Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1986
rnanns og leiðtoga, vinar í raun.
Ástvinum Sveins og öllum vinum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Almáttugur guð gefi þeim styrk í
þeirra djúpu sorg. Guð blessi þau
öll.
Haraldur Stefánsson
í dag, laugardaginn 7. júní, verð-
ur jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju og jarðsettur í Innri-Njarð-
vík, einn af dugmestu atorkumönn--
um Suðumesja, Sveinn Eiríksson,
slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflug-
velli.
Það er oft, sem „kallið" kemur
skyndilega, en þegar sú harmafregn
barst út um byggðina trúðu, held
ég fáir því, að slíkt gæti í raun
gerst með þann mann, svo snögg-
lega, slíkur var persónuleiki hans
og lífskraftur. Sveinn aðhylltist
þegar á unga aldri sjálfstæðisstefn-
una og barðist ætíð fyrir framgangi
hennar, en vegna anna í eigin starfi
hafði hann ekki bein afskipti t.d.
af bæjarmálum Njarðvíkur fyrr en
1978, að hann tók kjöri í bygginga-
nefnd Njarðvíkur og sat í henni til
dauðadags. Þar reyndist hann sem
annars staðar, hinn nýtasti starfs-
kraftur, bæði útsjónarsamur og
áhugasamur svo af bar, enda hafa
bæði aðalskipulag og deiliskipulag
tekið stökkbreytingum, síðan hans
naut við og átti hann einn drýgsta
þáttinn í mótun þeirra.
í bæjarstjómarkosningunum
1982 hlaut hann kosningu í bæjar-
stjóm og náði sjálfstæðisflokkurinn
þá hreinum meirihluta og sýndi það
á síðasta kjörtímabili, að þar var
einvalalið í foiystu og eitt besta
framfaraskeið frá því sveitarfélagið
var stofnað. Enda kom það á dag-
inn, að Sveinn var kjörinn til forystu
fýrir flokkinn í komandi kosningum
og til að leiða hann í bæjarmálum
á því kjörtímabili, sem nú gengur
í hönd. En því miður fór þetta á
annan veg, meirihluti eða minni-
hluti skiptir ekki máli, Njarðvíking-
ar hafa misst góðan dreng og
mikinn mann og það verður ekki
aftur tekið.
Að telja upp ailar þær neftidir,
sem Sveinn hefur setið í, eða gera
grein fyrir störfum hans fyrir bæj-
arfélag sitt og Sjálfstæðisflokkinn
í Njarðvík, yrði of langt mál upp
að telja í stuttri minningargrein og
því aðeins hægt að segja þetta:
Hafi hann þökk fyrir.
Að sjálfsögðu getur enginn
minnst Sveins Eiríkssonar nema
minnast á aðalævistarf hans, en
hann var slökkviliðsstjóri á Kefla-
víkurflugvelli árið 1963 og sinnti
því starfí til æviloka. Hann hafði
því verið í þessu mikla ábyrgðar-
starfí á þriðja áratug, þegar hann
féll frá, langt um aldur fram, og
höfðu, auk Bandaríkjamanna í
fyrstu, unnið og þjálfast undir hans
stjóm í þessu veigamikla starfi fs-
lendingar, sem skiptu mörgum
hundruðum.
Sveinn var af sumum umdeildur
maður og þótti oft harður í hom
að taka, sem yfirmaður, en eitt var
óumdeilanlegt, að hann hafði aga
og reglu á liði sínu og það var topp
þjálfað. Það sannaðist á því, að
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar fékk
það margháttaðar viðurkenningar
fyrir störf sín, eftir að Sveinn tók
við, að það yrði einnig of langt upp
að telja. Sjálfur hlaut hann marg-
háttaðar viðurkenningar fyrir störf
sín, bæði frá innlendum og erlend-
um aðilum, en ég fullyrði að árang-
ur hans í störfum og viðurkenningar
stigu honum aldrei til höfuðs, svo
blátt áfram var hann. En flugum-
ferðin um Keflavíkurflugvöll er að
þessu leyti til sóma og skapar far-
þegum mikið öryggi.
Sveinn lauk undirstöðumenntun
frá Flensborg í Hafnarfirði og síðan
atvinnuflugmannsnámi, en höfuð-
markmið hans var að sérhæfa sig
á sínu sviði, þ.e.a.s. eldvama- og
slökkviliðssviðinu og eyddi hann til
þess þrotlausum tíma, og gerði sér
manna best grein fyrir því, að í slíku
starfi, sem hann vann, var það
skylda hans að fylgjast tryggilega
með öllum nýjungum á sviði tækni
og efna og jafnframt lagði hann
mikla áherslu á stjómunamám og
sótti §ölda námskeiða og ráðstefnur
bæði í Evrópu og Bandaríkjunum í
þessu skyni.
Kynni mín og Sveins hófust fyrst
fyrir rúmum þremur áratugum, eða
1953, að ég hóf störf hjá verkúka-
fyrirtæki á flugvellinum.
Eftir að Keflavíkurverktakar
vom stofnaðir árið 1957 og hófu
viðhaldsvinnu fyrir vamarliðið jókst
samstarf okkar Sveins til mikilla
muna, því við unnum fjölda verka
á sviði eldvama þ.e.a.s. sjálfvirk
slökkvikerfi og viðvörunarkerfi,
bæði viðhald og ný kerfí, frá flug-
skýlum niður í einkaíbúðir.
Sveinn og menn hans fylgdu
þessum verkum eftir frá hönnunar-
stigi til loka verklegu framkvæmd-
arinnar, og færi betur ef slíkt væri
gert víðar. En það má segja að
höfuðáhersluna lagði Sveinn á fyrir-
byggjandi starf og héldu starfs-
menn hans námskeið hjá hinum
ýmsu fyrirtækjum á flugvellinum,
öllum deildum vamarliðsins og hjá
fjölskyldum þeirra og náði ábyrgð
þeirra og staif einnig til radarstöðv-
anna og fjarskiptastöðva um landið.
Á þessum námskeiðum vom kveikt-
ir raunvemlegir eldar í mismunandi
efni og kennd meðferð mismunandi
slökkvitækja.
Ég minnist þess hér fyrr á ámm
þegar Sveinn átti sína eigin flugvél,
þá leigðum við hjá Keflavíkurverk-
tökum hann oft til að fljúga með
okkur á radarstöðvamar bæði á
Stokksnesi og Langanesi, þegar
hann átti frí frá störfum, en þangað
þurftum við að fara vegna fram-
kvæmda. Hann sat ekki auðum
höndum meðan við lukum okkar
störfum, heldur notaði tækifærið í
þessum biðtíma að gera úttekt á
slökkvibúnaði þessara stöðva og
sló þannig tvær flugur í einu höggi.
Sveinn var bæði góður og gætinn
flugmaður, enda hlekktist honum
aldrei á og naut ég þess að fljúga
með honum yfir landið þvert og
endilangt f fallegu veðri og þekkti
hann landið sitt mjög vel úr lofti,
enda hafði hann landakortið alltaf
á hnjánum til að geta fylgst með.
Sveinn Eiríksson kvæntist Sig-
rúnu Siguijónsdóttur og eignuðust
þau þijú böm. Þau slitu samvistir.
Eftir að foreldrar Sveins vom látn-
ir, en þau vom sæmdarhjónin Lár-
etta Bjömsdóttir og Eiríkur Ingi-
mundarson sem bjuggu á Eiríks-
stöðum í Innri-Njarðvík, hóf hann
búskap þar, með sambýliskonu
sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur, en
hún átti uppeldisdóttur frá fyrra
hjónabandi og ólu þau hana upp
saman. Þau Láretta og Eiríkur áttu
saman fimm böm og var Sveinn
þeirra næst yngstur; Helga og
Svanfríður em búsettar í Bandaríkj-
unum, en bræðumir Ingimundur
og Ástvaldur em búsettir í Njarð-
vík, einnig áttu þau systkini hálf-
bróður, son Lárettu, Gunnbjöm S.
Gunnarsson, sem búsettur er í
Reylq'avík, en hann ólst upp hjá
foreldmm Lárettu.
Það má segja að vinátta okkar
Sveins hafi þróast upp í fjölskyldu-
vináttubönd, eftir að þau Sigrún
Sigurðardóttir hófu búskap saman
og nutum við þess, ég og kona mín,
að fylgjast með þeim frá byijun,
þegar þau gerðu áætlanir um bygg-
ingu framtíðarheimilis síns, sem í
dag er eitt af glæsilegustu einbýlis-
húsum Njarðvíkurbæjar, staðsett
niður við sjávarmál í Innri-Njarðvík
og blasa Ytri-Njarðvík og Keflavík
við úr stofugluggunum handan
Stakksfjarðar og á góðviðrisdögum
mátti greinilega sjá Snæfellsnesið
með hinn fallega jökul bera við
himininn.
Mér finnst það virkilega sorglegt
að vinir mínir, Sigrún og Sveinn,
skyldu ekki hafa fengið að njóta
samvistanna með bömum sínum, f
þessu friðsæla umhverfi þessa
yndislega heimiiis, sem Sigrún, af
sinni kvenlegu smekkvísi og list,
hafði gert svo hlýlegt og heimilis-
legt og þau bæði unnið við af
miklum dugnaði að byggja upp. En
þannig spinna örlögin þræði sína.
Drengurinn, sem fæddist á bænum
Árósum á Hánefsstaðaeyrum við
SeyðisQörð og fluttist þaðan til
Njarðvíkur nokkurra ára gamall,
ólst þar upp og setti svip á bæinn
sinn, hans mun saknað af Njarðvík-
ingum og Qöldamörgum öðrum. Við
hjónin vottum fjölskyldunni allri og
ástvinum þeirra innilegustu samúð
og þökkum góðum dreng samfylgd-
ina.
Ingvar Jóhannsson
Þegar mér barst sú fregn sl.
mánudag að vinur minn, Sveinn
Eiríksson, hefði látist þá um morg-
uninn fór fyrir mér, þessum harða
manni, eins og Hallfreði vandræða-
skáldi í kvæði Davíðs Stefánssonar
„Hetja grét heitum tárum". Við
hjónin kvöddum þau Svein og Sig-
rúnu tveim dögum áður en hann
átti að fara í smáaðgerð eins og
hann orðaði það, engar áhyggjur,
kem aftur alhress eftir viku. Sveinn
hafði farið fyrir nokkru í rannsókn
vegna þyngsla fyrir bijósti. Við
hjartaþræðingu höfðu komið í ljós
þrengsli í kransæðum, ekki var
ætlunin að hann færi í uppskurð,
heldur einhverskonar blástur.
Sveinn var fæddur á Seyðisfirði
þ. 30. júlí árið 1934. Foreldrar hans
voru þau hjónin Láretta Magnhildur
Bjömsdóttir og Eiríkur Ingimund-
arson skipasmiður. Sveinn var
næstyngstur sex systkina. Árið
1940 fluttu þau Láretta og Eiríkur
til Innri-Njarðvíkur. Sem kunnugt
er var Sveinn virtasti slökkviliðs-
sfjóri innan bandaríska hersins og
hefur hlotið mikinn heiður fyrir
störf sín á sviði eldvama og björg-
unarstarfa, sem ekki verður rakið
hér, svo yfírgripsmikil em þau.
Vinátta okkar hjónanna milli Sveins
og Sigrúnar hefur verið órofin allt
frá því að þau kynntust og nú síð-
ustu árin hefur varla liðið sá dagur
að við höfum ekki haft samband.
Það var engin deyfð eða dmngi
yfir Sveini Eiríkssyni, alltaf kátur
og léttur í lund, hann vildi fá að
vita hvað maður væri að gera og
hvað væri framundan, atorkan og
áhuginn fyrir öllum sköpuðum hlut-
um var með ólíkindum, hann þoldi
ekki leti eða aðgerðarleysi. Þegar
hann kom í heimsókn til okkar í
sumarbústað, sem stendur við sjó,
átti hann það til að fara út til að
taka til í fjörunni til að gera eitt-
hvað, þó svo það væri hífandi rok
og rigning, það var ekkert sem
stoppaði hann.
Sveinn var mjög söngelskur og
hélt uppi stanslausu §öri þegar svo
bar við. Þau Sveinn og Sigrún reistu
sér stórglæsilegt hús við Narfakot,
þar sem Sigrún bjó þeim fyrirmynd-
arheimili og nú fyrir nokkmm
dögum vom þau að leggja síðustu
hönd á frágang lóðarinnar vestan
við húsið og ætluðu svo sannarlega
að njóta sólarinnar í sumar, en þá
dró þetta dökka ský fyrir sólu.
Megi guð gefa að minning um
þennan góða, mikilhæfa og dug-
mikla dreng, sem svo snögglega var
burtkallaður í blóma lífsins gleymist
ekki, heldur verði vinum hans og
samstarfsmönnum til hvatningar,
að halda merki hans á lofti um
ókomna framtíð.
Við hjónin vottum ykkur Sylvíu,
Sigrún mín, og bömum Sveins,
systkinum og öðmm vandamönnum
okkar dýpstu samúð, megi guð
styrkja ykkur á þessari sorgar-
stundu.
Jóhann Líndal Jóhannsson
Hann var hress að vanda er ég
hitti hann daginn áður en hann hélt
til London. Við vomm að rilja upp
gamalt ferðalag og hann hló mikið,
þessum einstaka hressilega hlátri.
Hann sagði stúlkunni sem var að
skrá hann í flugið, að hann ætlaði
að fá sæti til baka heim laugardag-
inn 7. júní. Ég hafði á því orð, að
hann ætlaði ekki að eyða miklum
tíma í þetta, en hann svaraði að
bragði, að í raun mætti hann ekkert
vera að þessu, hann þyrfti að fara
að sinna bæjarstjómarmálum.
Sem slökkviliðsstjóri var hann
einstaklega farsæll, það má segja
að eldur hafi hætt að kvikna hér á
vellinum eftir að hann tók við því
starfi, og má þar þakka frábærri
skipulagningu hans og manna hans
í fyrirbyggjandi starfi.
Hann lagði víðar hönd á en við
slökkviliðsstörf, rak vömflutninga-
deild hersins og sá um snjóhreinsun
flugbrauta. Þar held ég að hann
hafi vemlega fundið sig, því þar
tókst hann á við máttaröflin, sem
oft gerðu margar hrinur með snjó-
komu til að loka véllinum, en hann
aftur á móti við að halda honum
opnum. Var þar oft langur vinnu-
dagur, og kom Sveinn þá oft ekki
langtímum í hús. Ég held að þar
sem hann var gamall atvinnuflug-
maður hafði hann vitað hve mikil-
vægt var flugöryggisins vegna að
þetta tækist vel.
Svo vel tókst honum í þessum
málum, að önnur Norðurlönd sendu
hingað menn til að fræðast um og
sjá hvemig á því stæði að þessi
flugvöllur norður undir pól væri
aldrei lokaður sökum snjókomu og
ástands brauta, eins og fyrir kom
hjáþeim sjálfum.
í fleiri tilfellum tókst Sveinn á
við máttaröflin, og var starf hans
í Vestmannaeyjum, er hann hóf að
dæla köldum sjó á hraunið til að
stöðva framgang þess, landsfrægt
og síðar heimsfrægt. Því þegar gos
hófst nokkrum árum seinna á
Hawaii eyjum, leitaði bandaríski
herinn til Sveins og var flogið með
hann þangað í skyndi, en er hann
birtist hætti gosið skjmdilega og
var ekki laust við í frásögn hans,
að hann væri ekki alls kostar
ánægður með ferðina, hálfgerð
fyluferð.
Frá því að Sveinn varð slökkvi-
liðsstjóri árið 1963 átti ég mörg
erindi við hann, og ef vandi var þá
hafði hann einstakt lag á að leysa
hann.
Sveinn var litrík persóna. Hann
var ósérhiífinn, hafði orku og kraft
á við marga, stjómsamur, ákveðinn
og virtur á meðal sinna manna, þar
fór aldrei á milli mála hver stjóm-
aði. Hann setti vemiegan svip á
umhverfíð.
Á síðustu ámm fór Sveinn að
sinna stjómmálum fyrir sinn flokk
og var þar í forastusæti er hann
var svo skyndilega burt kallaður.
Við sem hér eftir störfum sökn-
um þessa hressa manns og vottum
við eiginkonu, bömum og öðram
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Jón Óskarsson
Það var með mig eins og marga
aðra vini og samstarfsmenn Sveins
þegar fregnin barst um það að hann
væri Iátinn, að maður blátt áfram
neitaði að trúa að svo væri. Dauðinn
kemur alltaf á óvart.
Starfa okkar vegna má segja að
við Sveinn töluðumst við nær dag-
lega. Árin sem við störfuðum saman
era orðin býsna mörg, komin á
þriðja tug. Kynnin vora náin þannig
að ég þekkti mnanninn vel og þau
vora þannig að nú er engu líkara
en ég sakni bróður í stað.
Ég ætla ekki í þessum örfáu
minningabrotum að rekja ætt
Sveins og upprana. Það munu aðrir
gera. Engu að síður er rétt að láta
það koma fram, að hann kom ekki
í þennan heim með silfurskeið í
munninum, aldeilis ekki. Aftur á
móti hlaut hann í vöggugjöf ómæld-
an dugnað, áræði og eðlisgreind.
Þessa eiginleika ræktaði hann og
notaði til góðra verka og var orðinn
þjóðkunnur maður á léttasta skeiði.
Að þessu leyti mætti margur taka
hann sér til fyrirmyndar, bæði ungir
og gamlir.
Mér er minnisstætt ástand mála
slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelii
þegar Sveinn tók við stjórn þess
sumarið 1963. Þar þurfti svo sann-
arlega að taka til hendinni. Það var
líka gert. Árangurinn lét ekki á sér
41
standa. Þau era ófá verðlaunin og
viðurkenningamar sem Sveinn og
hans menn hafa veitt viðtöku und-
anfama tvo áratugi, fyrir vel unnin
störf. Sama máli gegnir með snjó-
hreinsun- og hálkuvamir á flugvell-
inum. Þar var þörf mikilla úrbóta.
Menn vora sammála um að leita til
slökkviliðsstjórans sem þeir treystu .
best til að leysa vandann. Þetta var
árið 1975. Stofnuð var deiid innan
slökkviliðsins til að sinna þessu
verkefni. Árangurinn lét heldur
ekki á sér standa. Um það vitna
umsagnir flugmanna og annarra
sem hagsmuna eiga að gæta.
Sveini var það ljóst að stjóm
slökkviliðsins var allsendis óskyld
því að komast efst á vinsældalist-
ann. Hann var harður í hom að
taka ef því var að skipta en jafn-
framt manna sanngjamastur og
greiðviknastur. Hann var vakinn
og sofinn í starfinu. Slík var sam-
viskusemin og ábyrgðartilfinningin.
Hann minnti mann um margt á
herforingjana í gamla daga, sem
fóra fyrir liði sínu fremstir í fylk-
ingu og unnu hvetja orrastuna eftir
aðra. Hann lét sig ekki muna um
það að setjast undir stýri á snjóplógi
og fara fremstur í öskubyl og ofsa-
veðri til að halda flugvellinum á
Miðnesheiði opnum og öraggum ef
því var að skipta.
Það var aldrei neinn uppgjafa-
tónn í Sveini Eiríkssyni. Glöggt
dæmi um þetta er Vestmannaeyja-
gosið og hraunkælingin. Þar lét
hann sig ekki muna um það að
segja náttúraöflunum stríð á hend-
ur, — og fór með sigur af hólmi.
Þessi þáttur í skaphöfn hans kom
glöggt í með þegar hann lagði upp
f sína hinstu för. Hann var léttur f
lund, lék á alls oddi eins og honum
var svo gjamt og bað menn að
hafa ekki áhyggjur af sér.
Nú er hann farinn yfir móðuna
miklu. Hans er sárt saknað af íjöl-
skyldu, vinunum mörgu og sam-
starfsmönnum.
Ég sendi öllum hans nánustu
innilegar samúðarkveðjur á sorgar-
stund.
Guð veri með mínum gamla vini.
Pétur Guðmundsson
Kveðja frá Félagi stjórn-
enda slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Við hið óvænta fráfall Sveins
Eiríkssonar slökkviliðsstjóra, eins
af félögum okkar, vill stjórn FSSK
koma á framfæri þakklæti fyrir
þann mikla áhuga og velvilja er
hann ávallt sýndi félaginu. Við frá-
fall Sveins er höggvið það skarð í
raðir slökkviliðsmanna á Keflavík-
urflugvelli sem vandfyllt er. Hann
gerði miklar kröfur til þeirra sem
störfuðu undir hans stjóm, og á
því hafði hann fyllilega efni, svo
ósérhlífinn sem hann alla tíð var.
Sveinn vildi veg þeirrar stofnunar
sem hann starfaði við sem mestan,
og er hægt að fullyrða að þar hafi
honum tekist frábærlega vel. Það
er sárt að sjá á eftir slíkum atorku-
manni sem Sveinn var, en enginn
ræður sínum næturstað.
Við í Félagi stjómenda slökkvi-
liðsins á Keflavíkurflugvelli þökk-
um fyrir að hafa fengið að njóta
samvistanna við Svein og kveðjum
hann með söknuði.
Kijúptu að fótum friðarboðans,
fljúgðu á vængjum morgunroðans,
meira að starfa guðs um geim.
J.H.
Ástvinum Sveins sendum við
hugheilar samúðarkveðjur.
Stjóm FSSK
Legsteinar
/ . Unnarbraut19,Seltjarnarnesi,
Í'Umit i.f símar 91 -620809.