Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 63

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 63
MORGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986 63 ísafjörður: 19 ungmenni ásaka lögreglu ísafirði. NOKKURRAR óánægju gætir hjá ungmennunum 19, sem handtekin voru á heimili eins þeirra 25. maí sl. og getið var um í Morgun- blaðinu. Þau hala nú sent fjölmiðlum yfirlýsingu, þar sem þau krefjast þess, að yfirmaður aðgerðanna biðji þau opinberlega afsök- unar á framferði lögreglunnar, þar sem engin sakarefni hafi komið fram við rannsókn og húsleit, en lögreglan taldi, að þarna væru höfð vímuefni um hönd. í yfirlýsingunni segja þau, að þeim hafí verið troðið tveimur til þremur í eins manns klefa á lög- reglustöðinni og sum send til Bol- ungarvíkur. Þá bera þau fram þá ásökun á lögregluna, að þau hafí verið neydd til yfírlýsinga um neyslu fíkniefna til að sleppa úr haldi. Að sögn eins þeirra, sem kom með yfírlýsinguna til fréttaritara Morgunblaðsins á ísafírði, hafði hann ásamt féiaga sínum boðið Vegagerð: tveimur stúlkum til kvöldverðar þetta kvöld. Þær voru svo óheppnar að banka upp á meðan húsleitin fór fram til að vita hvenær þær ættu að mæta til kvöldverðarins. Þær voru umsvifalaust teknar inn fyrir og látnar fylgja liðinu í steininn. Fullyrt er í yfírlýsingunni, að enginn hafí játað fíkniefnanotkun á staðnum og spyija þau því fyrir hvað lögreglan hafi sent kæru til bæjarfógetans á ísafirði. Úlfar Gunnar og Guðmund- ur lægstir í klæðn- ingar á Vesturlandi Verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmundur áttu lægsta tilboð í klæðningar vega á Vesturlandi í sumar. Tilboðið var 18,2 milij- ónir kr. sem er 81,6% af kostnað- aráætlun V egagerðarinnar. Fjögur önnur tilboð bárust. Næstlægsta tilboðið var frá Vísi hf., 18,9 milljónir, tvö voru rétt við kostnaðaráætlun (22,2-22,5 millj- ónir) en það hæsta 27,9 milljónir kr. Verkið felst í lagningu efra burðarlags, samtals 33 þúsund rúmmetrar og klæðingu, samtals um 200 þúsund fermetrar. Einnig hafa verið opnuð tilboð í efnisvinnslu á Vesturlandi, það er efra burðarlag, klæðning og malar- slitlag 20 þúsund rúmmetrar. Lægsta tilboðið reyndist vera frá Brjóti hf. á Hofsósi, 3,2 milljónir kr., sem er 75% af kostnaðaráætlun. Borgarverk hf. í Borgamesi átti næstlægsta tilboð, 3,5 milljónir kr. Tvö önnur tilboð bárust. Kostnað- aráætlun var 4,3 milljónir kr. Hátíðarhreingerning ogfegrun á Kárastíg íbúar við Kárastíg tóku sig til um síðastliðna helgi og hreinsuðu og fegruðu götuna sina í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. BQum var stuggað á brott og gatan hreinsuð og skreytt enda á milli. Níu kerum með runna- og blómagróðri var komið fyrir og gatan rækilega merkt í því skyni að minna ökumenn á að halda umferðarhraðanum innan löglegra marka og til að leggja áherslu á, að einstefnu- akstur er um Kárastfg. Um hádegisbil á sunnu- dag var svo pulsuveisla f garðinum á nr. 8 og um kaffileytið ijúkandi vöfflur á nr. 7, hvort tveggja við mikinn fögnuð barnanna f götunni. Upp undir 20 manns voru við störf, þegar flest var, og tóku börnin ríkulegan þátt f amstri fullorðna fólksins. Myhd þessa tók Ólafur K. Magnússon, þegar verið var að byrja á um- ferðarmerkmgunum. 14. JÚNÍ í HVERAGERÐI KL. 15.00. Veglegur verðlauna- gripur fyrir 1. sæti í hlaupinu Hlaup við allra hæfi aðeins 2,6 km «$S>- Dregnir verða út 3 glæsilegir vinningar úr keppnisnúmerum 1. Nýr Skódi 2. Hljómflutningstæki 3. Tívolíferðir t Skráning er hafin og stendur yfir alla daga fram að hlaupi frá kl. 16.00—21.00 og á hlaupsdagfrá kl. 13.00—14.30 Renndu í tívolí. Láttu skrá þig og skoðaðu Skodann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.