Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986 19 Hrólfur Sveinsson: Hvað er í pokanum? í Morgunblaðinu var nýlega skýrt frá könnun á því, hvað upp kæmi úr töskum kvenna, ef að væri hugað. Þetta þótti mér ein- staklega áhugavert rannsóknar- efiii. Ég minnist þess nefnilega, að í mínu ungdæmi báru konur sjaldnast með sér stærri töskur en svo, að geyma mátti i lófa sér. En þar kom, að ílát þessi tóku mjög að bólgna af dularfullum sökum og urðu brátt að þeim ferlíkjum, sem borin eru í ól yfir öxl. Það hefur verið mér ráðgáta, hvaða búslóð það er, sem kven- fólki fór allt í einu að þykja nauð- synlegt að rogast með í þessum heljar koffortum. Nú hefur Morg- unblaðið leitt í ljós, að þar er alls ekki um að ræða þann daglega búferlaflutning sem ég hugði. Gímaldið hefur sem sé fátt annað að geyma en áður var haft í litlu handveski. En hvemig stendur þá á þessari gámavæðingu kvenþjóðarinnar? Það reyndi Morgunblaðið ekki að skýra. Þess er að geta, að töskubylt- ingin varð í sama mund og kven- réttindabaráttan var hvað ákafast að sækja í sig veðrið. Það skrýtn- asta við þá hreyfingu var ef til vill það, að hún virtist ekki ein- ungis í þvi fólgin að afla konum jaftu-éttis við karla á öllum svið- um, heldur og í því að breyta konum í karla á svo gagngeran hátt sem náttúran leyfði. I því skyni kappkostaði kvenþjóðin að afsala sér öllu sem hún gat talið sér til forréttinda, venja sig af hverju því sem kallazt gæti „kven- legt", og tileinka sér ýmislegt það sem sérstaklega hafi loðað við karlpeninginn. Þær lögðust í tób- ak og brennivín til jafiis við karla, og gerðu sér upp ýmsa þá ósiði, sem þeir höfðu því sem næst einokað; þær tóku að klæða sig með hliðsjón af karlatízku, ekki aðeins að ganga í buxum, sem út af fyrir sig var skynsamlegt, held- ur æ fleiri flíkum með býsna karlmannlegu sniði. Kúreka-rosa- bullur af ýmsum gerðum, hvemig sem viðraði, og jafnvel upphá reiðstígvél í samkvæmum urðu þrálát kventízka; meira að segja göngulag karla fór kvenfólk að stæla, og gerðist þá stundum lang- stígara en bezt hæfði beinagrind- inni. Og þá er komið að töskunni. Einmitt hún átti að taka af skarið; hún skyldi sýna svart á hvítu, að tíð kvenlegheitanna væri liðin; hér skyldi svei mér ekki vera á ferð neinn engill með húfu; adju mad- am! Fyrirmyndin skyldi vera karl- maður i sínu karlmannlegasta gervi, sem að sjáifsögðu var stríðshetja. En þar eð við lifum, sem lcunnugt er, á tímum sífelldr- ar afvopnunar, enda vopnaburður bannaður almenningi, skyldi i staðinn koma ábúðarmikil taska, borin í ól um öxl á sama hátt og soldátar bera frethólka sína, með hönd kreppta um axlarbandið í bijósthæð, rétt eins og dátinn hangir í byssuólinni á göngu. Og svo á auðvitað vel við að láta mynda sig í gleiðstöðu með tösku, svört gleraugu og póker-svip, þegar mest er við haft. Nú halda víst sumir, að bakvið þessa reffílegu tilburði kunni að pukrast einhver vottur af minni- máttarkennd, gott ef ekki dulinn grunur um þá kórvillu, að reyndar sé karlmennska virðulegri en kvenmennska; en aðrir eru vísir til að finna hér ilminn af því sem karlrembusvín kalla kvenrembu. En úr því verður ekki skorið án frekari rannsókna Morgunblaðs- ins. Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda: Allmiklar umræður um Launasjóð rithöfunda AÐALFUNDUR Félags íslenskra rithöfunda var haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 29. maí. Fundarstjóri var Armann Kr. Einarsson og fundarritari Ind- riði Indriðason. Áður en gengið var til dagskrár minnist formaður, Sveinn Sæ- mundsson, látins heiðursfélaga, séra Jóns Thorarensen. Fundar- menn vottuðu hinum látna virðingu. í skýrslu stjómar var gerð grein fyrir þeim málum sem nú eru efst á baugi. Samningar eru hafnir við bókaútgefendur og viðræður hafa farið fram við Ríkisútvarpið. Við- ræðum við þessa aðila verður fram haldið í sumar. Allmiklar umræður urðu um Launasjóð rithöfunda, en eins og kunnugt er eru tekjur sjóðsins hluti af söluskatti af bókum sem ríkis- sjóður innheimtir. Fram kom að þessi tekjustofn ríkissjóðs nam um 140 milljónum króna, en framlag til launasjóðs er aðeins um sjö milljónir króna. Á fundinum kom fram almenn óánægja félagsmanna með stjómum Launasjóðs rithöf- unda. Einnig komu fram tillögur til úrbóta. Greiðsla fyrir fjölföldun á verkum félagsmanna hefir nýlega verið innt af hendi. Ráðstöfun þeirra ijármuna var rædd og stjóm félagsins falið að annast þau mál. Menntamála- ráðuneytið hefir gert samning við félagið Fjölís um að það félag taki á móti greiðslum úr ríkissjóði fyrir Ijósritun í skólum á vemduðum ritum fram til 31. ágúst 1987. Fundurinn samþykkti að Félag ís- lenskra rithöfunda gngi í Fjölís. Samþykktar vom lagabreytingar sem kveða skýrar en áður á um stöðu félags íslenskra rithöfunda sem stéttarfélags, sem gætir hags- muna félagsmanna gagnvart út- gefendum og fjölmiðlum og annist kjarasamninga vegna hugverka fé- lagsmanna. Sveinn Sæmundsson var endur- kjörinn formaður félags íslenskra rithöfiinda næsta ár. Aðrir í stjóm era: Armann Kr. Einarsson, Baídur Óskarsson, Gunnar Dal, Indriði Indriðason, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson. End- urskoðendur Jón Bjömsson og Ævar R. Kvaran. (Fréttatilkynning.) Höldum borginní hreinni á200ára afmælinu STÁLHR Pósthólf 880, 121 Reykjavík- Borgartúni 31, símar 27222 & 84757 Móttaka á brotajárni og málmum í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. Gerum hreina borg hreinni! 2:0 fyrirAsk. 2 nýir, lostœtir réttir með undraljúffengu mexíkönsku kryddi. MEXÍKÓ hamborgarí Bragðið er ferskt og nautakjötið safaríkt. Bragðbœtt með Mexican Relish. Auk þess Iceberg salat og tómatsneiðar. Með frönskum kartöflum ogsem ostborgari, efvill. Hreint lostœti. MEXÍKÓ kjúklingur Kryddaður með Mexican Reiish ogsteiktur í grillofni. Framreittmeð frönskum kartöflum ogsalati dagsins, efvill. Ótrúlega gott. ftSKUR Suðurlandsbraut 14 Sími: 6813 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.