Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 63
MORGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986 63 ísafjörður: 19 ungmenni ásaka lögreglu ísafirði. NOKKURRAR óánægju gætir hjá ungmennunum 19, sem handtekin voru á heimili eins þeirra 25. maí sl. og getið var um í Morgun- blaðinu. Þau hala nú sent fjölmiðlum yfirlýsingu, þar sem þau krefjast þess, að yfirmaður aðgerðanna biðji þau opinberlega afsök- unar á framferði lögreglunnar, þar sem engin sakarefni hafi komið fram við rannsókn og húsleit, en lögreglan taldi, að þarna væru höfð vímuefni um hönd. í yfirlýsingunni segja þau, að þeim hafí verið troðið tveimur til þremur í eins manns klefa á lög- reglustöðinni og sum send til Bol- ungarvíkur. Þá bera þau fram þá ásökun á lögregluna, að þau hafí verið neydd til yfírlýsinga um neyslu fíkniefna til að sleppa úr haldi. Að sögn eins þeirra, sem kom með yfírlýsinguna til fréttaritara Morgunblaðsins á ísafírði, hafði hann ásamt féiaga sínum boðið Vegagerð: tveimur stúlkum til kvöldverðar þetta kvöld. Þær voru svo óheppnar að banka upp á meðan húsleitin fór fram til að vita hvenær þær ættu að mæta til kvöldverðarins. Þær voru umsvifalaust teknar inn fyrir og látnar fylgja liðinu í steininn. Fullyrt er í yfírlýsingunni, að enginn hafí játað fíkniefnanotkun á staðnum og spyija þau því fyrir hvað lögreglan hafi sent kæru til bæjarfógetans á ísafirði. Úlfar Gunnar og Guðmund- ur lægstir í klæðn- ingar á Vesturlandi Verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmundur áttu lægsta tilboð í klæðningar vega á Vesturlandi í sumar. Tilboðið var 18,2 milij- ónir kr. sem er 81,6% af kostnað- aráætlun V egagerðarinnar. Fjögur önnur tilboð bárust. Næstlægsta tilboðið var frá Vísi hf., 18,9 milljónir, tvö voru rétt við kostnaðaráætlun (22,2-22,5 millj- ónir) en það hæsta 27,9 milljónir kr. Verkið felst í lagningu efra burðarlags, samtals 33 þúsund rúmmetrar og klæðingu, samtals um 200 þúsund fermetrar. Einnig hafa verið opnuð tilboð í efnisvinnslu á Vesturlandi, það er efra burðarlag, klæðning og malar- slitlag 20 þúsund rúmmetrar. Lægsta tilboðið reyndist vera frá Brjóti hf. á Hofsósi, 3,2 milljónir kr., sem er 75% af kostnaðaráætlun. Borgarverk hf. í Borgamesi átti næstlægsta tilboð, 3,5 milljónir kr. Tvö önnur tilboð bárust. Kostnað- aráætlun var 4,3 milljónir kr. Hátíðarhreingerning ogfegrun á Kárastíg íbúar við Kárastíg tóku sig til um síðastliðna helgi og hreinsuðu og fegruðu götuna sina í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. BQum var stuggað á brott og gatan hreinsuð og skreytt enda á milli. Níu kerum með runna- og blómagróðri var komið fyrir og gatan rækilega merkt í því skyni að minna ökumenn á að halda umferðarhraðanum innan löglegra marka og til að leggja áherslu á, að einstefnu- akstur er um Kárastfg. Um hádegisbil á sunnu- dag var svo pulsuveisla f garðinum á nr. 8 og um kaffileytið ijúkandi vöfflur á nr. 7, hvort tveggja við mikinn fögnuð barnanna f götunni. Upp undir 20 manns voru við störf, þegar flest var, og tóku börnin ríkulegan þátt f amstri fullorðna fólksins. Myhd þessa tók Ólafur K. Magnússon, þegar verið var að byrja á um- ferðarmerkmgunum. 14. JÚNÍ í HVERAGERÐI KL. 15.00. Veglegur verðlauna- gripur fyrir 1. sæti í hlaupinu Hlaup við allra hæfi aðeins 2,6 km «$S>- Dregnir verða út 3 glæsilegir vinningar úr keppnisnúmerum 1. Nýr Skódi 2. Hljómflutningstæki 3. Tívolíferðir t Skráning er hafin og stendur yfir alla daga fram að hlaupi frá kl. 16.00—21.00 og á hlaupsdagfrá kl. 13.00—14.30 Renndu í tívolí. Láttu skrá þig og skoðaðu Skodann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.