Morgunblaðið - 28.05.1986, Síða 31
Spáim
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986
Baskar hóta
ferðamönnum
öllu illu
San Sebastian, Spáni. AP.
AÐSKILNAÐARHREYFING Baska á Norður-Spáni, ETA, tilkynnti
í dag, að allt kapp yrði lagt á að fæla ferðamenn frá áður vinsælum
stöðum við Miðjarðarhaf nú i sumar. Við það myndi spánskur efna-
hagur versna stórlega og þrýstingur yrði meiri á stjóraina að verða
við kröfum ETA.
Spánveijar hafa langmestar tekj-
ur af ferðamönnum og á síðasta
ári varð hagnaðurinn um átta millj-
arðar dollara.
í ár hefur bandarískum ferða-
mönnum á Spáni fækkað til muna,
eins og er raunar um alla Evrópu
og margsinnis hefur verið sagt frá.
Engu að síður hefur fram til þessa
ekki verið útlit fyrir að ferðamenn
til Spánar verði færri en undanfarin
ár, en 43 milljónir útlendinga komu
þangað árið 1985. Ef ETA lætur
til skarar skríða og gerir alvöru úr
hótunum sínum má þó búast við
að margir ferðamenn kjósi aðra
staði í leyfum sínum.
Spassky Anatoli Karpov
Jafntefli hjá
Karpov og Spassky
Bugojno, Júgfalaviu. AP.
ANATOLY Karpov og Boris Spassky, sem eru báðir fyrrverandi
heimsmeistarar í skák, gerðu jafntefli í fyrstu skákinni á alþjóðlegu
móti í Júgóslavíu, sem sagt er hið sterkasta í heiminum á þessu ári.
Spassky hafði hvítt. Samið var um jafntefli eftir 22 leiki.
Anthony Miles frá Bretlandi sigr- umferð voru þau að skák Portisch
aði Ljubojevic frá Júgóslavíu í tutt- frá Ungveijalandi og Sokolov frá
ugu og tveimur leikjum, eftir að Sovétríkjunum fór í bið og sömu-
Júgóslavanum höfðu orðið á mistök leiðis skák Yusopovs frá Sovétríkj-
í 19. leik. Önnur úrslit í fyrstu unum og Timmans frá Hollandi.
Frakkland:
Bonner ræðir við
forseta þingsins
og fjóra ráðherra
París. AP.
YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins Andreis
Sakharov, átti í gær fund með Jacques Chaban-Delmas, for-
seta franska þingsins. Ræddu þau aðgerðir, sem ætlunin er
að hrinda í framkvæmd til hjálpar eiginmanni hennar, að
sögn Chaban-Delmas. Áætlað var, að Bonner hitti Francois
Mitterand forseta að máli síðia dags í gær.
Frú Bonner hefur verið til
lækninga í Bandaríkjunum um
sex mánaða skeið, en er nú á ferð
um Frakkland, Noreg, Bretland
og Ítalíu á leið sinni heim.
Chaban-Delmas sagði á fundi
með fréttamönnum eftir viðræð-
umar við Bonner, að þau hefðu
rætt „ákveðnar aðgerðir, sem
miða að því að tryggja, að Andrei
Sakharov falli ekki í gleymsku".
„Sovéskum ráðamönnum verð-
ur að skiljast, að við munum ekki
gefa frá okkur vonina um að
Sakharov hljóti frelsi, frelsi til að
snúa aftur til Moskvu og til að
taka þátt í vísindastörfum í Sovét-
ríkjunum á nýjan leik, einkum á
sviði kjamorkuvisinda, þar sem
erfíðleikar steðja að um þessar
mundir," sagði hann.
Á mánudag hitti Bonner Jacq-
ues Chirac forsætisráðherra,
Claude Malhuret mannréttinda-
málaráðherra, Francois Leotard
menningarmálaráðherra og Mic-
hel Noir utanríkisráðherra.
Eftir fundinn með ráðherrunum
sagði Bonner við fréttamenn, að
óvarlegt væri að leggja trúnað á
það, sem sovésk stjómvöld segðu
um þau hjónin, „af því að það er
í flestum tilfellum uppspuni".
Hún sagði, að það væri hræði-
leg tilfinning að vita af stöðugu
eftirliti stjómvalda og leynilegum
kvikmyndatökum. „Manni líður
eins og örveru í smásjárskoðun,"
sagði hún.
Kosningaloforð sjálfstæðismanna vegna borgar-
stjórnarkosninga 1982 og hvenær þau voru efnd:
SjálfstœÖismenn munu: EfnV ■ i.i. £. x • : i i s:
LœKKa Tasieignagjoiam svo pau veroi sambærileg við það sem gerist í ná- grannasveitarfélögunum 1 00 o\
Samþykkja að fækka borgarfulltrúum. 1 mi 1
■
Hætta við Rauðavatnsbyggðina og byggja meðfram ströndinni. 1 [982
Leggja niður framkvæmdaráð. 1 L982
Fella úr gildi ákvarðanir meirihlutans um „sfldarplön“ út í Reykjavíkurtjörn. ] L982
Leggja niður punktakerfið í áföngum og stefna að því að lóðaframboð full- nægi lóðaeftirspurn.
] L983
Beita sér fyrir því að hafin verði bygg- ing bifreiðageymsluhúss í miðbænum. ] L983
Selja Ikarus-strætisvagnana. ] L983 I
Fella úr gildi ákvörðun vinstri meiri- hlutans um íbúðabyggð í Laugardaln- um.
] L982
Birta þessi loforð með skýrslu um
efndirnar í lok næsta kjörtímabils svo menn geti þá borið saman orð og efndir. 28.5.’86
Sjálfstæðisflokkurinn
lætur verkin
tala
x-D