Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986
5
I
Morgunblaðið/Þorkell
Séð yfir lundinn sem Skógræktarfélag' Reykjavíkur gaf Reykjavíkurborg í tilefni 200 ára afmælis
borgarinnar og 40 ára afmælis félagsins.
Skógardagurinn:
Skógræktarfélag
Reykjavíkur af-
hendir Reykja-
víkurborg tijálund
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur afhenti Reykjavík-
urborg vöxtulegan trjálund á skógardaginn, sem var á
laugardag, í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar og
minntist um leið 40 ára afmælis félagsins.
í lundinum eru 120 tré, 96 ræktarfélagið gekk frá gróður-
sitkagreni og 24 Alaska-aspir. setningunni á homi Birkimels og
Allt eru þetta stórar plöntur um Hringbrautar, við Þjóðarbók-
og yfir 2 metrar á hæð. Skóg- hlöðuna, en Reykjavíkurborg
tekur síðan við umhirðu reitsins.
í tilefni 40 ára afmælis Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur hefur
félagið haft uppi fjölbreytta
fræðslu og áróður á þessu vori
að sögn Vilhjálms Sigtryggsson-
ar framkvæmdastjóra félagsins.
Meðal annars opnaði félagið lund
fyrir almenning, innan girðingar
í gróðrarstöð félagsins í Foss-
vogi. í lundinn, sem hefur verið
kallaður „Svartiskógur“, hafa
verið gróðursettar margar teg-
undir tijáa og runna. Allar eru
plöntumar merktar með nafni
og er því þama kominn upp vísir
af „sýnishomagarði" (arboret-
um). Þessi reitur er tæpur hekt-
ari að stærð með göngustígum
og borðum og er ætlunin að
koma þar upp grillaðstöðu síðar.
í Heiðmörk verður opnuð og
kynnt ný gönguleið 10. júlí á
vegum félagsins. Þá má geta
þess að skógræktarstöðin í Foss-
vogi verður opin almenningi 17.
ágúst frá kl. 14.00 til 17.00 og
verður gestum kynnt starfsemin
sem þar fer fram og í september
er ætlunin að efna til kynningar-
ferða um útivistarsvæði innan
borgarinnar.
Önnur aðildarfélög Skógrækt-
arfélags íslands víðsvegar um
landið minntust skógardagsins
með ýmsu móti eða ákváðu að
efna til átaks síðar í mánuðinum
vegna þess hvað tíðin er kalsaleg
um þessar mundir og þá sérstak-
lega á norðanverðu landinu að
sögn Huldu Valtýsdóttur, for-
manns Skógræktarfélags ís-
lands.
Morgunblaðið/Einar Falur
Jón Birgir Jónsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur afhendir Davíð Oddssyni, borgar-
stjóra, gjöf félagsins til borgarinnar, trjálund við Þjóðarbókhlöðuna.
I
Anna Ágústsdóttir
auglýsingateiknari MHl 1985
Guðrún Ragnarsdóttir
auglýsingateiknari MHl 1985
Guðrún Sch. Thorsteinsson
kermari KHl 1985
framkvænidastjóri
Hanna Steina Hjálmtýsdóttir
tækniteiknari IR 1985
Katrín Jónsdóttir
auglýsingateiknari MHl 1985
Auglýsingastofan Krass
er 1 árs I dag
Meðal þess sem við höfum unnið á þessu fyrsta ári eru
verkefni fyrir eftirtalin fyrirtæki og stofnanir:
Alþýðubankinn hf.
Félag Istenskra iðnrekenda
Gildi hf.
Hótel Saga
Islenskar getraunir
Landsvirkjun
Reykjavlkurborg
Sameinaða llftryggingarfélagið hf.
Vinnuveitendasamband Islands
Þróunarfélag Islands hf.
auk þess sáum við um grafiska hönnun fyrir listsýningarnar lceland
Crucible á Kjarvalsstöðum og Listahátlð kvenna.
Auglýsingastofa sem krassar *