Morgunblaðið - 28.05.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
opnað í Njarðvík, Hagkaup og
Samkaup, og nú kemur fólk víða
að af Suðumesjum til Njarðvíkur
að versla. Bæjarfélagið stóð mynd-
arlega að því að veita þessum stór-
mörkuðum aðstöðu.
Lóða- og- skipulagsmál
Fyrir atbeina - Geirs Hallgríms-
sonar, f.v. utanríkisráðherra, rætt-
ist langþráð ósk Njarðvíkinga, en
það var færsla flugvallargirðingár
og flutningur olíutanka af vamar-
svæði. Vegna þessara aðgerða
fékkst um 13 hektara land til íbúð-
arbygginga. Land þetta hefur þegar
verið deiliskipulagt og verður
mögulegt að úthlutá þar lóðum á
næsta hausti.
eftirSvein R.
Eiríksson
Njarðvík, einn af þremur kaup-
stöðum suður með sjó, hefur tekið
stórstígum framförum undanfarin
ár og áratugi.
Síðan Njarðvík varð sjálfstætt
sveitarfélag fyrir 44 árum hefur
íbúatalan tífaldast og er í dag um
2.300 manns.
Á þessu tímabili hafa sjálfstæðis-
menn átt aðild að stjóm bæjarins
í 32 ár, þar af með hreinan meiri-
hluta í 28 ár. Sjálfstæðismenn hafa
þar með átt mestan þátt í hvemig
staðið hefur verið að uppbyggingu
og rekstri bæjarfélagsins. Meiri-
hluti sjálfstæðismanna á því lqor-
tímabili, sem nú er að ljúka, hefur
staðið afburða vel að málum, fram-
kvæmdir allar hafa verið markviss-
ar, skipulagsmál, umhverfismál og
framtíðaruppbygging hafa vegið
þyngst.
Aldraðir og unga fólkið
Búið hefur verið vel að öldruðum,
þó betur megi gera. Á kjörtímabil-
inu voru byggðar íbúðir fyrir aldr-
aða, með þjónustumiðstöð í eigu
bæjarins. Garðvangur, dvalarheim-
ili aldraðra, var stækkað og var
viðbótin fyrir 29 vistmenn. Auk
þess lítur bæjarfélagið til með öldr-
uðum, með heimilishjálp og heima-
hjúkrun, einnig er létt af þeim öllum
gjöldum enda talið að fólk sem um
áratugi hefur byggt upp bæjarfé-
lagið eigi rétt á að létt sé af þeim
álögum í ellinni.
Æskulýðs- og íþróttastarf er með
miklum blóma. Æskulýðsheimili
Sveinn R. Eiriksson.
„Njarðvík, einn af
þremur kaupstöðum
suður með sjó, hefur
tekið stórstígum fram-
förum undanfarin ár og
áratugi. Síðan Njarðvík
varð sjálfstætt sveitar-
félag fyrir 44 árum
hefur íbúatalan tífald-
ast og er í dag um 2.300
manns.“
var tekið í gagnið á kjörtímabilinu
og fer æskulýðsstarfsemi fram þar
og í grunnskólanum.
íþróttafólk úr Njarðvík er lands-
þekkt, sundkappinn Eðvarð Þór og
félagar hans, körfuknattleiksmenn
UMFN og handboltastúlkur láta að
sér kveða.
Allur sá mikli árangur íþrótta-
fólksins er að þakka, auk góðrar
ástundunar, þeirri aðstöðu sem
bæjarfélagið veitir unga fólkinu.
Þó sundlaugin sé aðeins kennslu-
laug hefur Eðvarði Þór tekist að
ná árangri á heimsmælikvarða.
Nýtt dagheimili var tekið í notk-
un á síðasta ári og eru þá tvö
dagheimili rekin á vegum bæjarins.
Njarðvík er sennilega eina sveitar-
félagið á landinu sem fullnægir
þörfinni fyrir dagvistanými.
Verslun
Um áratuga skeið voru í bænum
tvær litlar matvöruverslanir, sem
veittu ágæta þjónustu, en á kjör-
tímabilinu hafa tveir stórmarkaðir
Séð yfir Njarðvík.
Hla haldið á spilunum
eftirHögna
Torfason
Undanfamar vikur hefur komið
berlega í ljós hve málefnafátækt
tröllríður minnihlutaflokknum í
borgarstjóm Reykjavíkur. Reynt er
að tína til eitt og eitt mál þar sem
von er um að hægt sé að koma
höggi á sjálfstæðismenn og þá
einkum Davíð borgarstjóra. Um
heildstæða úttekt á stefnu og störf-
um sjálfstæðismanna í borgarstjóm
á kjörtímabilinu er ekki að ræða.
Minnihlutaflokkamir vita sem er,
að yfírgnæfandi meirihluti borgar-
búa er ánægður með þau störf og
treystir Sjálfstæðisflokknum til
farsællar forystu um sín mál.
„Brids í borgarstjóm“
Þannig er fyrirsögn greinar sem
Ingibjörg S. Gísladóttir borgarfull-
trúi Kvennaframboðsins ritar í
Morgunblaðið 3. þ.m. Er hún þar
að svara skrifum Lárusar Her-
mannssonar og ítreka gagniýni sína
á þá ráðstöfun, að borgarsjóður og
Bridssamband íslands keyptu hús-
eign að Sigtúni 9 sl. vetur. Verða
henni þessi húsakaup tilefni til
furðulegra hugleiðinga og skulum
við nú líta aðeins á málflutning
hennar.
Fjárútlát borgarinnar
/ Borgarfulltrúinn átelur að húsa-
kaup þessi hafi ekki verið á fjár-
hagsáætlun. Hún hlýtur að gera sér
grein fyrir þvi, að í jafn umsvifa-
miklum rekstri og Reykjavíkurborg
stendur í, geta alltaf komið upp fjár-
útlát á milli ijárhagsáætlana og er
það eins og í öðmm góðum rekstri,
að stjómendur verða að taka
ákvarðanir um slík fjárútlát eftir
því sem skynsemin býður hveiju
sinni. Að óskalisti Kvennafram-
boðsins hafi ekki verið samþykktur
við afgreiðslu flárhagsáætlunar
kemur þessu máli ekkert við.
Landssamtök óalandi
Borgarfulltfuinn gagniýnir að
verið sé að styrkja landssamtök sem
ættu fremur að njóta stuðnings ríkis
en borgar. Sá meinbugur er á þess-
um málfutningi, að hér er ekki um
neinn styrk að ræða. Bridssamband
íslands greiðir fullt fyrir sinn eign-
arhlut og borgin á sinn hlut óskert-
an í umræddri eign. Borgarstjóm
hefur hins vegar sýnt bridshreyf-
ingunni þá velvild, að greiða fyrir
kaupum á húsnæðinu og tryggja
báðum aðilum full afnot af því.
Röksemdin um að ekki beri að
styðja landssamtök fær ekki staðizt.
Það vita allir sem vilja vita, að um
eða yfír 80% af félagsmönnum
slíkra landssamtaka eru Reykvík-
ingar eða íbúar nágrannabyggð-
anna. Það eru því fyrst og fremst
borgarbúar sem njóta þessarar
aðstöðu þótt þar verði einnig sinnt
ýmsum þörfum landssamtakanna.
Hitt má svo borgarfulltrúinn hug-
leiða, hvort það sé æskilegt fyrir
slík landssamtök að hafa starfsemi
sína hér í Reykjavík ef borgaryfír-
völd synja þeim um eðlilega fyrir-
greiðslu.
Sjálfstæðismenn í borgarstjóm
hafa sýnt mikinn skilning á þörfum
ýmissa félagasamtaka og lagt þeim
lið til að leysa húsnæðisvandamálin,
sem einatt em hvað þyngst í starf-
seminni. Mætti nefna mörg dæmi
þess. Slíkur stuðningur hefur víða
eflt mjög félagsstarfsemi og má þar
til nefna starfsemi Taflfélags
Reykjavíkur, svo eitthvað sé nefnt.
Nýting húsnæðisins
Samkomulag hefur tekizt um að
Bridssamband íslands nýti sinn
eignarhluta á kvöldin og um helgar
og samrýmist það vel þörfum sam-
bandsins. Borgin mun hins vegar
nýta húsnæðið að deginum og verð-
ur þar starfsemi fyrir aldraða og
fatlaða, sem hefst þegar á þessu
sumri. Sýnist sem hér hafi verið
fundin mjög heillavænleg lausn til
að leysa vanda Bridssambandsins
Högni Torfason
„Um heildstæða úttekt
á stefnu og störfum
sjálfstæðismanna í
borgarstjórn á kjör-
tímabilinu er ekki að
ræða. Minnihlutaflokk-
arnir vita sem er, að
yfirgnæfandi meiri-
hluti borgarbúa er
ánægður með þau störf
og treystir Sjálfstæðis-
flokknum til farsællar
forystu um sín mál.“
og um leið að leysa að nokkru
marki' aðkallandi vandamál aldr-
aðra og fatlaðra. Er lítt skiljanlegt
hvemig borgarfulltrúinn getur verið
að agnúast út í það.
„Karlasamstaðan“
Undir lok greinarinnar fer heldur
að slá út í fyrir borgarfulltrúanum.
Hún fer að tala um að húsakaupin
séu „skilgetið afkvæmi karlasam-
stöðunnar", og að „félagsstarfsemi
sem karlar standa fyrir mætir mun
meiri skilningi ráðamanna en það
sem konur taka sér fyrir". Þessi
málflutningur minnir á veðhlaupa-
hryssur sem búnar eru augnhlíftim
svo að þær sjái ekkert til hliðar,
aðeins þá einstefnu sem þeim er
ætlað að fylgja. Jafnréttisbarátta
kvenna heftir vissulega átt rétt á
sér og borið mikinn árangur, en
sumar þeirra kvenna, sem háð hafa
baráttu, virðast hafa tapað áttum
og lent á villigötum. Borgarfulltrú-
inn fyllir þann hóp. Þegar farið er
að heyja baráttu sem tekur aðeins
mið af kynferði er komið út á hálan
ís og fólk með slíku hugarfari og
slíka einsýni gleymir því, að við
búum í samfélagi karla og kvenna.
Nú er það svo, að í hugaríþrótt-
unum tveimur, skák og brids, er
jafnréttið milli kynjanna í hávegum
haft og að sumra mati meira en
góðu hófí gegnir. Þó að borgarfull-
trúinn virðist ekki vita það, er starf-
andi Bridsfélag kvenna, konur eru
í stjóm félaga og samtaka brids-
íþróttarinnar og konur spila óhindr-
að með körlum í öllum mótum. Til
þessa að tryggja fullt jafnrétti á
nútímavfsu eru karlmenn ekki
gjaldgengir í Bridsfélagi kvenna og
spila ekki í þeirra mótum nema sem
gestir. Þrátt fyrir þetta er frábær-
lega góð samvinna milli karla og
kvenna í íþróttinni og mér vitanlega
hafa konur ekki kvartað undan
neinu kariaveldi eða karlasamstöðu
þar.
Hlaðvarpinn og
moldviðrið
Augnhlífar borgarfulltrúans eru
á sínum stað þegar hún ræðir um
tveggja milljóna króna framlag
fyrrverandi fjármálaráðherra tii
Hlaðvarpans á Vesturgötu 3. Hún
minnist þá ekkert á að framlag
þetta var ekki á fjárlögum og veit-
ing þess ekki lögð fyrir einn eða
neinn annan en hinn örláta fjár-
málaráðherra.
En eitthvað virðist Ijármálasið-
gæði borgarfulltrúans vera brengl-
að þegar hún leggur það að jöfnu,
að borgarsjóður kaupir fasteign
sem hann á til fullra aftiota og mun
eiga og reka svo lengi sem hann
vill, styður um leið starfsemi Brids-
sambandsins án þess að leggja því
til eina einustu krónu, og svo hitt,
að eftir geðþóttaákvörðun veitir
ijármálaráðherra 2 milljónir króna
af peningum skattborgaranna til
hlutafélags til að kaupa og reka
fasteign sem það félag getur selt
hvenær sem vera skal og hirt þær
tvær milljónir króna sem hagnað
sem rann til þessara einkaaðila af
skattpeningum landsmanna. Borg-
arfulltrúinn er heldur ekkert að
fárast yfir þvi, að það eru „Reykja-
víkursamtök" en ekki landssamtök
sem fá þessa dúsu úr sjóðum lands-
manna allra.
Landsmenn fengu líka að sjá það
í sjónvarpinu fyrir skömmu hvemig
þessum skattpeningi þeirra hefur
verið varið. í þessari „menningar-
miðstöð" gat að líta myndir frí
fyrirtækjum, sem Ieigja húsnæði
fyrir ýmiss konar glingur og tízku-
fatnað fyrir tildurdrósir, vafalaust
á „menningarlegu" verði.
Davíð „lunkinn“
Davíð Oddssyni borgarstjóra ei
margt til lista lagt. Borgarfulltrúi
Kvennaframboðsins kveður hann
vera „Iunkinn spilamann". Það er
rétt, Davíð er ágætur bridsspilari,
þótt ekki hafi hann leitt neina sveit
til sigurs á bridsmóti, eins og borg-
arfulltrúinn heldur fram, en sú fá-
vísi er ekki frábrugðin öðm í mál-
flutningnum. Davíð er líka lunkinn
taflmaður og skákhreyfingin kann
vel að meta öflugan stuðning hans.
Svo er um miklu fleiri félagasamtök
sem eru að beijast af veikum mætti
fyrir því að halda uppi hollri og
góðri tómstundaiðju án vímuefna
og vandræða. Slík samtök hafa átt
hauk í homi þar sem Davíð er.
En í kosningum á laugardaginn
skiptir mestu máli, að Davíð Odds-
son er lunkinn borgarstjóri og hann
mun leiða sveit sína til sigurs í
þeirri keppni sem þá fer fram.
Höfundur er áhugamaður um
brids.