Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 45

Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1986 45 Lítið, dapurt kántrílag Kvlkmyndir Sæbjöm Valdimarsson Ljúfir draumar — Sweet Dreams ★ ★ ★ Leikstjóri Karel Reisz. Handrit Robert Getchell. Kvikmyndataka Robbie Green- berg. Tónlist Charles Gross. Aðalleikendur Jessica Lange, Ed Harris, Ann Wedgeworth, David Clennon. Bandarísk. HBO Pictures/Silver Screen Partners — EMI THORN 1985. Dolby stereo. Tregafullir söngvar Patsy Cline fjölluðu gjaman um ástir, ótryggð og erfíðleika. Þannig var líf hennar sjálfrar og þar af leiðandi kvik- myndin Ljúfir draumar, sem byggð er á frægðarárum hennar sem hlutu svo snöggan endi í flug- slysi. Ljúfir draumar hefst þegar Patsy (Jessica Lange) kynnist verð- andi eiginmanni sínum nr. 2, Charlie Dick (Ekl Harris). Hún er þá farin að vekja talsverða athygli sem vænleg kántrísöngkona. Og með hörku og einbeitingu náði hún því marki að verða ein virtasta stjaman sem sungið hefur þessa tegund tónlistar og var á hátindi frægðarinnar er hún fórst í flugslysi 1963. Hún er goðsögn enn þann dag í dag, það sannar árviss plötu- sala uppá tugþúsundir eintaka. Fylgst er með sívaxandi frama söngkonunnar, sem reyndar tók dýfu um það leyti er hún eignaðist fýrsta bamið, stormasömu hjóna- bandi með hálfgerðri mannleysu, glímu á frægðarbrautinni, (m.a. komið inná er hún sló í gegn sem frægt var, með laginu Crazy, eftir að höfundurinn, Willie nokkur Nel- son, var búinn að gera mislukkaða Jessica Lange klæðir goðsögnina Patsy Cline holdi og blóði i Ljúf- um draumum. tilraun til að koma því áleiðis), þar sem öllum meðölum er beitt, þar sem kostar klof að ríða röftum. Patsy Cline hefur verið marg- slungin og kraftmikil persóna, annars hefði hún ekki náð jafn langt og raun ber vitni. Jessica Lange bætir enn einni rósinni í hnappagat- ið með einkar sannfærandi túlkun á þessum hörkukvenmanni, skilur eftir fastmótaða, heilsteypta per- sónu. Ekki skaðar að framleiðendur hafa valið þann ágæta kost að nota eigin upptökur Patsy sem Lange leikur lýtalaust eftir með vörum og fasi. Þá er Ed Harris sem fæddur í hlutverk smábæjartöffarans. Kántrítónlist hefur aldrei notið umtalsverðra vinsælda hérlendis, oftar verið notuð sem einskonar brandari af smákörlum I útvarpi. En Sweet Dreems á erindi til fleiri en unnenda tónlistarínnar. Góð leik- stjóm Reisz, en þó öllu frekar að- sópsmikil og nákvæm túlkun Lange, hefur lyft henni langt yfir meðalmennskuna og gert að mjög svo ásjálegri kvikmynd. iuotib ior* 4°° & „„ii® LITIÐ STYKKI (250g.)KR. STÓRT STYKKI (500 g.) KR. SMJÖRASKJA (400 g.) KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.