðand-
inn orðrétt.
Tilefni þessara ummæla var
fyrirspum utan úr sal um það
hvemig Alþýðubandalagið æti-
aði að stjóma Reykjavík, ef
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
meirihluta sínum. „Við ætlum
að byija á því, að koma okkur
saman um stefiiuskrá með
enda ljóðalestur Helga Skúlason-
ar, leikara, og tónlist og söngur,
sem hljómsveit Magnúsar Kjart-
anssonar og söngvaramir Ellen
Kristjánsdóttir og Sigrún Hjálm-
týsdóttir annast.
Fundur sjálfstæðismanna er
haldinn undir merkjunum: „Styrk
stjóm í Reykjavík. Sofum ekki á
verðinum."
samstarfsflokkunum,“ svaraði
Össur. „Síðan ætlum við að
koma okkur saman um sameig-
inlegan borgarstjóra, sem verð-
ur úr hópi borgarfulltrúa. Og
svo ætlum við að byija á því,
sem við gerðum ekki illu heilli
síðast þegar við náðum borgar-
sijórnarmeirihluta [1978-
1982] og það er að fara og
fæla alla æðstu embættismenn
borgarkerfisins úr starfi."
Sjá einnig Staksteina
á bls. 9. ______
Þotuflug hf
Tekur 2—3
mánuði að
koma fluginu
af stað
„VIÐ HÖFUM ekki faríð neinar
ferðir út enn þá,“ sagði Valdimar
J. Magnússon framkvæmdastjórí
Þotuflugs hf. sem nýveríð hóf
starfsemi sína.
Að sögn Valdimars hefur töluvert
borist af fyrirspumum um flug.
Vélin tekur átta farþega og þarf
að skipuleggja ferðimar svo að
sæmileg nýting náist. „Vélin kom
með stuttum fyrirvara og því eigum
við ekki von á öðru en að það taki
tvo til þijá mánuði að koma fluginu
af stað,“ sagði Valdimar.
Unnið er að kynningu þotuflugs-
ins hjá ferðaskrifstofum, fyrirtækj-
um og einstaklingum. Meðal þess
sem er í undirbúningi er útsýnisflug
yfír Norðurheimskautsbaug og
verður flogið í góðu skyggni í yfír
40 þúsund fetum en í þeirri hæð
má sjá ísland og Grænland samtím-
is. Þá er verið að kanna möguleika
á stuttum ferðum til Grænlands í
þeim tilvikum þegar menn em tíma-
bundnir og ætla einungis að dvelja
þar í nokkrar klukkustundir.
Sigfús Daðason
Siguröur Pálsson
Þorsteinn frá Hamrí
Margrét Lóa Jónsdóttir
Besti vinur ljóðsins:
Skáldakvöld á Hótel Borg
„BESTI vinur ljóðsins" heldur
skáldakvöld á Hótel Borg mið-
vikudagskvöldið 28. maí nk. kl.
21. Þar verður boðið upp á
vandaða dagskrá með ljóðum
og tónlist.
Eftirtalin skáld lesa úr verkum
sínum: Sigfús Daðason, Sigurður
Pálsson, Linda Vilhjálmsdóttir,
Margrét Lóa Jónsdóttir, Þórarinn
Eldjám, Kristján Þ. Hrafnsson,
Þorsteinn frá Hamri, Guðjón G.
Guðmundsson, Elísabet Jökuls-
dóttir, Þór Eldon, Ari Gísli, Pétur
Gunnarsson og Birgitta Jónsdótt-
ir.
Þá mun Hrafn Jökulsson ann-
ast stutta kynningu á skáldunum
Jóni Thoroddsen (1898—1924) og
Jónasi Guðlaugssyni
(1887-1916). Ljóðabók Jóns,
„Flugur“ sem út kom árið 1922
er einstök í íslenskri bókmennta-
sögu, en hefur að mestu fallið í
gleymsku. Jónas Guðlaugsson var
aðeins 17 ára þegar fyrsta ljóða-
bók hans kom út og þá þegar sáu
menn að mikið skáldefni hafði
kvatt sér hljóðs. Þegar hann lést,
aðeins 28 ára, hafði hann öðlast
mikla viðurkenningu í Danmörku
fyrir ljóð sín, þótt nafn hans beri
ekki hátt nú á tímum.
Að lokum mun svo Bjami
Tryggvason leika nokkur lög af
væntanlegri sólóplötu sinni.
Kynnir verður Viðar Eggertsson
leikari. Miðaverð á skáldakvöldið
er aðeins 250 krónur.
Það er sem fyrr segir „Besti
vinur Ijóðsins" sem stendur að
skáldakvöldinu, en veg og vanda
af undirbúningi höfðu þeir Guðjón
G. Guðmundsson, Hrafn Jökuls-
son og Kristján Þórður Hrafnsson.
(F réttatilkynning)
Össur Skarphéðinsson, frambjóðandi Alþýðubandalagsins:
Ætlum að fæla alla æðstu embættis-
menn Reykjavíkurborgar úr starfi
„Sama hvert við sendum þá, í öskuna eða látum þá sópa götur eða bara rekum þá“
ÖSSUR Skarphéðinsson, rit-