Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 07.06.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 AP/Símamynd • Næstu leikir f C-riöli verða á mánudaginn og leika þá Frakkar gegn Ungverjum og Sovétmenn gegn liði Kanada. Myndin er úr leik Sovótmanna og Frakka, en það var einmitt Fernandez til vinstri sem jafnaði fyrir Frakka. Til hægri er Pavel Yakovenko. Futre vill til Ítalíu Portúgalski landsliðsmaðurinn Paulo Futre hefur áhuga á að leika knattspyrnu með 1. deildar- liði á ítalfu næsta keppnistfmabil. Futre telur að knattspyrnan á Ítalíu henti sér vel. Hann vill fara til að öðlast meiri reynslu en ekki vegna peninganna sem eru í boði. ítölsk lið hafa sýnt honum áhuga, en þ'au verða að semja við Porto, liöið sem Futre leikur með. Liðin sem komu upp úr annarri deild og leika í ítölsku 1. deildinni næsta keppnistímabil mega hvert um sig kaupa tvo erlenda leikmenn eða fá þá lánaða frá öðrum liðum. Fregnir herma að ítölsk lið hafi einnig áhuga á að fá Portúgalana Fernando Gomes og Jaime Pach- eco. Sampson í sturtu en Houston vann AÐ LOKNUM 15 leikjum f riðla- keppni HM er ekkert lið öruggt með að komast áfram. Flestir leikir hefa endað með jafntefli eða eins marks sigri, þannig að alK getur enn gerst. f A-riðli verða síðustu leikirnir á þriðjudaginn. Þetta er 5. keppni Búlgarú og enn hefur landslið þess ekki unnið leik í HM. Ivan Vutsov, þjálfari Búlgaríu, telur að staðan sé erfið en ekki vonlaus og þeir muni leggja sig alla fram gegn Argentínu. Bergomi leikur ekki með Ítalíu gegn Suður-Kóreu, þar sem hann hefur fengið tvö gul spjöld og er því í eins leiks banni. Þjálfari Suður-Kóreu, Kim Jung- Nam, segir að þeir muni gera allt sem þeir geti til aö vinna Italíu og komast þar með áfram. Efstu liðin í B-riðli, Mexíkó og Paraguay, leika í dag. Sigur tryggir áframhald í keppninni. Liðsheildin hjá Mexíkó er sterkari, en einstakl- ingsframtak Romero og Cabanas hjá Paraguay getur gert þeim lífið leitt. Leikur Belga og fraka verður á morgun, en liðin hafa ekkert stig fyrir leikinn. [ C-riðli eru Sovétríkin og Frakk- land nokkuð örugg með að komast áfram. Síðustu leikir í riðlinum verða á mánudaginn og leika þá Frakkar við Ungverja og Sovét- menn við Kanada. Norður-frland og Spánn leika mikilvægan leik í D-riðli í dag, en síðustu leikir í riðlinum verða á fimmtudaginn. Norður-frland er AP/Símamynd • Portúgalinn Gomes og félagar hans leika við Pólverja f daga en þessi mynd er tekin þegar Butcher braut f eitt skiptið af mörgum á honum í leik Portúgal og Englands á dögunum. talið vera með veikasta lið Bret- landseyja, en með sigri í dag líkleg- astir til að komast áfram. Spán- verjar töpuðu fyrir Brasilíu og ætla sér örugglega ekkert annað en sigur í dag. A morgun verða tveir leikir í E-riðli. Annars vegar leika Vestur- Þýskaland og Skotland og hins vegar Danmörk og Uruguay. Skot- ar veröa að stilla upp nýrri fram- línu, þar sem Sturrock og Nicholas eru báðir meiddir og reyndar verð- ur Nicholas ekki meira með í keppninni. Pólland og Portúgal leika í F-riðli í dag, en síðustu leikir í riðlinum verða á miðvikudag. Hjá Pólverjum er varnarmaðurinn Dariusz Kubicki meiddur og markvörður Portúgala, Manuel Bento, fótbrotnaði á æf- ingu á fimmtudaginn. Bæði liðin stefna að sigri, en jafntefli getur komið báðum liðum vel. HM um helgina: Átta leikir og þar á meðai heil umferð í erfiðasta riðlinum Morgunblaöið/Óskar Sæmundsson • Verðlaunahafar úr Dunlop-mótinu um sfðustu helgi ásamt Jóni Diðrikssyni frá Austurbakka. Dunlopopin íLeiru Einar Long var DUNLOP-open golfmótið var haldið á Hólmsvelli f Leiru um sl. helgi. Leiknar voru 36 holur með og án forgjafar. Fremur leiðinlegt verður setti mark sitt á skor keppenda. Einar Long úr Golfklúbbi Reykja- víkur náði tveggja högga forystu á fyrri degi og hélt því í lokin. Tryggvi Traustason GK og Suðurnesja- mennirnir Hilmar Björgvinsson og Sigurður Sigurðsson þjörmuðu að honum en Einar stóðst pressuna og lék sfðustu 9 holurnar á pari vallarins og tryggði sér sigur. Úrsliturðu annars þessi: Án forgjafar: högg 1. EinarLongGR 154 2. T ryggvi T raustason GK 156 3. Hilmar Björgvinsson GS 156 Með forgjöf: 1. Júlíus Steinþórsson GS 133 2. JúlíusJónsson GK 136 3. Guðm. Sigurjónsson GS, 136 Frá Gunnari Valgeirssyni fréttaritara Morgunblaösins í Bandaríkjunum. HOUSTON Rockets vann fimmta leikinn í viðureigninni um banda- ríska meistaratitilinn, heims- meistaratitilinn eins og Banda- rfkjamenn kalla hann, gegn Bos- ton Celtics á fimmtudagskvöldið með 111 stigum gegn 96 f miklum slagsmálaleik þar sem einn aðal- maður Houston var rekinn í sturtu snemma f öðrum leikhluta. Það var Ralph Sampson sem varð að fara í bað eftir að hann hafði lamið nokkra leikmenn Boston- liðsins. Eins og í fyrri viðureignum lið- anna var fyrsti leikhluti jafn og spennandi og staðan eftir hann var 26:28 en leikið var í Houston að þessu sinni. bestur Verðlaunahafar fengu vegleg verðlaun frá Austurbakka hf., umboðsaðila Dunlop á íslandi, m.a. fékk Einar Long golfsett fyrir sigurinn án forgjafar. Ýmis auka- verðlaun voru einnig veitt m.a. fyrir að vera næstur holu í upphafs- höggi á 8. og 14. braut. Þau komu í hluta þeirra Kristínar Þorvalds- dóttur GK og Vals Ketilssonar GS. Þátttakendur voru 80. Strax í upphafi annars leikhluta hélt varabakvörður Boston, Sich- ting að nafni, risanum Ramph Sampson sem mislíkaði það og lamdi kappann auk þess sem hann sló til einhverra fleiri leikmanna Boston. Hann var rekinn í sturtu. Margir töldu að nú væri leikur- inn tapaðurfyrir Houston því þegar þetta gerðist var staðan 34:33 og Sampson einn sterkasti leikmaöur Houston. Varamaður hans, Peter- son, var á öðru máli. Hann lék mjög vel og sömu sögur er að segja af Nígeríumanninum Olajuw- on sem skoraöi 32 stig, tók 14 frá- köst og varði átta skot mótherja. Boston hefur alltaf byrjað þriðja ieikhluta vel en ekki núna. Houston tóku bókstaflega öll völd á vellinum en þegar leikmenn tóku sér hvíld fyrir fjórða leikhluta hafði Houston yfir 86:65. Þeir börðust eins og Ijón um alla lausa bolta og uppskáru sigur. Næsti leikur liðanna er á morg- un og verður þá leikið í Boston og ég tel að Boston vinni þann leik með um 20 stigum því þeir eru ósigrandi, eða svo gott sem, á heimavelii. Ef spá þessi reynist rétt þá hefur Boston tryggt sér þennan titil í 16. sinn sem er oftar en nokkuð annað lið getur státað af. Houston hefur aldrei unnið þessa keppni. Það er alls ekki óvenjulegt að leikmenn Boston lendi í slagsmál- um í leikjum sínum. Þeir virðast vera lunknir við að fá mótherja sína til að tryllast og oft hefur það komið fyrir í vetur að andstæðing- ar þeirra hafa verið sendir út úr húsum vegna slæmrar framkomu en leikmenn Boston sloppið. Þeir eru greinilega mjög lúmskir þegar þeir brjóta þannig aö dómararnir sjá ekki brot þeirra. Knattspyrna helgarinnar FJÖLMARGIR leikir verða á fs- landsmótinu í knattspyrnu f öll- um flokkum og deildum, karla og kvenna, nema 1. deild karla þar sem 5. umferð var leikin í gærkvöldi. I dag leika í 1. deild kvenna KR og Þór Akureyri á KR-velli. I 2. deild karla leika Einherji og Selfoss á Vopnafjarðarvelli, Vík- ingur og Skallagrímur á Laugar- dalsvelli og KA og Þróttur Reykja- vík á Akureyri. Allir leikirnir hefj- ast kl. 14. 3 leikir fara fram í 2. deild kvenna, 6 í 3. deild karla og 14 leikir í 4. deiid karla. A morgun leika á Valsvelli Valur og Þór í 1. deild kvenna og hefst leikurinn kl. 14. Þá fara fram 2 leikir í 4. deild karla og einn í 2. deild kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.