Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Morgunblaðið/Einar Falur Prentsmiðjan Oddi hefur hlotið viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir snyrtimennsku við frágang lóðar sinnar. Fegrunarátak í Reykjavík NÚ ER fegrunarvika í Reykja- vík og er að því stefnt, að sem flestir leggi sitt af mörkum. Allir reyni með einhveijum hætti að huga að sínu nánasta umhverfi og fegra eftir fremsta megni. Þegar farið er um hverfi borg- arinnar blasir misfogur sjón við. Víða hafa íbúar og atvinnurek- endur sameinast um að fegra umhverfí sitt á þann hátt að unun er að. í annan stað fyrirfinnast borgarhverfí þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að ljúka frágangi lóða, og rusl hefur jafn- vel safnast fyrir í þeim, fáum til ánægju og hvergi til prýði. Blaðamaður og ljósmyndari brugðu sér upp á Ártúnshöfða í tilefni fegmunarvikunnar. Þar er að finna atvinnuhverfí. í stuttu máli skiptir þar í tvö hom um frágang lóða, eins og meðfylgj- andi myndir sýna. Þar má sjá lóð- ir, sem eigendumir hafa lagt metnað sinn í að ganga frá á þann hátt að þær bera af öðrum lóðum. Dæmi um það er að finna við prentsmiðjuna Odda, sem hefur raunar hlotið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir snyrti- legt og fallegt umhverfí. í næsta nágrenni prentsmiðjunnar má hins vegar sjá lóðir iðnfyrirtækja í mikilli vanhirðu. Það er Fegmnamefnd Reykja- víkurborgar, sem starfar í sam- vinnu við 200 ára afmælisnefnd borgarinnar, er stendur að baki fegrunarvikunni. Til þess að létta undir með borgarbúum við að fegra umhverfi sitt hefur Reykja- víkurborg sett á laggimar lóða- sjóð, sem er ætlað það hlutverk að aðstoða húseigendur við frá- gang lóða. Er aðstoðin veitt með þeim hætti að hægt er að fá að láni efni frá malbikunarstöð borg- arinnar, Gijótnámi og Pípugerð Reykjavíkur. Lánin em veitt til nokkurra ára og er unnt að sækja um þau á skrifstofu borgarverk- fræðings. Hér þyrfti að gera átak með markmið fegrunarvikunnar í huga. Morgunblaðið/Einar Falur Oft líður of langur tfmi frá því lokið er smíði húss þar til efnið, sem til þess var notað, er fjarlægt. 17. formannaráðsfundur KI: Skorað á konur að hætta að reykja Kvenfélagasamband íslands hélt 17. formannaráðsfund sinn að Hallveigarstöðum dagana 2.—4.maí. Fundinn sátu formenn og varaformenn allra aðildar- sambanda Kvenfélagasambands- ins nema eins. Alls voru þetta 23 konur ásamt stjórn og vara- stjórn sambandsins. Kvenfélagasamband Islands hef- ur á síðasta ári staðið fyrir fíársöfn- un til kaupa á nýju lækningatæki handa krabbameinsdeild kvensjúk- dómadeildar Landspítalans. Nokk- urt fé skortir enn til kaupanna en til stendur að gera lokaátak í söfn- uninni í kringum 19. júní. Samband borgfírskra kvenna vinnur einnig að söfnun til kaupa á tæki til leitar á krabbameini í bijósti. KÍ hefur beitt sér í þágu reykingavama og á einn fulltrúa í samstarfsnefnd um að Island verði reyklaust land árið 2000. Auk þess vinnur KÍ að því ásamt fleirum að gera árið 1986 að ári heilbrigðis og bindindis. Flest aðildarsambönd KÍ tóku þátt í miklu gróðursetningarátaki um allt land síðastliðið vor, eins og segir í fréttatilkynningu frá Kven- félagasambandinu. Þar segir og að mikill áhugi sé á því að fylgja þessu átaki eftir. Fundurinn lýsti yfír ánægju sinni með aukna umræðu um skaðsemi fíkniefna og tóbaks. Dánartíðni af völdum lungnakrabba sem rekja má til reykinga er hvergi hærri meðal kvenna en hér á landi. Skor- aði fundurinn því á konur að hætta að reykja. Þeim tilmælum var beint til ríkis- stjómarinnar að hún hraðaði flutn- ingj fmmvarps um sex mánaða fæðingarorlof allra kvenna og að allar konur fengju sömu greiðslu meðan á því stæði án tillits til tekna. Loks var mótmælt sýningum á ofbeldis- og glæpamyndum í sjón- varpinu. Fermmgarbarna- mót í Vatnaskógi Hvoli Saurbæ. DAGANA 25., 26. og 27. maí sl. var haldið fermingarbarnamót í Vatnaskógi á vegum^ Hallgríms- deildar Prestafélags íslands. Var þetta tíunda mótið, sem haldið er, og hafa þau öll verið i Vatna- skógi, með þeirri undantekningu þó, að mótið i fyrra var í Reyk- holti. Að þessu sinni var mótið tvískipt, og voru 50 böm í fyrri hópnum og 48 í þeim síðari. Þessi mót eru ætluð fyrir fermingarböm af öllu Vesturlandi. Sex prestar af Vesturlandi, frá Stykkishólmi, Grundarfirði, Akra- nesi, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Ólafsvík og Hvoli í Saurbæ komu með fermingarböm þessa árs til mótsins — og urðu þetta hinir ánægjulegustu dagar — enda á ferðinni ungt, lífsglatt og íjörmikið æskufólk, og tilgangur slíkra móta er auðvitað sá að eiga samfélag með hinu unga fólki og veita því aukinn skilning á kristnum boðskap og leiða það á Guðs vegum. Yfírskrift mótsins voru orð Frels- arans: „Minn frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“ Kom þessi boðskapur greinilega fram á kvöld- vöku og í Biblíulestrum mótsins. Á ári friðarins er tilhlýðilegt að ræða þetta efni og gera ljóst hversu mikla þýðingu það hefur fyrir líf hvers og eins, að lifa í friðsamlegu sam- félagi, og hitt ekki síður að öðlast frið í hjarta og sál í samfélagi við Guð. Boðskapur hans einn — og samfélagið við hann getur skapað það þjóðfélag, sem hver og einn þarfnast og þráir innst inni og leið- sögn hans er öllum holl og því farsælt veganesti hinum ungu, er þeir halda út í lífíð. í Vatnasksógi er gott að vera. Staðurinn er fyrir margra hluta sakir ákjósanlegur, náttúrufegurð einstæð, og þar ríkir kyrrð og friður — og helgi hvílir yfír þessum stað. Við, sem munum störf sr. Friðriks Friðrikssonar þar og einstæða per- sónutöfra hans og föðurlegt viðmót og ómetanlega handleiðslu, við vit- um, að þar ríkir enn sá góði og holli andi, sem er borinn uppi af ötulu og ósérhlífnu starfsfólki, sem vill helga og blessa þennan stað og gera hann að þeim vettvangi, þar sem hinir ungu geta lært um Frels- ara sinn, Jesúm Krist, og notið leiðsagnar lærisveina hans, sem starfa þar enn í dag. Megi Guðs blessun ávallt ríkja þar yfir öllu starfí. Það voru ánægð fermingarböm og glaðir prestar sem yfirgáfu skóg- inn að þessu sinni eftir velheppnað fermingarbamamót í tiltölulega góðu veðri. í mótslok voru guðsþjónustur í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðar- strönd þar sem prófastar Borgar- íjarðar- og Snæfellss- og Dalapró- fastsdæmis prédikuðu. UH Listakonan Rúna við flísamar sem hún hannaði skreytinguna á. Leirf lísar með íslenskri skreytingn settar á markað ÍSLENSKA listakonan Rúna hefur í samvinnu við þýska flísa- framleiðandafyrirtækið Villeroy & Boch unnið að skreytingu á leirflísum sem fyrirtækið ætlar að setja á almennan markað. Skreytingu flísanna er nú lokið og voru þær kynntar fyrir öllum umboðsmönnum Villeroy & Boch á sérstakri sýningu í Ósló á dögunum. Flísamar verða einnig kynntar á sýningu í Bologna sem haldin verð- ur á næstunni. í fréttatilkynningu frá Þýsk- íslenska hf., en það fyrirtæki hafði milligöngu um að koma samningn- um á, segir að flísamyndir Rúnu verði settar á markað hér á landi við fyrstatækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.