Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 23
Aðalsteinn Finsen, forstjóri Brekkes Fishsales: Eigin flakavinnsla hugsanleg innan tíðar FYRIRTÆKIÐ Brekkes var stofnað af Norðmönnum á síðustu öld, en Icelandic Freezing Plants, dótturfyr- irtæki SH í Grimsby, keypti það á síðasta ári. Brekkes var bæði í sölu fersks fisks og frysts og er enn. Því er skipt í tvær deildir og heildsölu fyrir frosinn fisk ræður Peter Lovell, en Aðalsteinn Finsen er framkvæmdastjóri ferskfisksöludeildarinnar, Brekk- es Fishsales. Aðalsteinn er lærður útgerðartæknir, 30 ára gamall. Hann starfaði í tvö og hálft ár hjá ferskfisksölufyrirtækinu Fylki í Grimsby, en hefur verið í tvo mánuði hjá Brekkes. Brekkes Fishsales hefur starfað á markaðnum í Hull í áratugi og síðustu ár aðal- lega selt fisk frá Skotlandi, og Irlandi og hefur honum þá verið ekið frá löndunarhöfn í Skot- landi suður á Humber-svæðið. Til viðbótar þessari sölu var byrjað á að selja fisk úr gámum frá Islandi í lok janúar og hefur verið selt úr rúmlega 100 gámum siðan. Pjölgnn fyrirtækjanna eykur samkeppnina „Sala úr gámunum hefur aukizt nokkuð stöðugt síðan byijað var á henni og fyrst í stað var aðallega selt fyrir aðilja tengda SH, en ýmsir sjálfstæðir útgerðarmenn hafa síð- an þá bætzt í hópinn," sagði Aðal- steinn Finsen. „Fimm fyrirtæki berjast um sölu á íslenzka fískinum og er það til mikilla bóta. Fjölgun fyrirtækjanna eykur samkeppnina og getur einnig orðið til þess, að auka tengslin við seljendur heima með auknum tíma starfsmana tynr- tækjanna. íslenzki fiskurinn er um 80% af ferskum fiski á markaðnum hér og meðalverð á þorski og ýsu Fjör á fiskmarkaðnum. 55 til 60 krónur. Aflabrestur á heimaslóðum og í Eystrasalti hefur aukið eftirspurn eftir íslenzka fisk- inum verulega. Grimsby og Hull voru miklir útgerðarbæir með feiki- stóran togaraflota. Eftir því sem dró úr veiðiheimildum Breta í land- helgi annarra landa lagðist togara- útgerð niður, en bátaflotinn hefur vaxið í staðinn en jafnast þó engan veginn á við togarflotann eins og hann var stærstur. Stærstu löndun- arhafnimar í Bretlandi eru í Aberdeen og Peterhead, en markað- urinn er sterkastur hér á Humber- svæðinu, sem er miðsvæðis og ræður yfir þróuðu flutninganeti um landið. Líkur á háu veröi fyrir íslenzka fiskinn áfram Það er líklegt að hátt verð haldist áfram á íslenzka fiskinum, þar sem aukning á framboði er ekki sjáanleg á næstunni. Allir eða flestir fram- leiðendur hér eru háðir markaðnum dag frá degi og hafa því lítið svig- rúm til að þrýsta verðinu niður. Ferski fiskurinn skiptist nokkuð jafnt milli frystingar og sölu á óunn- um fiski. Það eru fyrst og fremst veitingastaðir og „Fish and Chips“- búðimar, sem kaupa fiskinn fersk- an, en þessir aðilar verða að fá fisk hvað sem hann kostar. Verð á fisk- inum frá þeim til neytenda hefur ekki hækkað í samræmi við verðið á markaðnum, en skammtamir hafa minnkað. Þetta háa verð hefur valdið mönnum hér nokkrum áhyggjum, þar sem frystihúsin og blokkarframleiðendurnir hafa tæp- lega bolmagn til að standa undir svo háu verði til langframa. Mark- aðurinn á að geta haldið meðalverði 50 til 60 krónum á kíló, en þeir, sem kaupa til áframhaldandi vinnslu ráða tæplega við að borga meira en 50 til 55 krónur. Hugsanlega farið út í eigin vinnslu á f lökum Hugsanlegt er að Brekkes fari eitthvað út í eigin vinnslu á flökum til sölu innanlands eða til annarra landa. Með því er hægl að auka möguleg umsvif fyrirtækisins og hugsanlega skila hærra verði heim. Við erum eins og er á heiidsölu- markaði, fiskurinn er mismikið unninn hér um slóðir eða fer héðan á aðra minni markaði, sem ekki þola mikið magn eigi verð að hald- ast hátt. Við munum reyna að fylgj- ast vc'. með þessum mörkuðum og takmarka magnið inn á þá, til að halda verðinu uppi. Fyrsta skrefið í því er að þróa ferskfiskmarkaðinn betur, auka flutningatækni og hraða flutningum. Þegar ég kom hingað til Grimsby fyrir þremur árum sigldu bátamir mikið og til- hneiging var til að lengja túrana. Gæði aflans voru því ekki nægileg. A sama tíma var útflutningurinn í gámunum að bytja og gæði á þeim fiski voru ákfalega misjöfn. Nú hafa menn áttað sig betur á því, að nauðsynlegt er að vanda meðferð aflans og gámafiskurinn hefur getið sér gott orð fyrir gæði. Eðlilegt að 15 til 20% af veiddum fiski fari ferskur utan Mér finnst eðlilegt að 15 til 20% af veiddum fiski heima fari ferskur utan, hvort sem hann er seldur heill eða í flökum. Ferskur fiskur er alltaf dýrari en frystur. Hann er eftirsóttur, en erfitt er að geyma hann. Flutningatækni nútimans hefur hins vegar gert það kleift að flytja fiskinn ferskann milli landa og markaða, án þess að það komi að sök. Það verður líka að fara eftir kröfum markaðsins hvetju sinni og senda á hann það, sem kaupendur vilja. Kaup SH á Brekkes era skref í átt til þess, að auka þjónustu fyrirtækisins við fiskseljendur heima og getur orðið til þess að þróa ferskfisksöluna enn frekar. Markaðsþekking og tengsl beggja fyrirtækjanna við ýmsa kaupendur er seljendum heima fyrir mjög nauðsynleg og til veralegra bóta,“ sagði Aðalsteinn Finsen. 0 Olafur Guðmundsson, forstjóri Icelandic Freezing Plants: Þjónusta við fram- leiðendur og hallalaus rekstur markmiðið SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur um fjölda ára rekið söluskrifstofu í London til sölu á freðfiski í Bretlandi og vestanverðri Evrópu. Eftir samkomu- lag við Breta um útfærslu Iandhelginnar 1976 og samkomulagi um bókun 6 við Efnahagsbandalagið, ákvað SH að taka verulega á sölumálum á þessu svæði og aðalátakið var að flytja starfsemina frá London til Grimsby og byggja þar fiskréttaverk- smiðju. Undirbúningur að byggingu verksmiðjunnar hófst árið 1981 og var að mestu lokið árið 1982. Framleiðsla komst í gang á árinu 1983 en taprekstri byrjunaráranna var snúið til hagnaðar árið 1985. Með styrkari stöðu pundsins hefur framleiðsla hér heima fyrir Bretlandsmark- að aukizt verulega og verð á afurðum úti hefur hækkað. Stöð- ug aukning hefur einnig orðið á framleiðslu verksmiðjunnar. Framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar frá upphafi og stjórnandi fyrirtækisins í Bretlandi frá 1966 hefur verið Ólafur Guðmunds- son. Byrjað í smátt í sniðum með fjárfestingii upp á 5 milljónir punda „Framleiðsla verksmiðjunnar hefur aukizt stöðugt frá því starf- seldum við verksmiðjuvörar fyrir 1 milljón punda, árið 1984 fyrir 4,2 og fyrir 7,1 í fyrra. Á þessum tíma frá uppsetningu véla og tækja höf- um við fundið arðbæran markað fyrir vörar okkar og komizt hjá framleiðslu með tapi. Staða punds- ins hefur haft ýmis áhrif, sérstak- lega á beina sölu flakaframleiðslu frystihúsanna, sem er nú um 'lh hlutar Bretlandsviðskipta okkar, en verksmiðjuframleiðslan stendur undir 'h. Vegna þess er nú orðið hagstætt fyrir framleiðendur heima að selja afurðir sínar til Bretlands. Það hjálpar okkur einnig, að veiðar Breta hafa dregizt saman og fram- boð verið minna frá öðram sam- keppnislöndum en áður. semi hófst í byijun ársins 1983,“ sagði Ólafur Guðmundsson. „Árið 1985 var hins vegar fyrsta árið, sem hagnaður varð af rekstrinum í samræmi við áætlanir í upphafi. Þetta er í fyrsta lagi vegna þess, að langan tíma tekur að þjálfa starfsfólk, markaðssetja nýja fram- leiðslu og aðlaga hana þörfum margra viðskiptavina. Fyrsta árið Verðum að svelta við- skiptavini eins og er Ég sé því ekki annað en að fram- tíðin sé björt, en við eram þó ugg- andi um að fá ekki nóg af þorsk- flökum og við verðum að svelta viðskiptavini eins og er. Á hinn bóginn stöndum við betur að vígi hvað blokkina varðar því við fáum nokkuð nóg af henni að heiman. Áður seldum við þessar blokkir óunnar sem hráefni fyrir verksmiðj- ur annarra í Evrópu, en á þessu ári verða þær allar nýttar í verk- smiðju okkar. Það er ekkert útlit fyrir annað en að verð haldist áfram jafnhátt á frystum vöram og það ætti reyndar frekar að hækka miðað við verð á ferska fiskinum. Við höfum prafað blokkir frá öðram framleiðendum, en þurfum í raun ekki á þeim að halda sem stendur. Einnig höfum við keypt lítils háttar af flökum frá öðram löndum en íslandi, en það er hverfandi. Tak- markið er fyrst og fremst að ein- skorða hráefniskaupin við ísland, en kaupa ennfremur af öðram ef þörf krefur. Næst á eftir þjón- ustunni við framleiðendur heima leggjum við áherzlu á hallalausan rekstur verksmiðjunnar. í upphafi var erfitt fyrir okkur að greiða framleiðendum nægilega hátt verð fyrir blokkirnar, en nú greiðum við hæsta verð fyrir þorskflakablokkir. Kaupin á Brekkes hafa komið sér vel Fyrirtækið Brekkes var meðal annars keypt í því skyni að komast einu skrefí nær viðskiptavinunum með góðri heildsölu. Það var mjög aðkallandi, þegar í ljós kom að við myndum selja talsvert af sjófrystum flökum. Með kaupunum á Brekkes fengum við fyrirtæki, sem reynslu hafi af slíkri sölu og það hefur skilað sér vel. Brekkes hefur einnig Fiskurinn — kominn hálfa leið i neytendapakkninguna. aðstöðu til framleiðslu fisks í tveim- ur litlum frystihúsum og það getur verið hagkvæmt að kaupa hráefni til vinnslu okkar af þeim. Brekkes hefur ennfremur unnið lengi að sölu á ferskum flski og því hafa opnazt möguleikar á því fyrir okkur, að þjóna frystihúsum og útgerðum heima betur en ella, hafl þau áhuga á ferskfisksölu. Brekkes hefur einn- ig flakað heilfrystan frystan togara- flsk og ef verð leyfir er ekkert því til fyrirstöðu að þeir flaki fyrir okkur. Fyrirtæki hér njóta betri rekstrarstöðu en heima Það er staðreynd að þeir, sem keypt hafa íslenzkan fisk til fryst- ingar hér, geta borgað miklu hærra verð, en talið var hægt til skamms tíma. Lítil sérhæfð fyrirtæki með góða nýtingu og lítinn fjármagns- kostnað geta að jafnaði borgað hátt verð. Þau kaupa aðeins það, sem þau þurfa hveiju sinni, bæði hvað varðar magn og tegundir og geta framleitt og selt án nánast nokkurs birgðahalds. Sjálfsagt geta menn alltaf bætt sig, en hvort húsin heima geta keppt við þessa vinnslu er óvíst. Þau þurfa að borga allvera- legar upphæðir í alls konar kostnað. Hér njóta fyrirtækin betri rekstrar- stöðu og fastur kostnaður eins og launatengd gjöld og vextir er hverf- andi hér miðað við stöðuna heima. Atvinnuleysið hér gerir fyrirtækj- unum einnig kleift að velja úr góðu starfsfólki. Byrjað á sölu fisk- rétta til Frakklands Auk þess að framleiða og selja fyrir Bretlandsmarkað seljum við til Vestur-Evrópu, Hollands, Belgíu og Frakklands og hafa þau viðskipti blómgazt nokkuð vel. Til Frakk- lands fara 5.000 til 6.000 lestir á ári og til Belgíu talsvert af ákveðn- um tegundum. Við seljum einnig smávegis til Astralíu, Kýpur og Portúgal. Frakkar kaupa mikið af ufsa, karfa, grálúðu, hrognum og heilfrystri rækju. Við bindum vonir við töluverða aukningu á viðskipt- um við Frakka og Belga. Við eram til dæmis byijaðir á sölu framleiddr- ar vöra til Frakklands og þar er um að ræða stóran og óplægðan akur,“ sagði Ólafur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.