Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Morgunblaðið/Per Roland Andstæðingar hvalveiða mótmæla fyrir utan ráðhúsið í Malmö. f hópnum voru fimm íslenzkir námsmenn. Arsfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins: Þung undiralda gegn hvalveiðiþjóðunum Okkar mál í mikilli óvissu segir sjávarútvegsráðherra Malmö, frá Ómarí Valdimarssyni, blaðamanni Morgunbladsins. „ÞAÐ ER enn of snemmt ad spá nokkru um niðurstöðu þeirra mála sem snerta okkur íslendinga mest. Hér er allt í mikilli óvissu," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við blm. Morgunblaðsins að loknum fundum á fyrsta degi 38. ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Malmö í gær. Halldór er formaður 8 manna sendinefndar íslendinga á ársfundinum. Forystugrein í The Economist: Alþjóðahval- veiðiráðið fái ráðstöfunar- rétt yfir hvölum Veiðiheimildir verði boðnar út í SÍÐASTA tölublaði breska vikuritsins The Economist birtist for- ystugrein um hvalveiðar, sem skrifuð var í tilefni alþjóðahvalveiði- ráðstefnunnar i Malmö. Fer hún hér á eftir: er aftur á móti sá að þeir nota Meginmálið sem snýr að íslend- ingum er hvort failist verður á tiliögu Bandaríkjamanna, Ástrala, Svía og fleiri um að öll verslun með afurðir hvala sem veiddir eru í þágu vísindanna skuli talin af hinu vonda. Tillögu þess efnis er að fínna í skýrslu sérstakrar nefndar um hvalveiðar í vísinda- skyni. Hver þjóð hefur leyfí sam- kvæmt samþykktum hvalveiði- ráðsins til að heimila slíkar veiðar með vissum skilyrðum. I ársbyrjun hófst veiðibann hvalveiðiráðsins og eftir næstu helgi byijar hval- vertíðin á íslandi. Þær veiðar verða stundaðar af Hval hf. skv. samstarfssamningi við ríkisstofn- anir og á allur hagnaður af veið- unum að renna til vísindalegra rannsókna á hvölum. Ætlunin er að selja kjötið til Japans til að láta verkefnið standa undir sér. í fundargerðum og skýrslum hér á fundinum kemur greinilega fram að íslensku nefndarmennim- ir hafa barist með kjafti og klóm fýrir því að fá fellt út ákvæðið um verslunarbann. Þeir höfðu ekki erindi sem erfíði er þeir reyndu að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn, er héldu fast við tillögu sína. íslendingamir gerðu þá tillögu um að „lagt væri til“ við aðildarríkin að þau gættu þess að allur hagnaður af hvalveiðum í vísindakyni skyldi renna til vís- indastarfa. Gert er ráð fyrir að þetta mál verði rætt í almennum umræðum á miðvikudag. Vísindaveiðar íslendinga, sem ætlunin er að stunda fram til þess tíma að ráðið gefur út heildarmat á hvalastofnum heimshafanna 1990 sæta töluverðri gagnrýni hér einkum af hálfu hvalavemdunar- manna sem eru hér f tugatali. Mótmælastaða er fyrir utan ráð- húsið í Malmö þar sem fundurinn fer fram. í gær mótmæltu þar 5 íslenskir raunvísindastúdentar frá Lundi hvalveiðum íslendinga ásamt nokkrum hópi alþjóðlegra náttúravemdarsinna. Enn meiri gagnrýni beinist þó að Suður-Kóreu sem hafíð hefur takmarkaðar veiðar í vísindaskyni án þess að hafa lagt fram sérlega vandaða áætlun. Meginþrýsting- urinn er þó á Norðmenn, Sovét- menn og Japani sem hafa ákveðið að halda áfram veiðum þrátt fyrir hans við forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra laugardaginn 7. júní var gengið frá sameiginlegri frétta- tilkynningu. Þar segir, að báðir aðilar lýsi yfír stuðningi við nýja lotu alþjóðlegra viðskiptaviðræðna á vegum GATT er gætu hamlað gegn vemdarstefnu og fært út svið alþjóðlegs efnahagssamtarfs. Þeir vonuðust báðir til þess, að á næstu mánuðum yrðu hagstæð skilyrði til að koma viðræðum af stað. veiðistöðvun alþjóða hvalveiði- ráðsins. Mest er barið á Norð- mönnum eins og sést á því að í gær hóf Bandaríkjastjóm aðgerðir sem geta leitt til eftiahags- eða verslunarþvingana gegn Norð- mönnum. Birgitta Dahl umhverf- ismálaráðherra Svía ávarpaði fúndarmenn við setninguna f gærmorgun og sagði að það væri fullkomlega óhæft að örfáar þjóðir heims ógnuðu tilvera hvalastofn- anna. Til að auka á einangram Norðmanna má og búast við nokkram deilum um hrefnustofn- inn í N-Atlantshafí sem Norðmenn veiða úr og fjölmargir kunnir vís- indamenn hér telja í útrýmingar- hættu. Auk þeirra aðgerða sem Banda- ríkjastjóm hefur nú hafið gegn Norðmönnum hefur hún þegar bannað veiðar Rússa í bandarískri lögsögu vegna hvalveiða þeirra og búist er við hæstaréttardómi í Washington á næstunni sem fyrir- skipi samskonar aðgerðir gegn Japönum. Báðir aðilar lýstu yfír ánægju sinni með stöðugan vöxt tvíhliða viðskipta (70% frá 1980). Á_ árinu 1985 jókst útflutningur frá íslandi til bandalagsins um 14% en inn- flutningur frá bandalaginu til ís- lands um 9%. Stækkun Evrópubandalagsins vegna inngöngu Spánar og Portú- gals hefur mikia þýðingu fyrir ís- land. Viðskiptin við hið stækkaða bandalag eru nú yfír 50% af utan- ríkisviðskiptum íslands. Búist er við meiri jöfnuði í viðskiptum aðilanna Nú eru hvalveiðar bannaðar í viðskiptaskyni, en Alþjóðahval- veiðráðið tók þá ákvörðun að banna hvalveiðar frá og_ með þessu ári. Hins vegar halda íslendingar, Jap- anir, Norðmenn, Sovétmenn, og Suður-Kóreumenn áfram að veiða hvali í þessum tilgangi, enda þótt Rússar hafí heitið því að hætta veiðunum á næsta ári og Japanir árið 1988. Það á ekki að banna hvalveiðar með öllu, en það ætti að vera eitt helsta markmið al- þjóðahvalveiðráðsins , sem kemur saman til fundar f Malmö í þessari viku, að fá ráðstöfunarrétt yfír hvölunum og selja hvalveiðileyfí gegn ákveðnu verði. Hvalveiði- bannið hefur mistekist vegna þess að alþjóðahvalveiðiráðið er eins tannlaust og steypireyður. Fyrst í stað var sá hvalveiðikvóti, sem alþjóðahvalveiðráðið, ákvað of hár. Þegar kvótinn var síðan minnkaður tókst hvalveiðráðinu ekki að sjá til þess að farið yrði eftir þeim skilyrð- um, sem það setti. Vandamálið hefur alltaf verið það sama: enginn hefur haft ráðstöftin- arrétt yfír hvölum. Allar hvalveiði- þjóðir óttuðust með réttu að drægju þær úr veiðisókninni, þá hefði það í för með sér að samkeppnisþjóðim- ar fengju meira f sinn hlut. Allar þjóðimar höfðu líka sterka tilhneig- ingu til að svindla. Japanir gengu meira að segja svo langt að „búa til“ nýja tegund, dvergsteypireyði, í þeim tilgangi að geta veitt meira en þeim hafði verið úthlutað. Enn er öllum brögðum beitt. Til að mynda nær hvalveiðibannið ekki til veiða _ í vísindaskyni. Þannig segjast íslendingar og Suður- Kóreumenn þurfa á hvölunum að halda til rannsókna. Annað, sem undanþegið er banninu, eru hval- veiðar þeirra, sem byggja lífsaf- komu sína á þeim: Norðmenn láta sem hvalfangarar þeirra séu elli- hrumir frumbyggjar, sem Iifa á hvalspiki og þangi. Sannleikurinn en áður. í ljósi þess að markaður banda- lagsins er íslandi mjög mikilvægur er nauðsynlegt að gert sé nýtt átak til að leysa óleyst vandamál er snerta físk. Báðir aðilar töldu að hefja ætti viðræður til að athuga möguleikana á að leysa vandamálin á þann hátt að þeir gætu vel við unað. Samstarf á öðrum sviðum en í viðskiptum var einnig til athugunar. ísland, sem leitast eins og önnur EFTA-lönd við að auka samstarf sitt við bandalagið og skjóta fleiri stoðum undir efnahagslíf sitt, hefur áhuga á að taka þátt í rannsókna- og þróunarverkefnum EB á grund- velli sérþekkingar sinnar á ýmsum sviðum. De Clercq kvaðst mjög ánægður með þessa afstöðu og lagði til að viðræður bandalagsins og Islands um rammasamning um vísindi og tækni hæfust fljótlega. Sjá viðtal við Willy de Clercq á bls. 18 verksmiðjuskip við veiðamar og selja mestan hluta hvalkjötsins til Japans. Það þjónar engum tilgangi að banna hvalveiðar með öllu. Hvalir nærast mikið á síld og öðrum fiski utan heimsskautssjávarins. Þorsk- veiðimenn á Nýfundnalandi eiga t.d. í vandkvæðum vegna hnúfu- baks, sem flækist í netjum þeirra. Ef ekkert verður að gert bíður þess vegna hvalanna enn grimmilegri og blóðugri dauðdagi: þeir verða veiði- mönnum að bráð, sem ekki hafa að atvinnu sinni að veiða hvali. Það er heldur engin lausn að skeyta skapi sínu á þeim þjóðum, sem veiða meir en þeim er úthlutað. Bandaríska þingið hefur t.d. sam- þykkt lög, sem miða að því að banna Japönum að veiða undan ströndum Alaska nema þeir virði samþykkt alþjóðahvalveiðiráðsins. Þessi lög eru um of háð duttlungum stjóm- málamanna. Bandarísk stjómvöld gætu t.d. heimilað Japönum að veiða of marga hvaii sé þingið þeim vinveitt. Eða þau gætu komið því til leiðar að Japanir veiddu of lítið af hvölum til að láta í ljós óánægju með innflutning á tiltekinni vöra frá Japan. Stjóm Reagans hefur þó hikað við að framfylgja þessum lögum, og er það skynsamleg ákvörðun. Miklu betri kostur er að viður- kenna að hvalveiðimönnum er hag- ur í því að halda ákveðnum fjölda af hvölum á lífi, svo að þeir geti fjölgað sér. Þannig yrði framtíð hvaianna ekki stefnt í hættu, og við mundum áfram búa yfir miklum forða af próteini í hvalastofnunum. Áður fyrr átu hvalir um 190 tonn af rækju á ári á Suðurheimskauts- svæðinu. Nú er rækja fæða fánýtra fisktegunda, eins og smokkfísks, sela og mörgæsa. Besta aðferðin við að nýta prótein rækju er því að láta hvalina nærast á henni og fjölga sér. Síðan á að nýta hvalina. Lykillinn að farsælli lausn þessa máls er að fínna millileiðina. Hópur vísindamanna hefur lagt fram til- lögu, sem gæti komið að góðum notum. Samkvæmt henni fær al- þjóðahvalveiðiráðið ráðstöfunarrétt hvala. Það ætti síðan að ákveða hve margir hvalir af hverri tegund mætti veiða án þess að það kæmi niður á stofninum (það yrðu fáir í upphafí en mundi fjölga eftir því sem tíminn líður). Loks ætti að út- hluta þeim hvalveiðimönnum, sem þurfa á hvalveiðum að halda sér til lífsviðurværis, ákveðinn kvóta að kostnaðarlausu, en bjóða út veiðina á þeim hvölum, sem eftir eru. En nú hefur kvótafyrirkomulagið mistekist, og því mætti spyija af hveiju sé meiri möguleiki á að þessi hugmynd leysi vandann? Það yrði mun auðveldara að sjá til þess að reglum alþjóðahvalveiðráðsins yrði framfylgt ef það hefði ráðstöfunar- rétt yfír hvölunum. Ágóðinn af út- boði á hvalveiðleyfum ætti að vera nægur til að fjármagna þau tæki og mannafla , sem nauðsynlegur er til að fylgja reglunum. Og veiði- heimildunum yrði úthlutað á sem hagkvæmastan hátt: þeir hvalveiði- menn, sem veiddu hvalina og verk- uðu þá með minnstum tilkostnaði, mundu bjóða hærra í þær en keppi- nautamir. Rætt verður um fisk og vísindi og tækni við EB — segir í fr éttatilky nningn um fund ráðherra og fulltrúa Evrópubandalagsins í VIÐRÆÐUM er Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra, og Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, áttu við Willy de Clercq, er fer með utanríkismál í stjórnamefnd Evrópubandalagsins (EB), töldu báðir aðilar, að hefja ætti viðraeður til að leysa vandamál, er snerta fisk, “á þann hátt að þeir gætu vel við unað“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins. Þá náðist einnig samkomulag um að viðræður hæfust milli íslands og EB um ramma- samning um visindi og tækni. Að lokinni heimsókn Willy de Clercq hingað til lands og eftir viðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.