Morgunblaðið - 07.06.1986, Side 51

Morgunblaðið - 07.06.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNl 1986 Þessir hringdu . . Strengleikar — góðurþáttur Útvarpshlustandi hringdi: Sunnudaginn 1. júní sl. var sériega góður þáttur í hljóðvarp- inu sem hóf sig upp úr skvaldri helgarinnar. Það var myndlistar- þátturinn Strengleikar í umsjá Halldórs Bjöms Runólfssonr. Þar fór saman áhugavert efni, áheyrilegur og vandaður texti og einstaklega fogur tónlist. Kærar þakkir Halldór Bjöm. Perluarmband týndist í Top-ten Ung stúlka hringdi og sagðist hafa týnt perluarmbandi í Top- ten-klúbbnum í Armúla föstudag- inn 30. maí. Biður hún finnandann að hringa í síma 71231 og heitir fundarlaunum. Éurocard og Visa hressileg hækkun Greiðslukortanotandi hringdi: „Mér brá illa í brún þegar ég komst að því núna á dögunum að Eurocard hefðu hækkað verðið á sínum kortum upp í 750 kr., en þau kostuðu 500 kr. áður. Ég hringdi þá í Visa að gamni mínu og höfðu kortin hjá þeim hækkað í 700 kr. Þetta þykir mér nú hressileg hækkun og trúi því varla að hún stafi eingöngu af verð- bólgunni. Gaman væri að fá að vita hvemig á þessari verðhækk- un stendur." Spurst fyrir um BMX-turbo reiðhjól Guðfínna hringdi og sagði að hjóli sonar síns hefði verið stolið er hann tók þátt í Afríkuhlaupinu um daginn og hafði lagt því fyrir framan stjómarráðið. Um er að ræða nýtt BMX-turbo reiðhjól, gjarðimar með hvítu plasti en dekkin gul. Biður hún þá sem kynnu að verða varir við hjólið að hringja í síma 13292. „Nordan hardan gerdi gard.. Enn hringja margir eða skrifa vegna fyrirspumar um botn, sem birtist í Velvakanda á dögunum, við þessum fyrrihluta: Nordan hardan gerdi gard geysihardurvardhann Geir Guðmundsson Bolungarvík skrifar: „í Velvakanda lýsti O.Þ. eftir botni við vestfírskan vísuhelming. í bók Áma Gíslasonar Gullkistunni útb. 1944, bls. 183, er vísan í heild svona: Nordan vard, hann gardi gard, geysihardurvard ’ann bordajardarennisard upp í skardid bard ’ann Vísa þessi er alkunn hér vestra og gjarnan notuð sem dæmi um hinn foma vestfírska framburð, þar sem -ð- var borið fram sem -d-, en sá framburður er alveg við það að hverfa. Til gamans mætti fylgja ísfírsk staka sem birtist á sama stað: Suðaustan og setur upp eyra, sinna vill þó Fjörðunum meira, landnordan og ljónið út Djúpin, líka hengir ’ann strákinn í Núpinn. (Eyra: ský, sem vindur teygir, strákur: skýjaklúfur)." Steinunn Gunnarsdóttir sendir þennan botn: Ofan jardar ekkert vard onískardidbard’ann Steinunn þakkar fyrir nöfnin á tánum sem komu í Velvakanda í vetur. Jón Óskar sendir þennan botn: bordajardarerdisard uppískardidbard’ann Bordi jardar heldur hann að sé sjórinn, ard sjávar sé brim og erdis áhersluorð, þ.e. brimið barðist upp í skarðið. Vestfírðingur sendir þennan botn: ardar svardar ennis ard ofan i skardid bard’ann B.G. sendir eftirfarandi botn: Ólafsfjardar upp á skard upp á skardi bard’ann Gunnar Bjamason ráðunautur hringdi og sagðist hafa lært þessa vísu á Akureyri um 1930 og hafí seinni parturinn þá verið þannig: Eyjafjardareyddi ard upp í skardid bard’ann Þetta þýði að norðangarðurinn hefði tekið hey af bæjum og borið upp í skarðið. Sigurður Guttormsson segist hafa heyrt þennan: Reykjafjardar austan ard ofan í Qördinn bard’ann Bjöm Guðbrandsson læknir skrifar: „Vísan gæti verið upprunnin í Héðinsfirði en seinni hlutann hef ég heyrt á þennan veg: Ólafsfjardaryfirskard allan gardinn bardi ’ann.“ Segir hann að þama sé átt við fjallið Barða á Vestfjörðum. Velvakandi þakkar öllum sem hringdu eða skrifuðu. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera véirituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvseðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ^51 '------------------------------N 96 bls. hvert hefti, tvisvar á ári. 60. árgangur. Flytnr greinar um: — Andlega menn og reynslu — Hugleiðingu, yoga — Eðli mannsins — Huga hans og vitund — Óskilin fyTÍrbæri — Forna visku Tímaritið Gangleri Nýir áskrifendur fá einn árgang ókeypis. Askriftargjald500 kr. Áskriftí síma 39573. K-______________________________ & OPEL REKORD DIESEL WECINDI ORYGGI KRAFTUR ...sá sem aldreí bregst BíLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Nýgalvi HS 300 Unnt er að spara ómældar upphæðir með því að fyrirbyggja eða stöðva tær- ingu. NÝGALVI HS 300 frá KEMITURA í Danmörku er nýtt ryðvarnarefni á ís- lenskum markaði. • Nýgalvl er hrelnn slnkmálmur í sérstöku upplausnarefnl. Slnklnu er smurt á ryðhvarfaö (oxideraö) stálundlrlaglð og brennlst fullkömlega viö þaö. • Slnkiö bofnfellur auöveldlega og getur því veriö erfitt aö hrœra upp i dósunum fyrst i staó. Gott er þá aö nota handborvél meö hrærisþaöa. • Ekki þarf aó sandblása eöa gljáslípa undirlagið. Sandskolun undir háþrýstingl eöa virburstun er fullnægjandi. • Fjarlæglö alla gamla málningu, laust ryö og skánir, þerriö flötinn og máliö meö nýgalva. • Nýgalvi fyrirbygglr tærlngu og stöövar frekarl ryömyndun, fyrirbyggir bakteríu- gróöur og þörungagróöur. Skelfisk festir ekki vlö flötinn. • Nýgalvi er tllbulnn tll notkunar i dósum eöa fötum, hefur ótakmarkaö geymsluþol á lager, borlnn á með pensli eöa úöasprautu. • Hvert kg þekur 5—6 m’ sé þorlö á með pensli og 6—7 m’ ef sprautaö er. • Venjulega er fullnægjandi aó bera á tvö lög af nýgalva. Þegar málaö er á rakt yflrborð eöa í mjög röku lofti, t.d. úti á sjó, er ráölagt að mála 3 yfirferðir. Látlö líða tvær stundir milli yfirferöa. • Hitasvið nýgalva er +40°C til 120°C. • Nýgalvi er ekki eitraöur og er skrásettur af framleiöslueftirlitlnu og vinnueftirlltinu i Danmörku. • Galvanhúö meö nýgalva er jafnvel ennþá þetri og þolnarl heldur en venjuleg heltgalvanhúöun. • Hentar alls staðar þar sem ryö er vandamál: turnar. geymar, stálvlrki, skip, bátar, bílar, pipur, möstur, girðlngar, málmþök, loftnet, verktakavélar, landbúnaöarvélar og vegagrindur. Smásala LITURINN Síðumúli 15, 105 ReykJaviK. Sími 84533. ELLINGSEN HF., Grandagaröi 2, 101 Reykjavík. Sfml 28655. MÁLNINGAR- VERSLUN PÉTURS HJALTESTED Suöurlandsbraut 12, 105 Reykjavfk. Sfml 82150 Umboð á íslandi og heildsala SKANIS HF., Norraen vlösklptl, Laugavegi59, 101 Reykjavík. Síml 21800. Verktakar STÁLTAK Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Sfmi28933

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.