Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986 47 Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Hvanneyri: Samdráttur í kindakjötssölu stærsta vandamál landbúnaðarins - segir í skýrslu Inga Tryggvasonar formanns Stéttarsambandsins Hvanneyri, frá Helga Bjarnasyni, blaða- manni Morgunbladsins. Á AÐALFIJNDI Stéttarsam- bands bænda sem haldinn er á Hvanneyri lagði Ingi Tryggva- son fram skýrslu sína um störf stjómar frá síðasta aðalfundi og fleira. í henni er að vanda fjallað um framleiðslu og sölu búvara og fer sá kafli skýrslunnar hér áeftir: Mjólk og mjólkurvörur Á árinu 1985 varð framleiðsla mjólkur 115,9 milljónir lítra og var það aukning um 7,4 millj. lítra eða rúmlega 6,8% milli almanaksára. Mikil aukning varð á mjólkurfram- leiðslu síðustu mánuði ársins og má rekja það bæði til hagstæðs tíð- arfars um sunnan- og suðvestanvert landið og Qölgunar mjólkurkúa. Þá má ekki gleymast að bændur hafa verið hvattir til að auka mjólkur- framleiðslu yfir haust og vetrar- mánuðina. Samdráttur varð í sölu mjólkur og mjólkurvara. Á hvem mann minnkaði mjólkumeysla um 3,4 lítra, smjömeysla um V2 kg og skymeysla um 0,3 kg milli ára. Ostaneysla jókst um 0,1 kg og er það minnsta aukning um mörg ár, enda ostaneysla orðin mikil hér á landi. Samkvæmt útreikningum svaraði heildameyslan til 96,2 millj. lítra mjólkur. Kindakjöt Framleiðsla kindakjöts var 12.215 tonn á árinu 1985 á móti 12.240 tonnum á árinu 1984. Meðalfallþungi dilka varð 14,25 kg eða 0,4 kg lægri en árið áður. Slátr- að var 742.244 dilkum og 74.685 fullorðnum kindum á móti 727.203 dilkum og 70.467 fullorðnu fé á árinu 1984. Samkvæmt forða- gæsluskýrslum voru 709.749 kind- ur settar á vetur haustið 1985 sem era um 4.600 fjár færra en haustið áður. Ætla má að milli 60 og 70 tonn af framleiðslu ársins 1985 sé vegna fækkunar ijár. Verðlagsárið 1984/85 seldust innanlands 9.405 tonn af kindakjöti á móti 10.365 tonnum næsta verðlagsár á undan. Á hvem mann varð innanlandssalan 43,5 kg verðlagsárið 1983/84 og 39,2 kg árið 1984/85. Salan á almanaksárinu 1985 varð 10.027 tonn. Verðlækkunin í haust átti mikinn þátt í að auka sölu síðustu mánuði ársins. Sala kindakjöts fyrstu 7 mánuði þessa verðlagsárs varð 5.403 tonn á móti 5.571 tonni á sama tíma árið áður. Hins vegar varð salan 1.180 tonni fyrstu 3 mánuði þessa almanaksárs á móti 1.980 tonnum í fyrra. Útflutningur fyrstu 7 mánuði verðlagsársins var 1.832 tonn. Samdráttur í sölu kindakjöts á innlendum markaði er að mínum dómi stærsta vandamál hins al- menna landbúnaðar nú. Þeir sem selja fyrir okkur kjötið hér innan- lands kvarta undan því að það sé of dýrt miðað við aðrar matvörur og sömuleiðis sé það of feitt fyrir Fer inn á lang flest heimili landsins! Ingi Tryggvason. smekk manna nú. Að öðru leyti era menn sammála um einstök gæði íslenska dilkakjötsins. Þessi gæði hafa hjálpað til að selja kjötið er- lendis þannig að yfírleitt hefur fengist hærra verð fyrir það en annað dilkakjöt. Sá verðmunur nægir okkur hinsvegar engan veg- inn eins og málum er nú komið. Verðhran á nýsjálenska dilkakjöt- inu á sl. ári hefur haft áhrif á almennt verðlag á kindakjöti. Flest- ar þjóðir stefna að því að vera sjálf- um sér nægar um framleiðslu kjöts, vemda framleiðslu sína og bjóða umframframleiðslu á lágu verði. Miklar birgðir era nú til af kjöti í heiminum og era þó víða hömlur á framleiðslu. Birgðir kindakjöts 1. apríl vora 6.820 tonn, sem er 545 tonnum meira en á sama tíma 1985. Nautakjöt Framleiðsla nautakjöts á árinu 1985 varð 2.740 tonn á móti 2.491 tonni 1984. Sala á árinu 1985 varð 2.583 tonn sem er 330 tonnum meiri salan en 1984. Birgðir í árslok vora 1.281 tonn, sem er 120 tonn- um meira en í árslok 1984. Eins og fyrr era birgðir aðallega í dýrari flokkum nautakjöts. Erfítt er að selja eldri birgðir og munu vera nokkur brögð að því, að geymt kjöt sé selt á undirverði. Slátrun dreifíst nú jafnara á árið en fyrr. í raun þyrfti svo að vera, að sala færi sem mest fram jafnóðum og slátrað er. Ef ekki dregur úr nautakjötsfram- leiðslu er hætt við að nokkuð af eldri birgðum verði verðlítið. Framleiðnisjóður ákvað í vor að greiða aukaþóknun kr. 2.000 fyrir hvem kálf undir 30 kg fallþunga, sem slátrað verður á næstunni. Var þetta gert að tillögu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Kálfa- slátran hefur aukist eftir að þessi ákvörðun var tekin. Athugaðir hafa verið möguieikar á sölu nautakjöts á Keflavíkurflug- velli. Úr sölu hefur þó ekki orðið, bæði vegna skorts á útflutnings- bótafé og athugasemda sem heil- brigðiseftirlit hersins hefur gert við sláturhús. Nú er þó komin viður- kenning bandarískra heilbrigðis- jrfírvalda á nýju stórgripasláturhúsi á Hvolsvelli. Birgðir nautakjöts 1. apríl vora 1.324 tonn, sem er 411 tonnum meira en á sama tfma 1985. Aukin kúaslátran að undanfömu á veru- iegan þátt í birgðaaukningunni. Hrossakjöt Á árinu 1985 nam framleiðsla hrossakjöts 797 tonnum, sem er um 100 tonnum meira en 1984. Sala innanlands var 798 tonn, en út- flutningur aðeins 7 tonn. Út voru flutt 123 hross til slátranar og gaf sá útflutningur sæmilega raun. Fluttir vora út 370 reiðhestar. Svínakjöt Framleiðsla svínakjöts varð 1.630 tonn árið 1985, sem er um 200 tonna aukning frá árinu á undan. Birgðir um áramót vora 54 tonn á móti 26 tonnum í árslok 1984. Birgðir 1. apríl sl. vora 57 tonn. Sala svínakjöts hefur aukist um tæp 10% það sem af er þessu verð- lagsári miðað við sama tímabil í fyrra. Fuglakjöt Framleiðsla fuglakjöts varð rúm 900 tonn á síðari helmingi ársins 1985 þar af era um 90 tonn af öðram fuglum en hænsnum. Skil á skýrslum um framleiðslu og sölu fuglakjöts fara batnandi. Eggr Framleiðsla eggja varð 1.356 tonn á síðari helmingi ársins 1985 og má ætla að framleiðslan hafí verið svipuð fyrri hluta ársins. Garöávextir Kartöfluuppskera varð góð um mikinn hluta landsins á sl. ári. Uppskera var áætluð 11.500 tonn. Gert er ráð fyrir að íslenskar kart- öflur endist út júnímánuð. Horfur era á að miklar kartöflur verði settar niður í vor. Veðurskil- yrði til grænmetisræktunar vora góð á sl. ári. Talið er að ræktuð hafí verið um 690 tonn af tómötum, 493 tonn af gúrkum og 82 tonn af paprikum. Uppskera af útirækt- uðu grænmeti var í meðallagi. Talið er að hvítkálsuppskera hafí verið um 240 tonn, blómkál um 90 tonn og gulrætur 112 tonn. Litlar upplýs- ingar era til um uppskerumagn gulrófna. Blómaræktin gekk vei. Heild- söluverðmæti inniræktaðra blóma var um kr. 100 milljónir en inn- flutningur blóma var að heildsölu- verðmæti um 17,5 milljónir. Loödýraafurðir Uppbygging loðdýraframleiðslu hefur verið ör á undanfömum áram. í árslok 1985 vora um 200 loð- dýrabú í landinu. Framleiðsla loð- skinna var á sl. hausti um 43 þús- und refaskinn og 20 þúsund minka- skinn. Á árinu sem leið var gott verð á loðskinnum, en mikið verðfall varð í haust. Erfiðleikar Ioðdýra- bænda era því miklir, enda atvinnu- greinin ung hér. Þrátt fyrir þetta verðfail ættum við að geta keppt við nágranna okkar í þessari fram- leiðslu, ekki síst eftir að ráðstafanir hafa verið gerðar til að létta fjár- festingarkostnað. Full þörf er að auka fjölbreytni í loðskinnafram- leiðslu, bæta stofninn og verkun skinna til þess að auka afkomuör- yggi atvinnugreinarinnar. Börn á Laugarvatni safna til hjálparstarfs kirkjunnar Þessir krakkar efndu nýverið til hlutaveltu á Laugarvatni og söfnuðu þau 1.500 kr., sem renna til hjálparstarfs kirkjunnar. Þau heita, frá vinstri: Kristján Rúnarsson, Bragi Magnússon og Harpa Rúnarsdóttir. Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað SS pylsur á síðasta ári. SLATURFELAG CD O =1 S- 1— co > SUÐURLANDS Áriö 1985 boröuöu íslendingar hvorki meira né minna en 17 milljónir og eitt hundraö þúsund (17.100.000) SS pylsur. Þaö gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbarn sem náö hefur „kiötaldri". Betri meömæli eru vandfundin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.