Morgunblaðið - 28.05.1986, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
Bygging húss aldraðra á Eskif irði;
Lægstatilboð 2,5 milljónum
kr. undir kostnaðaráætlun
Mofgunblaðið/JúUus
Þórður H. Sveinsson starfsmaður utankjörstaðaskrifstofunnar
í Hafnarfirði ræðir við kjósanda.
Reykjavík:
Yfir tvö þúsund manns
kosið utankjörstaða
RÚMLEGA 2.200 höfðu kosið
utankjörstaða í Reykjavík um
miðjan dag í gær.
Að sögn Þorsteins Hilmars-
sonar starfsmanns utankjör-
staðaskrifstofunnar gengur
kosningin vel. Flestir koma og
kjósa um miðjan dag og á
kvöldin. Utankjörstaðaskrif-
stofan er í Armúlaskólanum og
er hún opin til kl. 22 á kvöldin.
í Hafnarfirði höfðu hátt á
fjórða hundrað manns kosið utan-
kjörstaða í gær og að sögn Þórðar
H. Sveinssonar starfsmanns skrif-
stofunnar gengur kosningin
greiðlega. Kosið er í húsi Gjald-
heimtunnar f Hafnarfírði á Suður-
götu 14. í Kópavogi höfðu yfír tvö
hundruð manns kosið utankjör-
staða í gær en kosið er í lögreglu-
stöðinni að Auðbrekku.
TRÉVERK sf. á Reyðarfirði átti
lægsta tilboð í byggingu húss
aldraðra á Eskifirði sem Hús-
næðisstofnun ríkisins bauð út
fyrir nokkru. Tilboð fyrirtækis-
ins var rúmlega 2,5 milljónum
undir kostnaðaráætlun Hús-
Aðalfundur
Sambands
íslenskra
rafveitna
hefst í dag
AÐALFUNDUR Sambands is-
lenskra rafveitna hefur verið
boðaður að Hótel Sögu í Reykja-
vík dagana 28. og 29. maí.
Dagskrá fundarins hefst með
skráningu þátttakenda á fundar-
stað Hótel Sögu miðvikudag 28.
maí kl. 11.30. Að loknum hádegis-
verði kl. 13.30 er fundur settur og
flutt ávörp. Fyrri hluti aðalfundar
hefst með kosningu trúnaðar-
manna, skýrslu, reikningar og §ár-
hagsáætlun. Jakob Bjömsson orku-
málastjóri flytur erindi um „Raf-
orkunotkun til fískeldis, eigin fram-
leiðsla eða raforkukaup" með stuttu
innleggi frá Alberti Albertssyni,
Hitaveitu Suðumesja og Jóhanni
Má Maríussyni, Landsvirkjun.
Agnar Olsen, Landsvirkjun flytur
siðan erindi um „Öryggi raforku-
kerfisins gagnvart náttúruham-
förum".
Fimmtudag 29. maí hefst fundur-
inn kl. 09.30 með síðari hluta aðal-
funda, afgreiðsla Qárhagsáætlunar,
reikningar og stjómarkjör. Að há-
degisverðiloknum kl. 13.30 flytur
Elías B. Elíasson, Landsviricjun
erindi um „Viðhorf í gjaldskrármál-
um“. Stutt innlegg í erindið verður
frá þeim Hauki Pálmasyni, Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og Krist-
jáni Jónssyni, Rafínagnsveitu ríkis-
ins. Fundinum lýkur með umræðum
um málefni raforkufyrirtækja
ásamt öðmm málum.
næðisstofnunar. Byggmganefnd
hefur leitað eftir samningum við
Tréverk sf. en ekki hefur verið
gengið endanlega frá samning-
um, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Hús-
næðisstofnun.
Umrætt hús á að rísa við Bleiks-
árhlíð á Eskifírði. Stærð þess er
3.177 rúmmetrar og verða í því 8
einstaklingsíbúðir og 3 hjónaíbúðir
fyrir aldraða auk sameiginlegs rým-
is fyrir íbúana, svo sem setustofur,
fönduraðstaða, eldhús, matsalur og
heilsurækt. Verktaki á að skila
húsinu fokheldu 15. nóvember á
þessu ári.
Kostnaðaráætlun fyrir verkið var
10.850 þúsund krónur. Eftirtalin
tilboð bámst: Framtak sf. Reyðar-
fírði 9.917 þúsund kr. (91,4%),
Austurverk hf. Egilsstöðum 10.015
þús. (92,3%), Gísli Stefánsson og
Bjarki Gíslason Eskifírði 10.903
þúsund kr. (100,5%), Baldur og
Óskar sf. Feliabæ 12.669 þúsund
(116,7%) og Tréverk sf. Reyðarfirði
8.313 þúsund kr. (76,6%).
Morgunblaðið/Skapti
Útgerðarfélagi Akureyringa
gefið silfurslegið horn
Jón Ingvarsson, formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna notaði tækifærið, þegar hann sleit aðalfundi fyrirtæk-
isins á Akureyri síðastliðinn föstudag, að færa Gisla Kon-
ráðssyni, öðrum af framkvæmdastjórum Útgerðarfélags Akur-
eyringa og starfsfólki félagsins silfurslegið horn. Þvi fylgdu
þakkir og virðing frá SH vegna góðrar móttöku á Akureyri
og farsæls samstarfs fyrirtækjanna.
2000 tonn af drasli á haugana
í hreinsunarherferð borgarbúa
lNNLEN"r
„Rúmlega 2.000 tonn af drasli
hafa safnast saman i hreinsunar-
herferð borgarbúa að undan-
förnu og hefur borgin svo sann-
arlega tekið stakkaskiptiun,*1
sagði Pétur Hannesson, yfirmað-
ur hreinsunardeildar Reykjavík-
urborgar, í samtali við blaða-
mann. íbúar í öllum hverfum
borgarinnar nema tveimur hafa
nú lokið við hreinsun í sínu nán-
asta umhverfi.
„Holtin og Hlíðamar norðan
Miklubrautar em einu hverfín sem
eftir em en íbúar þar hyggjast
hreinsa til hjá sér þann 7. júní, sem
er jafnframt fyrsti dagurinn í fegr-
unarviku Reykjavíkurborgar. Fegr-
unarvikan stendur frá 7.-15. júní
og er þá ætlast til að íbúar prýði
sitt ytra umhverfi t.d. með því að
mála hús sín, laga girðingar og
garða og annað sem betur mætti
fara. Fegmnarvikan er því lokaátak
borgarinnar fyrir afmælishátíðina,"
sagði Pétur.
Hann sagði að víðast hvar væri
ástand í hreinsunarmálum viðun-
andi nema þá helst í iðnaðarhverf-
unum á Ártúnshöfðanum og á ný-
byggingarsvæðum, en lítið væri við
því að gera. „Vorhreingemingum
er því að ljúka með góðum árangri
og með góðri þátttöku borgarbúa
sjálfra," sagði Pétur.
Kaupfélag Skag-
firðinga með til-
boð í Vallhólm hf.
Premium - bensín OLÍS
, M05AS:
le.ASIS fo
0R 8.15 13-0.75
0E5 THE RON IS 97-9'^THE SG
THE MED
ÖAbl rUn U , 1 J lO U i * J J ' ifiw wnwAM
0V0TA.TI0NS .ARE BASED UR$N 0.^ G/L.
GULARj. THE LEAP LEVEL XN THE MED IS 0.4G/UANO 8-156/L IN NHE.
Ptoi IS USUALLy AROUND 91. THE SG BASIS FOR 0.15 IS0.7A5 AND|
10 73rrw 8.18» BARLES. raf range high often. but not
, NECESSAPILV. reflects ex-refinerv material while the range loh
’ tenos to reflect stored or blended material.
Hluti telexskeytis, sem hefur að geyma leiðbeiningar með „platts
European Marketscan“, sem vísað er til í grein Þórðar Ásgeirssonar.
eftirÞórð
Asgeirsson
Árni Ólafur Lárusson hjá
Skeljungi segir í samtali við
Morgunblaðið að Skeljungur og
Olíufélagið hf. (ESSO) hafi fest
kaup á sterku bensíni sem verði
til sölu hér eftir næstu helgi.
Hann segir bensínið svokallað
„premium" bensín með öllum þeim
eiginleikum sem það ætti að hafa.
Hann vildi ekki líkja því við 97
oktan bensínið sem ÓLÍS hóf nýlega
að selja og sagði að það væri ekki
sambærileg vara. Um svona stað-
hæfíngar þarf ekki að hafa mörg
orð. OLÍS-bensínið sem verið hefur
til sölu sfðastliðinn hálfan mánuð
er „premium" bensín með öllum
þeim eiginleikum sem það á að hafa.
Samkvæmt opinberri skráningu
á Rotterdam-verði flokkast bíla-
bensín eftir oktantölu í „regular“
og „premium". í leiðbeiningunum
með „Platts European Marketscan"
segir svo orðrétt:
„Premium: On both barges and
cargos the RON (Research Octan
Number — innskot ÞÁ) is 97—98“.
Frekar þarf ekki vitnanna við.
Yfírlýsingar Skeljungs- og Olíufé-
lagsmanna í þessu efni fá ekki
staðist. Þeir vita að OLÍS-bensínið
er 97,1 oktan og þess vegna „prem-
ium“ bensín þó að vissuleg sé rétt
að „premium" geti farið upp í 98
oktan. Trauðla held ég að nokkur
finni nú mun á þessu á bflnum sín-
um, en hitt hafa margir reynt sem
verslað hafa við OLIS sl. hálfan
mánuð að fýrir marga bfla hentar
97—98 „premium" bensín mun
betur en hið hefðbundna 93 oktan
bensín sem hér er líka og verður
áfram boðið upp á.
OLÍS mun halda áfram að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á val
milli venjulegs bensfns og „prem-
ium“ bensfns. Við höfum þegar fest
kaup á 97—98 oktan bensíni sem
væntanlegt er til landsins á næstu
dögum og mun endast okkur vel
fram á haust, þannig að vonandi
hefur OLÍS hér vísað veginn með
nýjung sem er komin til að vera í
framtíðinni.
Höfundur er forstjórí OLÍS
STJÓRN Graskögglaverksmiðj-
unnar Vallhólms hf. í Skagafirði
hefur fengið eitt tilboð i eignir
félagsins sem það auglýsti fyrir
skömmu. Tilboðið er frá Kaup-
félagi Skagf irðinga.
Graskögglaverksmiðjan er með
greiðslustöðvun en skuldir hennar
eru orðnar meiri en bókfærðar eign-
ir, og allt hlutafé, sem er 10 milljónir
kr., er tapað að auki. Ríkissjóður er
stærsti eigandi hlutafjár, og er auk
þess stærsti kröfuhafínn en einnig
eiga Búnaðarbankinn, SÍS, Kaup-
félag Skagfirðinga, Glóbus og
Byggðasjóður verulegar kröfur á
fyrirtækið. Skuldir voru um 98 millj-
ónir um sfðustu áramót, en eignir
91 milljón. Sigurður I. Halldórsson
lögmaður fyrirtækisins vildi ekki
greina frá upphæð tilboðsins, en það
er samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins miklu lægra en eignir eru
skráðar í reikningum félagsins. Til-
boðið rennur út í byijun næstu viku
og bjóst Sigurður við að afstaða
yrði tekin til þess einhvem næstu
daga, en um það yrði haft samráð
við stærstu kröfuhafana.