Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 58 tícis/i/vdn „ Ég þar-F lotago. ól. Vi'á búum <x9.hae%." ást er___ ... að láta drauminn rætast. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01985 Los Angeles Times Syndicate Saksóknari góður. Róleg- ur. Við náum delanum á næstu minútum. Með morgnnkaffinu Til hamingju prófessor. Þér tókst það! HÖGNIHREKKVÍSI Laugavegur og lífsins vegur Til Velvakanda: Kristinn Hraunfjörð skrifar: Ég er ekki fullkominn frekar en nokkur annar jarðarbúi, þess vegna stóð ég við hlið vagnstjóra fyrir nokkrum árum og hélt uppi sam- ræðum þó að við mér blasti skilti sem á stóð: Viðræður við vagnstjóra í akstri bannaðar. Þennan dag gátu farþegar ferðast gjaldfrítt af mér ókunnum ástæðum en hitt veit ek, að farþegunum gekk afar illa að skilja að ekki þyrfti að borga, og þurfti vagnstjórinn að margtyggja það í hvem og einn, eftir eina slíka tuggu varð honum að orði: „Ja svei mér þá ég held að meirihluti far- þeganna hafi baun í heilastað." Síð- an hef ég oft ígrundað þessa mein- legu fyndni á grundvelli þess að öllu gamni fylgir nokkur alvara. Uppbygging leiðakerfís SVR virðist vera svokallaðri stjóm gamla miðbæjarins sem iokuð bók, er þeir fara fram á að aksturstími vagna sem aka niður Laugaveg verði lengdur. Nú er tíminn sem tekur að aka þennan spotta 5 til 25 mínút- ur þannig að ef þessi miðbæjar- stjóm er ekki með heilabú eins og getið er um hér á undan, hlýtur hún að sjá að þegar vel gengi niður Laugaveginn þyrftu vagnamir að bíða í Lækjargötu í 20 mínútur svo áætlunin raskaðist ekki. Þar að auki er það vanvirða við þá farþega sem búa vestan lækjar að láta þá húka í vögnunum 20 til 25 mínútum lengur en þörf væri á ef ekið væri um Skúlagötu. Og vendi ég nú mínu kvæði í kross. Er ég sat í Breiðholtsvagnin- um fyrir skömmu tók að rigna svamptæjum yfír réttláta sem rangláta og stafaði það af því að unglingar sem sátu í aftasta sætinu voru að tæta það sundur. Fljótlega bárust kvartanir til vagnstjórans en hann sinnti því engu og er niður á torg var komið var aftursætið nakið sem kirkjubekkur, ungling- amir hurfu á braut en farþegamir góðu gáfu sig aftur á tal við vagn- stjórann og spurði hveiju það sætti að hann léti þetta afskiptalaust, og ekki stóð á svarinu. „Eg fæ ekki einu sinni mannsæmandi laun fyrir að aka vagninum hvað þá að ég fái aukagreiðslu fyrir löggæslustörf," og með það var hann farinn. En ég held að þeir þurti nú ekki að kvarta Ég má til með að vekja athygli á nýjum veitingastað, sem er hreint upplagður fyrir foreldra að fara á, með böm á öllum aldri, einkum tveggja til 7, 8 ára. Staðurinn heitir Úlfur og ljón og hefur það til síns ágætis að auk þess að bjóða upp á hina ágætustu rétti, einkum físk- rétti við til þess að gera vægu verði, þá býður hann upp á slíka afþreyingu fyrir bömin, að foreldr- ar, aldrei þessu vant, fá notið matarins og hvfldar, án nokkurra á-hyggja af bömunum. Það sem í boði er, er salur, með flölda raf- magnsbfla, sem böm niður í tveggja ára geta sjálf stjómað. Bömin hafa einstaklega gaman af þessum leik, einkum og sér í lagi þegar hægt er að klessa á samferðamanninn í næsta bfl. Veitingastaðurinn sér Til Velvakanda. Vilborg Guðmundsdóttir skrifar í Velvakanda 14. maí sl. og óskar eftir vitneskju um höfund að texta sem fluttur var í danslagakeppni SKT 1954, sem hefst á þessum orðum: „Einn sólskinsbjartan sum- yfír laununum sínum. Eftir 12 ára starf hafa þeir 25.149 kr. á mánuði, en það er að vísu 10 til 14 þúsund- um minna á mánuði en vagnstjórar SVK hafa fyrir sömu vinnu, en þeir fá heldur ekki að fara niður Laugaveg. sóma sinn í því að gera rafmagns- bfla þessa ekki að féþúfu, heldur em þeir notaðir sem hreint skemmti- og afþreyingartæki fyrir bömin. Þriggja mínútna ferð, eða svo, kostar aðeins 10 krónur og má til samanburðar geta þess að ein álíka ferð í rafmagnsbflana í tívolí í Hveragerði kostar 70 krónur. Ég lýsi því yfír ánægju minni mað þessa nýbreytni í veitinga- mennskunni í Reykjavík, og tel hana tvímælalaust til þess fallna að foreldrar „þori" í auknum mæli að fara út að borða með bömum sínum, því það em jú svo margir staðir hér í Reykjavík, sem em ekki beinlínis vinsamlegir bama- fólki. ardag er sál manns ung og þyrst." Þessi texti er eftir Dósótheus Tím- ótheusson sem ættaður var úr Bol- ungarvík. En lagið sem sungið er við textann er eftir Eyþór Stefáns- son frá Sauðárkróki. Krlstný Pálmadóttir Úlfur og ljón — staður til þess að borða með börnunum á Ánægð móðir Textinn er eftir Dósótheus Tímótheusson Víkverji skrifar Nú em sum þeirra veitingahúsa, sem spmttu hér upp eins og gorkúlur um hríð, búin að gefa upp andann. Aðrir veitingamenn hafa að vísu oftast hlaupið í skarðið, tekið við húsakynnum, skipt um nafn á króanum, dubbað uppá matseðilinn. En það er að koma á daginn, sem margir höfðu raunar séð fyrir, nefnilega að of mikið má af öllu gera og meira að segja líka á íslandi. Þegar greiðasölustaðimir em komnir á annað hvort götuhom hér á höfuðborgarsvæðinu megnar jafnvel landinn ekki að éta svo gráð- ugt og drekka þau fím af gorkúl- umar haldi allar heilsunni. Ballið byijaði með öllu skvaldrinu og öllum draumunum um svokall- aða „pöbbamenningu" uppá breska vísu. Raunar var bjórinn bara þykj- ustubjór svo að það er kannski ekki að undra þó að menningin blómstr- aði ekki. Kannski tekur hún fjörkipp aftur þegar bamapíumar okkar úti á þingi átta sig loksins á því að 60% vodka er alls ekkert hollari næring fyrir hvítvoðunga en svosem þriggja prósenta fullorðinsbjór. XXX Eftir að harðnaði á dalnum hjá veitingamönnunum hefur slag- urinn um viðskiptavinina á hinn bóginn dregið annan og miklu verri dilk á eftir sér en andlát fáeinna öldurhúsa. Orfáir þeirra — blessun- arlega fáir að vísu — sýnast vera komnir í kapphlaup um það hver geti boðið gestunum ugpá óféleg- ustu „skemmtiatriðin". Islendingar eru vitanlega orðnir það „verserað- ir“ í veröldinni að enginn þarf að segja þeim að svona lagað bamalegt ógeð tíðkast í útlandinu. Munurinn er bara sá að þar er það kennt við það, sem við höfum löngum kallað búlur, en ekki veitingastaði sem vilja um leið láta líta svo út sem þeir séu sakleysið uppmálað. Kona af Suðumesjum vék að þessum ófognuði í ágætu bréfí hér í Velvakanda í vikunni leið. Henni sýndist meðal annars sem það færi kannski að vera sjálfsagt fyrir okkur íslendinga að hætta að guma af þessari sérstæðu menningu okkar. Víkveiji tekur undir það. Hún gerist næsta „billeg“ því mið- ur. XXX Akjósanlegast hefði það vitan- lega verið að þær upplýsingar, sem nú verða framreiddar, hefðu birst hér fyrir nýafstaðnar kosning- ar. Þær hefðu sýnt mönnum svart á hvítu að þó að pólitíkusamir okkar séu að vísu skrautleg hjörð þá eiga þeir ekkert að gera í suma af kolleg- um sínum í útlandínu. Úrklippan, sem Víkveiji hefur fyrir framan sig, segir frá kosning- um til aðskiljanlegra embætta sem fram fóru í E1 Paso í Texas í síðast- liðnum mánuði. Þegar fréttin var skrifuð var einn frambjóðandinn á geðveikrahæli, annar lá undir ákæru fyrir fíkniefnasölu, sá þriðji var búinn að setja upp kosninga- skrifstofu í skjóli skenksins á brennivínsbar og sá fjórði, maður að nafni Berliner, — ja, það var nú eiginlega einna verst komið fyrir honum — hann var nefnilega dauð- ur. XXX Samkvæmt kosningareglunum á þessum slóðum mun ekki vera hægj: að afturkalla framboð nema það sé gert minnst fjórum vikum fyrir kjördag og það ekki (þó að furðulegt sé) þó að menn séu komnir undir græna torfu. Auk þess virtist sá, sem var í forsvari fyrir demokratana þama suðurfrá, en það var flokkur hins framliðna, alls ekkert áfram um það að strika yfír líkið. Blaðamaðurinn sem ræddi við hann hefur eftirfarandi eftir honum: „Sumt fólk er kannski ekkert hrifið af því að greiða dauðum manni atkvæði sitt, en mörgum fínnst hins vegar að Berliner hafí verið vænsti maður og eiga það inni hjá þeim að vera jafn sigursæll látinn og hann var í lifanda lífí.“ Og lýkur þar þessum síðbúna kosningapistli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.