Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 51 um ásamt algerlega sjálfstæðum skoðunarhætti urðu að vörðum fyrir mig sjálfa ef ég af öðru tilefni leit- aði á sömu slóðir. Hann hafði verið á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Og hann hafði farið í ferðalög með fjölskylduna út og suður um Evrópu löngu áður en ferðaskrifstofur höfðu náð að virkja útþrá landans og ævintýrahneigð. Og þó var afi veraldlegur maður: búhyggindi honum í blóð borin þótt honum hafi verið annað hugstæðara í bernsku en ílendast í heimabyggð sinni og hann látið skríða til skarar eins og honum að öllum jafnaði var skapfelldast. Þá þegar var fólk tekið að streyma til borgarinnar, betri tíð í vændum en menn trúðu áratugina síðustu fyrir aldamótin og Ameríku- ferðir orðnar sttjálli en verið hafði um langt skeið. Kannski aldamót innblási mönnum alltaf bjartsýni en áratugirnir síðustu fyrir þau svart- sýni; hvað sem um það yrði sagt fleira var veraldarmennska afa af öðru tagi en flestra sem nú hæfir kenniheitið; ekki meiri en svo að virðing hans og annarra fyrir hinum ókunnari leiðum beið ekkert afhroð þrátt fýrir hana. Að endingu vil ég fyrir mína hönd og annarra vandamanna þakka starfsfólki frá heimilisþjón- ustu borgarinnar og öldrunardeild- arinnar, Hátúni 10B, fyrir það góða atlæti sem það sýndi afa. Eg kveð afa minn með ljóði Einars Benediktssonar, Dánarstefi. Vor ævi stuttrar stundar er stefnd til drottins fundar, að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa i gildi. Hún boðast oss í engils róm. Svo helgist hjartans varðar. Ei hrynur tár til jarðar í trú, að ekki talið sé. í aldastormsins straumi og stundarbamsins draumi oss veita himnar vemd og hlé. María Anna Þorsteinsdóttir Langri ævi vinar míns, Kristins Einarssonar, er lokið. Hann andað- ist 31. maí sl. á 90. aldursári eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Kristinn Einarsson fæddist 6. desember 1896 á Grímslæk í Ölfusi. Foreldrar hans voru Einar Eyjólfs- son, bóndi þar, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Var Kristinn í foreldrahúsum þar til hann settist í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi 1916. Vann um tíma við verslunarstörf í Reykjavík, en árið 1919 stofnaði hann heildversl- unina K. Einarsson og Björnsson með Hjalta Björnssyni, bekkjar- bróður sínum úr Verslunarskólan- um og ráku þeir hana til ársins 1923. Stofnaði Kristinn þá bús- áhalda- og leikfangaverslun með sama nafni, er hann opnaði 1. maí 1923 og rak hana áratugum saman í Bankastræti 11, en flutti síðar í verslunarhús sitt á Laugavegi 25. Árið 1940 keypti Kristinn verslun- ina Dyngju og rak hana einnig á Laugavegi 25, en hætti rekstri hennar er hann hóf byggingafram- kvæmdir á lóðinni, þar sem nú er risið stórhýsi. Kristinn var virkur þátttakandi í félögum kaupsýslumanna og Versl- unarráði íslands og heiðursfélagi í Kaupmannasamtökum íslands. Hann var virtur kaupmaður og farsæll í störfum sínum, áreiðanleg- ur í viðskiptum og heiðarlegur. Glaður var hann og reifur við hvern sem var. Hann gerði sér far um að flytja inn vandaðar vörur og hafði næman skilning á hvað hentaði heimilunum best. Kristinn var prýðilega vel gefinn maður. Hann las mikið og var fróður og stálminn- ugur. Hann var mikill náttúruunn- andi, fuglavinur og útivistarmaður, stundaði fjallgöngur og þekkti Hellisheiðina eins og fingurna á sér. Kristinn kvæntist 1927 danskri konu, Ellu Marie Einarsson (fædd Proustgaard). Var það mikið gæfu- spor því þau voru mjög samhent og bjó hún honum og bömum þeirr hlýtt og glaðvært heimili, enda er hún mikil húsmóðir. Þau eignuðust fjögur böm: Sóley, verslunarm. Rudólf, heildsala, Sonju, húsfrú og Guðberg, útvarpsvirkja. Barna- börnin eru orðin ellefu og barna- bamabörn sjö. Kristinn var röskur maður og úrræðagóður. Eitt dæmi um það er þegar hann hafði augastað á fallegu landi í Norðlingaholti við Elliðavatn og vildi reisa sér sumar- bústað þar. Þetta var árið 1941 eða ’42. Erfitt var um aðdrætti á bygg- ingarefni í bústaðinn, því enginn akvegur var þangað. Kristinn gerði sér lítið fyrir flutti efnið að ánni Bugðu nálægt Baldurshaga og fleytti síðan timbri og því sem flotið gat eftir ánni og hirti síðan er góss- ið kom móts við byggingarlóðina. Akveg gerði hann sjálfur síðar með því að slétta úr mónum út á næsta veg, um 1 km leið. Síðan ræktuðu þau hjónin fagran trjá- og blóma- garð við sumarbústað sinn. Við Kristinn vomm nágrannar í áratugi í sumarbústöðum okkar í Norðlingaholti. Var mikill sam- gangur milli heimilanna. Börnin okkar léku sér saman í æsku og vom þau ávallt velkomin til Kristins og Ellu. Þau hjón vom góðir ná- grannar og var gott og uppörvandi að heimsækja þau á þeirra gestrisna og glaðværa heimili. Eg og fjöl- skylda mín viljum þakka hin góðu kynni og vottum Ellu og fjölskyldu innilega samúð. Björn Ófeigsson og gerði það að verkum, að öllum leið vel í návist hennar. Móðir mín, sem dvelur á Hrafn- istu í Hafnarfirði, sendir ykkur, ástvinum hennar, innilegar samúð- arkveðjur og þakkar sinni kæm mágkonu fyrir langa og góða sam- leið. Ég bið algóðan guð að styrkja ykkur frændsystkinin í raun ykkar. Siggu, frænku minni, óska ég bless- unar Guðs á æðra tilvemstigi. Guðfinna Snæbjörnsdóttir I dag verður hún amma Sigga jörðuð í Fossvogskirkjugarði við hliðina á eiginmanni sínum, Jens Hallgrímssyni, sem lést 1979. Þá var hann nýfluttur til hennar á Hrafnistu, þar sem hún var á sjúkradeild sl. 9 ár. Amma hét fullu nafni Sigríður Ólafsdóttir. Hún var dóttir Ólafs Bjamasonar útvegsbónda frá Gestshúsum og fyrri konu hans, Guðfinnu Jónsdóttur frá Deild á Álftanesi. Þau afi og amma gengu í hjóna- band þann 6. júní 1924. Eignuðust þau fjögur börn. Þau em: Ólafur yfírlæknir í Blóðbankanum, Ketill söngvari, Guðbjöm skipstjóri, sem lést 1981, og loks dóttirin Guðfinna. Það var ömmu mjög erfitt að sjá á eftir Bubba sínum sem féll frá á besta aldri. Með þeim var alla tíð mjög kært, hann var litli strák- urinn hennar. Dóttirin Guðfinna átti eftir að reynast þeim svo vel að það verður sjálfsagt seint metið til fulls. Hún hjúkraði ömmu og hjálpaði síðustu árin sem hún var heima. Amma var þá fyrir löngu orðin fótlama og hefði mömmu Guðfinnu ekki notið við og afi ekki verið svo natinn við Leiðrétting f hjónaminningu um þau Mundínu Freydísi Þorláksdóttur og Sigur- bjöm Finn Bjömsson hér í Morgun- blaðinu á laugardaginn var, stendur að af 134 afkomendum þeirra séu 118 á lífi. Þessi tala er hreinlega prentvilla. Greinin er undirrituð af Helgu Stínu og Sissi. Þau em bamaböm þeirra hjóna en ekki böm eins og stendur undir greininni. Þetta leiðréttist og er beðið velvirð- ingar á mistökunum. hana og góður kokkur að auki þá hefði hún ekki getað verið svo lengi heima. Á mamma Guðfinna miklar þakkir skildar fyrir alla þá aðstoð. Þessi börn sem öll reyndust þeim svo vel í alla staði skiluðu þeim síð- an 17. barnabörnum og langömmu- bömin hennar ömmu em þegar orðin 16. Amma og afi bjuggu fyrstu bú- skaparárin sín á Njálsgötunni. Á árinu 1930 fluttu þau í nýtt hús sem þau byggðu í Skeijafirðingum og nefndu Vog. Vom þau æ síðan kennd við Vog og bjuggu þar alla tíð síðan. Við systurnar ólumst upp á hlað- inu hjá þeim og vom því samskiptin bæði mikil og margvísleg. Auk þess hóf sú sem þetta ritar búskap í húsinu hjá afa og ömmu og bjó þar um fjögurra ára skeið ásamt eigin- manni og syni. Væri sjálfsagt hægt að skrifa heila bók um allar þær endurminn- ingar sem við eigum öll frá þessum tíma. Við systumar megum teljast heppnar að hafa fengið að kynnast lífi þeirrar kynslóðar sem þau vom fulltrúar fyrir. Kynslóðabil var ekki til í Bauganesinu á þessum ámm og alltaf var hægt að leita til þeirra með hin margvíslegustu vandamál unglingsáranna. Maður sér það kannski best í dag hvað þetta var allt sérstakt á sinn hátt. Það breyttist nánast ekkert í Vogi í gegnum tiðina, hvorki innan- stokks né mannlífið þrátt fyrir örar breytingar allt í kring. í Vogi ríkti raunar alltaf baðstofustemmningin. Þar kom t.d. aldrei sjónvarp eða önnur nýtísku þægindi af þeirri gerðinni. Þau höfðu kynnst krepp- unni og þekktu hana af eigin raun. Þó svo að hagurinn hafi vænkast með ámnum var ekki eytt í hluti sem ekki vom nauðsynlegir. Amma var afskaplega góð kona, hafði létta lund og var trúuð. Hún var mikil hannyrðakona. Það lýsir svolítið ákveðni hennar og sjálf- stæði að hún saumaði út það sem maður sá kannski hvergi annars staðar nema á Þjóðminjasafninu. Ég minnist þess að amma fór hér áður fyrr margar ferðir upp á Þjóð- minjasafn til að taka þar upp mynstur af gömlu teppi sem hún síðan saumaði. Hún ferðaðist talsvert á sínum yngri ámm og þá gjaman ein. Fór hún þá út um land ein síns liðs og átti það til að gista jafnvel í hey- hlöðum. Hún gekk í Kvennaskólann og auk þess sótti hún námskeið hjá klæðskera. Hún kunni því ýmislegt fyrir sér. Bæði gátu þau sungið, amma og afi, og tóku þau oft lagið saman. Gerði það þeim ömggleg lífið létt- ara oft á tíðum hvað þau vom kát oglífsglöð. Amma fékkst við ýmislegt á langri ævi en lengst af var hún í fiskvinnu. Að lokum vil ég þakka henni fyrir allt, allar skemmtilegu sam- vemstundirnar og kandísmolana sem hún klauf sjálf. Það er engin hætta á að henni leiðist hinum megin, hann bíður þar ömgglega eftir rakkossinum frá henni. Megi hún hvíla í friði enda langur starfsdagur að baki. Sigríður Hjaltadóttir Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgmiblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafni höfundar. Þettfl kosttt góð og hentug barnahúsgögn TZTZ fi Yfirhilla Skrifborð m/hillu; 53 Skrifbórð m/hillu: 55 Svefnbekkir m/dýnum, og 3 púðum og hillum Kommóður: 8skúffur 4.210,- 6 skúffur 3.480.- 4skúffur2.750.- Öll húsgögnin eru spónlögð með eikarfólíu sem er mjög slitsterk og auðvelt að þrífa. Svo koma þau einnig hvít. 30% útborgun og afgangurinn á 6 mánuðum. 5% stað- greiðsluafsláttur og svo eru kreditkortin að sjálfsögðu tekin sem staðgreiðsla og útborgun á samningi. Jh húsgagnahöllin BIESg353 BILDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.