Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Bréf Helga Minn gamli góði efnafræði- kennari Helgi Hálfdanar- son stingur niður penna hér í laug- ardagsblaðinu og alþjóð les því Helgi kann öðrum mönnum betur skil á þeim frumögnum ósýnilegrar ættar er skáldskapur nefnist en einnig gjörþekkir hann þær sýni- legu frumagnir er byggja efnis- heiminn. Slíkir menn eru alltof sjaldgæfir en samt fannst mér nú grein Helga frá laugardeginum, Afram, Bjarni!, dálítið óraunsæ og viðhorfin án viðspymu í þeim veruleika er vestrænir lýðræðis- sinnar kjósa. Fannst mér þannig glitta í hið miðstjórnarsinnaða líf- sviðhorf er boðar þann sannleika að sýknt og heilagt skuli yfirvöld hafa vit fyrir fólki. En mér skilst að til dæmis í austantjaldslöndun- um sé mönnum jafnvel troðið í íþróttafélög án þess að þeir hafi hinn minnsta áhuga á íþróttum en hér er það væntanlega tilgangur- inn sem helgar meðalið eða eins og Helgi segir: Því hefur verið haldið fram með þjósti, að fólki í hærri aldursflokkum sé knatt- spyma í sjónvarpi lítt bærileg plága. Ekki veit ég hvað talið er styðja þá kenningu. Og jafnvel þótt sönn reyndist, held ég að gamla fólkið sé fjandann ekkert of gott til að umbera þessa viðleitni til hollra áhrifa á vanræktan og rót- lausan æskulýð í eiturmenguðu þjóðfélagi hinna fullorðnu. Ekki kalla ég, sem á skammt í nírætt, til of mikils mælzt, og skal ég þó játa, að sjálfur get ég naumast hugsað mér hundleiðinlegra sjón- varpsefni en knattspymu. Ég vil því endregið skora á Ríkisútvarpið að slaka í engu á íþróttaáróðri sín- um og láta einmitt knattspymu hafa forgang fyrir næstum hveiju sem er. Það vili svo til, Helgi, að í miðopnu laugardagsblaðsins þar sem grein þín birtist á vinstri síðu er á hægri síðu grein eftir Yelenu Bonner konu Sakharovs og segir þar á einum stað: Ég er sannfærð um að Bandaríkjamenn vilja frið. Þeir vilja eignast eigið hús og lóð- ina sem það stendur á og smá- landskika umhverfis það. Það er allt og sumt. Þannig mælir kona úr ríki þar sem þegnamir þiggja allt úr hendi yfírvalda, í slíku ríki er yfirvöldum í lófa lagið að láta ákveðið útvarps- og sjónvarpsefni hafa forgang fyrir næstum hveiju sem er, því þar á yfirvaldið ekki bara húsin sem fólkið býr í heldur og sál íbúanna. Ef slíkum yfirvöld- um þykir við hæfi að slaka í engu á íþróttaáróðri sínum í því skyni að beina ungviðinu inn á íþrótta- brautina þá er einfaldlega gefín út tilskipun og þeir sem geta ekki hugsað sér hundleiðinlegra sjón- varpsefni en til dæmis knattspymu verða bara að þreyja Þorrann í þágu hugsjónarinnar. Ég get ekki ímyndað mér að þú viljir slíka skipan mála, Helgi, að þú viljir ekki halda í heiðri þá grundvallar- reglu vestræns þjóðskipulags að hver og einn fái að halda sínum skika f finði eða eins og Yelena Bonner komst að orði: Jafnvel heimilisleysinginn í New York, sem hjúfrar sig í teppi á loftræstigrind á gangstéttinni, móðgast, ef ein- hver ætlar að tmfla einkalíf hans. Hún er tákn sjálfstæðis, ekki einu sinni efnalegs, heldur einskonar blöndu andlegs og líkamlegs sjálf- stæðis. Að lokum kveð ég þig, kæri Helgi, í minningu margra gleðistunda í skólastofunni og við háborð skáldanna en samt þarf lærisveinninn ekki eilíflcga að vera sammála meistaranum, þó get ég verið sammála þér um eitt, að vandfundin sé betri tómstundaiðja handa ungmennum en knattleikur. Ólafur M. Jóhannesson Sumardagskráin: Skipt um dagskrárefni á heilum tímum Ætlunin við mótun sumardagskrár á rás eitt var að skipt yrði um dag- skrárefni á heilum tímum og fjölga stuttum frétta- tímum. Þessa sér nú stað í dagskránni þar sem eru stuttar þriggja mínútna fréttir, sendar út á báðum rásum kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Á Morgunvaktinni, sem er á vegum fréttastofu, taka nýir menn við stjóm- inni, þeir Atli Rúnar Hall- dórsson og Bjami Sig- tryggsson, en með þeim munu starfa Hanna G. Sigurðardóttir og Guð- mundur Benediktsson, hvort sína vikuna við að. velja og kynna tónlist í þættinum. Ekki er fyrir- hugaðar miklar breytingar á skipan þáttarins en þó má nefna að morgunteygj- ur falla niður. Forustugreinar dagblað- anna verða lesnar kl. 9.45 þriðjudaga til föstudaga en ekki kl. 10.25 og er þetta gert til að rýma fyrir þátt- um með fróðleiks- og af- þreyingarefni fyrir eldra fólk kl. 10.30 alla daga vikunnar og einnig til þess að nýir tónlistarþættir sem nefnast Samhljómur fái óskerta klukkustund undir hádegið. Þáttur Ágústu Bjömsdóttur Áður fyrr á árunum hefst að nýju á miðvikudögum og verður á dagskrá hálfsmánaðarlega á móti þætti Ragnars Ágústssonar Landi og sögu. Þá hefst nýr vikuleg- ur þáttur á mánudögum kl. 10.30 sem nefnist Einu sinni var, kemur frá Akur- eyri og fjallar um sögu eyfirskra byggða. Hann er í umsjá Kristjáns R. Krist- jánssonar og er fyrsti þátt- urinn á dagskrá mánudag- inn 23. júní. Þáttaröðin í dagsins önn kl. 13.30 heldur áfram göngu sinni en nokkrir nýir umsjónarmenn koma þar til starfa. Jón Gunnar Grét- arsson tekur við af Jónínu Benediktsdóttur og fjallar um heilsuvemd. Ásdís Skúladóttir er þegar byijuð að §alla um efri árin á fimmtudögum. Gréta Páls- dóttir stýrir þættinum Heima og heiman á mánudögum og Anna G. Magnúsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir Qalla um böm og umhverfi þeirra á miðvikudögum. Mánudaginn 23. júní kl. 15.20 hefur göngu sína nýr þáttaflokkur sem nefnist Á hringveginum og er hann Kolkrabbinn annar þáttur, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. ■■ Kolkrabbinn, O "I 45 annar þúttur, er Lá J. á dagskrá sjón- varps í kvöld. í fyrsta þætti var rannsóknarlögreglan á Ítalíu komin á sporið við að upplýsa starfsemi glæpahrings Terrasinis sem þá greip til þess ráðs að láta myrða þá sem að rannsókninni stóðu. Áður hafði rannsóknarlögreglan reynt að fá Corrado lög- regluforingja til samstarfs en hann neitaði þar sem hann vildi ekki stofna dótt- ur sinni í frekari hættu. Dóttir Carrado fórst í bíl- slysi er hún hljópst á brott af taugahæli þar sem hún dvaldi ásamt móður sinni og ákváðu hjónin þá að skilja. í þessum þætti fer Corrado aftur til Sikileyjar til að ganga frá eignum sínum þar. Mafíuforinginn Terrasini heldur að hann sé kominn til að hefna fyrir dóttur sína og gerir sínar ráðstafanir. samstarfsverkefni útvarps- manna hvarvetna á landinu. Hugmyndin er sú að ferðast í sumar um hringveginn og útvarpa um leið efni sem tengist amstri dagsins á hveijum stað og tíðindum úr nærliggjandi sveitum. Verður haldið af stað um Suðurland og síð- an tekur hver við af öðrum uns ferðinni lýkur í haust. Hér er um viðamikið verk- efni að ræða og algert ný- mæli og bíða menn með óþreyju að sjá hvernig til tekst. Þessi þáttaröð mun hafa sinn fasta tíma kl. 15.20—16.00 alla virka daga vikunnar frá mánu- degi til föstudags. Þangað til hún hefst verða á dag- skrá landsbyggðarþættir á þessum tíma með sama sniði og í vetur. Daginn sem veröldin breyttist ■■■■ Þáttur James »A50 Burke, Daginn Li\J— sem veröldin breyttist, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. í þessum þætti verður m.a. fjallað um iðnbyltinguna í Bret- landi, grafíst fyrir um or- sakir hennar og greint frá þeim víðtæku afleiðingum sem hún hafði á samfélagið í heild sinni. Þýðandi er Jón O. Edwald en þulur Sigurð- ur Jónsson. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Markús Árelíus" eftir Helga Guðmundsson. Höf- undurles (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Tónlist eftir Gunnar Reyni Sveins- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsu- vernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guðmundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir les (12). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Sigfús Halldórsson. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Að vestan. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Kammertónlist. a. Strengjakvartett nr. 6 B-dúr K.159 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Italsk strengjakvartettinn leikur. b. Strengjakvartett í Es-dúi op. 125 eftir Franz Schu- bert. Hagen-kvartettinn leik- ur. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir. Aöstoðarmaöur: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 (loftinu. Blandaður þátt- ur úr neysluþjóöfélaginu. Umsjón: Hallgrímur Thor- steinsson og Sigrún Hall- dórsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þátt- inn. 19.50 Fjölmiölarabb Þórður Ingvi Guðmundsson talar. 20.00 Ekkert mál. Halldór N. Lárusson stjórnar þætti fyrir ungt fólk. 20.40 Grúsk. Fjallað um Út- varpstiöindi sem gefin voru út frá árinu 1938. Umsjón: Lárus Jón Guðmundsson. (Frá Akureyri). 21.10 Perlur. Roger Whittaker og PatsyCline. 21.30 Útvarpssagan: „Njáls saga". Einar Olafur Sveins- son les (9). (Hljóðritun frá 1972). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.20 Leikrit: „Ast í meinum" eftir Simon Moss. Þýðandi og leikstjóri: Karl Ágúst Úlfs- son. Leikendur: Flosi Ólafs- son, Briet Héðinsdóttir, Egill Ólafsson, Maria Sigurðar- dóttir, Rúrik Haraldsson, Steindór Hjörleifsson, Sig- uröur Karlsson, Viðar Egg- ertsson og Jakob Þór Ein- arsson. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi). 23.20 Dansar dýröarinnar. Tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Pétur Jónasson, Martial Nardeau, Gunnar Egilson, Arnþór Jónsson og Anna Guðný Guðmunds- dóttir leika á gitar, flautu, SJÓNVARP 19.00 Á framabraut (Fame II- 15) Bandariskur myndaflokkur. Þýðandi Ragna Ragnars. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Listahátíð í Reykjavik 1986 20.50 Daginn sem veröldin breyttist (The Day the Universe Changed) 6. Heiður þeim sem heiður ber Breskur heimildamynda- flokkur i tiu þáttum. Umsjón- ÞRIÐJUDAGUR 10. júní armaður James Burke. I þessum þætti er einkum fjallað um iðnbyltinguna í Bretlandi, orsakir hennar og afleiðingar. Þýðandi Jón O. Edwald. Þulur Sigurður Jónsson. 21.45 Kolkrabbinn (La Piovra II) Annar þáttur. (talskur saka- málamyndaflokkur i sex þáttum. Efni 1. þáttar: Baráttan við mafiuna hefur enn kostað mörg mannslíf. Meðal þeirra sem falla er vinur og samstarfsmaður Corrados og dóttir hans bíður einnig bana. Hann stendur einn uppi og hyggjur nú á hefnd- ir. Þýðandi Þuriöur Magnús- dóttir. 22.50 Leirlistamaöur (Keramikkonstnárinne) Finnsk kvikmynd um ís- lenska listakonu, Guðnýju Magnúsdóttur. Hún starfar í Sveaborg, norræna lista- setrinu við Helsinki. Kvik- myndagerð: Skafti Guð- mundsson. (Nordvision - Finnska sjónvarpið). 23.20 Fréttirídagskrárlok. klarinettu, selló og pianó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 09.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son, Páll Þorsteinsson og Gunnlaugur Helgason. Inn i þáttinn fléttast u.þ.b. fimm- tán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríður Har- aldsdóttirannast. 12.00 Hlé . 14.00 Blöndunástaönum Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 16.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 17.00 f gegnum tiðina Jón Ólafsson stjórnar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYK.JAVÍK 17.03—18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.