Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Minning: Páll Þorláks- son rafverktaki Fæddur 6. september 1934 Dáinn 27. maí 1986 Mjökerumtregt, tunguathræra... Fregnin kom eins og reiðarslag. Páll látinn. Það voru ekki margir dagar liðn- ir, síðan við hjónin fórum mjög skemmtilega gönguferð með Ast- hildi og Páli upp í Heiðmörk. Þá grunaði áreiðanlega ekkert okkar, að það yrði okkar hinzta ganga saman. Páll leit þá vel út, var hress og hlakkaði til að fara nokkrum dögum síðar suður á Ítaiíu, í hitann á Rimini, en þar ætluðu þau hjónin að dvelja nokkra daga. Það var svo margt skemmtilegt í vændum, — en enginn má sköpum renna. Páll Þorláksson fæddist 6. sept- ember 1934. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Örnólfsdóttir og Þorlákur Jónsson, rafvirkjameist- ari, í Reykjavík. Páll nam iðn sína af föður sínum og hóf fljótlega sjálfstæðan at- vinnurekstur í greininni. Páll naut álits meðal rafverktaka og valdist til trúnaðarstarfa í þeirra félags- skap. Mesta gæfa Páls í_ lífinu var, þegar hann kvæntist Ásthildi Pét- ursdóttur, en þau gengu í hjóna- band 2. október 1954. Ásthildur og Páll réðust í að byggja sér hús á Fífuhvammsvegi 39 í Kópavogi. Efnin voru þá lítil, en bjartsýni og dugnaður mikill. Þama reistu þau heimili sitt og þar stóð það alla tíð síðan. Þeim varð tveggja bama auðið: Björgvins, sem er starfsmað- ur Sjónvarpsins, kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur, Júlíu, Ásthildi og Elísabetu, og Margrétar, sem er starfsmaður Samvinnuferða-Landsýnar, hún er gift Sverri Bergmann, stórkaup- manni. Ásthildur og Páli voru ávallt mjög samhent og samrýnd. Þau voru ekki einungis hjón, heldur líka miklir félagar. Mátti vart annað af hinu sjá. Vinskapur okkar stóð í rúm 20 ár og fyrir hann viljum við hjónin nú þakka af alhug. Við fórum saman í margar skemmtilegar ferðir. Mér er í fersku minni er Páll og Ásthildur fengu okkur hjónin með sér í veiðiferð á Skógarströnd. Þangað höfðum við ekki komið og þekktum ekkert til aðstæðna. Ásthildur og Páll höfðu farið daginn áður, en voru komin í veiðihúsið, sem lá nokkuð afsiðis. Það var farið að rökkva og áliðið kvölds. Við vorum að skima eftir vegarslóðanum að veiðihúsinu þeg- ar við komum akandi. Allt í einu komum við auga á ljós í rökkrinu. Þá hafði Páll sett lampa í gluggann til að vísa okkur veginn. Þannig var Páll. Ef lýsa ætti Páli með einu orði, þá er það orðið: traustur. Þannig reyndi ég hann. Við áttum því láni að fagna að veiða saman vestur f Dölum í 10 ár. Það voru skemmtilegar ferðir, ekki sérstaklega vegna veiðinnar, sem oft var lítil og jafnvel engin, heldur vegna félagsskaparins, glað- værðarinnar og hins góða anda, sem ríkti. í þessum ferðum var Páll alltaf boðinn og búinn að liðsinna, ef eitthvað fór úrskeiðis. Hann var bæði duglegur og ósérhlífínn. Páll var vel meðalmaður á hæð, hafði bjart yfírbragð og bauð af sér góðan þokka. Hann var traustvekj- andi og prúðmenni. Ásthildur og Páll voru höfðingjar heim að sækja og kunnu þá list að taka á móti gestum, enda varð vina- og kunningjahópurinn stór. Það var alltaf tilhlökkunarefni að vera boðið á Fífuhvammsveginn. Það fór vel á með okkur Páli, kannski vegna þess að skoðanir okkar og áhugaefni fóru mikið saman. Nú, að leiðarlokum, minnumst við með þakklæti allra ánægjulegu samverustundanna, sem hefðu mátt vera fleiri. Páls verður sárt saknað, ekki sízt af þeim, sem þekktu hann bezt. Mesta sorgin og söknuðurinn er þó hjá Ásthildi og fjölskyldu hennar. Þau hafa mikið misst. En minningin um traustan og ástríkan eiginmann, föður, tengdaföður og afa er þeim huggun harmi gegn. Við hjónin og fjölskylda okkar færum góðu vina- fólki dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Páls Þor- lákssonar. Gottfreð Árnason Kveðja frá rafverktökum Dauðsfall kemur víst alltaf á óvart, en óneitanlega varð okkur vinum Páls bilt við er við fréttum að hann væri látinn, við vissum að hann hafði kennt sjúkdóms um nokkurt skeið, en virtist vera á greinilegum batavegi a.m.k. að því er séð varð, enda ekki í eðli hans að auka á áhyggjur sinna með dapurlegu yfírbragði, hann virtist hressari en við hinir. Við vorum að ræða um væntan- lega heimsókn hóps danskra raf- verktaka í sumar, en slíkar heim- sóknir voru einmitt sérgrein Páls innan rafverktakasamtakanna og þar naut hann ótrúlegrar elju og hjálpsemi konu sinnar, Ásthildar. Páll lærði rafvirkjun Ömólfí Ömólfssyni, sem rak í mörg ár eitt stærsta rafverktakafyrirtæki lands- ins, en 1960 hóf hann sjálfstæða rafverktakastarfsemi og vegnaði vel. Hann lét sér þó ekki nægja að fást við rafverktakastörf, heldur tók til við ýmsa aðra byggingastarf- semi, einkum í Kópavogi. og varð allumsvifamikill átímabili. Hann var einn af þeim mönnum sem létu sér ekki nægja að kvarta yfír erfiðri stöðu atvinnugreinarinn- ar, hann gerði sér grein fyrir erfið- um rekstri, en í stað kvartana hóf hann aðra starfsemi svona til upp- fyllingar og þess vegna var ekki lengur nauðsynlegt að byggja á einni atvinnugrein, það hefur löng- um þótt búhyggja að hafa fleiri en eittjám í eldinum. Áhugi Páls á félagsmálum kom snemma í ljós og þegar árið 1963 var hann kominn í stjóm Landssam- bands íslenskra rafverktaka og gegndi þar varaformannsstöðu, og í stjóm félagsins í Reykjavík var hann í heilan áratug, m.a. sem ritari og formaður. í hans formannstíð komst á samtrygging rafverktaka gagnvart Rafmagnsveitu Reykja- víkur og hann vann ötullega að því að koma á sameiginlegri líf- og slysatryggingu fyrir stéttina, þótt af því gæti ekki orðið þá. Á ámnum 1960-1970 var ekki mikið um hagkvæmar utanferðir, en þá kom í ljós hæfni hans til skipulagningar slíkra ferða er hann tengdi saman hópferð á norrænt rafverktakamót í Danmörku 1966 og ferð til Rínarlanda og_ 1972 gekkst hann fyrir ferð til Ítalíu í tengslum við norrænt mót rafverk- taka í Noregi. Þau hjón Páll og Ásthildur höfðu um árabil mikil kynni af fólki á öllum Norðurlöndunum, enda má segja að Páll hafi verið einskonar siðameistari rafverktakasamtak- anna a.m.k. í hálfan annan áratug. Ein mesta þolraun þeirra hjóna á þessu sviði var norrænt rafverk- takamót sem haldið var á Laugar- vatni 1975, það fjölmennasta sem haldið hefur verið til þessa, en þar reyndi vemlega á, m.a. af því að fólkið komst ekki fyrir á Laugar- vatni og þar var haldið lokahóf í húsi sem mest hafði tekið 150 manns, en hófíð sóttu 320 manns. Vandamál sem þessi virtust kæta Pál og ekki mun það hafa dregið úr að frú Ásthildur var alltaf boðin og búin til aðstoðar og alltaf hrókur alls fagnaðar. Það er okkur minnisstætt að fyrir nokkmm ámm kom hingað stór hópur danskra rafverktaka ásamt eiginkonum og auðvitað alltaf á versta tíma, en úrræði hjónanna á Fífuhvammsveginum vom einföld; „Auðvitað tökum við þau heim," sögðu bæði „og á meðan þið skoðið Svartsengi skrepp ég með konumar til hennar Vigdísar, hún er vís með að sýna þeim kirkjuna," sagði Ást- hildur. í fyrrasumar var haldið hér nor- rænn fundur rafverktaka og sýndu þau hjónin þá enn einu sinni hvemig hægt er að halda virðingu og sóma okkar íslendinga án þess að leggja í óþarfan kostnað og nota svolitla hugvitssemi, t.d. hádegisverður úti í náttúmnni. Það er svo margs að minnast í samveru þessara ágætu hjóna og toppurinn á fmmlegheitum Páls, sem kemur í hugann núna, er þegar hann hélt upp á afmæli konu sinnar með kampavíni af sínum meðfædda höfðingsskap og elskulegheitum, innaf gestamóttöku hótels í miðri Moskvu og eini Rússinn sem boðið var til veislunnar, auk okkar, var þvottakonan sem fór hjá sér við elskulegheitin í þeim hjónum. Það þýðir ekki að gráta orðinn hlut, en það er því meira tilefni til að gleðjast yfir þeim ámm er við áttum með Páli og þeirrar ánægju er við nutum í návist þeirra hjóna. Fyrir allt þetta og margt fleira viljum við þakka og votta frú Ást- hildi dýpstu samúð, einnig bömum þeirra, Margréti og Björgvin, og Þorláki, föður Páls, sem okkur er mjög nákominn. Árni Brynjólfsson í dag er til moldar borinn vinur okkar og félagi, Páll Þorláksson rafvirkjameistari. Á þessari stundu er tjáning með orðum erfið því að fá orð em slíkrar persónu virði. Samt em ótal hugsanir sem fljúga um hugann og ótal minningar sem við lánsöm, kynnunum ríkari, get- um_yljað okkur við. Á þeim stutta tíma sem við fjöl- skyldan höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja þau Pál og Ásthildi höfum við mikið lært. Margir hlutir skiljast svo miklu betur þegar vináttu slíkra sam- ferðamanna er náð. Lífíð horfir öðrúvísi við. Það er ekki aðeins dugnaðurinn, eljan og atorkan við að ala önn fyrir sér og sínum, ásamt því að hafa þó nægar stundir aflögu fyrir hverskyns félags- og líknar- störf, heldur er það ekki síður þolin- mæðin og hjartahlýjan sem svo margir hafa fengið að reyna að ávallt er til staðar þegar þörf er á. Og ávallt vom þau samstíga sem einn maður um það sem þau tóku sér fyrir hendur, ávallt boðin og búin til að veita stuðning eða rétta hjálparhönd og ávallt fremst á meðal jafningja í starfí eða leik. Okkur er það mikil sorg að þurfa að kveðja slíkan vin á miðri lífsleið- inni þegar svo margt var ógert. Elsku Ásthildur, Björgvin og Margrét, við biðjum góðan Guð að veita ykkur og fjölskyldum ykkar styrk þessar þungbæm stundir. Halli, Dúna, Kristján. Páll Þorláksson rafvirkjameistari i Kópavogi andaðist skyndilega þann 28. maí sl. á ferðalagi um Italíu. Þó að við vissum að Páll hafði ekki gengið heill til skógar undan- farið þá héldum við vinir hans, að hann væri á góðum batavegi. Hafði hann raunar allt útlit til þess að okkur virtist og var glaðbeittur í viðmóti eins og hans var háttur. Því kom helfregnin okkur mjög í opna skjöldu. Páll fæddist í Reykjavík þann 6. september 1934, sonur hjónanna Þorláks Jónssonar rafvirkjameist- ara, Einarssonar útvegsbónda á Suðureyri við Súgandafjörð, f. 23. Maðurinn minn, + KRISTINN EINARSSON, kaupmaður, Laugavegi 25, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík þriöjudaginn 10. júní kl. 3. e.h. Þeim sem vildu minnast meinsfélagið. hans er vinsamlegast bent á Krabba- Ella Marie Einarsson, Sóley Kristinsdóttir, Sonja Kristinsdóttir, Karl Wilhelmsson, Rudolf Kristinsson, Svala Eiðsdóttir, Guðberg Kristinsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar PÁLS ÞORLÁKSSONAR rafverktaka verða skrifstofur okkar lokaðar í dag frá kl. 13.00 til 15.00. Kr. Þorvaldsson & co., Grettisgötu 6. Lokað þriðjudaginn 10. júní vegna jarðarfarar KRISTINS EINARSSONAR, kaupmanns. K. Einarsson og Björnsson, Laugavegi 25. Lokað þriðjudaginn 10. júní vegna jarðarfarar KRISTINS EINARSSONAR, kaupmanns, Verslunin Undraland, Glæsibæ, Álfheimum 74. + Móðirokkar, GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Kolsholti, Litlagerði 14, verður jarösungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 11. júní kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför bróður míns, ÓLAFS BERGSTEINSSONAR, Árgilsstöðum, fer fram frá Breiöabólsstaöarkirkju í Fljótshlið, fimmtudaginn 12. júníkl. 14.00. Gizur Bergsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför KRISTJÁNS JÚLÍUSSONAR, fyrrverandi vigtarmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíöar fyrir frábæra ummönn- un á liðnum árum. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar PÁLS ÞORLÁKSSONAR, rafverktaka, Landssamband íslenskra rafverktaka, Söluumboð L.Í.R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.