Morgunblaðið - 28.05.1986, Side 54
sðaetUAM i8SffflK)ÁffinHvniM OLQMMVBjannM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986
fclk í
fréttum
Cat Stevens hefur nú tekið sér
nafnið Yusuf Isiam.
Cat Stevens
heldur
fast við
Allah
Cat Stevens var einhver mesta
poppstjama síðasta áratugar.
En dag nokkum lýsti hann því yfir
að hann hefði ákveðið að hætta að
syngja og ætlaði að gerast múham-
eðstrúarmaður. Nú, níu árum síðar,
hefur söngvarinn frægi, sem söng
lög eins og Moonshadow og Peace
Train, nýlokið ellefu daga ferð til
Tyrklands. „Plötumar mínar seld-
ust grimmt um alla Evrópu en ég
er enginn sviðsmaður," sagði Stev-
ens, sem nú hefur tekið upp nafnið
Yusuf Islam, við fréttamenn í Tyrk-
landi. „Líf mitt var innantómt og
ómögulegt. En þá réðst ég í að lesa
Kóraninn og leitaði handleiðslu
Allah. Þetta olli straumhvörfum í
Iífi mínu. Öll viðhorf mín hafa
breyst." Islam, sem nú er 37 ára
gamall, lýsti og vanþóknun sinni á
þeim sem létu tónlist skipa sess
Allah (hjarta sínu.
Siggi Hall og Svala Olafsdóttir sem reka veitingastaðinn Skarfinn í Geilo í Noregi.
Skarfurinn á Geilo:
íslenskur veitingastaður
í norsku skíðalandi
Uppi í Qöllunum miðja vegu
á milli Bergen og Osló er
íslenskt veitingahús. Hinn þekkti
vetraríþróttastaður Geilo hefur
haft íslenskt veitingahús í mörg
ár, og eru sífelt fleiri að uppgötva
þetta. Nú eiga Siggi Hall og
Svala Ólafsdóttir staðinn. Þau
keyptu hann fyrir þremur árum
af Binna Eriksson, sem einnig
er frá Reykjavík.
Leikur ekki
í sj ónvarpsaug'lýsingnm
Robert Redford sagði nei takk
þegar stórfyrirtæki bauð hon-
um að taka þátt í sjónvarpsauglýs-
ingu á dögunum gegn greiðslu upp
á tvær milljónir dollara (jafnvirði
um 80 milljónir ísl. kr.). Þetta er
helming hærri upphæð en Laurence
Olivier fékk fyrir samskonar viðvik.
Vinir Redfords hafa eftir honum
að hann kæri sig einfaldlega ekki
um að leika í sjónvarpsauglýsing-
um, sama hvaða greiðslur séu í
boði___
Geilo er eitt þekktasta skíða-
íþróttasvæði Noregs. Þar er
geysilegur fjöldi af brekkum af
öllum gerðum Svala og Siggi
hafa einnig uppgötvað hversu
gaman er að stunda svig og eyða
miklu af frítímum sínum til þess.
Þau hafa einnig staðið fyrir að
fá íslenska landsliðið í alpagrein-
um á staðinn og stutt það með
ráði og dáð.
Veitingahúsið Skarfurinn
(Skarvet), sem er að öllu leyti
íslenskur, býður þó ekki uppá
íslenskan mat, segja þau. Enn
hér ríkir íslensk stemmmning.
Við ávörpum fólk t.d. með skím-
amafni og margir verða hissa
þegar þeir kynnast þeim íslenska
sið. 0 g flestir verða hrifnir af
þessu og leggja mikið upp úr því.
Maturinn er svo kafli útaf fyrir
sig. Skyndimatur er ekki á boð-
stólum. Ogekki heldur hinar
algengu kjötbollur með káli sem
hægt er að fá í flestum veitinga-
húsum og krám um allan Noreg.
Nei, á Skarfinum er spennandi
matur bæði af norskum og
frönskum uppruna. „En fram-
reiðslan er íslensk. Það kemur
fyrir að við séum með íslenskan
mat - en ekki þó físk. Það á
ekki við héma uppi í fjöllunum
og þar við bætist að við getum
ekki fengið nýjan og góðan fisk
eins og heima. Við höfum því
látið fiskinn eiga sig,“ segir
Svala.
„Og við erum þekkt fyrir góð-
an mat,“ bætir Svala við. „Það
eru meira en 40 réttir á matseðl-
inum. Já, og það hefur komið
fyrir að fólk hefur fengið hér
rétti sem það hefur aldrei smakk-
að áður.“
Það eru reyndar þrír aðrir ís-
lendingar sem vinna í þessu litla '
veitingahúsi svo það er hægt að
líta á það sem nokkurskonar
vasaútgáfu af íslandi. Siggi og
Svala efnuðust upphaflega á því
að elda fyrir ríka laxveiðimenn
heima á Islandi. Seinna kom svo
útþráin eins og hjá flestum ís-
lendingum. Fyrst fóru þau til
Danmerkur en síðan tii Noregs
þar sem þau matreiddu einnig
fyrir ríka laxveiðimenn. Einu
sinni elduðu þau líka hádegisverð'
fyrir Harald krónprins og Sonju
krónprinsessu. En.eftir það héldu
þau til fjalla og fundu Geilo-
svæðið. Binni Eriksson rak þá
veitingahúsið og þau fengu vinnu
hjá honum. Og svo keyptu þau
staðinn fyrir þremur árum. Og
þau sjá ekki eítir því. Þau hafa
lagt mikla peninga í að byggja
hann upp og tekist að koma upp
veitingastað sem skarar framúr
í Noregi. „0g við eigum áreiðan-
lega eftir að verða hér lengi,"
segja þau næstum samtímis.