Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. JÚNl 1986 Þriggja ára dreng- ur var hætt kominn í garðlaug nágranna Selfossi. ÞRIGGJA ára drengur, Amþór Davíð Bjömsson, var fyrir nokkm hætt kominn þegar hann féll ofan i heitan pott inn á lóð nágranna síns. Af einskærri tilviljun heyrði 10 ára drengur þegar Amþór féll í pottinn og let húsráðanda vita sem náði honum upp úr pottinum áður en illa fór. Amþór Davíð með lífgjöfum sín- um Þóri Siggeirssyni og Róberti Agnarssyni við garðlaugina þar sem óhappið átti sér stað. Amþór Davíð var að leik inni á lóð nágranna síns við Laufhaga á Selfossi þar sem var heitur pottur fullur af vatni. Tilviljun réði því að Róbert Agnarsson, 10 ára, var staddur í þessu húsi ásamt systur sinni við að líta eftir bömum. Hann sagðist hafa heyrt eitthvert hljóð og leit út um glugga og sá þá að eitthvað var í heita pottinum. Fyrst hélt hann að það væri poki en sá svo í andlit Amþórs þegar hann valt á bakið. Þá gerði hann húsráð- andanum Þóri Siggeirssjmi viðvart þar sem hann var við vinnu í bíl- skúr hússins. Þórir brá skjótt við og kippti Amþóri upp úr pottinum. Strax og Þórir hafði náð upp úr honum vatni byijaði hann að anda, Viðræður um meirihluta eru víða á lokastigi ALLT ÚTLIT er fyrir að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur myndi bæjarstjómarmeirihluta á Isafirði. Að sögn Kristjáns K. Jónassonar, oddvita Alþýðuflokksmanna, hefði að öllum likindum verið gengið frá málefnasamningi þessara flokka um síð- ustu helgi, ef fundarhöld hefðu verið möguleg, en fjarvistir manna hefðu hamlað þvi. Kristján kvaðst ekki búast við að neitt gæti nú komið í veg fyrir samvinnu þessara flokka og lokafundur yrði líklega í kvöld. en augljóst var að ekki mátti tæpara standa. Amþór náði sér fljótt eftir volkið í heita pottinum en atburðurinn átti sér stað 19. apríl, daginn fyrir 3ja ára afmælisdag Amþórs. Á af- mælisdeginum ríkti því tvöföld ánægja á heimilinu. „Maður var auðvitað fljótur að taka tappann úr pottinum," sagði Þórir Siggeirsson og sagðist vilja benda á það hvílík hætta fylgdi því að hafa vatn í opnum garðlaug- um og heitum pottum sem væru úti í garði hjá fólki. í byggingareglugerð er heimild fyrir bygginganefndir að skylda húseigendur að setja upp 90 cm girðingu umhverfís heita potta og garðlaugar. Eftir slysið í Lauf- haganum á Selfossi var frágangur við garðlaugar ræddur í bygginga- nefnd Selfossbæjar og formanni nefndarinnar og byggingafulltrúa falið að kanna ástandið. Þeirri könnun er ekki lokið en bygginga- fulltrúi sagði að í flestum tilfellum væru laugamar ógirtar og oft á tíðum vatn í þeim. Sig. Jóns. ' ■ !¥ <j».*í Á Húsavík í gærmorgun. Morgunblaðið/SPB Slydda og snjór á Vestfjörðum o g Norðurlandi SKJÓTT skipaðist veður i loftí á Norðurlandi um helgina. Á sunnudag var logn, sól og blíða með 14 stíga hita á Húsavík og gróður að taka við sér, þó mán- uði seinna en oft áður. Á mánu- dag var hiti kominn að frost- marki og snjór þakti græna bletti milli fjalls og fjöru. Ófærð var jafnvel á fjallvegum. Slydda og snjókoma var einnig á norðanverðum Vestfjörðum og á norðvesturlandi og hiti um eina til tvær gráður. Sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er von á hægri breytí- legri átt á landinu og hlýnandi veðri í dag, í kjölfar lægðarinn- ar sem olli kuldanum og gekk yfir landið aðfaranótt mánu- dags. Á Dalvík er verið að ganga fi-á myndun meirihluta í bæjarstjóm með samstarfí sjálfstæðismanna og óháðra annars vegar og Alþýðu- bandalags og annarra vinstri manna hins vegar. Trausti Þor- steinsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðis- manna sagði í gær, að aðeins ætti eftir að ræða um það hverjir gegna eigi störfum bæjarstjóra og forseta bæjarstjómar og myndu þau mál líklega skýrast í dag. Á Bolungarvík slitnaði upp úr viðræðum Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Oháðra fyrir helgina. Nú hefiír Alþýðubandalag óskað eftir viðræðum við Óháða og Sjálf- stæðisflokk og ætluðu sjálfstæðis- menn að funda í gærkveldi og taka afstöðu til þessa. Jónas Hallgrimsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins á Seyðis- fírði, sagði viðræður framsóknar- manna og sjálfstæðismanna þar í bæ vera á lokastigi og yrðu drög að málefnasamningi flokkanna borin upp á fundi aðilanna í dag. Jónas kvað líklegast að bæjarstjóri yrði áfram Þorvaldur Jóhannsson. Fyrstu viðræður Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks á Húsavík voru í gærkveldi. Reyndi að fá sjöfaldar bætur fyrir myndavél Árvekni kom í veg fyrir að maðurinn næði hálfri milljón ÁRVEKNI starfsmanns Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. í Reykjavík varð tíl þess nýverið að koma upp um tryggingasvik að fjárhæð allt að hálfri milijón króna. Ungur maður, sem tekið hafði farangurstryggingu hjá sjö stærstu tryggingarfélögum landsins, þar með tryggingu á myndavélabúnaði að upphæð frá 70 tíl 80 þúsund krónur, hafði þá gert kröfur um bætur hjá öllum féiögunum vegna stulds á myndavélabúnaði úr bilaleigubif- reið sem hann var á erlendis. Þegar upp komst hafði hann Jón G. Sólnes á Akureyri látinn JÓN G. Sólnes, fyrrum banka- stjóri og alþingismaður, varð bráðkvaddur á heimili sinu að morgni sunnudags 8. júni. Jón var fæddur 30. september 1910 og var því 75 ára er hann lést. Jón fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Guðmundar Þorkelssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur. Hann var kjörsonur hjónanna Lilju og Eð- varðs Sólnes formanns og útgerðar- manns á Akureyri. Hann útskrifað- ist úr Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri 1926. Á árinu 1937 stundaði hann bankastörf í London og sótti námskeið í bankafræðum. Jón hóf störf í útibúi Landsbanka íslands á Akureyri árið 1926 og vann þar síðan samfleytt í rúm 50 ár, eða til 1. júlí 1976, er hann fékk lausn frá störfum að eigin ósk. Hann var skipaður útibússtjóri l.júlí 1961. Jón G. Sólnes sat í bæjarstjóm Akureyrar lengur en nokkur annar maður eða í 36 ár. Hann var fyrst kosinn í bæjarstjóm 1946 á lista Sjálfstæðisflokksins og sat þar samfleytt til 1978 og síðan aftur 1982-1986, eða samtals í 36 ár. Hann var forseti bæjarstjómar 1962-1966 og 1970-1974 og átti lengi sæti í bæjarráði. Jón var for- maður framkvæmdastjómar Bmnabótafélags íslands 1955- 1979, í stjóm Framkvæmdastofn- unar ríkisins 1974-1978, varaþing- maður Norðurlandskjördæmis eystra 1971, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í sama kjördæmis 1974- 1979, þá var hann jafnframt for- maður Kröfluneftidar. Jón bauð fram sérstakan lista í þingkosning- unum 1979 en var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn til bæjarstjóm- ar 1982. „Ég taldi að þátttaka mín yrði til góðs - það höfðu verið ýfíng- ar í flokknum en nú hefur verið unnið af miklum heilindum," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið, sem birtist 31. maí sl. Hann var í full- trúanefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum 1969 og 1979, í nefnd Islands í þingmannasambandí Atl- antshafsbandalagsins og i ýmsum undimefndum innan þeirra sam- Jón G. Sólnes taka 1974-1979, í stjóm Vélbáta- tryggingar Eyjafjarðar frá 1952, fulltrúi Samábyrgðar íslands í þeirri stjóm. Jón var stofnandi Varðar, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri 1929. Saga Jóns G. Sólnes skráð af Halldóri Halldórssyni, rit- stjóra, kom út haustið 1984. Þar lýsir hann viðburðaríkri ævi. Jón var kvæntur Ingu Pálsdóttur Sólnes og lifír hún mann sinn. Þau áttu gullbrúðkaup 30. maí síðastlið- þegar fengið greitt tjónið frá tveimur félaganna samtals að upphæð um 150 þúsund krónur og hin félögin, önnur en Trygg- ingamiðstöðin, höfðu ekki séð neitt athugavert við kröfurnar. Maðurinn hefur verið látínn endurgreiða bætumar tíl félag- anna tveggja, en hefur ekki verið kærður fyrir lögreglunni. Ungi maðurinn tryggði hjá öllum félögunum sjö. Mun hann hafa sýnt myndavélabúnaðinn a.m.k. hjá nokkrum þeirra, en búnaðurinn var ekki alls staðar eins skráður. Er hann kom heim að utan fór hann síðan til allra félaganna með ljósrit af yfírlýsingu frá bflaleigu erlendis og fararstjóra íslenskrar ferðaskrif- stofu þar sem staðfest var að brot- ist hefði verið inn í bifreiðina og að maðurinn hefði tilkynnt þeim um stuld á myndavélabúnaðinum. Að sögn deildarstjóra tjónadeilda tryggingafélaganna, sem blaða- maður ræddi við, eru þetta þau gögn sem krafíst er, og oft á tíðum hefur fólk ekki nein gögn að styðj- ast við, er það tilkynnir um slík óhöpp. í þeim tilvikum er byggt á gagnkvæmu trausti við ákvörðun um bætur, að sögn deildarstjór- anna. Því var ekki ástæða í um- ræddu tilviki að mati þeirra að rengja manninn. Gísli Magnússon hjá Tryggingamiðstöðinni sagði aðspurður um hvað hefði vakið athygli hans: „Mér þótti dálítið skiýtið að maðurinn kom alla leið hingað upp á sjöttu hæð í Morgun- blaðshúsið rétt fyrir klukkan fímm með myndavélabúnaðinn áður en hann fór út, þar sem við erum ekki með marga viðskiptavini í þessari tryggingagrein. Þess vegna hringdi ég í fararstjórann. Hann fullvissaði mig um að hér væru engin svik í tafli, að hann hefði séð hvemig bfll- inn var útleikinn. En þegar ég var að kveðja hann og þakka honum fyrir upplýsingamar spurði hann, hvort ég væri ekki að hringja frá Ábyrgð hf., því hann hefði stflað yfirlýsinguna á það tryggingafyrir- tæki. Þar með hringdi ég þangað og síðan í öll hin fyrirtækin og í ljós kom að hann hafði tryggt og farið fram á bætur alls staðar." í viðtölum við deildarstjóra tjóna- deilda félaganna kom ennfremur fram, að þetta atvik verður til þess, að félögin munu hér eftir gera kröfur um að fram verði lögð frum- rit og að yfirlýsingar fararstjóra verði stflaðar á eitt fyrirtæki. í fyrrgreindu dæmi hafði yfírlýsing fararstjórans verið ljósrituð og blað lagt yfír fyrirtækisnafnið, þ.e. Ábyrgðar. Bjami Þóðarson formað- ur Sambands íslenskra trygginga- félaga sagði að mál þetta hefði verið rætt í stjóm SÍT en þar verið niðurstaðan að það væri málefni hvers félags fyrir sig að ákveða hvort umræddur maður yrði kærð- ur, en hér væri um tryggingasvik að ræða. Bjami sagði að mál þetta ýtti vissulega undir þá hugmynd, að tryggingafélögin kæmu sér upp sameiginlegum upplýsingabanka, enda veitti oft á tíðum ekki af. Þess má geta að lokum, að ungi maðurinn hafði samband við annað tryggingafélagið sem greitt hafði honum bætur, eftir að upp um svik- in komst og spurðist fyrir um, hvort ekki væri réttmætt að félögin greiddu sér a.m.k. einn sjöunda hluta bótanna hvert. Forsætisráð- herra í opin- bera heimsókn til Svíþjóðar í frétt frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að Steingrimur Hermannsson forsætísráðherra fari í opin- bera heimsókn til Svíþjóðar í boði Ingvars Carlsson for- sætísráðherra Svíþjóðar 6. og 7. október n.k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.