Morgunblaðið - 28.05.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. MAÍ 1986
7
Þýskaland:
52 krónur fyrir
kílóið af karfa
ÞRJU fiskiskip seldu afla
sinn erlendis í upphafi þess-
arar viku. Gott verð fékkst
fyrir karfa í Þýzkalandi, en
verð er lægra nú í Bretlandi
en að undanförnu.
Snorri Sturluson RE seldi 263,8
lestir af karfa í Bremerhaven á
mánudag. Heildarverð var 13,7
milljónir, meðalverð á kíló 51,98
krónur. Guðmundur Kristinn SU
seldi 74,2 lestir, mest þorsk og ýsu
á þriðjudag í Grimsby. Heildarverð
var 3,5 milljónir króna, meðalverð
47,28. Gæðum var nokkuð ábóta-
vant. Ljósafell SU seldi 155,1 lest,
mest fyrsta flokks þorsk og ýsu í
Grimsby sama dag. Heildarverð
var 8,4 milljónir króna, meðalverð
54,32. Talið var að mikið framboð
á físki úr gámum hefði dregið verð
í Bretlandi nokkuð niður.
Loðnuveið-
in má hefj-
ast20. júlí
Hlutur Islands í sumar-
veiðinni 562.000 lestir
NÆSTSÍÐASTA ,
SYNINGARHELGIA
IBROADWAY
N.K. FÖSTUDAGS- OG
LAUGARDAGSKVOLD
Söngbókin er einhver glæsilegasta tónlistarhátíð sem
sviðsett hefur verið hér á landi þar sem allir okkar bestu
tónlistarmenn fara á kostum með Gunnari Þórðarson í
fararbroddi.
Enn gefst tækifæri til að upplifa þessa stórkostlegu
skemmtun í Broadway föstudags- og laugardagskvöld.
Hinn sívinsæli píanisti Ingimar Eydal leikur létta dinnertón-
list fyrir matargesti.
Miða- og borðapantanir daglega ísíma 77500
Sjávarútvegfsráðuneytið
hefur nú ákveðið að hefja
megi loðnuveiðar þann 20.
júlí í sumar. Er það fjrrr
en undanfarin ár. Skipting
loðnukvótans milli ein-
stakra skipa verður með
sama hætti og undanfarin
ár, 67% skiptast jafnt milli
allra og 33% í hlutfalli við
burðargetu. Hlutur íslands
í sumarveiðiloðnunni verð-
ur að öllu óbreyttu 652.000
lestir.
í frétt frá ráðuneytinu segir
meðal annars, að loðnuveiðar verði
bannaðar sunnan 68 norðlægrar
breiddar fyrst um sinn, en fylgzt
verði með ástandinu á svæðinu og
það opnað, lejrfí stærð loðnunnar
það. Norðmenn og íslendingar
ákváðu fyrir nokkru að skipta með
sér sumarloðnunni eftir fyrri að-
ferðum, þar sem ekki náðist sam-
komulag við Grænlendinga um
hlut þeirra. Ákveðið var að leyfa
í upphafí veiði á 800.000 lestum.
85% koma í hlut íslendinga og 15%
'í hlut Norðmanna. Við skuldum
Norðmönnum hins vegar 28.000
lestir frá síðustu vertíð, og verður
hlutur okkar því 652.000 lestir og
Norðmanna 148.000.
Rætt hefur verið við Færeyinga
um veiðiheimildir þeirra hér við
land, en þær hafa síðustu ár tengzt
nokkuð loðnuveiðum þeirra með
leyfum frá EB og Grænlandi. Þeir
hafa undanfarin ár veitt með
samþykki þeirra, en vegna þess
hafa íslenzk yfírvöld minnkað
botnfískkvóta þeirra úr 17.000
lestum í 8.000 tvö síðustu ár. Á
þessu ári hafði Færeyingum verið
úthlutað 3.000 lestum til og með
fyrsta ágúst en á fundi með þeim
nýlega var samþykkt að auka það
magn upp í 5.000 lestir. Enn liggur
ekkert fýrir um loðnuveiðar Fær-
eyinga og verður endanleg ákvörð-
un um botnfiskkvóta ekki tekin
fyrr en í ljós kemur hvort þeir fara
í loðnuna eða ekki.
TJöfóar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
ECCADWAr
20. og 21. júní
spunnið í Petulu Clark en
topplög, kvikmyndahlut-
verk og margverðlaunaðir
sjónvarpsþættirgefa það
til kynna. Hún ert.d. hvorki
meira né minna en „heims-
manneskjan meðal stjarn-
anna", konan sem Charlie
Chaplin, Frank Sinatra
frægustu kvikmyndaver og
helstu leikhús hafa leitaö
til þegar mikið hefur legið
við, enda er hún fjölhæf
listakona og hefur hún
fengist við marga athyglis-
verða hluti síðan hún var
fræg barnastjarna í kvik-
myndum ó fimmta áratug-
num. Þá var hún svo vinsæl
í Englandi að blöðin birtu
reglulega teiknimyndaser-
íur um hana. Síöan óx hún
úr grasi og var hún fengin
til að leika í kvikmyndum
þar sem mótleikarar henn-
ar voru ekki ómerkari menn
en Sir Alec Guinnes, Ant-
hony Newley og Peter
Ustinov. Svo sló hún all
rækilega í gegn fyrir svona
20 árum með laginu „Dow-
ntown“. Síðan hefurhún
fengið fleiri gullplötur en
nokkur önnur bresk söng-
kona fyrir lög eins og
„Colourmy world" „Casa-
nova“ A Sign Of The Ti-
mes“, „Sailor" „My Love"
og auðvitað „This Is My
Song“ sem hún söng fyrir
síðustu kvikmynd Charlie
Chaplin. Hér er þó aðeins
stiklað á stóru þar sem
plötur hennar hafa selst i
meira en 30 milljónum ein-
taka. Sumir muna kannski
eftir allt öðrum lögum með
henni, enda er lagaval
hennar mjög fjölbreytt.
Hún hefurtugi verðlauna í
bak og fyrir. Til dæmis
hefur hún tvisvar fengið
eftirsóttustu músíkverð-
laun heimsins: Grammy
verðlaunin (fyrir plöturnar
DOWNTOWN og IKNOW
A PLACE) og verðlaunin,
„Grand prix national du
disque Francais" fyrir
óhemju miklar vinsældir í
Frakklandi, enda gengur
hún undir gælunafninu
„Edit Piaf Englands" meðal
músíkgagnrýnenda í
Bandaríkjunum.
Af þeim fjölda kvikmynda
sem hún hefur leikiö í má
t.d. nefna „Goodbye mr.
Chips" þar sem Peter
O’Toole lék á móti henni
og mynd Francis Coppola,
„Finian’s Rainbow" þar
sem hún dansaði m.a. á
móti Fred Astaire. Og það
er ekkert lát á kvikmynda-
leik hennar. Nýjasta mynd
hennar „Never never land"
er ekki nema nokkurra
vikna gömul og þvi ekki enn
komin til íslands. Hún hefur
líka verið önnum kafin við
að leika í söngleikjum t
helstu leikhúsum Lundúna
og koma fram í sjónvarps-
þáttum beggja vegna Atl-
antshafsins. Af og til hefur
hún stjórnað eigin þáttum
og yfirleitt hafa þeir fengið
mikið hrós gagnrýnenda.
En þar fyrir utan hefur hún
gefið sér tíma til hljómleika-
ferða. Fram að þessu hefur
hún þó aðeins komið fram
á fínustu stöðum, s.s. The
Royal Albert Hall í London
og Waldorf Astoria í New
York þar sem hún hefur
slegið öll aðsóknarmet. Að
sjálfsögðu hefur hún einnig
komið fram á bestu stöðum
í París, Hollywood og Las
Vegas.
í dag er hún einn eftirsótt-
Heimskonan
PETULA
CLARK
ÁTÓNLEIKUM
í BROADWAY
20. og 21. júní nk.
asti næturklúbbaskemmti-
kraftur heimsins enda
sagði hún eitt sinn: „Ég
býst við að ég hafi meiri
ánægju af að koma á per-
sónulegum söngskemmt-
unum en af nokkru öðru
sem ég geri. Það jafnast
ekkert á við það að vera í
beinu sambandi við áheyr-
endur því þá fær maður
strax viðbrögð um hvernig
maðurstendursig."
Og nú er Petula Clark
væntanleg til íslands.
Margir hafa furðað sig á
því hvað hún sé að vilja
hingað — en Reykjavík er
að verða nokkuð vel þekkt
sem menningarborg er-
lendis. Petula mun koma i
Broadway ásamt stór-
hljómsveit sinni. Petula
kemur líka til með að
skemmta í Broadway þar
sem ekki ómerkari
skemmtikraftar en The
Platters, Rod Stewart, Fats
Domino, RayCharles,
poppsveitirnar Hollies,
Searchers og Tremeloes
hafa komið fram.
Drottning allra breskra
hljómsveita, The Shadows,
ætlar að enda, að öllum lík-
indum, þriggja áratuga
langan feril sinn á Broad-
way svo að líklega finnst
jafn mikilhæfri söngkonu
og Petulu Clark við hæfi að
koma þarfram líka. Auk
þess finnst henni áhuga-
vert að reyna stöðugt eitt-
hvað nýtt. Ekkert er fjær
henni en stöðnun.
Miðasala og
borðapantanir
í Broadway daglega.
Sími77500
B.H. HLJÓÐFÆRI
BRQ^O/W