Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 „Þá er létt yfir fólki, jafnvel þótt beljan deyi“ Rætt við Jón Pálsson dýralækni á Selfossi á 95 ára afmælinu „Þú vilt frá yfirlit fyrst, það er í lagi, en svo verður að koma smá hnúta í endann á Framsókn,“ sagði Jón Pálsson dýralæknir á Selfossi i upphafi samtals okkar, en hann er 95 ára í dag. Jón Pálsson eða Jón dýri, eins og h«nn hefur löngnm verið kallað- ur, fer ekkert í launkofa með skoðanir sínar, talar hispurslaust og stundum bölvaði hann hressilega f annarri hverri setningu, en það var einvörðungu þegar hann talaði um Framsóknarflokkinn. Aldrei hef ég heyrt bölvað eins yfirvegað og embættislega, en það fór ekkert á milli mála hver meiningin var og hann hafði lika gaman af þessu því hann brosti gjarnan í lok hverrar lotu þar sem honum tókst vel upp. Jón Pálsson tekur á móti gestum á afmælisdegi sínum í dag, 7. júní milli 4 og 6 að Hrismýri 1 á Selfossi. „Það er eftirtektarvert," sagði Jón, „að Framsóknar- flokkurinn getur aldrei staðið óstuddur, áður byggði hann allt sitt á kaupfélögunum, en nú er það Sambandið. Það þarf pólitískan flokk til að styðja við sig. Bitastæðara gæti það nú verið." „Hvað með yfírlitið?" skaut ég inn í. „Ég er fæddur í Þingmúla í Skriðdal 7. júní 1891. Þaðan fluttist ég um aldamótin niður á FáskrúðsQörð með foreldrum mínum að Tungu þar sem þau bjuggu mestan sinn búskap. Ég fór í Flensborgarskólann í Hafn- arfírði þegar ég var 17 ára gamall og tók síðan utan- skólapróf upp í MR. Þar var ég í tvö ár og fór síðan í nám í dýralækningum árið 1913 til Kaupmannahafnar. Það nám tók mig 5 ár og ég útskrifaðist árið 1918. Þá vildi ég gjaman vera eitt ár áfram ytra, en Jón Krabbe sagði að vegna styrksins sem ég fékk, 50 kr. á mánuði, þá þyrfti ég að koma mér heim og fara að vinna upp í styrkinn. Það var langt frá því auðvelt að fara í skóla á þessum árum, ekki aðeins að það væri afar sjaldgæft að menn færu í nám, heldur einnig hitt að samgöngur voru erfið- ar. Ég kom til dæmis mánuði of seint í Flensborg vegna skipaferða. Það var helvíti erfitt að ná enskunni í hvelli. Ég hafði aldrei séð enska tungu ritaða fyrr. Ég var andskotans allan veturinn að ná enskunni. Þegar ég tók gagnfræðapróf upp í Menntaskólann f Reykjavík voru tveir menn með mér, Bjöm Karel Þórólfs- son og Þorbergur Þórðarson. Ég slapp í gegn en þeir féllu báðir og það þótti mér leitt. Jú, þetta var töluvert basl. Það var langt þá frá Austurlandi til Reykjavfkur og þegar ég fór í Menntaskólann í Reykjavík fór eins fyrir mér og f ferðinni í Flensborg, ég kom of seint að austan. Þá gekk einhver helvítis drullupest f Reykjavík og auðvitað fékk ég hana. Það olli því að ég dróst aftur úr í latínu og þýsku, annars stóð ég mig aldrei vel í MR, verð að viðurkenna það. Pabbi hélt að ég myndi drepast En nú vom tímamót og niðurstaðan varð sú að ég færi í dýralæknanám í Kaupmannahöfn og ástæðan var nú einfaldlega sú að það losnaði stjrrkur til náms í þeirri grein. Ég gætti þess að koma nógu snemma til Kaup- mannahafnar og það gekk upp, því ég var ákveðinn f að 'nú skyldi ég einu sinni sýna að ég væri til einhvers nýtur í námi, því ég hafði aldrei staðið mig mjög vel, nú eða þá það að ég hrykki ekki til. Ég var í Kaup- mannahöfn þegar fyrri heimsstyijöldin braust út í ágúst 1914 og þá skrifaði pabbi mér og sagði mér að koma heim. Ég neitaði og hann var helvíti argur, hélt að ég myndi drepast, en það hefði ekkert gert til. Einn af samferðamönnum mínum þama var Lúðvík Þorgrímsson úr Keflavík. Hann hlýddi föður sínum og fór heim en hann kom aldrei aftur. Ég ákvað það þegar ég kom til Hafnar að umgangast íslendinga sem allra minnst. Þeir drösluðust gjaman og lærðu sjaldan málið en ég var harður á því að halda mínu striki f náminu. í skólanum með mér voru Valtýr Stefáns- son og Hannes Jónsson dýralæknir í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík. Víst hafði ég gaman af Hafnardvölinni. Ég sótti mót íslendinga og í Höfn kynntist ég mörgum mætum manni. Þar kynntist ég Jóhanni Sigurjónssyni og Gunnari Gunn- arssyni. Jóhann var langt kominn f dýralæknanámi þegar hann söðlaði yfir f skáldskapinn. „Loksins kom leikrit á fjalimar sem er einhvers virði,“ sagði Georg Brandes um Fjalla-Eyvind. Þá bugtaði stórdaninn sig og beygði Nú tilþrifin smá jukust og sama dag og ég tók loka- prófíð í dýralækningum þá gifti ég mig. Borgarstjórinn í Kaupmannahöfn sá um það. Ég var búinn að útvega öll skilríki, segja mig úr dönsku kirkjunni og allt átti að vera klárt. Skömmu áður en þetta átti að gerast kom ég niður í Ráðhús og þá var mér sagt að það vanti vottorð upp á það að ég hafi aldrei þegið fátækrastyrk. Ég sagði þeim að það væri numið úr fslenskum lögum, en stórdan- inn kom upp í blessuðum manninum og hann vildi ekki taka orð mín gild og gerði lítið úr því sem ég sagði. Ég álpast þá niður í frlandsminsterium og þegar ég hitti Krabbe spyr hann mig að því hvemig gangi. Ég sagði honum þá að ég ætti kærustu f Kaupmannahöfn og hefði átt lengi. Hennar ættfólk væri um allar trissur á íslandi, bæði fyrir austan og sunnan og því hefði okkur þótt ágætt að gifta okkur f Kaupmannahöfn til þess að gera nú ekki upp á milli fólksins okkar en nú neituðu þeir að gifta vegna þess að ég hefði ekki fátækravottorðið. Krabbe sagði mér að ég skyldi fara aftur niður f Ráð- húsið næsta dag og hann skyldi vera búinn að tala við þá. Ég fór næsta dag og hitti sama helvítis montrassinn og fyrr, en hann gerði þá ekkert annað en bugta sig og beygja í allar áttir og það voru hlægilega mikil umskipti út á orð Krabbe. Við vorum 40 pör sem voru gift þama f einni röð. Við vomm fremsta par en það var misjafn sauður í mörgu fé í þessari röð. Að lokinni giftingu vomm við öll kölluð inn til borgarsljóra sem flutti sameiginlega ræðu yfir okkur og afhenti hana síðan vélritaða. Nú, þá var að koma sér heim og ég hóf störf f Aust- firðingafjórðungi með aðsetri á Reyðarfirði, en þar hafði aldrei áður verið dýralæknir. Nú em þeir hins vegar þrír. Hingað til Selfoss flutti ég sfðan 1934 og var einn hér til 1953. Nú em sex dýralæknar á svæðinu þar sem ég var einn til að byija með, en þá náði mitt umdæmi yfir Ámessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar, sem sagt allt Suðurlandskjördæmi f dag. Gat aldrei fundið mun á mönnum eftir flokkum Einn aðalþátturinn í starfinu var eftirlit með Qósum og kúm, almennt heilbrigðiseftirlit. Ég kynntist bændum helvíti vel í þessu starfi og þeir sáu fljótt hvað það borg- aði sig að leita til manns. Það eftirminnilegasta úr starf- inu em kynnin af fólkinu og ég gat aldrei fundið mun á mönnum eftir flokkum, þó maður viðurkenni það nú ekki fyrr en í síðustu lög. Dýralæknar vom þá eins konar ráðunautar bænda. Almennt talað um landbúnaðarmálin þá er það helvítis skandali hvemig menn hafa staðið að dilkakjötssölunni og hrossaútflutningi, enda framsóknar- menn ráðið ferðinni þar sem í óefni er komið. Fyrst þegar ég kom til Reyðarijarðar var kjötið flutt út saltað í tunnu, stórhöggvið, en síðan var það flutt út frosið í pokum, sömu pokunum og em við lfði enn þann dag í dag, hálfri öld síðar. Þeir hafa ekki nennt að leita sér að markaði á neinn hátt, hvorki afla markaða af viti né pakka í neytendapakkningar, fyrr en loks nú að menn em að vakna af dvala í þessum efnum. Eftir að búið var að smeygja þessu undir ríkið gátu framsóknardelamir sett upp hvftan flibba og doðinn lagðist yfír allt. Jón Krabbe var lengi ráðunautur okkar Islendinga í Kaup- mannahöfn. Eitt sinn átti hann að mæta fyrir íslenska sjómenn í Stokkhólmi og þegar hann kom að lestinni var honum réttur farmiði að svefnvagni til Stokkhólms. Hann hafnaði miðanum að svefnvagninum, kvaðst vilja farmiða á þriðja plássi, því hann vildi ekki ferðast dýrt á kostnað fslenskra sjómanna. Skyldu sölumenn SÍS hafa lagt annað eins á sig til þess að útvega hagstæð kjör fyrir kjöt- framleiðendur og þjóðarbúið í heild. Hrokagikkur, enda framsóknarmaður Nú skulum við taka svolitla klausu um sölu á fslenskum hrossum til útlanda. Nú em tveir ráðunautar í hrossa- rækt. Gunnar Bjamason sem stóð sig afburða vel og útvegaði þá markaði sem við búum að en nú er Þorkell Bjamason allsráðandi. Gallinn er bara sá að Þorkell vill ekki framleiða heseta eins og hægt er að selja þá á meginlandi Evrópu, klárhesta með tölti. Þeir sem seljast best á meginlandinu em taugasterkir hestar, töltgengir, sem bera sig vel og em fallegir, samanber það sem Hannes Hafstein segir Hve hátt hann lyftir hnakka, hvessir brá, og hringar hreykinn makka, horfið á. Á fjórð- ungsmóti hestamanna á sfðasta ári f Reykjavík vom sýnd- ir þrír fullorðnir hestar með afkvæmum, en ég tel að enginn þeirra hafí verið hæfur til undaneldis útflutnings- hesta." Ólafur Jónsson, sonur Jóns, fylgdist með samtali okkar en þama lagði hann orð f belg og spurði pabba sinn hvort honum fyndist nú rétt, níutfu og fimm ára gömlum manninum að vera að ræða málin á þennan hátt. „Sann- leikurinn ræðst ekkert af mínum aldri," svaraði Jón að bragði, „og þetta er rétt, hann Þorkell er helvftis hroka- gikkur enda framsóknarmaður. “ Hef aldurinn til að sjá í gegnum kommúnistana Ég spurði Jón að þvf hvað 95 ára gamall maður velti vöngum yfir í dægurþrasinu. „Á lfðandi stund," svaraði hann, „er ég að harma það að maður rekur sig annað slagið á unga menn sem telja sig kommúnista eða telja sig eiga samleið með kommún- istum og öðrum vinstri mönnum. Ég tel að ungt fólk eigi að aðhyllast sjálfstæðisstefnuna sem er fyrst og fremst krafa til þeira sjálfra að leggja eitthvað á sig til þess að komast áfram. Hvaða hugsun er það að binda sig við einhveija hug- mynd frá Rússlandi, lokuðu landi með milljóna morð í sögu sinni. Ég hef aldurinn til þess að sjá f gegnum kommúnistana og vinstri mennina. Þeir hugsa ekki til enda eins og lífið gengur fyrir sig, það kemur ekkert af sjálfú sér. Það á að gefa fólki tækifæri til að spjara sig og ætlast til hluta af því. Aðbúnaðurinn í þjóðfélaginu á að vera eins góður og unnt er, en sfðan á að höfða til ábyrgðar fólksins sjálfs, eigin frumkvæðis. Jú, ég hef alltaf verið léttlyndur og það er mesta furða hvað ég hef verið vel liðinn hjá helvítis framsóknarmönn- unum, en þetta voru svo góðir vinir mfnir og við höfðum gaman af þessu, hispursleysið gefur titring. Frændi minn einn er dýralæknir í upphéraðinu, Gunn- laugur Skúlason. Þegar hann kveður er fólk alltaf f góðu skapi, þegar hann fer þá er létt yfir fólki, jafnvel þótt beljan deyi. Mér lfkar vel að þeir líkja honum við mig, bændumir. Þegar maður fer er gott að skilja gott skap eftir.“ Grein: Arni Johnsen Dregið hjá SÁÁ í dag: Greiðslufrestur til mánudagskvölds DREGIÐ verður í happdrætti SÁÁ í dag, laugardag. Vinnings- númer verða innsigluð en birt nk. þriðjudag. Gefst því greiðslu- frestur til mánudagskvölds. Grétar Bergmann hjá SÁÁ hafði samband við Morgunblaðið og bað um að því yrði komið á framfæri, að ákveðið hefur verið að gefa fólki greiðslufrest á heimsendum miðum til mánudagskvöldsins 9. júní. Því yrðu vinningsnúmer innsigluð f dag en þau síðan birt þriíjudaginn 10. júní. Gáfu Rauða krossinum ágóðann ÞESSAR ungu stúlkur gáfu Rauða krossi íslands ágóðann af hluta- veltu sem þær héldu 20. maí síðast- liðinn, alls 860 krónur. Þær eru frá vin8tri: Anna Steindórsdóttir og Ágústa Steindórsdóttir, báðar til heimilis að Látraströnd 10, og Lilja Sigurgeirsdóttir Látraströnd 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.