Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNÍ 1986 37 Akureyri: aldarafmælí KEA KAUPFÉLAG Eyfirðinga á 100 ára afmæli 19. þessa mánaðar en það var stofnað 19. júní 1886 að Grund í Eyjafirði af nokkrum bændum. Starfsemin var smá i sniðum í upphafi en stofnun fyrstu samvinnuslubúðarinnar árið 1906 lagði grundvöllinn að framtíðinni. KEA er nú öflugasta og umsvifamesta kaupfélag landsins og veitir yfir 1000 manns atvinnu. Nú rekur KEA tvo tugi verslana á Akureyri og öðrum byggðum Eyjafjarðar og félag- ið sinnir einnig vinnslu og sölu landbúnaðar- og sjávarafurða, útgerð, ýmiss konar iðnaði og þjónustu. Mikið verður um að vera á Aðalfundur KEA verður haldinn vera Akureyri í kringum aldarafmælið og þess má geta að vinna verður felld niður hjá KEA á afmælis- daginn. „Það taka sér allir fri sem eiga hundrað ára afmæli - það er augljóst!" sagði Valur Am- þórsson, kaupfélagsstjóri, á blaða- mannafundi þar sem dagskrá vegna afmælisins var kynnt. Píanótónleikar á Akureyrí 1 kvöld: Martin Berkofsky og Anna Málfríð- ur leika Akureyri, Píanóleikaramir Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir halda tónleika í sal Tónlistarskólans í kvöld og hefjast þeir kl. 20.30. A fyrri hluta tónleikanna leika þau píanóverk fyrir fjórar hendur eftir Franz Schubert og á meðal þeirra er „fantasía" sem Schubert samdi 13 ára að aldri og er það fyrsta verkið sem hann samdi fyrir fjórar hendur. Eftir hlé lekur Martin Berkof- sky eitt stórbrotnasta og um leið fegursta verk sem samið hefur verið fyrir píanó, en það er h-moll sónatan eftir Franz Liszt. Anna Málfríður kenndi píanó- leik við Tónlistarskólann á Akur- eyri um árabil og hefur leikið á fjölmörgum. tónleikum, bæði sem einleikari og í samleik með öðrum. Martin Berkofsky er tónlistarunn- endum að góðu kunnur og hefur hann haldið tónleika við mikla hrifningu og lofsamlega dóma víða um heim. Hann hefur veið leiðbeinandi á sumamámskeiðum við Tónlistarskólann á Akureyri, og stendur einmit eitt slíkt jrfír þessa dagana, með þátttöku píanónemenda víða af landinu. Tónleikamir í kvöld eru haldnir til Qáröflunar fyrir píanónám- skeiðið. 18. júní í Samkomuhúsi bæjarins og stendur í einn dag. Hann hefur venjulega verið í maí en var seink- að vegna afmælisins. Hátíðar- fundur verður svo þann 19. júní við Mjólkursamlag KEA og hefst hann kl. 13.30. Að lokinni setn- ingu fundarins verður helgiathöfn í umsjá Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups, en þá mun Hjörtur E. Þórarinsson, stjómarformaður KEA, flytja hátíðarræðu. Nokkur ávörp verða flutt og ýmiss skemmtiatriði. Á þessum fundi verður stærsta listaverk landsins, Auðhumla og mjaltastúlkan eftir Ragnar Kjartansson, afhjúpað. í lok fundarins verður öllum við- stöddum boðið upp á léttar veit- ingar í móttökusal Mjólkursam- lagsins. Hátíðarfundurinn er öll- um opinn. Til að minnast afmælisins hafa forráðamenn KEA ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum félags- ins og mökum þeirra til veislu í íþróttahöllinni. Einnig hefur verið boðið þangað aðalfundarfulltrúum KEA ásamt mökum auk annarra gesta. Þá hefur ellilífeyrisþegum, fyrrnrn starfsmönnum KEÁ, verið boðið í veisluna ásamt mökum. Sökum mikils fjölda reyndist nauðsynlegt að skipta kvöldverð- argestum í tvo hópa. Sá fyrri kemur í höllina að kvöldi 19. júní en sá seinni kvöldið eftir. Gert er ráð fyrir að alls verði um- 100 gestir í höllinni hvort kvöld. Ýmis- legt verður þar til skemmtunar. Páll Jóhannesson syngur við undirleik Ólafs Vignis Álbertsson- ar, strengjasveit úr Tónlistarskól- anum skemmtir og karlakór syng- ur. Hótel KEA annast veitingar en starfsmenn félagsins hafa að öllu ieyti séð um undirbúning afmælisins. Að kvöldi 21. júní verða svo tónleikar í Iþróttahöllinni fyrir ungu kynslóðina. Þar leikur hljómsveitin Rikshaw. Formaður afmælisnefndar KEA er Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi. SéséT * ■ í Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og Sigurður Jóhannesson, formaður afmælisnefndar með 100 ára afmælisfánann á milli sín fyrir framan aðalskrifstofu KEA. Með þeim er Áskell Þórisson, blaðafulltrúi KEA, sem er i afmælisnefndinni. Birkir Skarphéðinsson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar: Höfum óskað rýmri af- greiðslutíma til reynslu „VIÐ ERUM búnir að ræða þetta nú í vor í stjóm félagsins. Það er ljóst að það þarf að hrista upp i bæjarfélaginu en mér líst ekki á að hafa opið á laugardögum og lokað einhvern annan dag í staðinn. Ég held að það fengist aldrei samþykkt hjá launþegum," sagði Birkir Skarphéðinsson, formaður Kaupamannafélags Akur- eyrar, er Morgunblaðið bar undir hann hugmyndir Sigfúsar Jóns- sonar verðandi bæjarstjóra á Akureyri í laugardagsblaðinu. Sigfús kom með þá hugmynd inu. Hann sagði að í staðinn gætu að verslanir á Akureyri yrðu opnar á laugardögum, eins og virka daga, allt árið um kring þannig að laugardagur gæti orðið versl- unardagur - í þeim tilgangi að laða til bæjarins fólk úr nágrenn- verslanir hugsanlega haft lokað einhvem virkan dag. Birkir Skarphéðinsson sagði að Kaupmannafélagið hefði ritað bæjarstjóm bréf á dögunum þar sem þær hugmyndir voru reifaðar að opnunartími verslana á laugar- dögum yrði fymkaður. „Við ósk- uðum eftir því að fá fijálsari opnunartíma í eitt ár til reynslu. Við höfum ekki mótað endanlega hvemig það yrði en höfum gælt við að hafa opið lengur á laugar- dögum og emm þá fyrst og fremst með sumarið í huga.“ Matvöruverslanir á Akureyri em lokaðar á laugardögum yflr sumartímann, frá því snemma í júní og fram í ágúst. Flestar smærri verslanir em hins vegar Kristján syng- ur fyrir KEA-félaga AJkureyri. KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari mun halda konsert fyrir félagsmenn Kaupfélags Eyf irðinga í haust - væntanlega í október - í tilefni aldarafmælis fyrirtækisins 19. þessa mánaðar. Að sögn Vals Amþórssonar, kaupfélagsstjóra, var áhugi á að fá Kristján til að syngja nú en sem kunnugt er væri hann upptekinn við störf í New York. opnar á laugardagsmorgnum og líkur em á, að sögn Birkis, að verslanir í miðbænum taki sig saman og hafí opið til kl. 13 á laugardögum í sumar í stað 12 áður. Birkir sagðist vonast til að fá svar frá bæjarstjóm fljótlega - og sagðist bjartsýnn á að nýja bæjar- stjómin myndi leyfa frjálsari opnunartíma en verið. „Ég veit að kratamir hafa viðrað hug- myndir um að Kaupmannafélagið réði opnunartímanum - að bæjar- stjóm ætti ekki að vera með puttana í því máli og því emm við alveg sammála," sagði Birkir. Akureyri. 2000. bæjarráðsfundurinn á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmsson Bæjarráð Akureyrar hélt sinn 2000. fund frá upphafi á föstu- dag. Af því tilefni smellti blaða- maður Morgunblaðsins rnynd af þeim er sátu fundinn. Þau eru, frá vinstri: Freyr Ófeigs- son (A), Sigríður Stefánsdóttir (Abl.), Valgerður H. Bjarna- dóttir (Kv.), Hreinn Pálsson bæjarlögmaður, Valgarður Baldvinsson bæjarritari, Helgi M. Bergs bæjarstjóri, Stefán Stefánsson bæjarverkfræðing- ur, Sigurður Jóhannesson (F), Sigurður J. Sigurðsson (S) og Gunnar Ragnars (S). Þór-IBV í kvöld: Leikið ámöl LEIKUR Þórs og ÍBV 11. deild- inni I knattspymu verður ekki á aðalleikvangi bæjarins i kvöld eins ogtil stóð. Völlurinn er orðinn nokkuð góður, grænn og fallegur eftir gott veður undanfarið, en 5 gær var mjög kalt, rigning og meira að segja hrið um stund, þannig að völlurinn er ekki í nægilega góðu ástandi. Allar líkur em á því að i kvöld verði því leikið á malarvelli Þórs! Grasvöllur Þórs kom illa undan vetrinum og er I slæmi ástandi eftir leikinn við KR á föstudaginn og verður að fá tíma til að gróa aftur. Menn verða því að gera sér mölina að góðu á nýjan leik - „eini möguleikinn til að svo verði ekki er að ófært verði frá Vest- mannaeyjum!" eins og einn Þórs- arinn sagði í gær. Mikið um að vera á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.