Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 * * l LISTAHATIÐIREYKJAVIK Að hlaupa í skarðið Tónlist Jón Asgeirsson Fyrirhugaðir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands með bassa- söngvaranum Paata Burchuladze hafa undanfarið verið umræðuefni í Qölmiðlum og hvemig svo sem stendur á því, að hann kemur ekki til íslands, þá er víst að einhveiju veldur þar um stirðleiki skrifstofu- kerfisins í Rússlandi, sem kaila mætti eins konar Chemobyl-stirð- leika og birtist í því að vera seinn til svars. Hvað sem því líður, þá hljóp Kristján Jóhannsson í skarðið og fyllti Háskólabíó. Það mun ekki vera ákjósanlegt fyrir söngvara að skella saman efnisskrá og geta ekki valið þau lög sérstaklega sem hann er að æfa þá stundina, heldur verða að taka þau sem finnast á nótum fyrir hljómsveitina. Þrátt fyrir að söngvari kunni sín lög, þá þarf ávallt að sérhæfa hvert iag, til að röddin svari sem best sérkennum þess. Tónleikamir hófust á þremur atriðum úr Carmen, fyrst var það forleikurinn og þá söng Kristján „blóma-aríuna" mjög glæsilega og hijómsveitin lék þar næst milliþátta- tónlist, sem er fræg fyrir mjög fallegan flautueinleik. Eftir þessa glæsilegu byijun söng Kristján ar- íur úr Lucia di Lammermoor og Cavalleria Rusticana og ætlaði allt um koll að keyra hjá áheyrendum. Eftir hlé voru Verdi og Puccini á efnisskránni. Fyrsts aría úr La Traviata og þá sú fræga aría Cel- Kristján Jóhannsson este Aida. Eftir Puccini söng Krist- ján E lucevan le stelle, úr Tosca, og það er sannarlega tilhlökkunar- efni að eiga von á að heyra Kristján syngja þá ópem næsta vetur. Það þarf ekki að tíunda það frekar að söngur Kristjáns var stórglæsileg- ur, enda ætluðu áheyrendur aldrei að sleppa honum og man undirritað- ur ekki eftir eins áköfum undirtekt- um áheyrenda. Það fer ekki á miili mála að Kristján sló í gegn. Hljóm- sveitin studdi vel við sinn söngvara, undir sérlega ^örlegri stjóm Jean- Pierre Jacquillat. Slagverkstónleikar Eftir að hafa hlýtt í þrjá tíma nær eingöngu á slagverkstónlist, koma upp í hugann þær hugmyndir um fagurfræði, sem ráðið hafa miklu um gerð listaverka. Þær hugmyndir, sem í raun ríkja í dag, má rekja til rómantíska tímans, þar sem menn eins og Schumann og Berlioz töldu sér ekki skylt að semja er allir hefðu ánægju af. Schumann sagði: „Ég vil ekki vera skilinn af hveijum sem er.“ Einnig má vitna til orða Byrons lávarðar, er segir, að „óviðjafnanleg fegurð, án framandleika, er ekki til“. Þrátt fyrir þetta byggðist róm- antíkin miklu fremur á hugarfars- breytingu en að hróflað væri virki- lega við viðurkenndum hugmjmdum um tónskipan og form. Byltingin, er leiddi til breytinga á innviðum tónlistar, kom seinna og eiginlega ekki fyrr en með Debussy. Þá hafði, auk hugmynda Schumanns og Byrons, bæst við kenningin „listin fyrir listina", sem var andsvar við nytjakröfu á hendur listamönnum, af ýmsum öflum samfélagsins, er fylgdu þeim breytingum er urðu á þjóðfélagsmynstri nokkurra ríkja í Evrópu. Sú einangrandi sérhygð, sem hófst með mönnum eins og Schumann og Berlioz (sem lýsti því yfir að tónlist sín væri ætluð þeim hlustendum er hefðu til að bera óvenjulegt næmi og miklar gáfur), blómstraði í „listin fyrir listina" og varð alséð hvarvetna, er fjölmiðlun nútímans leysti hlust- endur undan þeirri kröfu að fara á tónleika ef þeir vildu hlusta á tón- list. Þetta sést best á því, að það sem er mest áberandi í tónlist nú- tímans er ekki sköpun, heldur flutn- samvals- & flokkunarvélar í BELLA CENTER, Kaupmannahöfn • Allt að 30 vinnslukerfi/pakkningar í minni vélarinnar • Flokkar í allt að 32 flokka/hólf samtímis • Hvert hólf getur unnið sjálfstætt, óháð öðrum hólfum • Sjálfvirk tæming hólfa • Hægt að hafa tvöfaldan vogarpall, annan eða báða í gangi í einu • Sérhver vél er smíðuð samkvæmt þörfum hvers kaupanda Verðum í BELLA CENTER dagana 17. — 21. júní n.k. í sýningarbás B640 — hús B6 hjá Sýningarvélar í gangi á staðnum, ásamt borða- og gólfvogum. Allir velkomnir að sjá og skoða. öy\f us ©Ismsom & co. m. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 ingur, og má segja að nútíminn sé öld flytjenda, enda enn óséð fyrir um þá þróun sem nú er í fullum gangi varðandi tæknivæddan flutn- ing tónlistar. „Listin fyrir listina" frelsaði listskapendur undan nytja- kröfum samtímans en um leið höfn- uðu listamenn að nokkru hinum almenna hlustanda og vildu oftlega ekkert af honum vita og töldu jafn- vel þá list besta, er sem fæstir sættu sig við og vinsældir listrænan dauðadóm. Að nokkru stendur nútí- matónlist í þessum sporum og andstætt þeim listamönnum sem fyrrum börðu á dyr viðurkenndra menntastofnana hafa þessir „mód- emistar“ nú hreiðrað um sig í öllum menntastofnunum og veija mönn- um dymar af sömu ákefð og forver- ar þeirra. Til era þeir, sem telja að upp úr popptónlist eigi eftir að rísa ný tegund tónlistar, og þegar slík- um listamönnum eflist kunnátta munu þeir taka hús á „módemist- um“, sem vísað verði til sætis í geymslum sögunnar. Þeim sem vilja halda uppi merki kunnáttunnar í listsköpun er bent á það, að sköpun listar eigi sér einnig aðrar upp- sprettur en kunnáttuna og kunnátt- an komi aldrei að gagni, ef lista- maður á sér ekki þann brann til að bergja af, sem Músumar hafa helgað. Slagverkstónleikamir á Kjarvalsstöðum vora í raun kennsla í þeirri þróun sem orðið hefur í listmati á tuttugustu öldinni. Þeir hófust á verki eftir Elliott Carter, sem heitir „Páku-einleikur“. Carter (f. 1908) er margverðlaunaður bandarískur tónhöfundur og einn þeirra sem framsæknastur hefur verið um nýjungar í tóntúlkun. Páku-einleikur er kaflaskipt verk, þar sem gerð er tilraun til að semja tónverk með fábrotinni tónskipan en með meginþunga á hina hryn- rænu byggingu. Annað verkið var sónata fyrir tvö píanó og siagverk eftir Bartók. í auglýsingum eru þeir Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon kallaðir slagverks- mönnunum til aðstoðar, en það er að því leyti til rangt, að tónverk Bartóks er fyrst og fremst píanó- verk, samið 1937 en umritað síðar sem konsert fyrir tvö píanó, slag- verk og hljómsveit og þannig flutt í New York árið 1943, af höfundi og konu hans Dittu, undir stjóm Fritz Reiner. Sennilega glymur of mikið í salnum á Kjarvalsstöðum því tónflutningur verksins rann heldur mikið saman. í heild var flutningurinn góður, þó slagverks- mennimir léku of sterkt. I tónlist Bartoks bindist saman gömul tækni og ný. Laglínan, hljóðfallið og samhljómanin vísar jafnt til þess gamla og þess nýja og ferska. Næst á efnisskránni var Helfró eftir Áskel Másson. Þó verkið sé nokkuð sundurlaust í gerð, býr það yfir skáldlegum tilþrifum og ber í sér eigindir þeirrar fírringar og eitran- ar, sem nú ögrar Iífínu á jörðinni. Helfró er sú stund, rétt fyrir andlá- tið, er mönnum hverfur öll þjáning og getur sem best verið táknræn fyrir tilvist mannsins á jörðinni. Tæknilega leggur Áskell mest vægi á myndun alls konar blæbrigða og era mörg þeirra óhugnanleg og sterk. Næsta verk er eftir John Cage, þann mikla nýjunga-mann, og nefnir hann verkið „Þriðja smíð- isverk". Þar leggur hann áherslu á hrynræna spennu sem getur að heyra svo vel í jazz og hefur ávallt mjög hvetjandi áhrif á hlustendur, enda tóku áheyrendur verkinu með fögnuði. Síðasta verkið á tónleikun- um er eftir Guðmund Hafsteinsson er hann nefnir „Eða glymjandi bjalla" (Or a tolling Bell). Nafnið vekur upp ýmsar spumingar, en verkið er stórbrotið tónverk, mjög vel unnið að allri gerð og reynir á hlustandann. Nauðsjmlegt væri að heyra þetta verk oftar og þá ekki sem síðasta verk í langri efnisskrá. Heildaráhrifín af verkinu era þau, að hér er á ferðinni einstaklega alvarleg tónsmíð, þar sem unnið er með afmarkaða tónskipan en marg- breytileg hryntök, á svipaðan hátt í grandvallaratriðum og hjá Carter. í heild vora tónleikamir skemmti- legir enda era erlendu flytjendumir mjög góðir slagverksmenn. Það gæti verið skemmtileg tilbreytni að fá The New Music Consort, alla hljómsveitina, í heimsókn. Rétt er að benda stjóm Listahátíðar á, að þrátt fyrir fallega hannaða efnis- skrá, þarf að prenta sérstaka efnis- skrá fyrir hveija tónleika, því það er ófært að hver sá sem kaupir sig inn á eina tónleika, sé neyddur til að kaupa heildarefnisskrá Listahá- tíðar. Þá er enn nauðsynlegt að árétta, að ekki er nóg að tilgreina aðeins nöfn tónverka og ef röð viðfangsefna er breytt, eins og átti sér stað á umræddum tónleikum, heldur er nauðsynlegt að „bréfa“ það sem greinilegast. Hvað sem þessum aðfínnslum líð- ur vora tónleikamir bæði langir og skemmtilegir, enda var flutningur verkanna mjög góður og þrátt fyrir að um væri að ræða aðeins slag- verkstónlist mjög fjölbreytilegir hvað snertir stíl og gerð tónverka. Jón Ásgeirsson Thomas Lander Tónlist Jón Ásgeirsson Thomas Lander er tuttugu og fímm ára gamall, en hefur þegar aflað sér mikillar kunnáttu og í veganesti fengið góða rödd, sem hann beitir mjög smekklega. Þá vekur það athygli hversu túlkun hans er falleg og innileg og þarf ekki að spá neinu, því Thomas Lander er þegar orðinn góður söngvari. Á efnisskránni vora söngverk eftir Schumann, Fauré, R. Strauss og Respighi. Mörg lag- anna söng hann mjög vel og til að nefna einhver söng hann Der Contrabandiste, Lust der Sturmnacht, bæði eftir Schumann, Befreit eftir R. Strauss og Invito alla danza, eftir Respighi, sérstak- lega vel. Það á mjög vel við hjá Listahátíð að bjóða ungum og nær óþekktum söngvara að syngja, því bæði er nýnæmi að slíku og þá gefst tækifæri til samanburðar sfð- ar og síðast en ekki síst að hafa átt þátt í að hvetja þá menn til dáða, er síðar eiga eftir að vinna sigra, er gerir okkur þátttakendur í sigurhátíð góðs listamanns. Thom- Thomas Lander as Lander sló f gegn og þarna er á ferð efniviður til heimsfrægðar. Hann hefur með þessum tónleikum eignast marga einlæga aðdáendur, sem mun þyrsta í að fylgjast með frama hans. Undirleikari með Land- er var Jan Eyron, sem áður hefur komið hér, og studdi hann söngvar- ann með ágætum leik sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.