Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 48
MORGtTNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR28. MAÍ1986
48_____________
Skafti Jónsson
skipstfóri
Fæddur 2. ágúst 1914
Dáinn 23. maí 1986
Það er hlutskipti okkar, sem
komnir eru á efri ár, að eiga á bak
að sjá mörgum kærum vinum og
kunningjum, mönnum, sem mikil
eftirsjón er að. Þetta verður ekki
umflúið, en sú er huggun harmi
mót, að eftir verða minningar um
mikilhæfa menn og góða drengi.
í hóp horfinna góðvina minna
hefur nú bæst ágætismaðurinn
Skapti Jónsson skipstjóri, Suður-
vangi 8, Hafnarfirði, sem andaðist
í Landspítalanum úr kransæðastíflu
að morgni 23. þ.m. eftir aðeins sól-
arhrings legu. Skapti hafði síðasta
árið fundið til einkenna þessa sjúk-
dóms öðru hvoru, en gerði lítið úr
sjúkleikanum og var til hins síðasta
svo hress og glaður í allri fram-
göngu að engan grunaði að um
bráða hættu væri að ræða. Kom
andlát hans því öllum mjög á óvart.
Skapti Jónsson fæddist í Hrísey
2. ágúst 1914. Voru foreldrar hans
Jón Sigurðsson vélfræðingur og
útgerðarmaður í Hrísey, sem fædd-
ist 1883 og drukknaði 1940, og
fyrri kona hans, Sóley Jóhannes-
dóttir, sem fæddist 1891 og lést
eftir löngveikindi 1925.
Faðir Jóns var Sigurður hrepp-
stjóri og hugvitsmaður á Hellulandi,
sonur Olafs umboðsmanns og al-
þingismanns í Ási í Hegranesi og
konu hans, Sigurlaugar Gunnars-
dóttur bónda á Skíðastöðum, en
foreldrar Ólafs í Ási vom Sigurður
Pétursson hreppstjóri í Ási og kona
hans, Þórunn Ólafsdóttir frá Vind-
hæli.
Móðir Jóns og kona Sigurðar á
Hellulandi var Anna dóttir séra Jóns
Þorvarðarsonar prófasts í Reykholti
og konu hans, Guðríðar Skaftadótt-
ur jámsmiðs og læknis í Reykjavík.
Sóley móðir Skapta Jónssonar
var dóttir Jóhannesar Davíðssonar
útvegsbónda á Syðstabæ í Hrísey
og konu hans, Margrétar Guð-
mundsdóttur, en hún var áður gift
Jörundi Jónssyni útvegsbónda á
Syðstabæ (Hákarla-Jörundi).
- Minning
Skapti Jónsson átti tvær alsystur,
þær Önnu, gifta Torfa Hjartarsyni
fyrrv. tollstjóra í Reykjavík, og
Ebbu, sem lést í æsku. Auk þess
átti hann tvö hálfsystkini, böm
seinni konu föður hans, Önnu
Kristjánsdóttur, þau Sigurð vél-
fræðing, kennara við Verkmennta-
skólann á Akureyri, kvæntan Sigur-
veigu Sigurðardóttur, og Ebbu Þór-
unni Sayler, sem gift var Osby
Sayler lækni í Flórida, en rekur nú
snyrtistöfu þar. Rækti Skapti vel
frændsemi við öll systkini sín.
Skapti ólst upp hjá foreldrum
sínum í Hrísey að undanteknu því
að honum var um skeið komið í
fóstur til föðurforeldra sinna á
Hellulandi vegna veikinda móður
hans. Bar hann ávallt hlýjan hug
til þess staðar eins og sjá má af
því að þar byggði hann sér síðar
sumarbústað. Einn vetur var hann
á unglingaskóla á Hólum í Hjalta-
dal.
Skapti byijaði snemma að sækja
sjóinn. Var hann fyrst á bátum
föður síns og vann við útveg hans
í Hrísey en gerðist síðan háseti á
skipum Eimskipafélags íslands og
varðskipinu Óðni til að afla sér
siglingatíma, er veitti honum rétt
til inngöngu í Stýrimannaskólann í
Reykjavík. Lauk hann skipstjóra-
prófi frá þeim skóla 1938.
Vera Skapta í Reykjavík við nám-
ið í Stýrimannaskólanum varð
honum mikill heillatími þvf þá
kynntist hann stúlku þeirri, er
skömmu síðar varð eiginkona hans.
Hún var þá í Menntaskólanum í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi
árið eftir að Skapti lauk skipstjóra-
prófmu.
Kona Skapta er Margrét Borg-
hild Hafstein, yngsta dóttir Marinós
Hafstein sýslumanns Péturssonar
amtmanns á Möðruvöllum og konu
hans, Þórunnar Eyjólfsdóttur prests
í Ámesi Jónssonar.
Þau Margrét, sem meðat kunn-
ingja gengu almennt undir gælu-
nöfnunum Ebba og Skapti, gengu
í hjónaband 2. nóvember 1940.
Steig Skapti þá mesta heillaspor
ævi sinnar. Frú Margrét er mikil
mannkosta- og fríðleikskona eins
og hún á ættir til og hefur reynst
Skapta mikil heilladís. Var hjóna-
band þeirra eitthvert það ástríkasa,
seméghefþekkt.
Þeim Margréti og Skapta varð
fjögurra bama auðið og eru þau
þessi: Elín Ebba, fædd 3. ágúst
1941, gift Jóhannesi Víði Haralds-
syni flugstjóra í Reykjavík. Þau eiga
tvo syni; Þórunn Sóley, fædd 17.
nóvember 1943, gift Runólfí Sig-
urðssyni flugvélstjóra í Garðabæ.
Þau eiga þijá syni; Pétur Hafstein,
fæddur 21. janúar 1945, vélvirki í
Keflavík, kvæntur Huldu Guð-
bjartsdóttur. Þau eiga fimm dætur
og einn son, Jón, fæddur 7. júní
1951, doktor í fomensku og bók-
menntum og vinnur nú að samningu
enskrar orðabókar. Hann er kvænt-
ur Svövu Einarsdóttur og eiga þau
þijárdætur.
Eftir að Skapti lauk skipstjóra-
prófi var hann í fyrstu háseti á
togurum en var lengst af stýrimað-
ur, fyrst á Belgaum og síðan á
Jörundi uns hann tók við skipstjóm
á því skipi. Bjuggu þau hjónin í
Reykjavík til 1949 en á Akureyri
frá 1949-1956.
Um áramótin 1956 og 1957 varð
mikil breyting á lífi Skapta og fyöl-
skyldu hans. Hann réðst þá til
Matvæla- og landbúnaðarmála-
stoftiunar Sameinuðu þjóðanna,
FAO, sem hefur aðsetur í Róm, sem
fiskveiðiráðunautur fyrir Indland.
Varð hann í fyrstu ráðinn til eins
árs en ráðningin síðar framlengd á
tveggja ára fresti, þannig að hann
var við þessi störf í Indlandi til
haustsins 1960 eða hátt á fjórða
ár. Var starf hans í því fólgið að
ferðast milli útgerðarbæja á ýmsum
stöðum í landinu, fara á sjó með
fiskimönnum, kenna þeim að hag-
nýta sem best nútímatækni við fisk-
veiðar þær, sem stundaðar voru í
landinu, og veita fiskimönnum og
stjómvöidum ýmiss konar ráðgjöf.
Skapti vann á þessum ámm á
mörgum stöðum á vesturströnd
Indlands. Fjölskylda hans var með
honum í Indlandi mikið af tímanum
°g bjuggu þau á ýmsum stöðum
svo sem í Rajkot, Bombay og Rat-
nagiri.
Er Skapti fór frá Indlandi haustið
1960 var hann ráðinn af FAO sem
fiskveiðiráðunautur fyrir Argent-
ínu. Hafði Qölskyldan þá aðsetur í
borgunum Mar del Plata og Raw-
son, en sjálfur vann hann á ýmsum
stöðum á ströndinni.
Er dvölinni í Argentínu lauk réð
FAO Skapta fiskveiðiráðunaut fyrir
Umguay og síðan fyrir Brasilíu í
Florianopolis, Rio de Janeiro og
Recife. Sjálfur ferðaðist Skapti til
Qölda staða á ströndinni og að
Ámazonsvæðinu til að leiðbeina
fiskimönnum og vinna með þeim.
Alls var Skapti um 7 ár í Suður-
Ameríku að þessu sinni. Er hann
fór þaðan sendi FAO hann aftur til
Indiands í nóvember 1967. Fór hann
þá fyrst til Delhi en síðan til Cochin
til að aðstoða við skóla eða þjálfun-
arstöð, sem þar var rekin. Þaðan
fór hann til Madras á austurströnd
Indlands.
Eftir um þriggja ára dvöl í Ind-
landi sendi FAO Skapta sem fisk-
veiðiráðunaut til Perú. Var hann
þar að störfum með aðsetur í Lima
til vors 1973. Kom hann þá heim
um tíma og var búinn að segja upp
störfum sínum hjá FAO. Hann var
þá beðinn að fara sem fiskveiðiráðu-
nautur til Sómalíu. Var hann þar
að störfum fyrir FAO frá því
snemma árs 1974 til 1975, en þá
kom hann heim alfarið. Hafði hann
þá starfað á vegum Sameinuðu
þjóðanna í 17 ár.
Á öllum þessum ferðum sínum
þurfti Skapti að leiðbeina og vinna
með miklum fjölda manna af mis-
munandi þjóðemi og á ýmsu menn-
ingarstigi. Tungumálaerfiðleikar
vom að sjálfsögðu miklir og við
ýmsa fordóma að etja. Hann hafði
einstakt lag á að tjá sig við þessa
fiskimenn og láta þá skilja sig þó
hvorugur skildi tungumál hins
nema að mjög óverulegu eða engu
leyti. Hann blandaði geði við þessa
menn, sem þeir mátu mjög mikils,
og var gjafmildur við fátæka. Varð
hann mjög vinsæll leiðbeinandi og
átti sér hvergi óvini.
Árið eftir að Skapti kom heim
stofnaði sjávarútvegsráðuneytið til
sérstakt eftirlits með fiskveiðum
hér við land og réð til þess nokkra
menn. Var Skapti einn þeirra er
fyrst voru ráðnir til þessara starfa,
skipaður fiskieftirlitsmaður í ágúst
1976. Vann hann síðan við fisk-
veiðaeftirlitið til 1982, en hætti þá
störfum fyrir aldurs sakir.
Skapti Jónsson var góður sjó-
maður og öruggur og affarasæll
skipstjóri. Árið 1933, er Skapti var
háseti á varðskipinu Óðni, bjargaði
varðskipið áhöfn belgiska togarans
Jan Vanders við mjög erfiðar að-
stæður. Þótti björgunin mjög fræki-
leg og vakti verðskuldaða athygli.
Skapti og nokkrir skipveijar aðrir,
sem fremstir stóðu í björguninni og
lögðu sig í mesta lífshættu, voru
sæmdir riddarakrossi Leopoldsorð-
unnar fyrir þetta afrek.
Skapti Jónssonn var hár maður,
vel vaxinn og karlmannlegur. Hann
var fríður sýnum og svipaði að
andlitsfalli mjög til móður sinnar,
sem var mikil fríðleikskona. Hann
var góðum gáfum gæddur og
skemmtilegur í viðræðu, góðgerða-
samur og gjafmildur.
Skapti var mikill gæfumaður.
Hann hafði ánægju af störfum sín-
um, átti afbragðskonu, gott og
fallegt heimili og miklu barnaláni
að fagna.
Með Skapta Jónssyni er mætur
maður genginn, en minningamar
lifa um góðan vin og góðan dreng.
Sár harmur er kveðinn að konu
hans, bömum og öðrum ástvinum.
Ég sendi þeim innilegar samúðar-
kveðjur og óska þeim velfamaðar.
Megi minningamar um góðan
dreng vera þeim huggum í hörmum.
Torfi Hjartarson
Minning:
Þorbjörn Einar
Friðriksson
Fæddur 29. mars 1954
Dáin 20. mars 1986
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt
ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt og fljótt.
(Vilhjámur Vilhjálmsson)
Birting afmæl-
is- ogminning-
argreina
Morguablaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyrí.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar getið.
Sama gildir ef sálmur er birtur.
Meginregla er sú, að minningar-
greinar birtist undir fullu nafni
höfundar.
Já eitt vitum við fyrir víst að öll
deyjum við einhvemtíma, en samt
kemur það okkur óþægilega á óvart,
þegar einhver af ástvinum okkar
fer jrfir móðuna miklu. Sérstaklega
þegar það verður snögglega og
maður býst síst við því.
Það hefur verið skammt stórra
högga á milli í Qölskyldu okkar á
undanfömum árum. Nú er það
Bjössi systursonur minn, sem hverf-
ur okkur í blóma lífsins, en hann
fórst með Sigurði Þórðarsyni GK
91 þann 20. mars síðastliðinn.
Maður á bágt með að sætta sig við
það þegar ungt fólk er hrifið burt
svo skyndilega.
Já það má segja að sumarið líði
allt of fljótt. Minningamar verða
nálægari og hugurinn leitar aftur
til þeirra tíma er við systumar fór-
um með bömin okkar að heimsækja
mömmu og pabba norður á Olafs-
fjörð. Þá var oft glatt á hjalla. Það
var auðséð að bömin unnu hvort
öðru mikið. Svo uxu þau úr grasi
og urðu fullorðið fólk og samskiptin
urðu minni en alltaf góð og vinsam-
leg;t
Oll framkoma Bjössa einkenndist
af kurteisi og ljúfmennsku enda var
hann indæll drengur. Nú síðustu
árin sá ég hann fremur sjaldan þar
sem hann var oftast út á sjó þá er
ég heimsótti foreldra hans í Kefla-
vík. En væri hann heima heilsaði
hann manni með útbreiddum faðmi
og kossi á kinn og lýsir það best
einlægni hans oggóðum hug.
Við sem þekktum Bjössa söknum
hans mikið en mestur er söknuður-
Kristjana E. Jóns-
dóttir - Minning
Fædd 5. ágúst 1919
Dáin 15. maí 1986
inn hjá foreldrum og systkinum
hans. Og ekki síst hjá ömmunum
tveimur sem báðar hafa misst tvö
bamaböm með stuttu millibili.
Elsku Elsa mín, Bubbi, Hafdís,
Guðfinnur, Guðmundur og Stein-
unn, góður Guð styrki ykkur og
styðji í þessari miklu sorg, en
minningin um góðan dreng mun lifa
með okkur.
„Farþúifriði
friðurGuðsþigblessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
gekkstþú meðGuði
Guðþérnúfylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(ValdimarBriem)
Blessuð sé minning Bjössa
frænda míns. Minningarathöfn um
hann fór fram í Keflavíkurkirkju
sl. laugardag.
Jóna Einarsdóttir og fjöl-
skylda.
Dauðinn er harður og mismunar
ekki mönnum. En þótt hann sé í
sumu harður þá er hann miskunn-
samur þjáðum og veitir lausn í því
sem ekki verður aftur snúið í. Og
þannig hefur dauðinn leyst móður-
systur mína, ömmu, eins og ég
kallaði hana, undan þjáningum ill-
læknandi sjúkdóms og veitti henni
hvíld.
Amma, Kristjana E. Jónsdóttir,
tilheyrði þeim fjölda sem sagan
geymir í fáum orðum. Því fólki sem
ekki berst með kjafti og klóm fyrir
auði og völdum og olnbogar sig upp
metorðastiga mannanna með hrind-
ingum og pústrum. Heldur þeim
nafnlausa skara sem rækir starf
sitt og leysir af hendi eins vel og
unnt er hversu smátt sem vera
kann. Tekur á sig byrðir annarra
og ber þeim til léttis og þiggur
einungis þakkir og hlýhug sem sín
bestu laun.
Fyrir 10 árum, á 15. ári mínu,
þekkti ég ömmu ekki öðruvísi en
Jönu sem kom í sveitina, einu sinni
á ári, ásamt manni sínum, Guðjóni,
nú látnum. Þann vetur hýstu þau
mig og fæddu vetrarlangt vegna
skólagöngu minnar í Keflavík. Frá
þeim vetri urðu þau afi og amma.
Amma var sérstök kona. Að vísu
hvorki ráðrík né hörð heldur einlæg
og mild og svo viðkvæm að hún
mátti ekkert aumt sjá án samúðar
og tilraunar til hjálpar. Átti svo
bágt með að skilja missætti manna
því hún kunni ekki að stofna til
þess. Þannig var amma ein hinna
mörgu látlausu alþýðukvenna sem
gefa en taka ekki, græða en særa
ekki og svo margir leita til og eiga
svo margt að þakka. Eins og konan
sem bakaði fyrsta brauðið og allur
heimurinn stendur í þakkarskuld
við en enginn veit hver var.
Sigurgeir B. Kristgeirsson