Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 53
12. 1907 og konu hans, Kristjönu Örnólfsdóttur, Jóhannessonar, einnig á Suðureyri, f. 2. 7.1909. Börn þeirra hjóna Þorláks og Kristjönu voru: Páll, rafvirkjameist- ari, Jón Kristinn rafvirkjameistari f. 28.5 1939, d. 1983 í Danmörku og Gunnar, fulltrúi við Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, f. 4. 12. 1943. Fósturdóttir þeirra er Guðfinna Ríkey Einarsdóttir F. 16.1. 1945. Dóttir Þorláks er Auður f. 26.10. 1930. Móðir Páls lést 1969. Kynni okkar Páls hófust fljótlega eftir að ég og mín fjölskylda fluttum í Kópavog 1967. Hafði faðir minn þá verið kunnugur Páli um langt skeið. Var hann búinn að hrósa Páli í mín eyru bæði sem manni og fagmanni, áður en okkar fundir urðu í nýja bæjarfélaginu okkar. Það var okkur svo mikill styrkur hversu hjartanlega þau hjónin Páll og Ásthildur tóku á móti okkur innflytjendunum, þegar við fórum að taka þátt í félagslífi sjálfstæðis- manna í bænum. Enda voru þau hjón áberandi sakir glæsileika þeirra, frúin framarlega í pólitíkinni en Páll með mestu afhafnamönnum í bænum. Við störfuðum öll saman í Sjálf- stæðisfélagi Kópavogs og þaðan eigum við margar minningar um Pál. Hann var ráðagerðarmaður hinn mesti og áhrifamaður. Fastur var hann fyrir ef því var að skipta. En mér fannst hann ráðhollur og raunsær og hafði gott mat á mönn- um og málefnum. Síðar áttum við Páll ýmis viðskipti saman. Voru þau öll á einn veg. Allt stóð sem stafur á bók af hans hálfu. Verk sín fram- kvæmdi hann af stakri nákvæmni og aldrei stóð á neinum hlut. Komst ég líka fljótt upp á lag með það, að leita til Páls um ráðgjöf um raffræðileg efni. Brást það ekki að hann gat leyst úr hveijum hlut og þulið reglugerðarákvæði utanað, þar sem þess þurfti við. Var þetta mér ákaflega mikils virði. Sakna ég nú vinar í stað og ráðhollustu hans. Eins og áður sagði var Páll at- hafnasamur og stóð að mörgum byggingum í Kópavogi. Má þar nefna Hamraborg 1—3, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn bar gæfu til að eignast hlut í og hefur sitt félags- heimili. Þær byggingar reisti Páll í félagi við Stefnir Helgason. Þegar þeir voru að byggja húsin sagði einn bankastjói-i við mig, að þeir væru að byggja miklu meira en þeir réðu við. Þetta sagði ég Páli. Hann brosti við og sagðist nú mundi sjá til með það, hvor hefði betur í áætl- unum, þeir eða stjórinn. Enda klár- uðu þeir húsið og urðu auðugir menn. Þannig fannst mér Páll vera, ókvíðinn og áræðinn og treysti á sjálfan sig fremur en aðra. Sannur sjálfstæðismaður. Páll rak umfangsmikla rafverk- takastarfsemi á höfuðborgarsvæð- inu og naut mikils álits sem slíkur, fyrir vandvirkni og áreiðanleika. Það þurfti ekki að fresta steypum vegna þess að raflögnin væri ekki komin hjá Páli. Var Raffell hf. traust fyrirtæki í góðu áliti, þar sem þeir störfuðu saman feðgamir og auk þess Jón Kristinn um tíma. í dagfari var Páll ákaflega prúð- ur maður og alúðlegur. Hann var vel meðalmaður á hæð, nokkuð þéttvaxinn, bjartur yfirlitum með Ijóst hár og bar sig vel á velli. Hann var maður glaðsinna þó hann færi hóflega. Kímnigáfa hans var hárfín á stundum, gat verið eins og brezkur húmor getur verið, þegar beitt er „understatement" með örlitlu háðsívafi. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um, mikill hófsmaður sjálfur á vín, allt að því bindindismaður og reykti aldrei. En hann kunni vel að veita öðrum og þau hjón bæði. Eru þau mörg boðin sem við hjónin þágum af þeim hjónum, hvert öðru glæsi- legra. Var smekkvísi þeirra sérstök. Erum við mjög þakklát fyrir alúð þeirra, gestrisni og vináttu í gegn- um árin, sem núna eru orðin svo alltof fá, þegar Páll hefur svo skyndilega horfið frá okkur yfir móðuna miklu, að okkur finnst í blóma lífsins aðeins 52 ára að aldri. Eftir sitjum við lömuð af hinni skyndilegu alvöru lífsins. Við erum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1986 53 ekki eilíf hér, kvöldið getur komið fyrr en okkur varir. Hversu dýrmæt er ekki hver stund í góðra vina hópi. Við gleymum alltof oft að gera okkur ljóst hversu fá tækifær- in eru í raun og veru, sem við nýtum til þess að rækta vináttu okkar. Dagarnir eru svo fáir ef grannt er skoðað. Því ríður á að njóta þeirra eins vel og maður hefur vit til. Páll kvæntist árið 1954, Ásthildi Pétursdóttur, f. 11.6. 1934Jónsson- ar bifreiðastjóra og konu hans Jór- unnar. Með bjartsýnina mest eina að veganesti hófu þau nýtrúlofuð að byggja hús við Fífuhvammsveg og fluttu þangað 1955. Þama stendur hið glæsilegasta heimili, sem ber smekkvísi og samlyndi húsráðenda fagurt vitni. Þeim hjónum varð tveggja bama auðið: Björgvin, myndasmiður, f. 22.1. 1955 og Margrét f. 1.6. 1959, stúdent og leiðsögumaður. Bæði eru þau í hjónabandi og nýtir borgarar. Barnabörnin eru orðin 3 talsins. Að leiðarlokum er margs að minnast þó fátt verði sagt. Eftir stendur minningin um góðan dreng. Megi sú minning verða eftirlifandi ástvinum hans ljós í myrkri saknað- arins og ylur daganna, þegar hin mikla elfur tímans hefur dreift og borið með sér sorgarélin, sem nú gára flötinn og byrgja okkur sýn. Halldór Jónsson Oft getur það reynst erfitt að átta sig á tilverunni og öllum tilgangi lífsins á jörðu hér. Ekki síst þegar kvaddur er maður í blóma lífins. En enginn ræður för, þar ráða öfl okkur ókunnug. Páll Þorláksson, mágur minn, var aðeins 51 árs að aldri, þegar hann var kallaður yfir landamærin miklu. Ekki datt mér það í hug einn góð- viðrisdaginn í síðasta mánuði að þá væri ég að ræða við Palla í hinsta sinn. Hann var kátur og glaður og í þessu góða jafnvægi, sem ævin- lega einkenndi hann. Hann hlakkaði til ferðar á suðlægar slóðir og sumarleyfsins þar með Asthildi systur minni. Ég kynntist Páli meðan hann var komungur og ástfanginn af systur minni. Þeirra samband var frá fyrstu tíð afar gott. Samt voru þau ólík um flesta hluti, en einstaklega samhent og höfðu svo góð áhrif hvort á annað. Saman reistu þau fallegt heimili þar sem gott var að koma. Páll Þorláksson hóf ungur nám í rafvirkjun og fetaði þar með í fótspor föður síns. Síðar gerðist hann rafverktaki og sá um stór- byggingar, m.a. Hamraborgina, miðbæ Kópavogs, ásamt fleiri aðil- um í byggingargreininni. Á sinn hljóðláta og yfirlætislausa hátt vann Páll Þorláksson mörg stórvirk- in. Orlögin höguðu því svo til að þau Páll og Ásthildur reistu bú sitt í Kópavogi á hinum miklu land- nemaárum þar í bæ. Þar hafa þau búið þijátíu góð ár. Ég minnist þess, þegar byggingaframkvæmd- imar stóðu yfir á Fífuhvammsvegi 39, hversu góður stjómandi Páll var, og hversu laginn verkmaður hann var. í áranna rás hafa þau Páll og Ásthildur haft mikil áhrif á fram- vindu mála í bænum sínum. Ást- hildur sem bæjarfulltrúi og Páll sem mikilhæfur uppbyggjandi stórra og góðra mannvirkja, sem prýða bæinn og munu verða verðugur varði um minningu hans. Ég vil að lokum, um leið og ég kveð Pál Þorláksson, mág minn, þakka honum fyrir alla þá vinsemd sem alla tíð stafaði frá honum til fjölskyldu okkar. Ég veit að margir syrgja Pál Þorláksson og hefðu viljað eiga samleið með honum miklu lengur. En nú kveðjum við hann með söknuð í huga og biðjum honum velfarnaðar á nýjum braut- um og ókunnum. Sérstaklega vil ég votta Asthildi systur minni, Björg- vin og Margréti og Ijölskyldum þeirra mína dýpstu samúð, einnig Þorláki föður hans og öðrum skyld- mennum. Fari minn kæri mágur í friði og ég þakka fyrir hans miklu vinsemd. Jón Birgir Pétursson Þegar ég var unglingur las ég eitt sinn ritgerð sem einn af vinum mínum hafði skrifað og fengið verðlaun fyrir. í ritgerðinni hugsaði hann sér söguhetjuna koma fyrir skapara sinn á efsta degi og að skaparinn spyrði, „Hvað hefur þú gert við lífíð sem ég gaf þér? Hef- urðu ávaxtað það sjálfum þér og öðrum til góðs?“ Manninum vafðist tunga um tönn og hann leit undan. Vini mínum, Páli Þorlákssyni, sem nú er látinn langt fyrir aldur fram, hefði ekki orðið svarafátt og hann hefði ekki þurft að líta undan. Hann sóaði ekki lífí sínu í neinum skilningi, heldur ávaxtaði það sér og samferðamönnum sínum til sí- felldrar gleði og gæfu. Ég þekki ekkert fólk sem hefur lifað lífinu eins lifandi og þau hjónin Ásthildur og Palli og allir vinir þeirra hafa fengið að njóta þess með þeim. Sambúð þeirra og viðmót hvort við annað hefur verið eins og fallegt en skemmtilegt ævintýri og mann- bætandi fyrir vini þeirra og vanda- menn. Osjálfrátt nefnir maðúr oft- ast nöfn þeirra beggja í sömu andrá rétt eins og það væri sama nafnið. Þau hafa í raun lifað hvort annars líf. Þessi ótímabæri aðskilnaður er því sár og erfíður, en hann hafði gert boð á undan sér og gert sam- vcrustundir síðustu misseri enn dýrmætari og minningar sem eftir sitja enn bjartari. Maður gekk þess ekki dulinn ef maður átti vináttu Páls Þorláksson- ar. Hún var ekki allra, en hún var heil og án skilyrða þegar hann á annað borð batt slík bönd. Hann var ekki maður hávaða eða mikillar fyrirferðar, en fastur fyrir og munaði um hann þar sem hann lagði fram krafta sína. Hann var jafnan glaður í viðmóti, hlýr og traustur og umgekkst annað fólk af inn- borinni kurteisi og velvild. Þeir sem hafa notið gestrisni hans gleyma því ekki. Vinahópurinn okkar sem stofnað var til fyrir rúmum áratug hefur misst lit við fráfall þessa ljúfa manns. Páll Þorláksson skildi þó svo mikið eftir af sjálfum sér í vitund sinna að hann mun lifa með þeim allar stundir. Kæra, kæra Ásthildur mín. Ég og fjölskylda mín sendum þér, bömum þínum, tengdabömum og barnabömum innjlegar og hlýjar samúðarkveðjur. Ég treysti því að sólskinsstundir liðinna ára varpi birtu yfir þau sem ókomin eru. Guð blessi minningu Páls Þor- lákssonar. Jónína Michaelsdóttir Dcyrfé.deyjafrændur deyrsjálfuriðsama. En orðstír deyr aldregi hveimsérgóðangetur. (Hávamál.) Það er erfitt að sætta sig við að hann Palli frændi sé horfinn yfir móðuna miklu, alltof snemma og svo óvænt. Hann kveður í byijun sumars, þegar nóttin er björt og náttúran að vakna af vetrardvala. Líf flestra er þmngið eftirvæntingu og gleði en það syrtir í hug okkar sem þekktu hann. Ein fallegasta myndin í fjöl- skyldualbúminu á bernskuheimili mínu varaf honum, 15 áragömlum, og ég horfði oft á hana. Þá bjuggum við hvort í sínum landshluta, en kynni okkar urðu ekki verulega fyrr en á seinni ámm. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þau kynni. Rósemi og hlýja stafaði frá honum, góð áhrif og notaleg. í hræringum hugans rifjast eitt og annað upp sem tengist þessum frænda mínum, fjölskylduboð, ætt- armót og t.d. þegar ég hitti hann og Ástu um hávetur í Þýskalands- ferð og það óvænta „ævintýri" sem við lentum í. Og seinna dagur í Lúxemborg í sól og blíðu sem varð svo eftirminnilegur að sú borg mun alltaf minna mig á Palla. Ekki sízt koma í hugann allar yndislegu stundirnar á heimili Palla og Ástu. Frændi var höfðingi heim að sækja og kunni flestum betur að gera góða veislu og þær urðu margar. Heimilið og fjölskyldan var greinilega ham- ingja hans og umhyggja fyrir öldr- uðum föður var mikil. Palli kynntist sinni góðu konu í gagnfræðaskóla og eftir 35 ára sambúð voru þau eins og nýtrúlofuð. Þau fundu alltaf upp á einhveiju til að krydda tilver- una, gæfan var þeim hliðholl og þau nutu þess að vera til. Ég kveð frænda minn með sökn- uði og virðingu og við Jón þökkum tryggðina á liðnum árum. Elsku Þorlákur, Ásta og börnin þín, megi kærleikur og afl sumars- ins styrkja ykkur. Maddý Löngum hefur það verið svo að' handhafí ljásins örlagaríka hefur reitt til höggs þegar minnst varði. Gengið að lífsmynstrum í fyllingu og riðlað; komið vinum og vanda- mönnum í opna skjöldu og skilið við magnvana yfir skyndilegu brott- falli ástvina. Svo var um andlát Páls miðvikudaginn 28. maí. Örfáum dögum fyrr hafði hann haldið glað- ur og reifur utan á vegum skrifstofu okkar, enn einu sinni í þeim tilgangi að létta undir með eiginkonu sinni, Ásthildi Pétursdóttur, sem fyrir löngu hefur unnið sér hylli hundr- uða ferðamanna hérlendra fyrir einstaka fararstjórn á erlendri grund. Þrátt fyrir að við höfum kynnst Páli fyrst og fremst gegnum eiginkonu hans og dóttur, nánum samstarfsmönnum okkar til margra ára, er það til marks um opinn og einlægan hlýhug þeirra, sterk fjöl- skyldubönd og sérstæða samheldni að við skulum hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Páli það náið sem raun ber vitni. Páll Þorláksson fæddist í Reykja- vík 1934 og var sonur hjónanna Þoráks Jónssonar, rafverktaka, og Kristjönu Ömólfsdóttur, húsmóður. Hann lauk prófi í rafvirkjun frá Iðnskóla íslands árið 1952 og stofn- aði ungur sitt eigið fyrirtæki sem hann vann við alla tíð síðan. Árið 1954 kvæntist hann Ásthildi Pét- ursdóttur, fararstjóra og bæjarfull- trúa í Kópavogi, og reistu þau sér myndarlegt hús við Fífúhvammsveg í Kópavogi og bjuggu þar æ síðan. Félagslyndi beggja er alkunna öll- um er kynntust þeim. Páll vann mikið að félagsmálum í sínu fag- félagi, Landssambandi rafverktaka, og gegndi formannsstöðu í Félagi lögg. rafverktaka í Reykjavík um skeið. Ásamt eiginkonu sinni tók hann mikinn þátt í störfum Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi og lagði þar sem annars staðar fram sinn óeigingjama skerf. Böm þeirra hjóna em Björgvin, myndasmiður, kvæntur Sigrúnu Karlsdóttur og eiga þau þijár dætur, og Margrét, skrifstofumaður, gift Sverri Agli Bergmann, stórkaupmanni. Við minnumst Páls ekki síst í ógleymanlegum jólaboðum þeirra hjóna þar sem ávallt ríkti sérstætt og glaðvært andrúmsloft. Þar var sannkölluð hátíðarstemmning, kræsingar á borð bomar af rausn og viðmót bamsins kallað fram í gestum í samræmi við ftjálslegt og hlýlegt heimili. Það _var gott að sækja þau Pál og Ásthildi heim enda vom þau einstakir gestgjafar í hvivetna. Og ekki síður kynntumst við einstöku innræti Páls og sam- heldni og vináttu hans og Ásthildar í þau mörgu skipti sem þau réttu ferðalöngum erlendis hjálparhönd. Er það tæpast ofmælt þegar fullyrt er að betri fararstjóm á erlendri gmnd sé vart hægt að hugsa sér. Við munum minnast Páls sem glaðværs, hjartgóðs og dugandi manni, sem öllum lagði lið er þiggja vildu, og var ávallt til taks er ein- hvers staðar ef á bjátaði. Við emm þakklát fyrir glaðar stundir með Páli og fjölskyldu hans og einnig fyrir að hafa fengið að njóta starfs- krafta hans og gáfna. Það er okkur einnig mikill heiður að hafa fengið að njóta samstarfs Ásthildar og Margrétar og er það von okkar að það megi haldast sem lengst. Við sendum Ásthildi, Margréti og Björgvini og öðmm aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau. Við munum lengi muna góðan dreng. Starfsfólk Samvinnuferða-Landsýnar Kveðja frá Sjálf- stæðiskvennaf élaginu Eddu, Kópavogi Á kveðjustund, sem kom óvænt og fyrr en varði, koma upp í hugann leiftur minninga frá samvemstund- um með Páli, bæði í félagsstarfí og þá ekki síður sem gestir á hans fagra heimili og konu hans, Ást- hildar Pétursdóttur. Þær stundir verða okkur öllum ógleymanlegar. Ásthildur, börnin, tengdabömin og þá ekki síður bamabömin hafa mikið misst. Því á erfiðum tímum finnst okkur oft að sorgin sé eins og þungur klettur í bijóstinu. En við skulum ekki gleyma að öll él birtir upp um síðir. Elsku Ásthildur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þín og fjöl- skyldu þinnar. Megi Guð styrkja ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafði þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald.Briem) Blómastofa FriÓfmns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvöld tll kl. 22,- éinnig um helgar. Skreytingar viö Öll tilefni. Gjafavörur. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. a S.HELGASONHF STEINSmlÐJA SK£MA(VEGI 48 SiMl 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.